Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Séra BirgirSnæbjörnsson,
prestur og prófast-
ur á Akureyri,
fæddist á Akureyri
20. ágúst 1929.
Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri aðfara-
nótt fimmtudagsins
17. júlí síðastliðins á
sjötugasta og ní-
unda aldursári.
Foreldrar Birgis
voru Snæbjörn Þor-
leifsson, bifreiðaeft-
irlitsmaður á Akureyri, f. 22.
mars 1901, d. 24. október 1959 og
Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja,
f. 9. desember 1895, d. 17. júní
1983. Systkini Birgis: Erla, f. 21.
október 1927, d. 10. mars 1929 og
Þorvaldur, rafvirkjameistari á
Akureyri, f. 30. ágúst 1930. Hálf-
systir samfeðra: Hulda Sigrún
starfsstúlka, f. 19. maí 1923.
25. nóvember 1961 kvæntist
Birgir Sumarrósu Lillian Eyfjörð
Garðarsdóttur húsfreyju, f. 15.
september 1928. Foreldrar henn-
ar voru Garðar Júlíusson verka-
maður, f. 20. júlí 1901, d. 20. febr-
úar 1986 og Sigurveig Guðbjörg
Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. sept-
ember 1901, d. 19. júní 1989.
Börn Birgis og Sumarrósar eru:
1) Jóhanna Erla guðfræðinemi, f.
Háskóla Íslands 31. janúar 1953.
Hann var vígður 15. febrúar sama
ár sóknarprestur í Æsustaða-
prestakalli. Í júní sama ár voru
honum veittir Æsustaðir. Veittur
Laufás við Eyjafjörð 3. júlí 1959.
Sr. Birgir var skipaður sókn-
arprestur í Akureyrarprestakalli
26. október 1960 og prófastur í
Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 15.
júní 1986. Hann lét af prófasts-
störfum 1. janúar 1999 og emb-
ætti sóknarprests 31. ágúst sama
ár. Frá 15. febrúar 2000 til 1. júlí
var sr. Birgir svo skipaður sókn-
arprestur í Möðruvallaprestakalli.
Hann var stundakennari við Odd-
eyrarskóla 1961 til 1990 og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar frá 1960 til
1992. Stundakennari við Háskól-
ann á Akureyri nokkra vetur.
Sr. Birgir sinnti margvíslegum
félags- og trúnaðarstörfum. Hann
vann að barnaverndarmálum á
Akureyri, auk æskulýðsmála. Var
í stjórn Karlakórs Bólstaðarhlíð-
arhrepps, Karlakórsins Geysis og
Sambands norðlenskra karlakóra.
Birgir var að auki meðlimur í
Geysiskvartettinum. Sr. Birgir
var jafnframt formaður Héraðs-
nefndar Eyjarfjarðarprófasts-
dæmis frá 1986 til 1999 og í stjórn
Prófastafélags Íslands frá 1988 til
1999. Árið 2005 kom út bókin „Því
ekki að brosa“ sem geymir glettin
minningarbrot Birgis úr farsælu
lífi hans og starfi.
Útför sr. Birgis fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
26. maí 1963, maki
Magnús Einar Finns-
son véltæknifræð-
ingur, f. 21. júlí 1959,
d. 13. febrúar 2005.
Börn þeirra eru: a)
Arnaldur Birgir
tæknifræðinemi, f. 2.
nóvember 1980,
maki Anna Guðrún
Árnadóttir sjáv-
arútvegsfræðingur,
f. 10. nóvember 1982.
b) Andri Freyr vél-
stjóri, f. 3. júlí 1984,
maki Inga Kristín
Sigurgeirsdóttir nemi, f. 1. sept-
ember 1987. c) Sigrún María
kennaranemi, f. 21. janúar 1986.
2) Birgir Snæbjörn myndlist-
armaður, f. 13. maí 1966, maki
Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur
hönnuður, f. 7. apríl 1965. Dætur
Birgis Snæbjarnar eru: a) Ásta
Björk hjúkrunarfræðinemi, f. 25.
febrúar 1985, maki Þorsteinn
Gunnar Gunnarsson, slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður, f. 29.
febrúar 1980. b) Berglind Rósa
nemi, f. 16. apríl 1988. Börn Sig-
rúnar eru: a) Úlfur Þorvarðarson
nemi, f. 27. október 1990. b) Assa
Þorvarðardóttir nemi, f. 22. júlí
1993.
Sr. Birgir lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
17. júní 1949 og guðfræðiprófi frá
Elsku afi.
Það er sannarlega mikill missir
sem við höfum orðið fyrir við fráfall
þitt. Ekki aðeins fyrir okkur fjöl-
skylduna heldur líka fyrir marga
aðra í bænum. Þú varst mjög góð-
hjartaður og örlátur maður og
margir eiga eftir að muna eftir þér
sem prestsins sem skírðir, fermdir,
giftir og jarðaðir þá og ástvini
þeirra. Það gerum við barnabörnin
þín einnig.
Við munum eftir þér þar sem þú
sast inni á kontornum þínum að
semja ræður. Þegar þú komst og
fórst úr vinnu með stóru presta-
töskuna þína sem stendur enn bak
við hurð í forstofunni tilbúin fyrir
næsta prestsverk. Taskan sem var
eins og forboðin fjársjóðskista fyrir
okkur krakkana. Þar geymdir þú
hempuna þína og prestakragann
sem þú góðfúslega leyfðir okkur að
leika okkur með og voru þær ófáar
giftingarathafnirnar sem fóru fram
á stofugólfinu heima hjá ykkur
ömmu, því öll vildum við vera eins og
þú, séra Birgir, sem við héldum að
þekktir alla í bænum því þér var
heilsað stanslaust af fólki þegar við
fórum með þér út. Við grínuðumst
oft með það krakkarnir að þú þyrftir
helst að setja hanska á rúðuþurrk-
urnar og vera alltaf með þær í gangi
til að hafa undan við að heilsa öllum.
Það var hreint ævintýri að fá að
fara með þér í vinnuna. Þar leiddir
þú okkur stundum upp í kirkjuturn
þar sem við fengum að skoða okkur
um og jafnvel hringja kirkjuklukk-
unum, leyfðir okkur að leggja undir
okkur skrifstofuna þína og fylgdist
með okkur fara upp og niður í lyft-
unni í safnaðarheimilinu.
Fyrir okkur varstu þó meira en
aðeins séra Birgir. Fyrir okkur
varstu fyrst og fremst afi. Maðurinn
sem sagði okkur skemmtisögur af
sjálfum þér fyrir háttinn, fórst með
faðirvorið með okkur og signdir okk-
ur. Kenndir okkur kristileg gildi.
Afi sem fór oft með okkur, jafnvel
öll fimm frændsystkinin í einu, í bíl-
túr og keyptir handa okkur Brynjuís
og happaþrennur eða keyrðir með
okkur hring inn í Eyjafjörð þar sem
þú sagðir sögur úr sveitinni eða
söngst með okkur áður en stoppað
var í Vín þar sem keyptar voru jarð-
arberjabombur handa börnunum.
Einnig hafðir þú einstaklega gaman
af því að fara með okkur að veiða og
fórum við ófáar ferðir út á Krossa-
nesbryggju með rækjupoka og
varstu alltaf jafn hreykinn af okkur
hvort sem við höluðum inn kola eða
marhnút. Stundirnar sem við áttum
með þér austur í heiði, þar sem þið
amma byggðuð handa okkur para-
dís, voru einstakar.
Við viljum þakka þér fyrir allar
góðu minningarnar sem þú hefur
gefið okkur og viljum við kveðja þig
með bæn sem við fórum alltaf með
saman fyrir svefninn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín barnabörn,
Arnaldur Birgir, Andri
Freyr, Ásta Björk, Sigrún
María og Berglind Rósa.
Ég var á bökkum laxveiðiár í Þist-
ilfirði er ég frétti af andláti föður-
bróður míns Birgis og hugsaði með
mér að honum hefði nú þótt gott að
vita af mér þar. Hann var mikill
áhugamaður um laxveiði og stundaði
hana á árum áður þegar hann átti
tíma aflögu á sumrin.
Mínar fyrstu minningar af frænda
mínum eru frá heimsóknum hans til
okkar í Löngumýri, en þá var hann
prestur á Æsustöðum og seinna í
Laufási. Hann birtist í frakka með
barðastóran hatt og í skóhlífum og
gaukaði ávallt nokkrum krónum að
okkur systkinunum og var aldrei
kallaður neitt annað en „Frændi“.
Fjölskylda mín föðurmegin var þá
ekki stór, bræðurnir tveir Birgir og
pabbi, og amma Jó en afi Snæbjörn
lést þegar ég var fjögurra ára. Hálf-
systir þeirra Hulda bjó þá og býr
enn í Reykjavík. Seinna var ég þess
aðnjótandi að starfa með honum í
kirkjunni hans á Akureyri en þá var
ég félagi í Æskulýðsfélagi Akureyr-
arkirkju. Birgir var sögumaður mik-
ill og sagði gjarnan skemmtisögur af
sjálfum sér og samferðamönnum
sínum. Hann átti auðvelt með að sjá
skoplegu hliðarnar á hversdagslífinu
og var óspar á sögurnar sem við hin
fengum að njóta þegar fjölskyldan
kom saman. Hann tók seinna saman
safn af sögum sem voru gefnar út í
bók fyrir nokkrum árum sem hann
kallaði „Því ekki að brosa“.
Á haustdögum 1955 þegar Birgir
hafði verið sóknarprestur á Æsu-
stöðum í u.þ.b. eitt og hálft ár var
honum fengið að skíra mig og 14 ár-
um seinna að ferma mig í Akureyr-
arkirkju. Seinna gifti hann okkur
hjónin í stofunni hjá foreldrum mín-
um, en í þá daga mátti ekki helst
ekkert tilstand vera við slíkar at-
hafnir. Birgir skírði börnin okkar
fjögur og fermdi. Þrjú elstu börnin
komu frá Englandi þar sem við
bjuggum til að fermast í Akureyr-
arkirkju og treysti hann mér til þess
sjá um fermingarundirbúning þeirra
og tók ég því hlutverki mjög alvar-
lega og sá til þess að þau kynnu allar
bænir og sálma sem krafist var af
þeim. Birgir var hættur prestskap
er kom að því að yngsta dóttirin
fermdist. Hún fékk sína fermingar-
fræðslu í hjá sóknarprestum okkar
hér í Reykjavík en er fermingardag-
urinn nálgaðist jókst sú löngun
fermingarbarnsins að fá að fermast í
kirkjunni þar sem hún var skírð. Það
var því ákveðið að tala við Birgi og
kanna hvort hann gæti tekið verk-
efnið að sér. Hann tók vel í þá beiðni
og eftir að hafa ráðfært sig við sókn-
arprestinn okkar var ákveðið að at-
höfnin færi fram í Akureyrarkirkju
á skírdag árið 2004. Fjölskylda og
vinir söfnuðust saman í kirkjunni og
Birgir fermdi stúlkuna með dyggri
aðstoð vinar okkar Jóns A. Baldvins-
sonar vígslubiskups á Hólum. Þessi
stund í kirkjunni verður lengi í
minnum höfð sökum þess hve hún
var persónuleg, látlaus og einlæg.
Mig langar að leiðarlokum þakka
frænda mínum samferðina. Hann
mun um ókomna tíð eiga stóran sess
í hjarta mínu og minningarnar sem
ég og fjölskylda mín geymum um
góðan mann munu ávallt vera með
okkur.
Rósu, Jóhönnu Erlu, Birgi Snæ-
birni og fjölskyldum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð.
Margrét Þorvaldsdóttir.
Séra Birgir Snæbjörnsson, ná-
granni minn og vinur, er látinn.
Margar góðar minningar fylla nú
hug minn.
Það mun vera nærfellt hálfur
fimmti áratugur síðan kynni okkar
sr. Birgis hófust. Áður þekkti ég
hann rétt í sjón, en hafði oft heyrt
hans getið og ætíð að góðu einu. Á
þessu árabili var hann orðinn prest-
ur hér á Akureyri, en sinnti oftar en
einu sinni tímabundið störfum sókn-
arprests í Möðruvallaklausturs-
prestakalli. Fermdi hann á þessum
árum tvö af börnum okkar hjóna og
skírði eitt þeirra. Í þessum fáu
minningarorðum mun ég þó hvorki
rekja störf sr. Birgis á vegum kirkj-
unnar né félagsmálastörf hans á öðr-
um vettvangi. Það munu aðrir gera
og geta betur en ég. Vel veit ég, að
hann var hvarvetna mjög virtur og
vinsæll prestur og eftirsóttur til
starfa, einnig eftir að hann lét af
embætti. Fyrir nokkrum árum sagði
hann mér hve mörg börn hann hafði
skírt. Man ég ekki þá tölu nákvæma,
en hún mun hafa verið vel á sjötta
þúsundinu. Segir þetta sína sögu um
vinsældir sr. Birgis, en einnig það,
að oft mun hann hafa komið þreyttur
heim að dagsverki loknu.
Þegar við hjónin fluttum til Ak-
ureyrar, vildi svo til að sr. Birgir og
Sumarrós kona hans urðu okkar
næstu nágrannar. Vel veit ég, að
ómetanlegt er það hverjum manni
að búa við gott nágrenni, hvort held-
ur er í sveit eða bæ. Rósa og Birgir
tóku okkur strax tveim höndum og
vildu allt fyrir okkur gera. Aldrei
var sr. Birgir heldur spar á þakk-
lætið, væri honum greiði gerður,
hversu smávægilegur sem hann var.
Sýnir það glöggt ljúfmennskuna
sem var svo ríkur þáttur í eðli hans.
Sr. Birgir var oft manna glaðastur
í góðra vina hópi, hafði reynt margt
og kynnst mörgum, meðal annars
kynlegum kvistum sem hann sagði
sögur af. Hann sagði skemmtilega
frá. Jafnan dró hann fram það já-
kvæða, er segja mátti um viðkom-
andi persónu og lét aldrei falla
hnjóðsyrði um nokkurn mann. Eins
og títt er um góða sögumenn sagði
hann þó líklega flestar sögurnar af
sjálfum sér og sparaði stundum ekki
að lýsa óförum sínum. Var þá ekki
laust við að áheyrendum þætti hann
færa söguna nokkuð í stílinn, en
hann brosti sínu góðlátlega brosi eða
hló við og fékk þá aðra til að gjöra
slíkt hið sama. Í bók sinni „Því ekki
að brosa“ segir hann frá ýmsu í létt-
um dúr. Varð sú bók vinsæl og eft-
irsótt.
Í stuttu máli má segja um sr.
Birgi að hann var góður maður í
þess orðs fyllstu og bestu merkingu.
Held ég að það hljóti allir að hafa
fundið sem hann þekktu.
Þessi minningarorð eru nú þegar
orðin fleiri en þeim var ætlað að
verða. Er þó margt ótalið. Hef ég til
dæmis ekki nefnt sönginn, sem var
svo ríkur þáttur í eðli sr. Birgis og
lífi hans, en hann söng áratugum
saman með Karlakórnum Geysi og
Geysiskvartettinn, sem hann mynd-
aði ásamt félögum sínum, þekkja
víst flestir, svo vinsæll sem hann
var.
En hér skal staðar numið. Ég vil
að lokum þakka af alhug hin löngu
og góðu kynni. Við Dóra sendum
Rósu, eiginkonu sr. Birgis, börnum
þeirra og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu séra Birgis
Snæbjörnssonar.
Arnsteinn Stefánsson.
Við Birgir Snæbjörnsson tilheyrð-
um sömu stórfjölskyldunni í aldar-
fjórðung. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast honum vel.
Hann vann að sjálfsögðu öll prests-
verk sem tengdust mér og mínum.
Hann hefur snert líf mitt með sér-
stökum hætti, eins og þúsunda ann-
arra samferðamanna sinna. Síðasta
barnið sem hann skírði var sonar-
sonur minn og síðasta fjölskyldu-
veislan sem hann tók þátt í var stúd-
entsveisla dóttur minnar þann 17.
júní. Með örfáum kveðjuorðum
þakka ég samferðina og sendi Rósu,
Jóhönnu, Bibba, öllum aðstandend-
um, ættingjum og vinum dýpstu
samúðarkveðjur. Birgir var einstak-
lega góður maður og gegnheill. Í
lundarfari hans og háttalagi var
meiri hlýja og velvilji en almennt
fyrirfinnst hjá besta fólki. Hann var
fæddur til að gegna ævistarfi sínu.
Hann var auk þess annálaður sagna-
maður og frægur húmoristi. Engan
hef ég þekkt sem naut víðtækara
trausts í brjóstum samborgara
sinna. Ef boðberar trúar og fegurra
mannlífs í veröldinni gætu komið til
skila nærveru Birgis Snæbjörnsson-
ar, ríkti friður á jörðu og mann-
gæska.
Bjarni Hafþór Helgason
Ekki er fjarri lagi þótt staðhæft
sé, að sprenging hafi orðið í guð-
fræðideild Háskóla Íslands haustið
1949 þegar sex stúdentar frá
Menntaskólanum á Akureyri innrit-
uðust í deildina og hófu þar nám.
Fáum árum áður voru prófessorar
deildarinnar fleiri en nemendurnir,
svo viðbrigðin urðu mikil. Allir luku
sexmenningarnir embættisprófi og
gengu í þjónustu kirkjunnar. Og
prófastar urðu þeir allir áður en
starfstíma þeirra lauk.
Nú hefir sá fyrsti verið kvaddur til
hinstu ferðar. Sr. Birgir Snæbjörns-
son fyrrv. prófastur á Akureyri er
horfinn úr hópnum. Birgir var ein-
stakt ljúfmenni. Góðvild, mann-
gæska og hjálpfýsi voru eiginleikar,
sem hann var gæddur í ríkum mæli
og ekki gleymist það hvílíkur húm-
oristi hann var þegar gleðin sat að
völdum.
Við útskrift á stúdentsprófi var
það föst regla að piltarnir klæddust
smóking. En á þeim árum var erfitt
að fá hentugt efni í slíkan fatnað. Þá
greip faðir Birgis, Snæbjörn Þor-
leifsson, til þess ráðs að panta sjálf-
ur fataefni fyrir son sinn. Og svo var
pöntunin rífleg að nóg var eftir í
smókinga sem nokkrir bekkjar-
bræður og vinir Birgis nutu góðs af.
Undirritaður var í þeim heppna hópi
og aldrei fékk ég að borga neitt fyrir
það mikla drengskaparbragð.
Birgir var góður söngmaður og
tók mikinn þátt í sönglífi lengst af
ævi sinnar. Í skólanum söng hann
bæði í skólakórnum og í tvöföldum
kvartett, sem á tímabili starfaði inn-
an bekkjarins.
Hann var einstakur skólaþegn.
Alla sex veturna í MA mætti hann
hvern einasta dag og aldrei of seint.
Það segir sína sögu. Sem prestur og
prófastur naut hann verðskuldaðra
vinsælda alla tíð. Betri vinur og
drengilegri starfsbróðir er vand-
fundinn.
Guð blessi þær ljúfu og björtu
minningar, sem hann lætur eftir sig.
Eiginkonu hans, Sumarrós Garð-
arsdóttur, börnum þeirra og öðrum
ástvinum sendi ég hlýjar og einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Björn Jónsson.
Í Jóhannesarguðspjalli (1, 47) er
þetta ritað:
Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við
hann: „Hér er sannur Ísraelíti, sem eng-
inn svik eru í“.
Þegar ég les þessa fögru lýsingu
Frelsarans kemur mér í hug minn
kæri bekkjar- og starfsbróðir séra
Birgir Snæbjörnsson. Um persónu
hans lék heiðríkja gleði og góðvildar.
Þau einkenni voru honum meðfædd
og eðlislæg og snar þáttur í allri
skaphöfn hans.
Hann stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri í sex vetur og
sótti hverja einustu kennslustund og
kom aldrei of seint. Fátt sannar bet-
ur samviskusemi hans og viljafestu.
Hann var í hópi okkar sem braut-
skráðumst stúdentar frá MA vorið
1949. Við söknum hans nú en mun-
um jafnan minnast hans með virð-
ingu og einlægri þökk. Birgir var
gleðivaki og hafði forustu um sam-
fundi okkar á Akureyri er við fögn-
uðum tímamótum sem stúdentar.
Hann var gæddur glaðhýrri glettni,
var næmur á hið sérstæða í fari
manna og kunni manna best að segja
á fjörugan hátt frá því eða skemmti-
legum atvikum.
Að loknu stúdentsprófi hóf hann
nám í guðfræði við Háskóla Íslands
og lauk þar prófi í janúar 1953 og
vígðist prestur 15. febrúar það ár.
Hann þjónaði í tveimur prestaköll-
um í sveitum norðanlands og stund-
aði jafnan búskap bæði á Æsustöð-
um og í Laufási. Árið 1960 var hann
skipaður sóknarprestur og einnig
var hann prófastur í Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi auk þess sem hann þjón-
aði tímabundið ýmsum nágranna-
sóknum og einnig annaðist hann
prestþjónustu í Grímsey. Mörg
trúnaðarstörf voru honum einnig
falin. Öll prestsþjónusta fórst hon-
um vel. Hann tónaði manna fegurst
enda gæddur prýðilegri söngrödd.
Boðun hans var björt og byggð á
einlægri trú hans á kærleika Guðs í
Jesú Kristi. Hann var félagsfús og
virkur vel á víðum vettvangi ýmissa
félagsmála og um leið reyndist hann
vinur bæði í gleði og raun. Hið fjöl-
breytta og margbrotna lífsstarf afl-
aði honum dýrmætrar reynslu sem
hann miðlaði mörgum til heilla. Hið
stóra var að sr. Birgir var samt
ávallt hinn sami, heill og sannur.
Hann tók þátt í starfsemi ýmissa
kóra og einnig var hann félagi í hin-
um vinsæla Smárakvartett á Akur-
eyri sem fór víða og gladdi fólk með
söng sínum. Séra Birgir var farsæll
maður í lífi og starfi, hollur og trúr
þjónn kirkjunnar. Í öllu ávann hann
sér vinsældir starfssystkina, safnaða
Birgir Snæbjörnsson