Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 15 BÖRN í Dohoun í Tuy-héraði í Afríkuríkinu Búrkina Faso gægjast fram hjá bómullarböggum. Víða í Afríku er bómullarrækt mikilvægur atvinnu- vegur en fátækar þjóðir sem vilja selja afurðina á mörkuðum ríkra landa reka sig oft á hindranir. Framleiðslan í ríkum löndum er víða niðurgreidd og innflutningur á sambærilegri vöru því ekki arðvænlegur. Jákvæð niður- staða í Doha-viðræðunum um frjáls heimsviðskipti gæti skipt sköpum. Reuters Gægst inn í heim ríkra? FORSTÖÐUMAÐUR krabbarann- sóknastofnunar Pittsburgh-háskóla, Ronald Herberman, segir að fólk eigi ekki að bíða eftir endanlegum niðurstöðum rannsókna um skaðleg áhrif farsímanotkunar heldur grípa strax til varúðaráðstafana, að sögn BBC. „Við eigum ekki að bíða eftir því að afgerandi niðurstöður liggi fyrir. Betra er að fara varlega en að iðrast eftir á,“ segir Herberman. Börn eigi einungis að nota farsíma í neyðartil- fellum og fullorðið fólk eigi að halda símanum sem fjærst höfðinu. Þá ráð- leggur hann einnig fólki að skipta reglulega um eyra þegar það notar farsíma. Herberman segir skoðun sína byggða á óbirtum upplýsingum sem komið hafi fram við frumrannsóknir. Niðurstöður margra rannsókna á þessu sviði hafa verið misvísandi en sumir vísindamenn vara eindregið við því að lítil börn noti farsíma. Bresk stofnun sem rannsakar tengsl heilbrigðis og farsímanotkunar sagði í fyrra að fyrir lægju vísbendingar um fylgni á milli tíðni krabbameins- tilfella og mikillar farsímanotkunar væri búnaðurinn notaður í minnst tíu ár. kjon@mbl.is Varar við farsímum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GERA má ráð fyrir að norðan heim- skautsbaugs sé að finna um 90 millj- arða olíutunna eða um 13% af olíu- birgðum heims og nær þriðjunginn af jarðgasi sem ekki hefur verið kortlagt, að sögn Jarðfræðistofnun- ar Bandaríkjanna, USGS, í gær. Fyrirhugaðar boranir í grennd við norðurskautið eru umdeildar en um- hverfissamtök óttast áhrif olíuleitar á lífríkið á svæðinu. Spáð er að vegna hlýnandi lofts- lags muni hafís í grennd við norður- heimsskautið minnka mjög á næstu áratugum og hægt verði að sigla yfir skautið að sumarlagi. USGS segir að líta megi svo á að hægt sé að vinna umrædda olíu og gas með þeirri tækni sem menn ráða nú yfir. Ekki er þó lagt mat á kostnaðinn við að vinna bug á ýmsum hindrunum eins og vandkvæðum vegna íshellu sem þekur mikinn hluta svæðisins eða hafdýpis sem sums staðar er mikið. Umfangsmesta rannsóknin Um 84% af þeirri olíu og gasi sem áætlað er að finnist á svæðinu er á sjávarbotni en mikið af þeim lindum er svo nálægt landi að þær falla undir lögsögu ríkja í grenndinni. Um er að ræða niðurstöður fjögurra ára rann- sókna og er þetta umfangsmesta mat sem gert hefur verið á auðlindunum. „Áður en við getum tekið ákvörðun um nýtingu olíu og gaslinda okkar í framtíðinni og í því sambandi ákvarðanir um verndun tegunda í út- rýmingarhættu, verndun samfélaga frumbyggja og plánetunnar okkar verðum við að vita hvað er þarna til staðar,“ sagði Mark Myers, yfirmað- ur USGS. Mikil olía á norðurslóð Um 13% allra birgða jarðar á svæðinu FLUTNINGAFYRIRTÆKI, rekið af líbíska ríkinu, hefur stöðvað olíu- flutninga til Sviss til að mótmæla handtöku Hannibals Gaddafi, yngsta sonar Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu. Sonurinn var í haldi lögreglu í Genf í tvo daga eftir að hafa ásamt barnshafandi eiginkonu sinni verið gefið að sök að hafa slegið tvo lög- regluþjóna og sýnt af sér ógnandi háttalag en var síðan sleppt. Gaddafi eldri hefur að sögn tengsl við flutningafyrirtækið sem um ræð- ir. Að minnsta kosti helmingur allrar hráolíu sem flutt er inn til Sviss kem- ur frá Líbíu og Líbíumenn eiga stóra olíuhreinsistöð í Sviss. Einkareknum aðilum leyfist sem fyrr að flytja olíu til Sviss en skipum undir svissnesk- um fána hefur hins vegar verið bann- að að sigla inn í hafnir Líbíu. sigrunhlin@mbl.is Gaddafi refsar Sviss Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVETOZAR Vujacic, lögmaður Radovans Karadzic, segir í viðtali við fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel að skjólstæðingur sinn hafi ætlað að gefa sig fram við serbnesk stjórnvöld á næsta ári. Þá hefði hann getað varið sig sjálfur fyrir serbn- eskum dómstóli í stað þess að verða sendur til Haag og látinn svara til saka fyrir ICTY, alþjóðlega refsi- dómstólnum sem tekur fyrir afbrot framin í gömlu Júgóslavíu. Sú aðferð Karadzic að skipta bók- staflega um ham og láta talsvert á sér bera undir falska nafninu Drag- an David Dabic virðist hafa orðið til að kæfa allar grunsemdir. Enn er óljóst hvernig hann komst yfir fölsk skilríki og hver Dabic var. „Dabic“ var tíður gestur á lítilli krá í Belgrad, Luda Kuca [Vitleys- ingahælinu], þar sem hann lék eitt kvöldið af snilld lag á þjóðlegt hljóð- færi, gusle, og söng. Á veggnum voru myndir af honum og Ratko Mladic, yfirhershöfðingja Bosníu- Serba 1992-1995. Grannar Karadzic segja að hann hafi líklega átt ást- konu sem kölluð var Mila en annars er fátt vitað um hana. Sumum fannst hann hafa yfir sér undarlega áru, jafnvel áru heilags manns. Hundruð manna sóttu fyrirlestra hans þar sem hann gaf m.a. sérfræðiráð um kynlífsvandamál og aðra erfiðleika sem hann sagði að stöfuðu af „trufl- unum á skammtafræðilegri orku“ í fólki. Lítill áhugi Vesturveldanna Fréttamaður BBC sagði árið 2005 að sést hefði til Karadzic nálægt borginni Foca „en það var enginn vilji til þess í London eða Wash- ington að hætta lífi breskra eða bandarískra útsendara við að reyna að klófesta hann“ eða Mladic. Mladic veitti leyniþjónustumönn- um upplýsingar um hvar Karadzic héldi sig, að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Með þessu vildi hann vinna tíma í samningaviðræð- um um eigið framsal, segir blaðið sem vitnar í ónafngreinda, þýska leyniþjónustumenn. Mladic vill fremur koma fyrir rétt í Belgrad en Haag; hann veit að Serbar líta marg- ir enn á hann sem hetju. Karadzic sagður hafa viljað gefa sig fram 2009 Hrifnir Áhangendur fótboltaliðs í Serbíu hylla Karadzic í vikunni. Fullyrt að Mladic hafi svikið Karadzic Í HNOTSKURN »Geðlæknirinn og græn-metisætan Karadzic stund- aði m.a. framhaldsnám í Næst- ved í Danmörku 1970 og 1974-1975 í New York. »Er Karadzic horfði eittsinn á eldana í Sarajevo úr fjarska, meðan á umsátrinu stóð, rifjaði hann upp 20 ára gamalt ljóð eftir sjálfan sig: „Ég heyri fótatak hörmung- anna. Borgin brennur.“ Salou og Pineda frá kr. 54.995 Costa Dorada ströndin, sem skartar fremstum bæjunum Salou og Pineda, hefur notið mikilla vinsælda vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Margra kílómetra langar aðgrunnar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyldufólki sem öðrum, úrval veitingastaða og afþreyingar, blómstrandi menning og frábært skemmtanalíf. Bjóðum frábært sértilboð á hinum vinsælu Aqua og Golden íbúðum í Pineda, sem eru mjög nýlegar, fallegar og rúmgóðar íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu sumarfrísins á Costa Dorada. Örfáar íbúðir í boði á Agua & Golden ! Aqua & Golden íbúðir Verð kr. 54.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára í íbúð með 2 svefnherbergjum í viku, 8. - 15. ágúst. Aqua & Golden íbúðir Verð kr. 64.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum í viku, 8. - 15. ágúst. 8. ágúst í viku Frábært f yrir barna fjölskyldu r! Íbúðir me ð 2 svefn herbergju m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.