Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.2008, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú hafa kín-verskstjórnvöld staðfest að þau hyggist ritskoða netið á meðan Ól- ympíuleikarnir, sem hefjast í næstu viku, fara fram. Þetta gengur þvert á fyrri fullyrð- ingar kínverskra embættis- manna og Alþjóða ólympíu- nefndarinnar. Samkvæmt fréttum féllst Alþjóða ólymp- íunefndin á þessar takmark- anir, sem meðal annars munu koma fram í glæsilegri fjöl- miðlamiðstöð, sem komið hef- ur verið upp í Peking. Blaða- mannamiðstöðin var opnuð á föstudag og blaðamenn höfðu kvartað undan því að hafa ekki aðgang að vefsíðum þar sem fjallað væri um hluti á borð við málefni Tíbets, at- burðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 og stöðu Taív- ans. Það er kaldhæðnislegt að vefsíða Amnesty Internation- al skuli vera meðal þeirra, sem lokað hefur verið fyrir að- ganginn að. Í skýrslu mann- réttindasamtakanna, sem greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, segir að kín- versk stjórnvöld hafi, ef eitt- hvað er, hert á stefnu sinni og þyngt aðgerðir, sem leitt hafi til alvarlegra mannréttinda- brota. Þar kemur fram að marktækar umbætur hafi ver- ið gerðar á framkvæmd dauðarefsinga og möguleikum erlendra fjölmiðla á að flytja fréttir frá Kína, en and- ófsmenn geti hins vegar átt von á því að þeir verði settir fyrirvaralaust í varðhald, beittir barsmíðum og áreittir af hálfu stjórnvalda. Kínversk yfirvöld gáfu þegar þau fengu réttinn til að halda leikana fyrirheit um opnara samfélag og aukna virðingu fyrir mann- réttindum. Ákvörðunin um að hefta að- gang að upplýsingum í blaða- mannamiðstöðinni mun ekki hafa nein áhrif á umfjöllun fjölmiðla utan Kína fyrir utan það að kalla fram beittari gagnrýni. Það er einnig álits- hnekkir fyrir Alþjóða ólymp- íunefndina að hún skuli hafa fallist á þessar takmarkanir. Rök hennar fyrir þeirri ákvörðun að halda leikana í Peking eru veik og ekki bætir þetta málstaðinn. Amnesty International skorar á kínversk stjórnvöld að sleppa samviskuföngum, hætta að handtaka andófs- menn, birta tölur um dauða- refsingar, auka fjölmiðlafrelsi og gera grein fyrir þeim sem féllu og voru handteknir í mót- mælunum í Tíbet í mars. Þannig gætu þau komið í veg fyrir að andrúmsloft kúgunar og ofsókna verði varanleg arf- leifð leikanna. Kínversk yf- irvöld eru á leið í þveröfuga átt. Álitshnekkir fyrir Alþjóða ólympíu- nefndina} Ritskoðun í Kína Þegar banniðvið reyk- ingum á veitinga- og skemmtistöð- um var innleitt fyrir rúmu ári spruttu fram deilur um réttmæti þess. Reykingamönnum fannst gengið á rétt sinn, en þeim, sem ekki reykja, fannst tíma- bært að þeir gætu sótt veit- inga- og skemmtistaði án þess að vera í reykjarkófi. Nú segja læknar að áhrifa reykleysisins virðist þegar vera farið að gæta. Þegar skoðað er fimm mánaða tíma- bil fyrir og eftir bannið kemur í ljós að færri reyklausir karl- ar hafa þurft á hjartaþræð- ingu að halda vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms, en áður en það var sett. 157 karlar með sjúkdóminn þurftu á þræðingu að halda fyrir bann- ið, en 124 eftir það. Munurinn er 21%. Auðvitað þarf að gera frekari rannsóknir til að fá óyggjandi niðurstöðu, en þetta er athyglisverð vís- bending, ekki síst vegna þess að svipaðar fréttir hafa borist frá ýmsum öðrum löndum þar sem bann hefur varið lagt við reyking- um á veitinga- og skemmtistöðum. Í Skotlandi var til dæmis fylgst með tíðni hjartaáfalla í tíu mánuði áður en reykingabann tók gildi í apríl 2006 og í tíu mánuði á eftir. Hjartaáföllum fækkaði um 20,5%. Fyrirfram hefði þótt hæpið að hægt yrði að finna mæl- anlega áhrif þess að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Nú virðist annað vera að koma á daginn. Reykingamenn stefna ekki aðeins sjálfum sér í hættu, heldur einnig þeim, sem eru í námunda við þá. Frelsi ein- staklingsins er þeim tak- mörkunum háð að það skerði ekki frelsi einhvers annars. Það eru hugmyndafræðilegu rökin á bak við reykingabann- ið. Ef vilji er til að deila um heilbrigðisrökin hafa niður- stöður hjartalæknanna nú bæst á vogarskál reykleys- isins. Hjartaþræðingum fækkaði eftir bann }Áhrif reykleysis É g hugsa að fólki finnist miserfitt að eldast. Við vonum öll að við höldum heilsu sem lengst og sennilega líka að okkur hlotnist að vera þátttakendur í þjóð- félaginu alveg fram á síðustu stundu. Engu að síður er það þannig, að sumir eiga auð- veldara með að aðlaga sig breyttum að- stæðum, sem aldur og þverrandi kraftur hef- ur í för með sér. Og svo er þjóðin öll að eldast. Þegar fólk lætur af störfum, kannski milli 65 og 70 ára eru mörg farsæl ár eftir sem hægt er að nýta til margra góðra verka. Sumir vilja sinna áhugamálunum sem setið hafa á hakanum, aðrir njóta lífsins og skoða tilveruna í róleg- heitum. Flestir vilja ábyggilega horfa fram á áhyggju- lausa daga. En hvenær er eðlilegt að verklok séu? Við 65 ár? 70 ár? 75 ár? Þegar haft er í huga að lífsgæði okkar hafa stóraukist, fólk heldur heilsu mun lengur og lifir mun lengur, er ekki óeðlilegt að horfa á starfsævina með allt öðrum augum. Í Bandaríkjunum er nú maður á áttræðisaldri í forsetaframboði. Þar í landi og víða um heim þykir það hreint ekki óeðlilegt að eldra fólk bjóði sig fram til alls kyns starfa. Það þarf nefnilega að nýta reynslu og hæfileika fólks sem allra best. Undanfarin misseri hafa verið stigin skref til þess að auka atvinnuþátttöku þeirra sem eldri eru og hefur þar sérstaklega verið hugað að því að áunnin réttindi skerð- ist ekki. En ég held að meira þurfi til. Það þarf að halda áfram að auka sveigjanleika alls kerfisins þannig að val sé fyrir hendi fyrir hvern og einn. Út frá þjóðfélagslegum hagsmunum er beinlínis praktískt að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu. Þessi hópur, eldri borgarar, er eitt mik- ilvægasta pólitíska verkefni nútímans, ef svo má að orði komast. Við höfum reynt að byggja upp velferðarkerfi hér á Íslandi sem heldur utan um þarfir þeirra sem eldri eru en um leið höfum við tekið skref í þá átt að auðvelda eldri Íslendingum að halda áfram á vinnumarkaði, ef þeir svo kjósa. Grundvall- arhugsunin á að vera sú, að hver maður geti haft val um það hvernig hann vill haga lífi sínu. Þótt margt hafi áunnist í því efni, er af- ar margt sem betur má fara og að þeim verkum þarf að vinna. Nærtækt dæmi er blessað almannatrygging- arkerfið. Þetta kerfi hefur verið margstagað gegnum árin til að bregðast við nýjum og ófyrirséðum verk- efnum. Oft á tíðum hefur þessi saumaskapur á kerfinu orðið til þess að gera það þungt í vöfum og flókið fyrir þá sem þurfa að nota það. Nú stendur yfir endurskoðun á almannatrygging- arkerfinu. Vonandi næst einhver árangur í að einfalda þetta mikla bákn svo það þjóni betur þeim sem því er ætlað að sinna. En grundvallarstefið í allri þessari vinnu verður að vera að auka sveigjanleika og val hvers fyrir sig þannig að kerfið vinni fyrir okkur en ekki við fyrir það. | olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Eldri borgarar FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is R úmt ár er nú liðið frá því reykingabann var inn- leitt á veitinga- og skemmtistöðum á Ís- landi. Markmið banns- ins var samkvæmt lögum að tryggja starfsfólki veitinga- og skemmtistaða reyklausan vinnustað, en að sama skapi þurfa almennir gestir ekki að anda að sér reyk samgesta sinna. Hjartalæknar virðast strax merkja ávexti bannsins. Færri tilvik til hjartalækna Færri reyklausir karlar þurfa nú á hjartaþræðingu að halda vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms. Þessi fækkun gæti verið reykingabanninu að þakka, ef marka má niðurstöðu hjartalækna á Landspítala, sem kynnt var fyrir skömmu. Á fimm mánaða tímabili bæði fyrir og eftir reykingabannið skoðuðu þeir fjölda þeirra sem reyktu ekki sjálfir en komu inn á bráðamóttöku með óstöðugan kransæðasjúkdóm (hjarta- áfall eða mjög alvarlega hjartaverki) svo að þeir þurftu á kransæðaþræð- ingu að halda. Fimm mánuðum fyrir bannið þurftu 157 karlar með sjúk- dóminn á hjartaþræðingu að halda en 21% færri eða 124 eftir bannið. Mest voru áhrifin hjá yngri körlum, en eng- inn munur var á tíðninni meðal kvenna. „Þessi hópur með óstöðugan kransæðasjúkdóm hefur ekki verið skoðaður áður með tilliti til áhrifa reykingabanns en niðurstöðurnar eru í samræmi við það sem hefur sést varðandi sjúklinga með krans- æðastíflu víða erlendis,“ segir Þór- arinn Guðnason, hjartalæknir og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Hann telur líklegt að reykingabannið og minnkun óbeinna reykinga sem því fylgdi sé skýringin á þessari breytingu. „Við þurfum þó frekari rannsóknir til að staðfesta þetta og erum að vinna að þeim.“ Efni í reyknum valda æðaherpingu og slá út þætti sem vernda æðarnar gegn myndun blóðtappa. Hvað varð- ar skýringu á því að tíðnin lækkar ekki hjá konum bendir hann á að lík- leg skýring sé að karlar fái sjúkdóm- inn yngri. Æðakölkun byrjar jafnvel fyrir þrítugt og kransæðasjúkdómur kemur upp úr fertugu meðal karla, en konur fá kransæðasjúkdóm 10-20 ár- um síðar á ævinni. „Yngri karlar eru líklegri til að hafa sótt reykfyllta skemmtistaði eða starfa þar en konur yfir sextugt.“ Svipað virðist vera uppi á ten- ingnum varðandi hjörtu nágranna okkar í Skotlandi. Í apríl 2006 tók þar í gildi reykingabann á opinberum stöðum. Læknar þar fylgdust með tíðni hjartaáfalla tíu mánuðum fyrir bannið og tíu mánuðum eftir innleið- inguna, og fækkaði þeim um 20,5% á tímabilinu Meiri hjálp mikilvæg Viðar Jensson, verkefnastjóri tób- aksvarna hjá Lýðheilsustöð, er sáttur við árangur bannsins. Hann bendir á könnun Vinnueftirlitsins þar sem fram kemur að meirihluta starfsfólks staðanna líði betur eða miklu betur í vinnunni eftir innleiðingu bannsins og telji að bannið hafi ekki leitt til fækk- unar gesta. Hann slær þó þann var- nagla við könnuninni að svarhlutfallið hafi verið lágt. Að sögn Viðars verður næst lögð áhersla á að hjálpa þeim sem vilja hætta að reykja auk for- varnastarfs. Hann vísar í evrópska skýrslu sem tekur út stöðu tóbaks- varna í álfunni. Árið 2007 hreppti Bretland fyrsta sætið en Ísland lenti ásamt Írlandi í 2. til 3. Munurinn á Bretlandi og okkur liggur aðallega í því að Bretland fær 10 stig af 10 mögulegum þegar kemur að því að hjálpa fólki að hætta, en Ísland tvö. Morgunblaðið/Ásdís Áhrif Þótt ekki sé liðið nema rúmt ár frá innleiðingu reykingabannsins á Ís- landi virðast læknar strax farnir að taka eftir jákvæðum áhrifum þess. Læknar merkja áhrif reykingabannsins Enn logar Reykingabannið virðist ekki skila sér í því að fleiri drepi í. Samkvæmt upplýsingum frá Lýð- heilsustöð stendur fjöldi reykinga- manna í stað og sala á vindlingum hjá ÁTVR dregst saman um ein- ungis 1,8%. 6,4 millj. vindlinga seld- ust fyrstu 6 mánuðina í ár miðað við rúm 6,5 í fyrra. Þrengingar Óstöðugur krans- æðasjúkdómur er samheiti yfir kransæðastíflu og alvarlegar þrengingar í æðunum sem myndast vegna samspils æðakölkunar og blóðsegamyndunar í æðaholinu. Einkennin eru m.a. brjóstverkir í hvíld og breytingar sjást á hjarta- riti og í blóðprufum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.