Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 9 heimakjólum og náttsloppum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 20% afsl. af útsalan enn í fullum gangi. Nýjar vörur frá www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.xena.is SÉRVERSLUN GLÆSIBÆ S: 553 7060 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ 50-70% AFSLÁTTUR SUMARYFIRHAFNIR OG SPARIDRESS Í ÚRVALI Laugarvegi 63 • S: 551 4422 Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FJARLÆGÐIR hafa styst og sam- skipti aukist á milli barna og ung- linga um allan heim sem nota sér netið meira en flestir í samskiptum við jafnaldra sína. Í lok júlí var haldin alþjóðleg ungmennaráð- stefna í London um örugga og já- kvæða netnotkun þar sem kallað var eftir sjónarmiðum barna og unglinga um þau tækifæri og þær hættur sem netið miðlar. Niður- stöðurnar verða nýttar við þróun nýs kafla í Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna um netið. Um 150 ungmenni frá 20 þjóð- löndum tóku þátt og þar á meðal voru fimm íslenskir krakkar á aldr- inum 16–18 ára, þau Gunnar Ingi Magnússon, Hilma Rós Ómars- dóttir, Hörður Freyr Sigurðarson, Steinar Orri Hafþórsson og Tanja Rún Kristmannsdóttir. Ráðstefnan fór þannig fram að á morgnana hlýddu ungmennin á fyr- irlesara frá fulltrúum lögreglu, fjölmiðla, UNICEF, netgeiranum o.fl. Þeim var svo skipt í sex um- ræðuhópa sem tóku fyrir ólík sjón- armið öruggrar netnotkunar. Hilma Rós Ómarsdóttir var valin til að kynna niðurstöður síns hóps fyr- ir gestum á lokadegi ráðstefnunnar eftir fjörlegar umræður. „Stemningin var góð og það voru allir mjög áhugasamir að ræða þessi málefni,“ segir Hilma. Þrátt fyrir að hópurinn hafi verið svo fjölþjóðlegur segir hún að sam- skiptin hafi gengið vel, reynslu- heimur þátttakenda verið sameig- inlegur. „Flestir krakkarnir höfðu mjög svipaða reynslu af því sem er í gangi á internetinu en það var samt svolítið mismunandi eftir þjóðum hvernig þau upplifðu þetta, inter- netöryggi og þörfina á fræðslu.“ Helsta niðurstaða ráðstefnunnar var sú að börn eigi alltaf rétt á að vera vernduð, jafnt á netinu sem í raunheimum. Ungmennin voru sammála um að auka þyrfti fræðslu um örugga netnotkun í skólum, þar sem gjarnan væri eingöngu einblínt á tæknilegu hliðina. Hilma segir að þar sé Ísland á svipuðu róli og önn- ur lönd. „Það er bara ekki mikil fræðsla yfir höfuð, ég hef ekki mik- ið verið frædd um internetöryggi á minni skólagöngu heldur hef ég að- allega lært þetta í gegnum foreldra mína. En það skiptir auðvitað máli líka, að foreldrar sé uppfræddir svo þeir geti rætt þetta við sín börn.“ Heimili og skóli höfðu umsjón með för íslenska hópsins út. Sam- tökin hafa frá árinu 2004 rekið átak (www.saft.is) um netöryggi þar sem lögð er áhersla á að notendur temji sér ákveðnar „umferðar- reglur“ í netheimum. Samstaða 150 krakkar frá tuttugu löndum hittust til að ræða öryggi og jákvæða notkun netsins í London. Heimur unglinga minnkar Í HNOTSKURN »Ráðstefnan var á vegumCEOP (Child Exploitation Online Protection Centre). »Krakkarnir vilja m.a. aukafræðslu um netöryggi og bæta aðgengi að hjálpar- hnöppum á netinu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.