Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SKÁLD og rit-
höfundar skilja
iðulega eftir sig
viðamikil bóka-
söfn, handrit í
metravís og alls-
kyns pár sem
endar á skjala-
söfnum eftir
þeirra dag. Að-
gengi að gögn-
unum er misgott
og iðulega einungis fyrir fræðimenn.
Sýning í Írsku þjóðarbókhlöðunni á
minnisbókum, handritum og allra-
handa gögnum úr fórum írska
skáldsins William Butler Yeats
(1865-1939) þykir sýna hvernig hægt
er að beita hefðbundinni framsetn-
ingu í bland við hugvitssamlega
margmiðlun til að gæða verkin lífi og
undirbyggja skilning gesta á lífi og
verkum skáldsins. Blaðamaður The
New York Times segir sýninguna á
meira en 1.000 hlutum sem tengjast
Yeats frekar líkjast vefsíðu sem
hægt sé að ganga um en hefðbund-
inni sýningu. Auk Yeats sjálfs má
heyra ýmis skáld lesa ljóð hans,
kvikmyndir um skáldið eru sýndar
og hægt er að fletta minnisbókum
hans og handritum á snertiskjám.
Persónuleg skjöl Yeats taka nær
fjóra tugi hillumetra í Írsku þjóðar-
bókhlöðunni. efi@mbl.is
Stafrænn
Yeats
William Butler
Yeats
BANDARÍSKA
leikkonan Sarah
Jessica Parker
hefur tekið að
sér starf kynnis í
nýrri, banda-
rískri raunveru-
leikaþáttaröð
sem gengur út á
að finna besta
bandaríska
myndlistarmann-
inn. Þættirnir munu koma til með
að heita American Artist, þ.e.
Bandarískur myndlistarmaður.
Hugmyndin að baki þáttaröðinni,
líkt og með fjölda annarra sem
kenna sig við raunveruleika, er að
smala saman 12 ungum myndlistar-
mönnum og láta þá glíma við ólíka
stíla, stefnur og miðla myndlistar.
Þeir munu falla úr keppni einn af
öðrum, skv. ákvörðun dómnefndar
sem skipuð verður „sérfræðing-
um“, að því er fram kemur í frétt
dagblaðsins Guardian. Að lokum
stendur einn uppi sem „bandaríski
listamaðurinn“. Þættirnir verða
sýndir á sjónvarpsstöðinni Bravo
en fyrirtæki Parker, Pretty Match-
es, framleiðir þá.
Myndlistar-
keppni í
sjónvarpi
Parker Áhugasöm
um myndlist.
PARQUES Majeures er
franskur leik- og gjörn-
ingahópur sem sérhæfir sig í
sýningum á nýstárlegri hreyfi-
myndlist. Hópurinn setti upp
sýninguna Skin & The Whales
um síðustu helgi á Húsavík og í
kvöld og annað kvöld, föstu-
dags- og laugardagskvöld,
verður sýningin sett upp í Nor-
ræna húsinu í Reykjavík. Hefj-
ast sýningar klukkan 20 og
taka um 40 mínútur.
Verkið er eftir Marc Joseph Sigaud og skiptist í
þrjá hluta. Þriðji hlutinn, Whales, varð til eftir
ferð hans til Húsavíkur fyrir tveimur árum. Að-
gangur á sýninguna er ókeypis.
Leiklist
Hvalir í franskri
hreyfimyndlist
Marc Joseph
Sigaud
Í SUMAR stendur Tónlistar-
félag Ísafjarðar fyrir dagskrá í
menningarhúsinu Hömrum,
undir yfirskriftinni Sumar í
Hömrum. Í kvöld, föstudags-
kvöld, klukkan 20 opnar rúm-
enski ljósmyndarinn Octavian
Balea sýningu á verkum sín-
um, undir yfirskriftinni Engill
og brúða. Uppistaðan er mynd-
ir sem tengjast Goldberg-
tilbrigðum Bachs. Finnski
harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblom kemur fram á
opnuninni en á morgun klukkan 16.00 heldur hún
tónleika í Hömrum. Aðgangur er ókeypis en lista-
fólkið hlaut styrk úr Norræna menningarsjóðnum
til Íslandsferðarinnar.
Menningardagskrá
Ljósmyndir og
nikkutónverk
Octavian
Balea
Á SJÖUNDU og síðustu tón-
leikum sumartónleikaraðar
veitingahússins Jómfrúarinnar
við Lækjargötu, á morgun,
laugardag, klukkan 15 kemur
fram kvartett söngkonunnar
Maríu Magnúsdóttur. Kvart-
ettinn flytur eigin útsetningar
á tónlist Joni Mitchell frá ár-
unum 1968 til 1980.
Auk Maríu skipa kvartettinn
þeir Eðvarð Lárusson á gítar,
Ingólfur Magnússon á bassa og Jón Óskar Jóns-
son á trommur.
María Magnúsdóttir útskrifaðist frá Tónlistar-
skóla FÍH í vor og vinnur að sinni fyrstu plötu.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Djass
Flytja tónlist eftir
Joni Mitchell
María
Magnúsdóttir
TÓNLISTARHÓPURINN Njúton
kemur fram á hádegistónleikum á
morgun í Ketilhúsinu á Akureyri og
frumflytur tvö ný verk auk þriggja
annarra. Nýju verkin eru 4 eftir
Þráin Hjálmarsson, nema við LHÍ,
og Estremadura eftir Maríu Huld
Markan Sigfúsdóttur, liðsmann
hljómsveitarinnar Amiinu. Hin verk-
in sem flutt verða eru Pes eftir Þur-
íði Jónsdóttur, Stjörnumuldur eftir
Karólínu Eiríksdóttur og Arnold eft-
ir Ragnhildi Gísladóttur.
Berglind María Tómasdóttir, list-
rænn stjórnandi Njúton, segir að
greina megi áhrif Amiinu í verki
Maríu. Á tónleikunum leikur með
Njúton önnur Amiinu-kona, Hildur
Ársælsdóttir, á sög. Tónleikarnir
eru hluti af Listasumri á Akureyri
og hefjast kl. 12.
Á sunnudaginn heldur Njúton
tónleika heima hjá Berglindi í
Reykjavík, á Grettisgötu 18, og
verða þar flutt verk eingöngu eftir
konur. „Við erum með sérstakt
kvennaverkefni til styrktar Hlað-
varpanum, menningarsjóði kvenna á
Íslandi,“ segir Berglind. Tónleikarn-
ir eru haldnir í samstarfi við Ingi-
björgu Magnadóttur myndlistar-
mann og eru áhugasamir hvattir til
að banka upp á á Grettisgötunni hjá
Berglindi. Hún lofar persónulegri
stemningu, áheyrendur verði í mik-
illi nálægð við hljómsveitina.
Hversdagslegir hlutir fá líf
Aftur til Akureyrar. Á morgun kl.
17 verður opnuð myndlistarsýning
tveggja þýskra kvenna, Önnu K.
Mields og Lindu Franke, í Deigl-
unni. Hún ber yfirskriftina The
Living House og þema hennar er
„leyndardómurinn í hversdags-
legum hlutum“, að því er segir á vef-
síðu Listasumars. „Hvað ef þessir
hversdagslegu hlutir fá sitt eigið líf?
Er munur á trúnni á hið leyndar-
dómsfulla og yfirnáttúrulega og há-
tækni og funksjónalisma?“ spyrja
Anna og Linda. helgisnaer@mbl.is
Listakonur
í öndvegi
Njúton í Ketilhúsi og heimahúsi
Ís í augað Anna Mields og Linda Franke fá sér ís með sínum hætti í rjóma-
blíðu á Akureyri. Þær fremja gjörning í Deiglunni kl. 17 á morgun.
Vefsíða Listasumars á Akureyri:
listasumar.akureyri.is
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
BANDARÍSKI myndlistarmaðurinn
og -kennarinn Creighton Michael
heillaðist af íslensku landslagi á ferð
sinni um landið fyrir fjórum árum.
Nú hefur hann snúið aftur en þó ekki
sem ferðamaður því hann er að setja
upp sýningu í Hafnarborg sem opn-
uð verður á morgun kl. 15. Sýningin
heitir Bylgjulengdir.
Á efri hæð Hafnarborgar blasir
við framandlegt landslag dökkleitra
forma sem við fyrstu sýn minna á
hraunmola. Þarna er verkið „Rap-
sody“ á ferð. Við nánari skoðun kem-
ur í ljós að formin eru reipi hjúpað
torkennilegu efni. Creighton upp-
lýsir að reipið sé hjúpað blöndu úr
pappír og blýi. Þetta sé því í raun
teikning, nánar tiltekið „dimensional
drawing“ eða „víddarteiknun“. Hann
segir íslenskt hraun ekki innblástur
verksins heldur vörður sem víða má
finna á Íslandi. Þær hafi hann séð í
fyrsta sinn á ævinni þegar hann
heimsótti Ísland og hrifist mjög af.
Sagnahefðin líka með
Vörðurnar á gólfi salarins í Hafn-
arhúsi eru, líkt og þær sem dreifðar
eru um landið, innbyrðis ólíkar og
allavega að stærð. Creighton segist
hafa orðið snortinn af friðsældinni og
kraftinum í íslenskri náttúru og
fundið fyrir yfirþyrmandi tilfinningu
andspænis henni, tilfinningu fyrir
einveru. Pappírs- og blýblanda
Creightons vísar ekki aðeins í teikn-
ingu í sinni frumstæðustu mynd
heldur einnig í bókmenntahefð Ís-
lendinga, Íslendingasögurnar.
„Þetta snýst að miklu leyti um vinnu-
ferlið,“ segir Creighton um verk sín,
hann spinni af fingrum fram, teikni
nær ósjálfrátt. Því til dæmis sýnir
hann blaðamanni verk á pappír sem
eiga að fara á veggi Hafnarborgar og
StartArt á Laugavegi, m.a. grafík-
myndir þrykktar með blýlit, ris-
myndir þrykktar upp úr blýverkum
á pappír og ljósmyndagrafíkverk
unnin upp úr víddarteikningunum.
Eitt verk verður að öðru, hver
myndaröð saga af teikniferli. Sjón er
vissulega sögu ríkari.
Teikningin
vegsömuð
Creighton Michael sækir innblástur til
Íslands í tví- og þrívíðum teikningum
Í HNOTSKURN
» Alta L. Price, aðstoðar-maður Creightons, segir
m.a. um verkið „Rapsody“:
„Uppruni orðsins er líka at-
hyglisverður – það á rót sína
að rekja til gríska orðsins
„rhapsoidia“ sem táknar
framsögn söguljóða, það teng-
ist sögninni „rhaptein“ sem
þýðir að sauma eða sauma
saman og „aidein“, að syngja.“
» Creighton Michael út-skrifaðist frá Háskólanum
í Washington með MFA-gráðu
í myndlist árið 1978. Hann hef-
ur unnið til margra verðlauna,
m.a. hlotið golden Foundation
for the Arts Grant árið 2000
og Pollock Krasner-styrk
1985. Frekari fróðleikur á
creightonmichael.com.
Morgunblaðið/Frikki
Víddarteikningar Creighton Michael við verk sitt „Rapsody“ í Hafnarborg.