Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 13 FRÉTTIR LUNDAPYSJUR eru farnar að falla úr hor í Vestmannaeyjum, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúru- stofu Suðurlands í Vestmanna- eyjum. Gunnlaugur Grettisson, for- seti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sagði að ástandið verði kannað aft- ur í dag. Ef þörf krefji verði ákvörðun bæjarráðs um veiðitíma lunda til 15. ágúst endurskoðuð. „Við hlustum bæði á vísindamenn- ina og bjargveiðimenn sem hafa sýnt ábyrgt frumkvæði í þessu máli,“ sagði Gunnlaugur. Erpur sagði að dauðar pysjur hafi sést í Suðurey, Elliðaey, í Heimakletti, og Stórhöfða á Heima- ey. Í Elliðaey vantaði t.d. fuglana í 30% af rannsóknarholum sem eru vaktaðar. Þá virðist ekkert lát vera á pysjudauðanum í vaktaðri lunda- byggð í Stórhöfða. „Það er óhætt að segja að það er mikill brestur byrjaður. Þetta ger- ist svo hratt að það verður að fylgj- ast daglega með því hver afföllin eru,“ sagði Erpur. Hann sagði það alvarlegt mál ef viðkoma lundans er í uppnámi fjórða sumarið í röð. Erpur sagði að svo sé að sjá sem pysjurnar deyi úr sulti. Lundinn virðist þurfa að sækja ætið suð- vestur af Surtsey líkt og í fyrra. „Ef fullorðnu lundarnir þurfa að fara of langt eftir ætinu þurfa þeir sjálfir að að éta meira til að hafa orku og það fer mikill tími hjá þeim í að melta matinn. Þetta fækkar ferðunum sem þeir komast eftir æt- inu fyrir pysjurnar. Þær þurfa nokkrar matargjafir á dag og um tíu grömm í hvert skipti. Smælkið sem lundarnir koma með nú í hverri ferð er ekki nema helming- urinn af því,“ sagði Erpur. gudni@mbl.is Pysjufellir í Eyjum Veiðitími kann að verða endurskoðaður Í MORGUNBLAÐINU í gær sagði frá kæru sem Atli Gíslason lögmað- ur hefur lagt fram í umboði land- eigenda í Gnúpverjahreppi til úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Í kærunni segir að Landsvirkjun hafi samið drög að svörum við at- hugasemdum sem bárust um breyt- ingu á aðalskipulagi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir þetta vera misskilning. „Landsvirkjun var spurð um svör við þeim at- hugasemdum sem bárust varðandi málefni hennar. Það er bara eðlileg stjórnsýsla og eina aðkoma Lands- virkjunar að málinu.“ haa@mbl.is Svara ásök- unum í kæru Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÁRMAGNSTEKJUSKATTUR sem lagður er á einstaklinga í ár er um 25,3 milljarðar kr. og er það nær 55% hærra en í fyrra. Tæplega 99 þúsund manns borga skattinn. Sölu- hagnaður skýrir 58% af skattstofni fjármagnstekjuskattsins en arður og vaxtatekjur tæplega 20% hvor liður. Útsvar til sveitarfélaga er nú tæpir 102 milljarðar og hækkar um 16,8% frá því í fyrra. Útsvar hefur aldrei fyrr hækkað jafn-mikið á milli ára að óbreyttri útvarsprósentu. Tekjuskattar og útsvar sem lögð eru á landsmenn nema samtals 213,6 milljörðum króna. Álagning þessara gjalda er nú 15,1% hærri en í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu um álagningu skatta árið 2008. Fram- teljendur eru nú 264.766 og fjölgaði um 4,3% frá í fyrra. Aukningin er að- allega vegna aðflutnings. Rúmlega 33 þúsund, þ.e. 12,5% framteljenda, eru með erlent ríkisfang. Almennur tekjuskattur er samtals 86,4 milljarðar kr. og hann greiða 178.270 einstaklingar. Það eru 67% framteljenda og hefur hlutfallið lækkað. Skattgreiðsla á hvern gjald- anda hækkaði um 3,8% á milli ára en tekjuskattsstofninn hækkaði um 10,5% á hvern framteljanda að með- altali. Tekjuskattshlutfallið lækkaði úr 23,75% í 22,75% í upphafi árs 2007 og einnig hækkaði persónu- afsláttur um 10,75%. Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 101,9 milljörðum kr. og hækkar um 16,8% milli ára. Greiðendur útsvars eru 256.777 talsins og fjölgaði þeim um 4,4%. Álagt útsvar á hvern greið- anda hækkar því um 11,8% á milli ára. Framtaldar eignir heimilanna í lok árs 2007 námu 3.380 milljörðum og höfðu aukist um 20% frá fyrra ári. Þar af var verðmæti fasteigna 2.377 milljarðar eða um 70% af eignum. Framtaldar skuldir heimilanna voru 1.348 milljarðar og höfðu vaxið um yfir 21% frá 2006. Framtaldar skuld- ir vegna íbúðakaupa voru 840,5 milljarðar og höfðu aukist um 19,2%. Meira borgað út í ár Á morgun borgar ríkissjóður framteljendum 11,3 milljarða eftir skuldajöfnun á móti ofgreiddum sköttum. Þar af nema vaxtabætur 5,5 milljörðum. Fjórðungur barna- bóta verður greiddur út og nemur 2,1 milljarði. Afgangurinn, 3,7 millj- arðar, eru ofgreidd staðgreiðsla eða fyrirframgreiddir skattar af tekjum síðasta árs. Í ár verða greiddir rúmlega 8,4 milljarðar í barnabætur, sem er 12,7% aukning. Þeim sem fá barna- bætur fjölgar um 4,5% á milli ára. Ákvarðaðar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af íbúðalánum einstak- linga 2007 nema 6,6 milljörðum kr. Rúmlega 58 þúsund manns fá vaxta- bætur sem er 17,3% fjölgun frá fyrra ári. Meðalvaxtabætur eru nú 114 þúsund kr. á hvern vaxtabótaþega. Um 3.500 einstaklingar fá uppbót á eftirlaun og nema uppbæturnar samtals 591 milljón kr. Morgunblaðið/Sverrir Framteljendur Alls töldu 264.766 manns fram vegna álagningar árið 2008. Rúmlega 33 þúsund af þeim, 12,5% af heildinni, voru með erlent ríkisfang. Skatttekjur aukast  Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækkar um 55%  Sveitarfélög fá nú 16,8% meiri útsvarstekjur  Skattborgarar fá 11,3 milljarða á morgun +#''' ,'' -'' .'' /'' 0'' 1'' &'' 2'' +'' '       !    # 3,, 3'' 3'+ 3'2 3'& 3'1 3'0 3'/ 3'. 3'-          ! 4      20' 2'' +0' +'' 0' '  ! " #$  % &  '"(  !  )* 3,, 3'' 3'+ 3'2 3'& 3'1 3'0 3'/ 3'. 3'- !    #    ! 4      ÁLAGNING skatta gekk mjög vel að þessu sinni og engin sérstök vandamál sem komu upp, að sögn Skúla Egg- erts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. „Tekjuskatt- urinn hækkar ekki nema um 5,5% meðan tekjuskattsstofninn hækkar um 13%. Það skýrist auð- vitað af hærri persónuafslætti og lægri skattprósentu,“ sagði Skúli Eggert. Hann sagði niðurstöður álagningarinnar endurspegla með- al annars hátt hlutabréfaverð í fyrra. Stærsti hluti fjármagns- tekjuskattsins nú er vegna sölu- hagnaðar og þá aðallega af sölu á hlutabréfum. „Það sem vekur athygli er hvað fjármagnstekjuskatturinn hækkar mikið. Hann er orðinn tekjuskatts- stofn sem skiptir verulegu máli. Það er einnig alveg ljóst miðað við það sem er að gerast í samfélaginu í dag að fjármagnstekjuskatturinn verður að öllum líkindum mun lægri á næsta ári,“ sagði Skúli Egg- ert. Skattur var áætlaður á álíka marga greiðendur nú og í fyrra. Skúli Eggert sagði að menn hefðu vonast til þess að að fækka mætti áætlunum á útlendinga sem hér störfuðu frá því sem var í fyrra. Í því skyni var gripið til ýmissa ráð- stafana. Meðal annars voru útbúnar leiðbeiningar á fleiri tungumálum en áður. Einnig var haft samband við nokkra launagreiðendur vegna framtalsgerðar fyrir erlenda starfsmenn þeirra. Þetta átti sinn þátt í því að áætlunum fjölgaði ekki heldur tókst að halda fjölda þeirra svipuðum og í fyrra. Skúli Eggert Þórðarson Álagningin gekk vel Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „VIÐ vorum að koma hérna yfir landamærin frá Kasakstan til Rúss- lands. Við verðum svo að ná þaðan að landamærum Mongólíu fyrir helgi því þá er landamærunum lok- að,“ segir Arnar Freyr Vilmund- arson. Hann og Cristopher Friel, skosk- ur félagi hans, eru þátttakendur í kappakstri til Ulan Bator í Mong- ólíu, sem ræstur var frá Lundúnum 19. júlí sl. Ökutæki þeirra er forláta Suzuki Samurai-bifreið frá árinu 1988 sem býr yfir 980 cc vél. Eitt skilyrða kappakstursins er að vera á bíldruslu. „Ferðin hefur gengið vel hjá okk- ur og bíllinn okkar hefur ekkert kvartað af ráði. Hitinn fer reyndar örlítið í hann. Svo er glugginn hjá bílstjóranum þess eðlis að hann verður annað hvort að vera alveg lokaður eða opinn að fullu – valið stendur því milli 50 stiga gufubaðs eða 45 vindstiga inni í bílnum. Ann- ars reynum við bara að hlusta eftir óhljóðum í greyinu,“ segir Arnar hlæjandi. Hann segir ferðina að mestu hafa gengið áfallalaust en hvers kyns verði laga í austurhluta Evrópu hafa verið erfiða viður- eignar. „Við höfum ítrekað verið stopp- aðir og ætlum að reyna að keyra svolítið á nóttunni núna til að forðast sólina fyrir bílinn og lögguna fyrir okkur sjálfa. Við erum dálítið áber- andi á þessum merkta bíl.“ Fjórhjóladrifið er styrkur Aksturinn yfir Kasakstan er að mati Arnars hápunktur þessa magn- aða ferðalags hingað til. „Fólkið var svo vingjarnlegt og almennilegt við okkur og landið allt alveg frábært.“ Hann telur ennfremur að þeir fé- lagarnir séu nokkuð framarlega í Mongólíu-kappakstrinum. „Það er víst ekki mikið um vegi í Mongólíu og við vonumst til að vinna upp tíma þar því við erum á háum bíl og með fjórhjóladrif – þar liggur okkar styrkur.“ „Verðum að ná til Mongólíu fyrir helgi“ Morgunblaðið/Frikki Ökuþór Arnar Freyr Vilmundarson þeysist nú, ásamt félaga sínum, á tutt- ugu ára gamalli Suzuki Samurai-bifreið inn á rússnesku steppurnar.  Ferð yfir Kasakstan hápunktur Mongólíu-kappakstursins til þessa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.