Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 8

Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁSÖGN Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings af kostnaði við líkgeymslu fjölskyldumeðlims í þrjár nætur hefur vakið athygli en dvölin kostaði um 19 þúsund krónur. Stærstu líkhús landsins eru á forræði kirkju- garðanna, en einnig eru nokkur líkhús einkarekin. Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkju- garða Akureyrar, segir að menn þurfi að gera upp við sig hvernig standa eigi að rekstrarkostnaði lík- húsa. Ef menn komist að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að greiða kostnaðinn þurfi það að leggja fram fjármuni til rekstursins en sé niðurstaðan sú að einstaklingar eigi að borga fyrir þjónustuna sár- vanti gjaldtökuheimild. Hann segir rekstur aðstöðunnar bagga á kirkju- görðunum sem fái í dag hvorki fjármagn til rekstr- arins frá hinu opinbera né megi þeir taka gjöld fyrir þjónustuna. „Árið 2005 var samþykktur samningur á milli ríkisins og kirkjugarða þar sem er skilgreint mjög nákvæmlega fyrir hvað kirkjugarðarnir fá greitt. Það er alveg reiknað út að þeir fá svona mikið á fermetra og svona mikið á hverja gröf. Kirkju- garðarnir lögðu mikla áherslu á að inn í samning- inn yrði tekinn rekstur líkhúsa en því var hafnað.“ Fæst líkhús taka gjald Morgunblaðinu er eingöngu kunnugt um einn opinberan kirkjugarð sem tekur líkhúsgjald. Það er Borgarneskirkjugarður sem hefur líkhús á sín- um snærum, og rukkar garðurinn 10 þúsund krón- ur fyrir dvölina. Aðrir kirkjugarðar, t.d. á höf- uðborgarsvæðinu og á Akureyri, taka ekki gjald. Þá virðast a.m.k. einhverjir einkaaðilar, sem reka líkhús, taka gjald fyrir dvölina, en í tilviki Kol- brúnar var um slíkt að ræða. andresth@mbl.is Óljóst hvort ríkið eða einstak- lingar eiga að borga líkhúsum Í HNOTSKURN »Kolbrún Baldursdóttur, sálfræðingurog varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að hið opinbera eigi að greiða líkhús- gjaldið fyrir alla. »Árið 2006 kom út álit umboðsmanns Al-þingis þar sem komist var að þeirri nið- urstöðu að lagaheimild væri ekki til staðar fyrir töku á líkhúsgjaldi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma sem reknir eru fyrir opinbert fé. »Talsmaður Kirkjugarða Akureyrar seg-ir menn þarfa að gera upp við sig hvernig standa eigi að rekstrarkostnaði. SKIPULAGSSTOFNUN barst í gær tillaga Landsvirkjunar að mats- áætlun vegna mats á umhverfis- áhrifum Kröfluvirkjunar II. Um er að ræða allt að 150 MWe jarð- hitavirkjun við Kröflu í Skútustaða- hreppi. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá stofnuninni. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Skútustaðahrepps, Ferðamálastofu, Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Norð- urlands eystra, iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar og Umhverfisstofn- unar. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun muni liggja fyrir 22. ágúst 2008. Allir geta kynnt sé tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að skoða hana hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166 í Reykja- vík. Matsáætlun að Kröflu II Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | „Það hefur gengið furðu- lega vel að koma upp þessu rúmlega 3.000 manna bæjarfélagi,“ segir Birgir Örn Björnsson, mótsstjóri á Landsmóti skáta, sem nú fer fram á Akureyri. „Fólk er mjög ánægt og nú er blómlegt víkingasamfélag hér á Hömrum. Við höfum hér verslun til að kaupa nauðsynjar, víkinga- þorp til að smíða verkfæri, ráðhús, hreinlætisaðstöðu og allt sem þarf til að láta samfélag sem þetta ganga.“ Samfélagið á Hömrum stækkar ört og gerir Birgir ráð fyrir því að það muni stækka enn meira um helgina. Þá verða fleiri gestir á fjöl- skyldutjaldsvæðum hátíðarinnar. Öflugt fjölmiðlastarf fer fram á landsmótinu Landsmótin eru haldin hér á landi á þriggja ára fresti, til skiptis við Úlfljótsvatn og á Hömrum. Alls taka 70 skátafélög þátt á mótinu, en þar af eru nokkur frá útlöndum. All- ir þátttakendur taka þátt í að leysa sérstök verkefni og segir Birgir Örn að mikil þátttaka félaga að utan sé ekki hvað síst öflugri dagskrá að þakka. Flestir erlendu gestanna koma frá Stóra-Bretlandi, en einnig er einn gestur frá Suður-Kóreu. Tveir öflugir fjölmiðlar eru starf- ræktir á Landsmótinu: útvarps- stöðin Ragnarök og dagblaðið Sleipnir. Ragnarök sendir út á tíðn- inni 97,7 á Akureyri og 97,2 í Reykjavík og er hægt að hlusta á útvarpið í gegnum netið. Sleipnir er einnig fáanlegur á netinu á heima- síðu Landsmótsins: www.skatar.is/landsmot2008. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Eyland Sænskum skátum hefur hér tekist að smíða sér fleka og leggja nú af stað í átt að lítilli eyju á Leirupollinum.  Blíðskaparveður leikur við þátttakendur á Landsmóti skáta  Um 3.000 skátar koma víðs vegar að til að taka þátt Skátar í víkingaham Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FÉLAG leiðsögumanna og Ferða- málastofa hafa nú tekið höndum saman til að kanna hvar á landinu þarf að bæta aðstöðu ferðamanna. Á ferðum sínum um landið eru leið- sögumenn nú beðnir um að skrá hjá sér athugasemdir um aðkomu, um- gengni, göngustíga, salernisaðstöðu og allt ástand fjölfarinna ferða- mannastaða. Eru þetta viðbrögð Ferðamálastofu við umræðu um og gagnrýni á slakan aðbúnað á ferða- mannastöðum um landið. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir að leiðsögumönnum hafi verið send eins konar dagbók eða skráningarblöð þar sem þeir geta skrifað hjá sér athugasemdir um ástand þeirra staða sem þeir heim- sækja. Þeim er í sjálfsvald sett hvað þeir skrá og falið mat á því hvað megi betur fara. Kom þægilega á óvart Víðförli leiðsögumanna og þekk- ing á ferðamannastöðum skapar þeim að sögn Ólafar góða yfirsýn yfir ástandið. Þetta mál sé leiðsögu- mönnum eðlilega hugleikið og rétt sé að virkja þann vilja og þá þekkingu sem fyrir hendi er til að bæta að- stöðu ferðamanna á Íslandi. Hún er því bjartsýn á árangur verkefnisins. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, tók í sama streng og sagði sjálfsagt að leita lið- sinnis leiðsögumanna. Beiðni ferða- málastjóra kom henni þægilega á óvart en hún vonast til að þátttaka í verkefninu verði góð. Að hausti verða athugasemdirnar teknar saman. Ferðamálastofnun mun á samvinnu við Félag leiðsögu- manna nota upplýsingarnar við kort- lagningu ástandsins svo bregðast megi við því. Ólöf gaf ekki upp hvernig stæði til að taka á málum í framhaldinu og sagði það fara eftir útkomu kortlagningarinnar. Leiðsögumenn augu og eyru Ferðamálastofu Kanna aðstöðu ferðamanna um allt land Morgunblaðið/RAX Dettifoss Aðstaða við fossinn hefur verið mikið gagnrýnd undanfarið. HJÖRTUR Hjartarson, tölvu- tæknifræðingur og kaupmaður, lést 24. júlí sl. Hann fæddist 23. desember 1929 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásta L. Björnsdóttir frá Ánanaustum fædd 24. nóv. 1908 og Hjörtur Hjartarson stórkaupmaður fæddur 31. okt. 1902. Hjörtur var einn af frumkvöðlum tæknideildar IBM á Íslandi og starf- aði þar í 33 ár. Í tvö ár var hann fram- kvæmdastjóri tæknideildar IBM hjá Sameinuðu arabísku furstadæmun- um með aðsetur í Dubai. Þegar Hjört- ur lauk störfum hjá IBM hóf hann eigin rekstur ásamt eiginkonu og syni, innrömmunina Hjá Hirti, sem þau starfræktu til 1. febrúar 2008. Hjörtur var sannur KR-ingur, stundaði knattspyrnu og skíðaíþrótt- ina í mörg ár hjá því félagi. Hann var einn af stofnendum Rót- arýklúbbs Seltjarnarness, virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þess vegum. Hjörtur var einn af stofnendum sigl- ingaklúbbsins Sigurfara á Seltjarnar- nesi og formaður um skeið. Hann var lærður vélstjóri og starfaði á yngri ár- um á Arnarfellinu. Á námsárunum starfaði hann hjá Hval hf. Hann var meðal stofnenda Sparisjóðs Vélstjóra. Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Jensína (Jenný) Guðmundsdóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Börn þeirra eru Drífa, bóndi og fyrrverandi al- þingismaður, Ingibjörg glerlistamað- ur, Hjörtur, grafískur hönnuður, lát- inn 7. nóv. 2007, Anna Ásta, viðskipta- stjóri hjá SPRON, Björn Grétar verslunarmaður og Guðmundur Ingi, framkvæmdastjóri Netheims. Hjörtur Hjartarson Andlát Á MEÐAN blaðamaður brá sér að skoða flekasmíði og stemninguna við pollinn gegnt Leirunesti hitti hann þá Rúnar og Frey úr skátafélaginu Vífli í Garðabæ. Þeir hafa skemmt sér afar vel á Landsmótinu. „Já, þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Rúnar. „Við erum búnir að labba fullt og skoða bæinn. Við eigum eftir að smíða fleka og prófa að sigla á honum.“ Freyr var hins vegar spenntari fyrir því að prófa að smíða úr járni. Járn- smíðin er partur af víkingaþema mótsins, og á meðal þess sem hægt verður að smíða eru matarskálar. Freyr ætlar hins vegar að ganga skrefinu lengra: „Ég er að hugsa um að smíða mér hníf.“ „Hefur verið frábært“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.