Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 208. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 26 79 / IG 13 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun REYKJAVÍKREYKJAVÍK BALTASAR KORMÁKUR HEIM AF TÖKUSTAÐ KVIKMYNDIR Framúrskarandi vélmenni í Wall-E Viðskipti TVEIR fyrrverandi eigendur Inn- ovate hafa skilað Eimskipi hlutafé sem þeir fengu við yfirtöku síðar- nefnda félagsins á því fyrrnefnda í fyrra. Um er að ræða hlut að mark- aðsvirði 790 milljónir króna. Skila hlutabréfunum aftur til Eimskips VÖRUMERKI Icelandair og 66°Norður koma oft fyrir í stór- myndinni Journey to the Center of the Earth. Framkvæmdastjóri Ice- landair segir það jafnast á við opnu- auglýsingu í New York Times. Mjög góð auglýsing fyrir vörumerkin BENEDIKT Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, segir brýnast fyrir efnahagslífið að stjórnmálamenn, stjórnendur í Seðlabanka og aðrir ráðamenn tali meira við fólk en þeir hafi gert hingað til. Ráðamenn eiga að tala meira við fólkið ÞAÐ ER svo sannarlega misjafnt hvað fólk tekur sér fyrir hendur þegar hitinn er hvað mestur. Á meðan margir flykktust í sund eða sátu úti í sól- inni áttu piltarnir Karl Sævar Bjarnason og Magnús Pétursson fullt í fangi með að hamfletta lunda í Flatey. Þeir þurftu engar áhyggjur að hafa af því að verkið reyndist of strembið þar sem þeir Bjarni Þór Karlsson og Eðvald Heim- isson voru þeim innan handar. Morgunblaðið/G. Rúnar Erfiðisverk að hamfletta lunda Eftir Andra Karl andri@mbl.is ATHUGASEMDIR eru gerðar við þrjár til fjórar póstsendingar á leið til Austur-Evrópu í mánuði hverj- um. Sendingar sem stöðvaðar hafa verið það sem af er ári vega sam- tals næstum eitt tonn. Í mörgum tilvikum er um að ræða þýfi úr inn- brotum skipulagðra glæpahópa. Komið hefur verið upp um stór- þjófnaði með auknu eftirliti. Skipulögð brotastarfsemi færist í aukana hér á landi og oftar en ekki er reynt að koma þýfinu úr landi. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að verkfæri ís- lenskra verktaka sjáist iðulega á mörkuðum í Póllandi og Litháen. Til að sporna við þessari þróun er öflugt eftirlit með póstsendingum, sér í lagi til landa Austur-Evrópu. „Öflug og góð samvinna við toll- gæsluna og þau fyrirtæki sem senda póst hefur skilað því að við náum að stoppa töluvert mikið af þýfi á leið úr landi,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. Innbrotum hefur fækkað En þrátt fyrir að meira beri á skipulagðri glæpastarfsemi hefur innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkað fyrstu sjö mánuði ársins ef miðað er við undanfarin ár. Það sem af er ári hafa verið framin 1.015 innbrot en á sama tíma í fyrra voru þau 1.173. Og innbrot- um hefur fækkað enn meira ef bor- ið er saman við árin á undan. „Þetta sýnir að aðgerðir okkar, í samvinnu við aðra, skila árangri,“ segir Stefán en að undanförnu hef- ur greiningarvinna verið efld til muna. „Við reynum að sjá hvar þessir menn eru að störfum, hvaða aðferðum þeir beita og þess háttar, til að koma í veg fyrir afbrotin.“  Innbrotum | 11 Þýfi sent í stórum stíl  Stöðvaðar sendingar nema um tonn  Oft eru þetta skipulagðir glæpahópar  Óli Björn Stephensen hefur unnið að því með CBS Radio að þróa nýja tækni sem á að stuðla að því að útvarp- ið gangi í endur- nýjun lífdaga. Með því að sam- eina allar 140 úr- varpsstöðvar CBS Radio í einum spilara opnast ekki aðeins nýir möguleikar fyrir hlustendur. Auglýsendur hafa nú færi á að ná til betur skilgreindra markhópa en áður sem getur aftur gefið CBS færi á að ná inn auknum tekjum af útvarpshlustun um netið. Enn nýrra verkefni gefur hlust- endum tækifæri til þess að setja upp eigin útvarpsstöð. » Viðskipti Útvarpið kemur alltaf aftur og núna á netinu Óli Björn Stephensen  Á fyrri hluta ársins borgaði Ábyrgðarsjóður launa út 371,5 milljónir. Um er að ræða tæplega þriðjungs aukn- ingu miðað við sama tíma í fyrra. 34 fyrir- tæki hafa óskað eftir greiðslum úr sjóðnum. Svo virðist sem hópuppsögnum fari fjölgandi en síðast í gær til- kynnti bílaumboðið Ræsir hf. um uppsagnir 57 starfsmanna. Orsak- irnar eru rekstrarerfiðleikar. » 11 Mikil aukning greiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa Fjölgun Hóp- uppsagnir aukast.  Dægurverð á fati af hráolíu á markaði í New York hækkaði um ríflega 4 dali, tæp 4%, í gær vegna fregna þess efnis að bens- ínbirgðir í Bandaríkjum hefðu dregist saman um 3,5 milljónir tunna. Sérfræðingar sem Bloom- berg-fréttastofan hafði rætt við spáðu því að birgðirnar myndu aukast um 350 þúsund tunnur. Birgðir af hráolíu drógust minna saman en reiknað hafði verið með. Chakib Khelil, forseti OPEC, sagði í fyrradag að allir væru sammála um að verð á olíu væri alltof hátt. Það ætti að geta lækk- að um allt að 50 dali. » Viðskipti Olíuverð hækkar en gæti lækkað um 50 dali

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.