Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 23
MINNINGAR
✝ Ragnar Böðv-arsson fæddist á
Langstöðum í Flóa
6. jan. 1920. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Sólvöllum 21.
júlí 2008. Foreldrar
hans voru Böðvar
Friðriksson, f. 7.
mars 1878, d. 31.
maí 1966, og Jónína
Guðmundsdóttir, f.
18. júlí 1878, d. 13.
október 1940.
Systkini Ragnars
eru Guðmundur,
Friðsemd, Óskar, Lilja, Reynir og
Guðlaug sem lifir systkini sín.
Hinn 25. desember 1949 giftist
Ragnar Margréti Elínu Ólafs-
dóttur, f. 24. júlí 1929, d. 25. febr-
úar 2003, foreldrar hennar voru
Ólafur E. Bjarnason og Jenný D
Jensdóttir. Börn
Margrétar og Ragn-
ars eru, Ólafur f.
18.10.1949, kvæntur
Ásrúnu Jónsdóttur
eiga þau 3 börn og 7
barnabörn, Jón
Karl, kvæntur Snjó-
laugu Kristjáns-
dóttur, eiga þau 4
börn og 7 barna-
börn og stúlka and-
vana fædd 3. sept
1962. Ragnar flutt-
ist með foreldrum
sínum til Eyr-
arbakka þegar hann var 3 ára og
bjó þar til æviloka. Hann var til
sjós, starfaði við fiskvinnslu en
lengst af starfaði hann við smíðar.
Útför Ragnars fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
Ragnari Böðvarssyni skáfrænda
mínum, en Raggi eins og ég kallaði
hann alltaf var giftur móðursystur
minni, en hún lést fyrir nokkrum ár-
um. Þau bjuggu alla mína bernsku í
næsta húsi við mína fjölskyldu og var
samgangur mikill þar á milli og var
Raggi mér alla tíð mjög góður og
vildi hjálpa mér sem barni og ung-
lingi að verða fullgildur þegn. Alltaf
hvetjandi þegar ég var að keppa í
íþróttum og þá spurði Raggi mig allt-
af hvernig hefði gengið og sagði svo:
æfingin skapar meistarann. Eins átti
ég margar ferðirnar í kompuna hans
undir stiganum og fékk lánaðan lykil
no. 15 þegar ég var að laga hjólið
mitt, skilyrðið var að skila honum að
notkun lokinni. Þegar ég varð eldri
og fór að vinna bæði til sjós og lands
var hann áhugasamur um hvernig
gengi með aflabrögð og fleira og eins
um brölt mitt í hestamennskunni og
hvert ég hefði verið að þvælast í
hestaferðum eins og hann orðaði það.
Raggi var alþýðumaður, vann allt-
af hjá öðrum, tók ekki bílpróf, var
trúr sinni pólitísku samfæringu,
hafði ekki hátt en var fastur fyrir og
lét ekki glamúr nútímans trufla sig
við sín störf. Hann gerði ekki víð-
reist, ferðaðist eitthvað innanlands
eins og aðstæður leyfðu en aldrei til
útlanda. Eyrarbakki var hans stað-
ur, þangað flutti hann barn að aldri
ásamt systkinum sínum, þar var
hans lífshlaup við leik og störf. Raggi
var afskaplega handlaginn maður,
allt lék í höndunum á honum og vann
hann lengi við smíðar og almennt við-
hald. Snyrtimennska var honum líka
í blóð borin og bar umgjörð í kring-
um húsið hans, Silfurtún, glöggt vitni
um snyrtimennsku og áhuga hans og
Möggu frænku minnar á að hafa fínt
og notalegt í kringum sig.
Það var gott að fá að alast upp við
að eiga annað heimili hjá Möggu og
Ragga og eiga þar góða vini sem
voru uppörvandi fyrir ungan dreng
sem var að feta sín fyrstu spor í líf-
inu.
Takk Ragnar Böðvarsson.
Að lokum vil ég votta frændum
mínum þeim Óla og Kalla og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína.
Ari Björn Thorarensen.
Ragnar Böðvarsson
✝ Jóhanna Krist-jánsdóttir, mat-
reiðslukona, fæddist
í Stykkishólmi 12.
ágúst 1913. Hún lést
24. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Súsanna Ein-
arsdóttir frá Stykk-
ishólmi, f. 4.12.
1890, d. 26.8. 1961,
og Kristján Bjarni
Árnason, sjómaður
frá Lækjarbug í
Fróðárhreppi, f. 4.9.
1886, d. 3.7. 1921.
Systkini Jóhönnu eru 1) Lúðvík, f.
2.9. 1911, d. 1.2. 2000; 2) Ólafur, f.
Guðmundsson, veitingamaður, f.
25.2. 1890, d. 24.11. 1965.
Guðmundur Gaukur er kvæntur
Maríu Guðmundsdóttir, versl-
unarkonu, f. 15.9. 1944. Börn
þeirra eru: 1) Vigfús, lögreglu-
varðstjóri, f. 13.1. 1964, maki Lára
Guðmundsdóttir, verslunarstjóri,
f. 16.5. 1968. Börn þeirra Ólöf
María, f. 22.7. 1988, Guðmundur
Gaukur, f. 16.1. 1993, Kristján
Ólafur, f. 1.6. 2003. 2) Guðfinna Jó-
hanna, lögmaður, f. 14.4. 1969,
maki Svanur Guðmundsson, leigu-
miðlari, f. 3.11. 1959. Sonur Theo-
dór Gaukur, f. 14.7. 1988. Faðir
Kristján Þórarinsson, versl-
unarmaður, f. 23.2. 1967. 3) Krist-
ján, læknir, f. 19.2. 1975, maki Elín
Anna Helgadóttir, læknir, f. 29.7.
1978. Sonur Ólafur Kári, f. 24.8.
2003.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst kl.
15.
29.12. 1914, d. 25.11.
2007; 3) Stefán Gest-
ur, f. 11.9. 1918; d.
5.2. 2001 4) Stein-
grímur, f.12.1. 1921,
d. 16.12. 2005. Hálf-
systkini Jóhönnu,
sammæðra eru: 1)
Steinþór Magnússon,
f. 9.11. 1926, d. 17.4.
1991; 2) Bergþóra
Magnúsdóttir, f. 6.7.
1928, og 3) Hallveig
Magnúsdóttir, f. 30.8.
1929.
Jóhanna eignaðist
einn son, Guðmund Gauk, land-
vörð, f. 8.11. 1941. Faðir Vigfús
Ég kem bæði fagnandi og frjáls,
ég er ferðbúin, indæla vor.
Ég vil fljúga yfir fjöll, yfir háls,
ég vil finna mín æskunnar spor.
(Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ.)
Með fáeinum orðun vil ég minn-
ast tengdamóður minnar. Jóhanna
var skarpgreind, glæsileg og um-
fram allt sjálfstæð kona. Hún
þekkti vel mína fjölskyldu, þar sem
hún 17 ára gömul fór sem kaupa-
kona að Hesti í Borgarfirði til afa
míns og ömmu, séra Eiríks Alberts-
sonar og Sigríðar Björnsdóttur.
Minntust þau með virðingu hversu
dugleg og myndarleg hún var. Það
kom mér skemmtilega á óvart að
hún geymdi bréf frá ömmu minni
sem var skrifað frá Hesti árið 1936.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
Grundar frábæra umönnun. Að
leiðarlokum þakka ég fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Guð blessi minningu Jóhönnu.
María Guðmundsdóttir,
Nú er Hannamma eins og hún er
alltaf kölluð í fjölskyldunni lögð af
stað í enn eina ferðina. Ég var ekki
hár í loftinu þegar ég man að við
vorum að kveðja Hönnömmu sem
var að fara út í heim. Það var eng-
inn sem maður þekkti á þeim árum
sem ferðaðist eins og hún en afi
sem var þá dáinn hafði ferðast mik-
ið og ritað ferðasögur úr öllum
heimsálfum. Alltaf var gaman er
hún kom aftur heim. Vildi Hann-
amma alltaf vera gefa manni eitt-
hvað hollt að borða en átti líka allt-
af eitthvað gott til en helst varð
maður að fá sér eitthvað hollt líka.
Hannamma var frá Stykkishólmi
og var ekki gömul er hún kvaddi
föðurhúsin og fór að vinna fyrir sér.
Minnist ég best starfa, sem hún
sagði frá, er hún var kaupakona á
Hesti í Borgarfirði hjá foreldrum
móðurömmu minnar og áranna í
Hreðavatnskála sem afi byggði og
rak. Á þeim árum fæddist faðir
minn og steig sín fyrstu skref.
Sagði hún einhverntímann þegar
pabbi var að koma úr veiðiferð og
hafði ekkert veitt að á matseðlinum
í Hreðavatnsskála hefði verið lax
og afi hefði farið fyrir matinn niður
í Norðurá og veitt. Hefði það verið
eins eðlilegt og þegar maður fer út
í búð í dag og kaupir lax. En þetta
var fyrir minn tíma og man ég bara
eftir þegar Hannamma sá um
mötuneytið í aðalútibúi Búnaðar-
bankans í Austurstræti. Þangað var
alltaf gott að koma og átti hún allt-
af sandköku handa mér en uppá-
haldið hjá mér var rúllutertan sem
hún bakaði þegar ég átti afmæli.
Hannamma var ekki bara dugleg
að ferðast til útlanda heldur fór
hún víða innanlands og fór ég með
henni mörg sumur í orlofsbúðir á
Laugarvatni. Man ég eftir þegar ég
og systir mín fórum með henni í
rútu þangað. Það var föstudags-
kvöld og ansi skemmtilegur bíl-
stjóri undir stýri. Rútan átti að
leggja af stað frá BSÍ klukkan níu
um kvöldið en seinkaði eitthvað.
Þegar við komum niður úr Kömb-
unum var stoppað við Hótel Hvera-
gerði og komum við á áfangastað
um eittleytið um nóttina. Þótti
Hönnömmu ferðin hafa gengið vel
þó hægt hafi verið ekið en hún tók
aldrei bílpróf og ferðaðist mest á
tveim jafnfljótum.
Fyrsta íbúðin hennar var á Víði-
melnum og uppi á fjórðu hæð bjó
hún stærsta hluta lífs síns. Hún
keypti svo þjónustuíbúð þegar hún
var búinn að vera á eftirlaunum um
tíma. Bjó í henni í gott ár en ákvað
síðan að flytja aftur á Víðimelinn.
Það átti betur við hana að labba
stigana.
Fór ég einu sinni í norska húsið
á Stykkishólmi og hékk þar uppi
mynd af föður hennar glímukóng-
inum. Dó hann þegar amma var
ung en amma átti kraftmikil systk-
ini sem hún hélt árlega þorrablót
fyrir. Kom þá saman ansi skemmti-
legur og hress hópur.
Ég fluttist svo til Stokkhólms um
tíma og var þá erfitt að kveðja en
Hannamma var þá hætt að vinna
og kom í heimsókn. Hafði hún á
sínum yngri árum verið við nám í
matreiðslu í Svíþjóð og þekkti þar
vel til. Fórum við víða, mest fót-
gangandi og átti ég fullt í fangi að
halda í við hana sem aldrei blés úr
nös þó ég væri oft lúinn.
Nú er ég kveð Hönnömmu í síð-
asta sinn þá þakka ég henni sam-
fylgdina og ég og mín fjölskylda
óskum henni góðrar ferðar.
Vigfús Guðmundsson.
Látin er hún amma mín Jóhanna
Kristjánsdóttir. Hún Hanna amma
eins og hún var ávallt kölluð var
fædd í Stykkishólmi1913 og lifði
því langri og viðburðaríkri ævi.
Hún ferðaðist alla tíð mikið bæði
utan– sem innanlands og aflaði sér
mikillar reynslu i gengum lífið sem
hún miðlaði ötullega til mín í gegn-
um árin.
Ég á margar og góðar minningar
um hana ömmu. Síðustu dagana
eftir andlát hennar hef ég rifjað
upp og hugsað um allar þær góðu
stundir sem ég átti með ömmu og
þótt erfitt að setja aðeins nokkrar
þeirra niður á blað í kveðjuskyni
við hana því þær voru svo margar
og fjölbreyttar. Mínar fyrstu minn-
ingar um hana ömmu sem lítill
strákur eru frá Víðimelnum þar
sem hún bjó lengst af. Þar dvaldi
ég oft hjá henni í góðu yfirlæti þar
sem hún sagði mér bæði sögur af
fólki sem hún hafði hitt fyrir í
gegnum lífið sem og ferðasögur
sínar. Oftar en ekki gengum við
niður í miðbæ, gegnum gamla
kirkjugarðinn við Suðurgötu og
niður að tjörn til að gefa öndunum.
Á bakaleiðinni var svo iðulega
komið við á Hressó og hún bauð
uppá heitt kakó og köku. Minni-
stæður er einnig sá tími á hverju
ári er jólin fóru að nálgast en eins
og alltaf hjá Hönnu ömmu lagði
hún mikið upp úr að hafa fínt hjá
sér og halda stórar og fínar veislur
. Löngum stundum eyddum við í að
skreyta jólahúsið hennar, skreyta
piparkökur og skrifa jólakort. Síð-
ar meir þegar hún var farin að sjá
verr og ég orðinn eldri var það
ávallt fyrsta verk að loknum próf-
um fyrir jól að fara til ömmu og að-
stoða hana við innkaupin og jóla-
kortin. Bessastaðakökurnar
hennar ömmu voru svo einnig einn
af hápunktum hátíðarinnar hverju
sinni.
Amma var ákaflega hraust kona
sem sjaldan varð misdægurt þrátt
fyrir háan aldur. Aðdáunarvert var
hve lengi hún entist við að búa upp
á fjórðu hæð og ganga þessar
tröppur oft á dag, vel fram yfir ní-
rætt. Jafnvel síðustu árin var ég oft
að hitta hana á gangi hér og þar um
Vesturbæinn þar sem hún fór í sína
göngutúra, þá endurnýjuðum við
gamlar stundir og gáfum öndunum
saman eins og í gamla daga og þá
með langömmubarninu Ólafi Kára
sem var henni ákaflega kær. Ég er
einstaklega þakklátur ömmu minni
fyrir allar þær góðu minningar sem
hún hefur gefið mér og minni fjöl-
skyldu í gegnum tíðina, þakklátur
fyrir þá ómældu gjafmildi sem hún
hefur sýnt mér, eiginkonu og syni.
Að hafa fyrir tilviljun komið frá út-
löndum þar sem ég er nú búsettur
og eytt með ömmu hennar síðasta
degi verð ég eilíflega þakklátur fyr-
ir: Takk fyrir allt, amma mín.
Kristján Guðmundsson.
Við andlát Jóhönnu Kristjáns-
dóttur föðursystur minnar er hún
sú síðasta af fimm alsystkinum sem
kveður. Foreldrar þeirra Súsanna
og Kristján stofnuðu ung heimili í
Stykkishólmi og þar voru þau öll
fædd. En sorgin knúði snemma
dyra því að faðir þeirra Kristján
Árnason dó sumarið 1921. Hann
var á skipi sem var á veiðum úti
fyrir Flateyri, er hann veiktist af
lungnabólgu, var fluttur í land, lést
og var grafinn þar fjarri ættingj-
um. Það leið hálfur mánuður þar til
dánarfregnin barst fjölskyldunni.
Ekkjan stóð þá ein uppi með barna-
hópinn, sem yfirvöld vildu segja til
sveitar, en fyrir harðfylgni tókst
henni að halda fjölskyldunni sam-
an. Systkinin urðu ung að standa á
eigin fótum og fóru öll eins fljótt og
þau gátu að vinna. Amma mín Sús-
anna giftist nokkrum árum síðar
Magnúsi Árnasyni. Þau bjuggu
lengstum á Seljum og Hraunhálsi í
Helgafellssveit og eignuðust 3
börn.
Hanna, eins og hún var alltaf
kölluð af okkur í fjölskyldunni, var
bráðmyndarleg til allra verka.
Hugur hennar varð fljótt bundinn
öllu sem laut að mat og átti það eft-
ir að verða hennar ævistarf. Mörg
sumur var hún matráðskona í
Hreðavatnsskála hjá Vigfúsi Guð-
mundssyni og oft sagði hún frá því
er hún tók á móti tignum gestum
með litlum fyrirvara. Þá kom sér
vel að geta gripið í nýjan lax úr
Norðuránni, því að ekki var sama
matarúrvalið og er í dag og
geymsluaðferðirnar frumstæðari.
En frænka mín var algjör snilling-
ur í að elda góðan mat og bera hann
lystilega fram. Hennar aðalstarfs-
vettvangur varð síðar í Búnaðar-
banka Íslands, þar sem hún sá um
mötuneyti. Hún bar hag bankans
og starfsfólksins mjög fyrir brjósti
og alltaf var hún með hugann við
það hvernig hún gæti sem best
glatt starfsfólkið með góðum mat.
Þau föðursystkini mín voru öll
góðir vinir og hittust oft og var það
ekki síst fyrir tilstilli Hönnu sem
var dugleg að kalla í þau og halda
þeim og okkur fleirum í fjölskyld-
unni veglegar veislur. Þá var ávallt
glatt á hjalla og rifjaðar upp góðu
minningarnar frá æskuárunum, en
sjaldnast rætt um baslið og fátækt-
ina sem þau fengu svo mjög að
reyna ung. Hönnu var sérlega annt
um yngsta albróður sinn Steingrím
sem var á fyrsta ári er faðir þeirra
lést. Hann bjó 50 ár í Svíþjóð, en
auðnaðist að flytja vestur í Stykk-
ishólm og búa þar 3 síðustu æviár-
in. Hún heimsótti hann oft til Sví-
þjóðar og dvaldi nokkrum sinnum
hjá honum í Hólminum. Á milli mín
og Hönnu var alltaf kært. Það var
gott að vera í návist hennar. Hún
var viðræðugóð, fylgdist vel með
mönnum og málefnum, bjó yfir
jafnaðargeði og sá ég hana aldrei
skipta skapi. Hún hafði ríka samúð
með þeim sem stóðu höllum fæti í
þjóðfélaginu, en hafði andúð á þeim
er rökuðu að sér miklum auði. Hún
var alltaf vel á sig komin líkamlega
og hélt góðri heilsu fram undir ní-
rætt. Fyrir 4 árum vistaðist hún á
Grund og var þar í nágrenni við sitt
gamla heimili á Víðimelnum. Gauk-
ur sonur hennar og Maja konan
hans sinntu henni afar vel þessi síð-
ustu ár. Ég kveð frænku mína með
söknuði og þakka hennar alúðarvin-
áttu.
Véný Lúðvíksdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Látin er í hárri elli kær vinkona
til margra ára, Jóhanna Kristjáns-
dóttir eða Hanna okkar á Víðó eins
og við fjölskyldan kölluðum hana.
Fyrir rúmum þrjátíu árum flutti
ég í stigaganginn hennar. Á Víði-
mel 21 bjuggu nánast í hverri íbúð
eldri borgarar og varð þetta alveg
yndislegt samfélag fyrir mig rétt
þrítuga manneskjuna. Það er mikil
gæfa í lífinu að kynnast slíku mann-
kostafólki eins og þarna bjó. Íbú-
arnir höfðu nær allir búið þarna
lengi og báru ómælda virðingu fyrir
umhverfi sínu og húsnæði. Á fjórðu
hæðinni bjó Hanna í fallegri íbúð
sem búin var smekklegum húsbún-
aði. Hún var mikil blómakona og
var glugginn hennar í ganginum
þakinn begoníum sem hvergi döfn-
uðu betur en hjá henni. Hönnu var
annt um heimilið og ekki síst stað-
inn vegna þess hversu stutt var í
alla þjónustu og í Búnaðarbankann
í Austurstræti þar sem hún starfaði
sem matráðskona í mörg ár.
Hanna var hávaxin, flott kona
sem tekið var eftir. Hún gekk mikið
og hélt sér ávallt í góðu formi. Hún
hafði unun af því að ferðast, bæði
innanlands og utan. Minningarnar
frá þessum ferðum voru henni
ógleymanlegar og sagði hún okkur
oft skemmtilegar ferðasögur.
Á Víðimelsárunum stofnaði ég
mína fjölskyldu og eftir að börnin
tvö komust á legg fengu þau oft að
skoða sig um hjá henni. Hún var
barngóð með afbrigðum sem sýndi
sig t.d. í því að hún setti lengi upp
gamalt, fallegt jólahús með ljósi
þrátt fyrir að ömmubörnin hennar
væru orðin stór. Stundirnar í eld-
húsinu á Víðó gleymast ekki. Alltaf
eitthvað gott með kaffinu og hellt
uppá með gamla laginu þ.e. í saum-
aðan kaffipoka.
Það besta og dýrmætasta var þó
sonurinn, tengdadóttirin og ömmu-
börnin þrjú. Hún bar mikla um-
hyggju fyrir þeim öllum og fylgdist
ávallt vel með öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur.
Þessar fáu línur eru ekki skrif-
aðar í þeim tilgangi að rekja lífs-
hlaupið heldur aðeins í þakklætis-
skyni fyrir frábæra vináttu og
góðvild í okkar garð í gegnum tíð-
ina.
Með innilegri hluttekningu,
Sigrún L. Baldvinsdóttir.
Jóhanna
Kristjánsdóttir