Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is MARGIR hafa kvartað yfir hversu seint byggðakvóta er úthlutað í ár. Fyrstu auglýsingar birtust í síðustu viku og fisk- veiðiárinu lýkur í lok ágúst. Bæjarstjórn Ísafjarðar sendi frá sér ályktun í apríl þess efnis að skynsamlegast væri að sameina úthlutun byggða- kvóta tveggja ára í upphafi fisk- veiðiárs. „Við skoruðum á sjávarútvegsráðherra að úthluta í byrjun fiskveiðiársins og sameina úthlutun tveggja ára um leið. Þannig myndi ráðuneytið ná í skottið á sjálfu sér,“ segir Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði. Fiskistofa sér nú um að úthluta byggðakvóta. Þar á bæ fengust ný- lega þær upplýsingar að stofnunin kysi helst að geta úthlutað í upphafi árs. Hjá ráðuneytinu fengust þó þær upplýsingar að nú væri komin reynsla á kerfið og seinkun ætti því vera úr sögunni að ári. Líkt og sagði í Morgunblaðinu á laugardag er ástæða þess hversu seint er úthlutað sú að kerfið var end- urskipulagt í heild sinni í tilefni af lagabreytingu í fyrra. Þorskkvótinn var skertur um þriðjung í september 2007 og því hef- ur mikilvægi byggðakvótans aukist í margra augum. Sameina ætti kvóta tveggja ára „Ráðuneytið gæti náð í skottið á sjálfu sér“ Sigurður Pétursson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir að þjóðir heims hafi misst af gullnu tækifæri í Genf til að opna leið að réttlátari heims- viðskiptum til hagsbóta fyrir alþýðu manna bæði í þróunarríkjum og í iðn- ríkjum. „Brýnar aðstæður nú fela í sér að opin heimsviðskipti, ekki síst með landbúnaðarvörur, eru í senn ár- íðandi mannúðarmál og lykill að því að draga úr áhrifum efnahagskreppu í heiminum. Mikilvægt er að þrátt fyrir allt náðist að margra mati meiri árangur á síðustu níu dögum við samningaborðið en samanlagt á þeim sjö árum sem Doha-viðræðurnar hafa staðið. Nú er nauðsyn að byggja á þeim árangri og halda áfram.“ Vill ekki nýja búvörusamninga Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir hins vegar að sú niðurstaða sem varð í Doha- viðræðunum í Genf ætti að færa öll- um heim sanninn um það væru stór- þjóðirnar sem stjórnuðu gangi mála. Þær vildu yfirtaka landbúnað litlu þjóðanna. Bandaríkjamenn væru þarna stórir gerendur en þeir sjálfir væru með umfangsmikið stuðnings- kerfi við landbúnaðinn. Hann sagði mikilvægt að snúa við þeirri þróun að flytja matvörur milli landa og heims- hluta með öllum þeim kostnaði og mengun sem því fylgdi. Hann sagðist trúa því að viðhorf manna myndu breytast hvað þetta varðar og lögð yrði aukin áhersla á að þjóðir yrðu sjálfbjarga í matvælaframleiðslu. „Ég harma hins vegar ekki þessa niðurstöðu [að viðræðurnar runnu út í sandinn],“ sagði Guðni. Guðni sagði að Ísland flytti inn um 50% af þeim matvælum sem neytt væri hér á landi og Ísland væri frjáls- lyndara í landbúnaðarmálum en t.d. Bandaríkin og ESB.Guðni sagði að það væri skylda okkar bæri skylda til að varðveita sérstöðu okkar varðandi heilbrigði búvöruframleiðslunnar. Dýraheilbrigði væri gott hér á landi líkt og á Nýja-Sjálandi. Sjálfir heim- iluðu Ný-Sjálendingar engan inn- flutning á búvörum þó að þeir væru umfangsmiklir útflytjendur búvara. Guðni sagði að viðbrögðin við nið- urstöðunni í Genf ættu að vera að smærri þjóðir tækju höndum saman til að móta stefnu til mótvægis við stefnu stórþjóðanna. Hann sagðist hins vegar undrast að Einar K. Guð- finnsson landbúnaðarráðherra ætlaði að taka upp búvörusamninga við bændur sem gilda eiga til ársins 2012 og 2013. Hann sagði enga ástæðu til að breyta þessum samningum vegna Doha samninga sem enginn vissa væri fyrir að yrðu nokkru sinni að veruleika. Misstu af tækifæri að mati ráðherra Guðni Ágústsson segist ekki harma niðurstöðuna í Doha-viðræðunum Í HNOTSKURN »Eftir níu daga fundahöld íGenf stóðu samningamenn upp á þriðjudag án þess að samningar tækjust. Viðræð- urnar hafa staðið með hléum í sjö ár. »Einar K. Guðfinnssonlandbúnaðarráðherra hef- ur lýst því yfir að þrátt fyrir niðurstöðuna í Genf þurfi að breyta búvörusamningum ríkisins og bænda í þeim anda sem rætt var um í Genf. » Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir utanríkisráðherra harmar að ekki skyldu nást samningar í Genf um frjálsari viðskipti með búvörur. Guðni Ágústsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára gamlan karl- mann í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði, skjalafals, fjársvik, fíkniefnalagabrot og fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut í nóvember á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sín. Með dóminum var jafnframt gert upptækt lítilræði af hassi og amfetamíni í eigu mannsins. Til frádráttar refsingu kom gæslu- varðhaldsvist frá 24. júní til dóms- uppsögu. Manninum var gert að greiða skaðabætur, rúmar 40.000 kr. ásamt vöxtum og allan sakarkostnað málsins, samtals kr. 373.500. thorbjorn@mbl.is 16 ára sí- brotamaður GLATT var á hjalla á heimili Guðnýjar Halldórsdóttur í Melkoti í Mosfells- dal í gær en þar voru saman komnir vinir og ættingjar Auðar Sveinsdóttur Laxness, ekkju nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, til að fagna níræðis- afmæli hennar. Auður fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918. Hún flutti ásamt Halldóri að Gljúfrasteini í Mosfellsdal á aðfangadag árið 1945, sama dag og þau gengu í hjónaband, og héldu þau þar heimili alla tíð síðan, eins og fram kemur á heimasíðu Gljúfrasteins. thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Thor Fögnuðu Auði níræðri FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TUNGLIÐ mun í fyrramálið varpa skugga sínum á sólina þannig að frá Reykjavík mun það skyggja á 59% af skífu sólar þegar mest verður. Á Akureyri verður 61% skífunnar þak- ið skugga. Mun deildarmyrkvinn hefjast klukkan 08:15 í Reykjavík og standa til 10:09. Í Kanada, Síberíu, Mongólíu, Kína og á Grænlandi mun skuggi tungls skyggja að fullu á sólu. Sólmyrkvar verða þegar sól, tunglið og jörð liggja í beinni línu þannig að skuggi tunglsins fellur á jörðu. Að auki verður tungl að vera fullt eða nýtt. Nýtt er tungl þegar hin myrkvaða hlið þess snýr að jörðu þannig að það sést ekki. Þegar tunglið skyggir að fullu á sól er talað um almyrkva en það nefnist deildarmyrkvi þegar skuggi þess hylur aðeins hluta sólar. Hring- myrkvi verður þegar skuggi tungls- ins er fyrir miðri sól en grannur baugur sólar umlykur hann. 239 deildarmyrkvar á öld Þorsteinn Sæmundarson, doktor í stjörnufræði, segir í Almanaki Há- skóla Íslands erfitt að svara því hve algengir sólmyrkvar séu. Á árunum 1000 til 2000 sáust samkvæmt Almanakinu 239 sólmyrkvar á öld að meðaltali. Þar af voru 84 deildar- myrkvar en almyrkvar voru 78 og hringmyrkvar 77. Þegar al- og hringmyrkvar verða er alltaf deildarmyrkvi einhvers staðar á jarðkringlunni. Því eru deildarmyrkvar í raun jafnmargir heildarfjölda sólmyrkva og þannig ekki ýkja óalgengir. Þess ber þó að geta að hver sólmyrkvi er aðeins sjá- anlegur á vissum stöðum. Þar sem tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 cm ári vegna breyttra sjáv- arfalla mun sýndarþvermál þess minnka með tímanum. Það mun þannig virðast smærra frá jörðu. Nú er sýndarþvermál mána og sólu nán- ast hið sama. Skuggi tunglsins minnkar einnig og mun að endingu ekki ná að skyggja á alla skífu sólar. Talið er að síðasti almyrkvi verði eftir tæp 600 milljónir ára. Stækkun sólar á tímabilinu mun einnig hafa sitt að segja um þetta. Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið Á morgun munu Akureyringar sjá tunglið varpa skugga sínum á 61% sólar Morgunblaðið/RAX Hringmyrkvi Árið 2003 sást hring- myrkvi árla morguns á Íslandi. Sólmyrkvar, hverrar gerðar sem þeir eru, vekja athygli fólks en illa getur farið fyrir þeim sem láta forvitnina leiða sig í gönur. Horfi fólk beint í sólina geta skaðlegir geislar hennar valdið hornhimnu augnanna óbætanlegum skaða. Mikilvægt er að horfa ekki beint í sólina eða að nota þá réttan hlífð- arbúnað, sérstök sólskoðunargler- augu eða slíkt. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness er eina félag áhugamanna um stjörnuskoðun á Íslandi. Það mun standa fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík þegar deildarmyrkvinn verður nú á föstudaginn, ef veður verður gott. Þar býðst áhugasömum að virða fyrir sér myrkvann á öruggan hátt með öllum viðeigandi hlífðarbún- aði. Varasamt að horfa beint í sólina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.