Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EINS og flestir vita
getur lífið verið breyti-
legt og stormar geisa
milli þess sem sólin
skín. Þessa dagana eru
því miður blikur á lofti
um að þúsundir Íslend-
inga muni standa
frammi fyrir fjárhags-
erfiðleikum næstu
mánuðina og jafnvel árin.
Það þarf ekki endilega að fylgja
því skömm að lenda í fjárhagslegum
áföllum eða erfiðleikum. Ástæðurnar
eru sjálfsagt jafn margar og tilfellin.
Þannig er málum háttað í okkar
vina- og frændaþjóðfélagi að sumir
fá lausn sinna mála hjá lánastofn-
unum og fjármálafyrirtækjum á
meðan hurðinni er skellt á nefið á
öðrum. Það eru án efa fjöldamörg
dæmi þess að það hafi verið gengið
fjárhagslega milli bols og höfuðs á
fólki sem hefði getað greitt úr sínum
málum ef því hefði verið gefið tæki-
færi til þess. Þegar fólk lendir í fjár-
hagslegum áföllum og því er sam-
tímis neitað um frekari viðskipti við
bankana hópast að aðilar sem allir
vilja fá sinn skerf af liggjandi bráð-
inni og nánast allar skuldir fólks tvö-
faldast hið minnsta. Þegar svo er
komið getur viðkomandi oft lítið ann-
að gert en að bíða aftökunnar með
kvíðahnút í maganum.
Í ljósi fréttaflutnings undanfarið
tel ég þörf á því að benda beinum eða
óbeinum kjölfestufjárfestum Glitnis,
Jóhannesi og Jóni Ásgeiri, á að það
er fjöldinn allur af einstaklingum og
fjölskyldum að upplifa þær tilfinn-
ingar um árásir og valdníðslu sem
þeir hafa tjáð sig um opinberlega.
Ástæður og uppruni tilfinninganna
er kannski ekki sá sami en upplifunin
getur engu að síður verið nákvæm-
lega eins. Það sem greinir þá hins
vegar frá öðrum fórnarlömbum
ásókna er að þeir geta borið fyrir sig
hendurnar með ráðningu hæfustu
lögfræðinga.
Tugþúsundir Íslendinga heyja
gríðarlega baráttu dag frá degi við
að afla tekna fyrir mat, húsaskjóli og
öðrum nauðsynjum, en
svo koma reikning-
arnir. Þeir eru allir
gamlir og fólk á ekki
annarra kosta völ en að
greiða þá reikninga
sem eru komnir lengst í
því ferli að selja ofan af
því heimilið eða setja
það á hausinn. Á meðan
tikka aðrir reikningar,
sem fólk getur ekki
sinnt að svo stöddu, á
vöxtum og gjöldum
sem hvaða mafíósi sem
er gæti státað sig af við
félaga sína í undirheimum.
Eru aðfarir að einstaklingum
og fjölskyldum einkamál fjár-
málafyrirtækja?
Því miður enda fjárhagserfiðleikar
allt of oft þannig að allar eignir fólks
eru hirtar af þeim á útsöluverði í
skjóli laga. Að auki hafa jafnvel
myndast gríðarlegar skuldir sem eru
flestar tilkomnar vegna drátt-
arvaxta, innheimtugjalda og lög-
fræðikostnaðar. Sumum endist ekki
ævin til að greiða niður þetta tilbúna
skuldabákn. Ef einstaklingar vilja
hins vegar fá að sjá hvaða upplýs-
ingar hafa verið notaðar við vinnslu
og ákvarðanatöku varðandi það að
knésetja viðkomandi frekar en að
veita fyrirgreiðslur og leysa hnútinn
þá koma allir að luktum dyrum, það
sem gerist í banka fer ekki út úr
banka.
Sá sem hefur ekkert að fela hefur
ekkert að óttast. Ég skora á ráða-
menn þjóðarinnar að vinna að því að
aðfarir að einstaklingum og fjöl-
skyldum séu ekki einkamál fjármála-
fyrirtækja.
Ég vil benda á að okkar margróm-
uðu forfeður voru margir hverjir ein-
staklingar og fjölskyldur sem fannst
að sér vegið í sínu heimalandi og
kusu því að freista gæfunnar annars
staðar. Þessu fólki tókst að byggja
þetta land og koma upp heilli þjóð.
Með áframhaldandi óréttlæti og
óseðjandi peningagræðgi mun þjóðin
án efa missa frá sér fjöldann allan af
duglegum frumkvöðlum sem munu
kjósa að gerast þegnar annarra
landa. Hver veit hvað það fólk sem
þegar er farið hefði getað áorkað í
þágu íslenskrar þjóðar?
Erum við í fjallgöngu
upp á líf og dauða?
Það hefur víðtæk áhrif að knésetja
fólk. Einstaklingar geta lagst í þung-
lyndi og aðstæður eins og ofdrykkja,
heimilisofbeldi, upplausn í fjöl-
skyldum og jafnvel á endanum
sjálfsvíg geta fylgt því þegar mann-
eskja er komin í svo vonlausa stöðu
að það virðist ómögulegt að sjá til
sólar. Hluti barnanna okkar þarf að
alast upp við þessar aðstæður sem er
þjóðfélaginu ekki til framdráttar
þegar fram líða stundir, því fleiri því
verra.
Það hlýtur að vera til einhver
millivegur á milli umburðarlyndustu
vinstristefnu og harðasta frumskóg-
arlögmáls. Við erum ekki í fjallgöngu
upp á líf og dauða þar sem þarf að
skilja hina særðu eftir.
Fyrirtæki sem ekki geta axlað þá
ábyrgð að versla með líf almennra
borgara eiga að snúa sér að öðrum
vettvangi viðskipta. Fyrirtækjum og
stofnunum er þó ekki einum um að
kenna. Þau vinna innan lagalegs
ramma sem er samþykktur af Al-
þingi. Svo má spyrja sig að því hvort
það sé siðferðilega rétt að gera allt
sem lögin heimila. Í því samhengi má
benda á söguna um Hróa hött. Hrói
höttur var þjófur og skemmd-
arverkamaður. Fólk sem kannast við
söguna um hann lítur samt sem áður
á hann sem hetju því hann barðist
gegn oki og kúgun sem var framfylgt
í skjóli laga þeirra sem réðu ríkjum.
Siðferðiskenndin segir flestum
okkar hvað er rétt að gera og hvað
ekki.
Viðskipti eins og þau sem margir
hafa átt við fyrirtæki og stofnanir
hér á landi er hæglega hægt að
flokka sem fjárhagslegt ofbeldi,
sama hverjum er um að kenna.
Til ykkar allra
Halldór Gunnar
Halldórsson skrifar
um fjárhagserf-
iðleika og inn-
heimuaðferðir
» Viðskipti eins og þau
sem margir hafa átt
við fyrirtæki og stofn-
anir hér á landi er hæg-
lega hægt að flokka sem
fjárhagslegt ofbeldi …
Halldór Gunnar
Halldórsson
Höfundur starfar sem smiður
MÉR VAR brugðið
við lestur fréttar á
fréttavefnum visir.is
föstudaginn 25. júlí
sl. en þar birtist
grein um afar léleg
laun leiðbeinenda hjá
íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykja-
víkur. Í greininni var
skýrt frá því að leið-
beinandi hjá ÍTR, á
aldrinum 20-25 ára,
hafi í grunnlaun rétt
undir 178.000 kr. Mér
var brugðið af því að
grunnlaun lögreglu-
manns sem nýlega
hefur lokið námi frá
lögregluskóla ríkisins
og vinnur 100%
vaktavinnu eru
181.202 kr! Nánast
sömu laun og leið-
beinandi hjá ÍTR hef-
ur. Fréttin á visir.is
var í raun um þá
staðreynd að leið-
beinendur, á sama
aldri, hjá vinnuskóla
Reykjavíkur eru með
rétt undir 149.000 kr.
í grunnlaun. Lægsta upphæð
grunnlauna í launatöflu Lands-
sambands lögreglumanna er
138.513 kr.!
Lögreglumenn hafa dregist aft-
ur úr öðrum stéttum þegar kemur
að launaþróun. Lögreglumenn
hafa, líkt og aðrir opinberir starfs-
menn dregist aftur úr stéttum á
hinum almenna vinnumarkaði þeg-
ar kemur að launaskriði.
Lögreglumenn hafa, lögum skv,
ekki verkfallsrétt. Lögreglumönn-
um er skylt, lögum skv, að vinna
yfirvinnu meira en almennt gerist
meðal opinberra starfsmanna.
Lögreglumönnum er óheimilt, lög-
um skv, nema með sérstöku sam-
þykki sinna yfirmanna að verja frí-
tíma sínum í öðrum launuðum
störfum. Lífaldur lög-
reglumanna er tals-
vert styttri en gerist
meðal annarra laun-
þega.
Gríðarlegt brott-
hvarf hefur verið úr
röðum lögreglumanna
allan þann tíma sem
ég hef sinnt þessu
starfi, sem telur á
þriðja tug ára. Allan
þann tíma hefur jafn-
an verið sagt að þetta
sé nú svo sem hægt að
laga með því að koma
fleiri lögreglunemum í
gegnum lögregluskóla
ríkisins. Einn starfs-
félagi minn komst
þannig að orði að
ástandið væri svipað
því að pípulagn-
ingmaður uppgötvar
að gat er á lögn hjá
honum en í stað þess
að finna og laga gatið
ákveður hann að auka
þrýstinginn á lögninni
til að ná meira vatni
út um endann á henni.
Gott og blessað svo
sem, en það sér hver
maður að slíkt gengur
ekki til lengdar. Hvað
með alla fjárfest-
inguna, sem lögð var í þá sem
hverfa úr starfi? Af hverju er ekki
reynt að halda í og nýta þá fjár-
festingu lengur? Af hverju er ekki
reynt að fá aftur til starfa þá sem
horfið hafa úr stéttinni? Bæru slík
vinnubrögð ekki vott um ráðdeild-
arsemi og þar með í raun aðhald í
ríkisrekstri? Eins og staðan er nú
koma lærðir lögreglumenn, sem
horfið hafa til annarra starfa, ekki
aftur til starfa vegna þess að
grunnlaunin eru einfaldlega alltof
lág fyrir það álag og skerðingu
persónufrelsis sem þeir verða fyrir
sem velja sér það að starfa í lög-
reglu.
Í viðtali, sem birtist í fréttum
RÚV föstudaginn 18. júlí s.l. sagði
dómsmálaráðherra að mann-
ekluvandi lögreglunnar leystist
náttúrulega ekki nema menn
fengjust til starfa í lögreglunni.
Hverju orði sannara en stað-
reyndin er bara sú að fáir fást til
starfa, eða ílengjast í starfi, sem
býður upp á rétt rúmar 181.000 kr.
í grunnlaun. Þarna liggur vandi
„pípulagningamannsins“ og rótin
að „leku lögninni“. Grunnlaun lög-
reglumanna þarf að leiðrétta.
Spurningin, sem ég velti upp í
grein í Fréttablaðinu 17. mars s.l,
um „Að vera, eða vera ekki, í lög-
reglunni?“ brennur enn á vörum
margra starfsfélaga minna. Ég
fullyrði – enn og aftur – aldrei
eins oft og undanfarin misseri!
Margir munu svara henni, hver
fyrir sig, er nær dregur hausti og
um leið og einhver mynd fer að
komast á kjaraviðræður lögreglu-
manna við hið opinbera.
Áðurtilvitnaður starfsfélagi
minn tók saman í eina setningu
inntak lögreglustarfsins á þá leið
að lögreglumönnum er ætlað að
koma inn í aðstæður sem allir aðr-
ir forðast. Ef ástandið er þannig
að þú flýrð frá því þá kallar þú á
lögregluna! Hvað fyndist þér les-
andi góður sanngjarnt að fá í laun
fyrir að sinna slíku starfi?
Það er hægt að gera við leku
lögnina. Það er hægt að snúa við
þeim lögreglumönnum, sem hafa
horfið frá starfi eða eru ákveðnir í
að hverfa til annarra starfa og þar
með endurheimta mikla og dýra
fjárfestingu ríkissjóðs í menntun
og þjálfun þessa fólks. Í haust
ræðst það hvort gert verður við
leku lögnina eða hún látin leka
áfram.
Pípulagnir
í lögreglunni?
Snorri Magnússon
skrifar um laun
lögreglumanna
Snorri Magnússon
» ...grunnlaun
lögreglu-
manns sem ný-
lega hefur lokið
námi frá lög-
regluskóla rík-
isins og vinnur
100% vakta-
vinnu eru
181.202 kr!
Nánast sömu
laun og leiðbein-
andi hjá ÍTR
hefur.
Höfundur er formaður Lands-
sambands lögreglumanna.
RÁÐNINGAMÁL í
Kópavogi hafa vakið
talsverð viðbrögð fjöl-
miðla og almennings. Í
Kópavogi ráða menn
nefnilega og reka eins
og um einkafyrirtæki
væri að ræða. Nýlega
var ráðið í nokkur af
æðstu embættum bæj-
arins án þess að stöðurnar væru
auglýstar og virðist það vera orðin
regla frekar en undantekning að svo
sé. Sé litið til þess hefur á þessu
kjörtímabili verið ráðið í fimm lyk-
ilstöður hjá bænum, en þær eru:
staða bæjarritara, sviðsstjóra skipu-
lags- og umhverfissviðs, sviðsstjóra
fræðslusviðs, sviðs-
stjóra menningar- og
tómstundamála og
staða upplýsingafull-
trúa, allt án auglýsinga.
Þótt ekki finnist
ákvæði í sveitarstjórn-
arlögum sem beinlínis
leggur þá skyldu á
sveitarfélög að auglýsa
störf laus til umsóknar,
þá er það hins vegar
talið vönduð og góð
stjórnsýsla að gera
slíkt. Þrátt fyrir þetta
ákvæði má efast um lögmæti þess-
ara ráðninga. Í lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/
1996 er auglýsingaskylda skýr.
Þannig er það klárt lögbrot ef rík-
isstofnun auglýsir ekki allar lausar
stöður. Í bæjarmálasamþykkt Kópa-
vogsbæjar segir skýrt að starfs-
menn bæjarins hafi réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna, sem
þýðir í raun að sú skylda hvílir á
herðum bæjaryfirvalda í Kópavogi
að auglýsa allar stöður.
Í viðtali töldu bæjarstjóri og for-
maður bæjarráðs það óheiðarlegt að
auglýsa umræddar stöður því það
hefði hvort eð er verið búið að
ákveða hverjir fengju þær. Hvers
konar vinnubrögð eru þetta? Ein-
hver siðspilltur stjórmálamaður
hefði auglýst stöðuna lausa til um-
sóknar og valið svo þann sem honum
best líkaði. Rökstutt svo valið með
einhverju blaðri um reynslu og
mannkosti. Gunnar og Ómar eru
ekkert að klóra yfir siðspillinguna og
kannski er það bara virðingarvert út
af fyrir sig!
Ómar Stefánsson, formaður bæj-
arráðs, er jafnframt starfsmaður
Kópavogsvallar. Ómar Stefánsson
leggur ásamt Gunnari Birgissyni
fram tillögu um hver eigi að gegna
starfi sviðsstjóra menningar- og
tómstundamála, víkur svo af fundi
þegar tillagan er afgreidd þar sem
þarna er verið að ráða yfirmann
hans! Ómar er því í þeirri skemmti-
legu stöðu að fá sjálfur að ákveða
hver verður hans næsti yfirmaður.
Ekkert vesen og engar auglýsingar.
Það er enn í fersku minni þegar
Gunnar réði Guðmund Gunnarsson,
vin sinn og samherja, inn á bæj-
arskipulag Kópavogs. Í stöðu sem
hann bjó til fyrir þann ágæta mann.
Auðvitað án auglýsingar og á hærri
launum en kona sem gegndi sam-
bærilegri stöðu.
Það er líka í fersku minni þegar
Gunnsteinn Sigurðsson réði sem for-
maður ÍTK undirmann sinn úr
Lindaskóla í stöðu verkefnisstjóra
æskulýðs- og tómstundamála. Auð-
vitað var hann bullandi vanhæfur,
konan hafði unnið hjá honum um
árabil og vísaði á Gunnstein sem
meðælanda í starfið. Í því tilfelli var
gengið fram hjá umsækjendum með
meiri menntun og reynslu í mála-
flokknum.
Kópavogur er sveitarfélag. Vinnu-
brögð í opinberri stofnun eiga að
sjálfsögðu að vera gegnsæ og lýð-
ræðisleg. Þau eiga að byggja á jafn-
ræði og sanngirni. Það ætti að vera
metnaður allra stjórnmálamanna að
fara vel með vald sitt og virða þessar
leikreglur lýðræðisins. Banana-
lýðveldi er það kallað þar sem spillt-
ir ráðamenn vaða uppi. Hvað er þá
Kópavogur annað?
Bananalýðveldið Kópavogur
Guðríður Arn-
ardóttir skrifar um
stöðuráðningar í
Kópavogsbæ
» Vinnubrögð í op-
inberri stofnun eiga
að sjálfsögðu að vera
gegnsæ og lýðræðisleg.
Það ætti að vera metn-
aður allra stjórnmála-
manna að vinna sam-
kvæmt því.
Guðríður Arnardóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna grein-
um, stytta texta í samráði við höf-
unda og ákveða hvort grein birtist
í umræðunni, í bréfum til blaðsins
eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir
ekki greinar, sem eru skrifaðar
fyrst og fremst til að kynna starf-
semi einstakra stofnana, fyr-
irtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs
ins. Formið er undir liðnum
Senda inn efni ofarlega á forsíðu
mbl.is.
Móttaka aðsendra greina