Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 12

Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIL óvissa ríkir um hvort tekst að ljúka Doha- samningnum í þeirri fundalotu sem nú stendur í Genf í Sviss, að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu. Hann er í hópi fulltrúa Íslands sem taka þátt í fundalotu í þessari viku. Fundirnir eru skref í átt að því takmarki að ljúka Doha- viðræðunum fyrir lok þessa árs. Sigurgeir sagði að viðræðum hafi miðað hægt það sem af er vikunni. Í gærkvöldi var ráðgerður framhaldsfundur Pascals Lamys, forstjóra WTO, með fulltrúum sjö ríkja og ríkjabandalaga. Í þeim hópi eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Indland, Kína, Brasilía, Ástralía og Japan. Fyrsti fundur þeirra hófst síðdegis á miðvikudag og stóð til klukkan fjögur í gærmorgun án þess að þar næð- ist nein niðurstaða. Viðræðurnar snúast um tvö meginsvið, annars vegar landbúnaðarþáttinn og hins vegar markaðs- aðgang annarra vara en landbúnaðarvara (NAMA). Undir það falla t.d. iðnaðarvörur. Sig- urgeir sagði að sem stæði væru átökin mest um NAMA-þáttinn. Aðspurður taldi hann að sam- komulag gæti strandað á honum. Ekki kemur til greina að gera samkomulag um landbúnaðarþátt- inn einan. „Annaðhvort allt eða ekkert“ er grund- vallaratriði í viðræðunum, að sögn Sigurgeirs. Þær snúast að miklu leyti um jafnvægið á milli þess sem sumar þjóðir telja sig hagnast vegna landbúnaðarsamningsins og þess sem þær þurfa þá að láta á móti í iðnaðarvörum og öfugt. ESB til í meiri lækkun tollabindinga Evrópusambandið (ESB) hefur nú tilkynnt að það sé reiðubúið að fallast á meiri meðaltals- lækkun tollabindinga en áður var rætt um. Þá var miðað við að meðaltalslækkunin yrði minnst 54%, en ESB kveðst nú reiðubúið að fara í 60%. Sig- urgeir sagði að þegar betur sé að gáð feli þetta til- boð ESB ekki í sér gagngera breytingu. Að baki liggur vörulisti sem á eru m.a. svonefndar hita- beltisvörur, þ.e. afurðir sem fá sérstakar tilslak- anir vegna nokkurra hitabeltislanda. Um er að ræða um 200-300 vörunúmer sem verða að lækka um 80-85%. Með því að taka þessar vörur inn í meðaltalið nái ESB auðveldlega 60% lækkun tollabindinga. Ekki hefur enn náðst almenn sam- staða um að meðaltalslækkunin verði 60% í stað 54%. Einnig hefur nýlega komið fram að Banda- ríkjamenn eru reiðubúnir að binda stuðning sinn við landbúnaðinn við milljarða dollara. Tollar lækka minna en tollabindingarnar Sigurgeir sagði að sér sýndist að hin almenna lækkunarkrafa tollabindinga verði í kringum 70%. Síðan megi einstök ríki skilgreina tiltekinn fjölda svonefndra viðkvæmra vara en ekki þarf að lækka tollabindingar á þeim jafnmikið. Ekki liggur fyrir hvað viðkvæmu vörurnar verða margar. Sigurgeir sagði næsta ljóst að miðað við að almenn lækkun tollabindinga verði 70% og að Íslendingar skil- greini um það bil 100 tollalínur sem viðkvæmar, þá verði meðaltalslækkun tollabindinga hér meiri en 54%. Krafan um meðaltalslækkun tollabind- inga sé því enginn þyrnir í augum íslensku sendi- nefndarinnar. Sigurgeir áréttaði að með tollabindingu er átt við heimild til að leggja á toll, en hann sagði að í flestum tilvikum séu tollar hér á landi mun lægri en tollabindingarnar. Þetta þýði því ekki að með- altalslækkun á rauntollum hér verði 54% í kjölfar samkomulags. Átök um iðnaðarvörur Doha-viðræðurnar í Genf fara hægt af stað og óvissa ríkir um árangur Morgunblaðið/G.Rúnar Verð og úrval Samkomulag í Doha-viðræðunum mun væntanlega leiða til aukinnar samkeppni ís- lenskra landbúnaðarvara við útlendar vörur í hillum íslenskra verslana, auk verðlækkana. Aðildarþjóðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO (World Trade Organization) fjölgaði um eina á ráðstefnunni sem nú stendur yfir í Genf þegar Grænhöfðaeyjar bættust í hópinn. Aðild- arlönd WTO eru nú 153 talsins. Ísland fékk aðild að GATT-samningnum 1968 og tók síðan þátt í stofnun Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar sem tók við af GATT í ársbyrjun 1995. Stofnunin myndar lagalegan og stofn- analegan ramma um viðskipti þjóða heims. Helsta markmið hennar er að auka frjálsræði og tryggja réttaröryggi í heimsviðskiptum og stuðla að hagvexti og efnahagslegri þróun. Aðildarríki WTO samþykktu á ráðstefnu í Doha í Katar 2001 að hefja nýjar samninga- viðræður um alþjóðaviðskipti. Takmarkið var að draga úr viðskiptahömlum og að fella fleiri svið viðskipta undir alþjóðlegar reglur. Fastanefnd Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf tekur þátt í viðræðunum fyrir Íslands hönd auk fulltrúa sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Heimild: iceland.org Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) og Doha-viðræðurnar FANGAR á Litla-Hrauni fengu óvæntan glaðning þegar Bolli Thoroddsen varaborgarfulltrúi, sem er við nám í Japan, lét 250 þúsund af hendi rakna til söfnunar fyrir gróðurhúsi á Hrauninu. Bolli skrifaði bréf til fanganna þegar hann heyrði af söfnuninni, en hann var fangavörður í sumarafleysingum fyrir ári síðan, „kynntist þar mörgum og eignaðist góða vini, bæði úr hópi fanga og fanga- varða“. Í bréfinu rifjar Bolli upp kynni sín af einstökum föngum og segist hafa gert sér grein fyrir tveimur mikilvægum at- riðum eftir dvöl sína. „Í fyrsta lagi, áttaði ég mig á því að í mörgum tilfellum voru það erfiðar og óhagstæðar ytri að- stæður sem urðu til þess að margir ykkar eru á Litla- Hrauni í dag. Þar með er ég ekki að segja að ábyrgðin sé ekki ykkar heldur, að ég er nokkuð viss um að ef ég hefði búið við ákveðnar aðstæður þá hefði ég allt eins gert mín mistök, valið rangan veg. Og það má segja um mjög marga. Á minni fyrstu vakt sagði einn fangavarðanna við mig: „Bolli, hér eru allir jafnir“. Það voru orð að sönnu, og varð ég þess fullviss eftir sumarið.“ Í öðru lagi skrifar Bolli að eftir kynni af föngunum viti hann að þeir geti komist á rétta braut. „En um leið geri ég mér grein fyrir því að það er ekki auðvelt. En með því að sem flestir taki þátt í uppbyggilegum verkefnum eins og að hefja garðrækt og setja upp gróðurhús, halda ljóða- samkeppni, fótboltamót, tónleika, efla félagið ykkar Af- stöðu, hjálpa hver öðrum, ég tala nú ekki um ef þið drífið ykkur í nám, þá mun ykkur takast það.“ Bolli sagðist telja að þetta brautryðjendastarf Mar- grétar Frímannsdóttur á Litla-Hrauni væri ómetanlegt fyrir fanga og þeirra undirbúning undir líf og störf að lok- inni afplánun. „Ávinningur þjóðfélagsins er mikill af því að fangar komist á réttan kjöl í lífinu. Það þýðir ekki bara betra líf fyrir þá sjálfa, heldur einnig færri fórnalömb, minni skaða og kostnað við réttargæslukerfið. Þess vegna ættu sem flestir að styðja þetta frumkvæði Margrétar og fanganna á Litla-Hrauni.“ „Hér eru allir jafnir“ Morgunblaðið/Ómar Garðyrkja Hópur fanga á Litla-Hrauni hefur und- anfarið fengist við garðyrkju. Í HNOTSKURN »Fangar á Litla-Hrauni hafa ræktað mat-jurtir og eru nú að safna fyrir gróð- urhúsi. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikningsnúmerið 101-26-171717. Kennitalan er 481203-3330. SIGRÍÐUR Indriðadóttir hefur ver- ið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Meginhlutverk mannauðsstjóra er að taka þátt í fjölbreyttu og krefjandi starfi í bæj- arfélaginu og útfæra mannauðsmál á samræmi við stefnu Mosfellsbæjar hverju sinni. Sigríður er fædd árið 1972, hún er grunnskólakennari að mennt með meistaragráðu í félagsvísindum með áherslu á mannauðs- og mennt- unarfræði frá Háskólanum í Lundi. Nýr mann- auðsstjóri STUTT Á SUNNUDAGINN nk. verður heyannadagur á Árbæjarsafni. Am- boðin verða því tekin fram og gest- um og gangandi boðið að taka þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrr á tíð. Að þessu sinni munu meðlimir fornbílaklúbbsins einnig taka þátt með sýningu á gömlum heyvinnuvélum. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Heyannir á Árbæjarsafni Á MORGUN, laugardag, verða liðin 100 ár frá stofnun Ungmenna- félagsins Heklu. Af því tilefni verð- ur haldin afmælishátíð á íþrótta- svæðinu á Hellu. Dagskráin hefst kl. 13. Meðal at- riða verða fjölskyldutugþraut, sögusýning, kaffi, tónlistaratriði og margt fleira. Allir eru velkomnir á hátíðina og er ókeypis inn. Afmælishátíð Á SUNNUDAG nk. kl. 14 verður sungin messa á grunni kirkjunnar á Þönglabakka í Fjörðum. Kirkja stóð á Þönglabakka frá kristnitöku og allt til ársins 1944 þegar byggð lagðist af á staðnum. Í messunni verður byggðarinnar minnst og þakkað fyrir líf þeirra sem þar ólu aldur sinn. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og lummur. Messa í óbyggðum ÞRIÐJUDAGINN 29. júlí verður farin óhefðbundin leið í leiðsögn um Viðey. Verkefnastjóri Viðeyjar, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, og Hjálmar Hjálmarsson munu leiða gönguna og segja frá nýjum uppgötvunum í sögu Viðeyjar. Gangan verður í anda Lygasögu- göngunnar sem boðið var upp á á Viðeyjarhátíð og vakti gríðarlega kátínu. Siglt er frá Skarfabakka kl. 19:15. Gangan tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Lygasögu- ganga í Viðey STJÓRN Torfusamtakanna segist harma áform Listaháskóla Íslands um að byggja í samræmi við vinnings- tillögu í samkeppni um nýtt húsnæði á horni Laugavegar og Frakkastígs. Ráðgert er að tvö af þremur eldri húsum á reitnum, Laugavegur 43 og 45, verði rifin samkvæmt vinningstil- lögunni, en hús númer 41, sem lagt hefur verið til að verði friðað, mun standa áfram. Í tilkynningu frá Torfusamtökun- um segir að LHÍ virðist hafa sofið á meðan vitundarvakning hafi orðið annars staðar í samfélaginu um mik- ilvægi húsverndar. Það sé miður að nýbyggingin verði ekki löguð að ein- kennum byggðar í gamla bænum með sátt milli sjónarmiða húsverndar og nýrrar uppbyggingar, eins og aðrar tillögur hafi gefið til kynna á fyrri stigum keppninnar. Vinningstillagan endurspegli neikvæða afstöðu LHÍ til húsverndar, sem sé sérlega alvarlegt hjá einu menntastofnun landsins á sviði byggingalistar. Svo sterkt for- dæmi um niðurrif úr þessari átt verði að teljast menningarsögulegt slys. Þá skorar stjórn Torfusamtakanna á Skipulagsráð Reykjavíkur að hvika ekki frá stefnu sinni um húsvernd við Laugaveg svo húsin númer 41-45 fái að standa. unas@mbl.is Listaháskól- inn veldur vonbrigðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.