Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 11
FRÉTTIR
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Útsala
50% afsláttur
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
BÍLAUMBOÐIÐ Ræsir hf. tilkynnti
í gær til Vinnumálastofnunar að 57
starfsmönnum verði sagt upp hjá
fyrirtækinu vegna rekstrarerfið-
leika. Þar af eru 49 fastráðnir starfs-
menn og átta sumarstarfsmenn.
Ræsir hefur umboð fyrir Mercedes
Benz-bifreiðar og flutti í nýtt hús-
næði við Krókháls í Reykjavík fyrir
um ári.
Óábyrgt að gera þetta ekki
Geir Zoëga stjórnarformaður
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að fundur yrði haldinn um
kvöldið þar sem ástæður uppsagn-
anna yrðu útskýrðar fyrir starfsfólki.
Fulltrúar verkalýðsfélaganna VR og
FIT yrðu viðstaddir ásamt trún-
aðarmönnum starfsfólks sem gæfu
því leiðbeiningar að því loknu. Geir
sagði viðsnúning hafa orðið í rekstri
félagsins. „Við erum að reyna að
komast hjá gjaldþroti. Það væri
óábyrgt af stjórninni að gera þetta
ekki eins og staðan er í dag. Við vilj-
um finna lausn svo að sem flestir
haldi vinnunni,“ sagði hann, en vildi
ekki útskýra rekstrarerfiðleikana
nánar að svo stöddu.
Skammt er stórra högga á milli í
atvinnulífinu um þessar mundir. Í
gær bárust fréttir af gjaldþroti bygg-
ingavörufyrirtækisins Mest og hóp-
uppsögn hjá Byggingafélaginu
Kambi, sem var tilkynnt í júlí. Í júní
voru svo miklar hópuppsagnir í flug-
geiranum. Í gær var skipaður skipta-
stjóri þrotabús Mest, Steinunn Guð-
bjartsdóttir hæstaréttarlögmaður.
Skv. upplýsingum frá Borgar-
lögmönnum, þar sem Steinunn starf-
ar, verður innköllun á kröfum í búið
auglýst á næstunni, en eftir það hafa
kröfuhafar tveggja mánaða frest til
að lýsa kröfum sínum í búið.
Fleiri hópuppsagnir framundan
Aðspurður segir Jón Steindór
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, að ekki sé ann-
að að sjá í spilunum en að hóp-
uppsögnum og gjaldþrotum muni
fara fjölgandi. „Á sumrin er líka mest
um að vera, svo ég reikna með að við
munum sjá meira af þessum ísjaka
sem er undir yfirborðinu, þegar fer
að hausta.“ Hjá samtökunum hafi
fólk veður af mörgum fyrirtækjum
sem hafi verið að segja upp og ansi
margir starfsmenn séu enn að vinna í
uppsagnarfresti. Hann búist frekar
við slíku hjá smærri og meðalstórum
fyrirtækjum. Stærri verktakar séu í
blönduðum verkefnum en t.d. ekki
einungis starfandi á íbúðamarkaði.
Morgunblaðið/Frikki
Vinnupallar og kranar Framkvæmdir eru víða í gangi, en þó hefur hægt á. Rekstur margra fyrirtækja er orðinn mun erfiðari en hann var fyrir ári.
Rís ísjakinn í haust?
57 sagt upp hjá Ræsi hf. vegna rekstrarerfiðleika 31,3% aukning greiðslna
úr Ábyrgðarsjóði launa frá fyrra ári Skiptastjóri þrotabús Mest skipaður í gær
ALLNOKKRIR
félagsmenn VR
missa vinnuna
við hópuppsögn
Ræsis hf. Gunn-
ar Páll Pálsson,
formaður VR,
segir skráð at-
vinnuleysi meðal
félagsmanna þó
mjög lítið nú í
samanburði við
atvinnuleysi undanfarinna ára.
275 félagsmenn í VR greiddu
félagsgjöld af atvinnuleysisbótum
í júní, sem svarar til 0,96% fé-
lagsmanna.
Það megi hins vegar að ein-
hverju leyti skýra með því að VR
sér ekki lengur um afgreiðslu at-
vinnuleysisbóta eins og áður var,
heldur Vinnumálastofnun. Verið
geti að stofnunin veki ekki athygli
fólks á því jafnmikið og VR gerði,
að merkja þurfi sérstaklega við ef
fólk ætlar að greiða félagsgjöld af
atvinnuleysisbótum. Því geti verið
að atvinnulausir sem hafa verið
félagar í VR séu eitthvað fleiri.
0,96% án
atvinnu í VR
Gunnar Páll
Pálsson
HJALTI Már
Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri
Mest, segir Glitni
verða stærsta
kröfuhafann í
þrotabú fyr-
irtækisins. Einn-
ig séu aðrir að-
ilar sem eigi
stórar kröfur.
Þeir séu bæði
innlendir og erlendir en hann geti
ekki talið þá upp að svo stöddu í
stærðarröð. Það sé ekki tímabært á
þessu stigi málsins.
Eftir eigi að stilla bókhald fyr-
irtækisins af fram til þessa dags.
Það geti tekið nokkurn tíma og
verði gert undir handleiðslu ný-
skipaðs skiptastjóra. Tíma þurfi til
að vinna úr málunum áður en meira
sé hægt að gefa upp.
Glitnir á stærstu
kröfurnar
Hjalti Már
Bjarnason
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
INNBROTUM á höfuðborgarsvæðinu hefur
fækkað að meðaltali um tuttugu á mánuði ef born-
ir eru saman fyrstu sjö mánuðir ársins við sama
tíma í fyrra. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
tekur fram að sveiflur séu í þessum málum en seg-
ist jafnframt ánægður með hvert stefnir. „Við
sjáum í þessum tölum að eitt og annað sem við er-
um að gera virðist bera árangur.“
Fyrstu sjö mánuði ársins voru framin 1.015 inn-
brot á höfuðborgarsvæðinu, eða 145 brot á mán-
uði. Á sama tíma í fyrra hafði verið tilkynnt um
1.173 innbrot eða um 167 á mánuði. Árið 2002 voru
það svo 225 innbrot á mánuði. „Þetta er það sem
hefur verið að gerast á undanförnum árum, inn-
brotum virðist vera að fækka. Þetta virðist vera á
réttri leið og okkur þykir það ánægjulegt,“ segir
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Fullnýting lagaheimilda skilar árangri
Stefán segir að eiginlega megi skipta þeim sem
stunda innbrot í tvo hópa. Annars vegar vímu-
efnafíkla sem fjármagna eigin neyslu með inn-
brotum og hins vegar menn í skipulagðri glæpa-
starfsemi, sem hann segir hafa aukist jafnt og
þétt á umliðnum árum. „Mismunandi aðferðir þarf
til að takast á við þessa tvo hópa og það sem við
höfum m.a. verið að gera er að efla okkar grein-
ingarvinnu. Við sjáum til dæmis að hluti af þessari
skipulögðu starfsemi birtist í því að þjófarnir
reyna að koma þýfinu úr landi með einföldum
póstsendingum.“
Áhersla hefur verið lögð á að fullnýta heimildir
laga til að beita gæsluvarðhaldi þegar kemur að
innbrotum og segir Stefán það einnig skipta máli.
„Það skilar því að skilvirknin í þessum málum er
meiri og við náum að taka þá úr umferð fyrr sem
eru hvað virkastir. Þetta voru margir tugir ef ekki
hundruð mála bara á síðasta ári þar sem við beitt-
um þessari aðferðafræði, þ.e. að leggja kröfu fyrir
dómstóla um að menn sem grunaðir voru um inn-
brot og önnur sambærileg auðgunarbrot væru úr-
skurðaðir í svonefna síbrotagæslu. Fyrir vikið
voru þeir fljótt og vel ákærðir og dæmdir til refsi-
vistar.“
„Stundum setjum við í þann stóra“
Stór þjófnaðarmál hafa einnig verið upplýst
með öflugu eftirliti með póstsendingum úr landi.
Hákon Sigurjónsson lögreglufulltrúi segir send-
ingar þýfis úr landi hafa byrjað smátt en um þess-
ar mundir sé þetta líkt og vera í botnlausri tunnu.
Sérstaklega er fylgst með sendingum til Pól-
lands, Litháen, Slóvakíu, Lettlands, Rúmeníu og
Búlgaríu. Það er sökum þess að þýfismál hafa
komið upp í tengslum við öll löndin. Hákon segir
gífurlega miklu af verkfærum stolið til að senda
utan en einnig fatnaði, tölvum, símum – raunar
öllu sem hægt er að selja. „Við erum þarna í hálf-
gerðu geri. Við erum að dorga og stundum setjum
við í þann stóra“
Innbrotum hefur fækkað
Tveir hópar brjótast aðallega inn, fátækir fíklar og skipulagðir glæpahópar
Mismunandi aðgerðum þarf að beita og hefur greiningarvinna verið stórefld
Í HNOTSKURN
»Hluti þess hóps sem er í innbrotum erað fjármagna eigin fíkniefnaneyslu.
Þessu fólki býðst að nýta samkomulag milli
lögreglunnar og SÁÁ, sem tryggir því pláss
hjá SÁÁ.
»Þar sem margir eru á faraldsfæti umhelgina er gott að búa vel að húsnæði
sínu. Innbrot hafa verið fremur tíð um
verslunarmannahelgar liðinna ára.
»Betra er að hringja einu sinni of oft ílögregluna en að sleppa því.
ÁBYRGÐARSJÓÐUR launa ábyrgist
greiðslu vangoldinna launa, bóta
vegna slita á ráðningarsamningi,
orlofs, bóta vegna vinnuslysa og
lífeyrissjóðsiðgjalda.
Á tímabilinu 1. janúar til 30. júní
2007 borgaði Ábyrgðarsjóður
launa út 283 milljónir króna, að
sögn Unnar Sverrisdóttur, lög-
fræðings hjá Vinnumálastofnun. Á
sama tímabili þessa árs voru hins
vegar greiddar út 371,5 milljónir,
sem er 31,3% aukning. Á öllu árinu
2007 var óskað eftir orlofs-
greiðslum úr sjóðnum vegna nítján
fyrirtækja sem ekki gátu greitt
það út sjálf, en sá fjöldi getur verið
vísbending um fjölda fyrirtækja
sem eru að komast í þrot, þótt þau
séu ekki endilega búin að lýsa sig
gjaldþrota. Það sem af er þessu ári
hefur verið óskað eftir orlofs-
greiðslum úr sjóðnum vegna 34
fyrirtækja.
Að sögn Hugrúnar Jóhann-
esdóttur hjá Vinnumálastofnun á
höfuðborgarsvæðinu voru 1.324 á
atvinnuleysisskrá þar í gær. Það er
að hennar sögn lítið miðað við
fjölda nýskráninga að undanförnu,
en vel hefur gengið að finna fólki
nýja vinnu.
Ábyrgðarsjóður launa borgar mun meira út