Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR. Hans Ragnar Sigurjónsson, Anna Scheving Hansdóttir, Tryggvi Tómas Tryggvason, Ása Björk Hansdóttir, John Steven Berry, Ágústa Hansdóttir, Halldór Pétursson, Unnur Björg Hansdóttir, Pjetur Einar Árnason, Sigurjón Hansson, Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjörtur Hjart-arson tölvu- tæknifræðingur og kaupmaður fæddist 23.12. 1929 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásta L. Björns- dóttir frá Ánanaust- um, f. 24.11. 1908, d. 2002, og Hjörtur Hjartarson frá Reynimel, f. 31.10. 1902, d. 1985. Systkini Hjartar, a) Björn, f. 1928, látinn. b) Anna, f. 1931. c) Grétar, f. 1934, látinn. d) Anna Þórunn, f. 1942. Hjörtur kvæntist 29.12. 1956 Jensínu Guðmundsdóttur frá Sæ- bóli á Ingjaldssandi, f. 9.9. 1929. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmundsson, f. 12.2. 1889, bóndi og búfræðingur á Sæ- bóli, Ingjaldssandi, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15.2. 1890, rjómabústýra og húsfreyja. Börn þeirra eru. 1) Drífa, f. 1.2. 1950 bóndi og fyrrv. alþingismaður, gift Skúla Lýðssyni, f. 1947, bóndi á Keldum, synir þeirra eru a) Lýð- ur, f. 1969, sambýliskona Una Guðlaugsdóttir, b) Hjörtur, f. 1973, sambýliskona Ragna Sól V. Steinmüller, c) Skúli, f. 1980, eig- inkona Melkorka Mjöll Krist- insdóttir. 2) Ingibjörg, f. 22.6. Barnabarnabörnin eru 7. Hjörtur fæddist og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, lengst af á Bræðraborgarstíg 22a. Hjört- ur og Jenný hafa búið á Seltjarn- arnesinu í 46 ár. Hjörtur var lærð- ur vélstjóri frá Vélskóla Íslands. Tölvutækni lærði hann hjá IBM í Svíþjóð, Finnlandi , Bretlandi og Þýskalandi og útskrifaðist síðan sem tölvutæknifræðingur. Hjörtur var einn af frum- kvöðlum tæknideildar IBM á Ís- landi og starfaði þar í 33 ár. Hann starfaði um tveggja ára skeið sem framkvæmdastjóri tæknideildar IBM hjá Sameinuðu arabísku furstadæmunum með aðsetur í Dubai. Þegar Hjörtur lauk störfum hjá IBM hóf hann sinn eigin rekstur ásamt eiginkonu og syni, inn- römmunina Hjá Hirti, sem þau starfræktu til 1.2. 2008. Hjörtur var sannur KR-ingur, stundaði knattspyrnu og skíðaíþróttina í mörg ár hjá því félagi. Hann var einn af stofnendum Rótaryklúbbs Seltjarnarness. Hann var virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæð- isfélags Seltjarnarness og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þess vegum. Hjörtur var einn af stofn- endum siglingaklúbbsins Sig- urfara á Seltjarnarnesi og var for- maður þess um skeið. Á námsárum sínum starfaði hann hjá Hval hf. Eftir að Hjörtur útskrifaðist sem vélstjóri, starfaði hann á M/S Arn- arfelli. Hann var einn af stofn- endum Sparisjóðs vélstjóra. Útför Hjartar fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. 1951, glerlistamaður og leiðbeinandi, gift Sigurði Ólafssyni, f. 1951 vélfræðingi, dætur þeirra eru, a) Jenný Klara, f. 1976, sambýlismaður Brian Roberts, b) Þuríður Drífa, f. 1981, sam- býlismaður Vikar Hlynur Þórisson, c) Ólöf Kolbrún, f. 1982. 3) Hjörtur, f. 13.11. 1957, grafískur hönnuður, d. 7.11. 2007, eftirlifandi sambýliskona Vilborg Arinbjarn- ar, f. 1958, stuðningsfullrúi. Synir Hjartar og Birgittu Matthías- dóttur, f. 1958, fyrrverandi eig- inkonu eru, a) Hjörtur, f. 1981, unnusta Geirþrúður María Kjart- ansdóttir, b) Matthías, f. 1986. Dóttir Hjartar og Vilborgar er Kristbjörg Karen, f. 1990, fóst- urbörn Hjartar eru Eygló Ar- inbjarnar, f. 1979, og Sigurður Ar- inbjarnar, f. 1981. 4) Anna Ásta, f. 25.7. 1959, viðskiptastjóri, gift Hrafni Sabir Khan sölustjóra, f. 1960, börn þeirra eru a) Grétar Ali, f. 1984, sambýliskona Jak- obína Jónsdóttir, b) Tara Sif, f. 1991. 5) Björn Grétar, f. 22.2. 1967, verslunarmaður. 6) Guð- mundur Ingi, f. 29.6. 1968, fram- kvæmdastjóri, eiginkona Sigríður Sigmarsdóttir, f. 1978, vörumerkj- astjóri, börn þeirra eru a) Óttar Orri, f. 2001 og b) Jenný f. 2003. Mig langar að minnast tengda- pabba míns, hans Hjartar, sem ég hef öll þau ár sem ég hef þekkt hann kallað pabba og stóðst hann alltaf undir því nafni. Ég kynntist honum í Dubai árið 1982 þá var hann fram- kvæmdastjóri tæknideildar IBM í Dubai. Hann vann í World Trade Center í Dubai og þótti það mjög flott. Þegar ég kom til hans á skrif- stofu hans sá ég að fólkið í kringum hann bar mikla virðingu fyrir honum og leit upp til hans. Hann tók mig strax inn í fjöl- skylduna og með árunum urðum við nánir vinir og mikill trúnaður fór okkar á milli. Hann gaf alltaf góð ráð og það var aldrei erfitt að tala við hann. Við áttum margar góðar stundir og ein sem er mér mjög minnug er sú þegar við ákváðum að fá okkur eitt koníaksglas og tala saman, en það endaði með því að við kláruðum flöskuna. Pabbi var mjög sterkur maður, bæði andlega og lík- amlega. Hann stundaði æfingar og synti mikið. Hann var mikill fót- boltaaðdáandi og lét alltaf í ljós að hann væri sannur KR-ingur. Eftir að sonur minn byrjaði að spila með Gróttu fylgdist hann vel með þeim strákum og mætti hann ávallt á heimaleiki hjá þeim. Pabbi var mjög handlaginn og vandvirkur, ef eitt- hvað þurfti að laga eða búa til þá var hann maðurinn. Pabbi var mikill sjálfstæðismaður og starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarn- arnesi, hann hafði mikil áhrif á mig og mína skoðun á pólitík. Í veikind- um sínum kom það líka í ljós hvað hann var sterkur. Aldrei sýndi hann merki um það að gefast upp. Og þótt að veikindin hrjáðu hann var hann mikill húmoristi og ávallt brosmild- ur. Stuttu áður en hann lést brosti hann til mín og tók í höndina á mér, þetta bros mun ávallt vera í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma því. Ég bið Guð að blessa þennan stór- kostlega mann, pabba og góðan vin. Ég mun ávallt geyma minningu hans í hjarta mínu. Hrafn Sabir Khan. Elsku afi. Mikill maður varstu á allan hátt, þín verður sárt saknað. Við systurn- ar munum vel eftir því hve agaður og duglegur þú varst alltaf. Þú hafð- ir mikinn áhuga á okkar menntun, ferðalögum og alls kyns ævintýrum. Sérstaklega vegna þess að þú varst sjálfur vel lærður og hafðir upplifað þín eigin ævintýri. Þakka þér fyrir þá ást og um- hyggju sem þú sýndir okkur. Styrk- ur þinn og dugnaður áfram í okkur lifir. Kærleikurinn frá okkur mun yfir heiminn streyma því í hjörtum okkar við munum þig geyma. Við þökkum þér fyrir að hafa verið afi okkar. Þínar Jenný Klara, Þuríður Drífa og Ólöf Kolbrún Sigurðardætur. Elsku afi, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki til staðar lengur og það er ólýsanlegt hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo áhugasamur um það sem ég var að gera. Hvort sem það var skólinn, fótboltinn, dansinn eða hvað sem það var, þá tókstu allt- af þátt í því með mér. Þegar ég byrj- aði að spila fótbolta með Gróttu hérna á Nesinu fyrir nokkrum árum þá mættirðu á alla heimaleiki hjá mér og hvattir mig áfram. Þú varst svo ánægður að ég væri að spila íþróttina sem þú hafðir svo gaman af að fylgjast með og það skemmdi nú ekki fyrir að völlurinn var við hliðina á húsinu ykkar. Alltaf kom ég til þín annaðhvort á leikdegi eða daginn eftir og við spjölluðum þá um leikinn og þú sagðir alltaf við mig hvað ég mætti gera betur. Það fannst mér alltaf svo gott því ég tók öllu því sem þú sagðir sem leiðbeiningu og það skilaði sér svo sannarlega. Ég mun alltaf muna eftir leyndar- málinu okkar á jólunum, heima á Kaplaskjólsvegi, þegar við áttum heima þar, þegar ég var 11 ára gam- all. Þá borðuðum við möndlugraut- inn og þú fékkst möndluna. Þú varst búinn að sjá hvað mig langaði mikið í konfektið sem var í verðlaun. Manstu hvað þú gerðir afi. Þú tókst í höndina á mér án þess að nokkur sæi og réttir mér möndluna og blikkaðir mig og hvíslaðir svo að mér: „Þetta verður leyndarmálið okkar.“ Það voru dásamleg jól. Þegar lýsa á þínum frábæra per- sónuleika er nóg að vita hvað þú gerðir á þessum jólum. Þú hugsaðir alltaf vel um alla í kringum þig og varst alltaf með bros á vör og það var ekki til neikvæðni í þínum orða- forða. Þú varst alltaf svo jákvæður og ef maður var eitthvað niðurlútur þá var nóg að hringja í þig eða koma í heimsókn því þá ljómaði maður alltaf. Þegar ég var í Grandaskóla fannst mér alltaf jafn-gaman þegar ég var að fara í pössun hjá Bjössa frænda. Þá labbaði ég í búðina ykk- ar Hjá Hirti og hitti þig, ömmu og Bjössa þar. Þá var ég kominn til þín á þinn heimavöll og þú sýndir mér hvernig ætti að ramma inn myndir. Mér fannst svo skemmtilegt að sitja hjá ömmu og hlusta á sögur sem og að sitja á vinnuborðinu þínu og sjá þig ramma inn. Oftar en ekki þurfti Bjössi frændi að draga mig út því hann vissi að ég var bara að trufla vinnuna þína þó svo að þú leyfðir mér alltaf að sitja á borðinu þínu tímunum saman. Síðan röltum ég og Bjössi heim til ykkar á Miðbraut og horfðum saman á spólur, alltaf með eitthvert snarl með okkur því þú hafðir auðvitað laumað nokkrum krabbapeningum í vasann minn. Núna ertu kominn til Hjartar frænda og ég bið kærlega að heilsa honum. Þú kannski segir honum frá leyndarmálinu okkar á jólunum fyrir nokkrum árum. Hann á örugglega eftir að hafa gaman af því. Afi, þú ert frábær. Ég mun varð- veita allar þær frábæru minningar sem við höfum átt saman í gegnum alla mína ævi. Þú ert fyrirmynd mín í lífinu og ég get talað fyrir hönd allra barnabarna þinna þegar ég segi: Afi, þú ert besti afi í heimi. Ég elska þig. Ali. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fallinn er frá eftir hetjulega bar- áttu afi minn og nafni Hjörtur Hjartarson. Ég minnist hans með miklu þakklæti og söknuði. Megi elsku afi Hjörtur hvíla í friði og lifa í ljósinu. Elsku amma Jenný, mamma, Ingibjörg, Anna Ásta, Bjössi og Dommi, aðrir aðstandendur og sam- ferðafólk, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minning um einstakan mann lifir. Þinn dóttursonur Hjörtur og Ragna Sól. Þegar ég lét hugann reika eftir andlát afa Hjartar þá kom fyrst upp í hugann þykkar og hlýjar hendur, þægileg rödd, smitandi hlátur og grænn tópas í brjóstvasanum. Mið- braut 2 kemur einnig upp í hugann þar sem amma og afi bjuggu í rúm 40 ár en þar var alltaf einstaklega gott að koma og dvelja, en þar fékk ég oft að vera í lengri eða skemmri tíma. Afi Hjörtur var vélstjóri að mennt og vann við vélsmíði á náms- árunum, var einnig á hvalskipunum og síðan í heimssiglingum á Arn- arfellinu. Þegar skýrsluvélar og tölvur fara að koma til landsins skipti hann um vettvang og sneri sér að því að mennta sig á því sviði og vann síðan við tölvur í yfir 30. ár. Þá þekkti hann vel til verslunarrekst- urs frá því langafi Hjörtur rak versl- un á Bræðraborgastígnum, og síð- ustu 20 árin var afi kaupmaður og rak verslun og verkstæði. Oft dáðist ég að hæfileikum hans hvort sem það var við vélaviðgerðir eða við- gerðir á rafmagni og oft á tíðum kom hann með snilldarlausnir á flóknum verkefnum sem leysa þurfti. Þessi fjölbreytti bakgrunnur afa varð ein kveikjan að því að ég fór sjálfur í Vélskólann en eftir þá ákvörðun fékk ég ófáar ráðleggingar um hvernig best væri að standa að náminu og hafa þær ráðleggingar nýst mér ætíð síðan í námi og starfi. Afi fylgdist alltaf vel með því sem ég var að gera, hvort sem það var í leik eða starfi og ræddum við oft hálend- isferðir, siglingar, díselvélar og gufutúrbínur. Afi var mikill íþróttaáhugamaður og voru skíði þar ofarlega enda pass- aði hann upp á að strákarnir á Keld- um fengju skíði svo við mundum kynnast þeirri skemmtilegu íþrótt. Elsku amma, missir þinn er mikill og skrítið er að hugsa til þín án þess að afi sé þér við hlið, en samrýndari hjón er varla hægt að hugsa sér. Fyrir tveimur árum héldu þið upp á gullbrúðkaup sem haldið var á Hótel Sögu og kom fjölskyldan þar saman, þar sem farið var yfir liðna tíma og sagðar sögur og mikið hlegið eins og alltaf er þegar fjölskyldan kemur saman, þessi minning ásamt svo mörgum öðrum skemmtilegum geymum við með okkur. Djúp skörð hafa verið höggvin í raðir fjölskyld- unnar á innan við ári en seint á síð- asta ári varð Hjörtur sonur ömmu og afa bráðkvaddur, ég veit að hann hefur tekið vel á móti afa. Megi elsku afi hvíla í friði og ég er viss um að hann er farinn að taka til hendinni á nýjum stað því að honum féll aldrei verk úr hendi og hann vann langan vinnudag fram að því síðasta. Blessuð sé minning mæts manns. Lýður Skúlason. Elsku afi minn, ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn frá okkur. Svona sterkur og góður maður sem fór alltof snemma. Ég hef allaf borið óendanlega mikla virðingu fyrir þér og hefur mér allt- af þótt gaman að monta mig af af- rekum þínum. Ég virði allt sem þú hefur náð að afreka í gegnum ævi þína og er mjög stolt að geta sagt: „Hann er afi minn.“ Mörg sumur hjá okkur fóru í það að vera uppi í sum- arbústað. Þú varst alltaf að smíða og gera við. Ég man þegar ég bað þig um nagla og hamar til þess að smíða eins og þú og þú gafst mér það og snerir þér aftur að bústaðnum. Klukkutíma síðar komstu til þess að gá hvað ég hefði verði að negla sam- an og sást að ég hefði verið að hamra nagla í sama bolinn aftur og aftur. Þú undraðist í smá stund en hlóst svo bara. Þú varst alltaf svo mikill húmoristi og skipti ekki hvað gekk á þú hugsaðir alltaf jákvætt og gerðir það besta úr öllu. Þú varst alltaf heiðarlegur og vissir svo mikið um margt. Þú varst minn visku- brunnur. Guð blessi þig, elsku afi minn. Þín skotta, Tara Sif. Fyrir nokkrum mánuðum kvaddi ég frænda minn Hjört Hjartarson og í dag fer faðir hans Hjörtur Hjartarson eldri í ferðina miklu til himna og er mikil eftirsjá að honum. Með þessum fátæklegu orðum lang- ar mig að kveðja góðan mann sem fallinn er frá. Hjörtur var einstaklega geðþekk- ur maður með góða og hlýja nær- veru, örugga og virðulega fram- komu, hann hefur verið vinur minn síðan ég bjó á heimili hans í nokkrar vikur sem barn, hann reyndist mér ætíð vel og var vitri og góði frændi minn. Ég man að í fermingarveisl- unni minni ræddi Hjörtur lengi við mig um heima fullorðna fólksins og hvernig best væri að fóta sig þar, þetta voru góð ráð um virðingu og heiðarleika og hann gaf mér ráð sem ég reyni að fara eftir enn í dag. Ég votta fjölskyldu Hjartar mína innilegustu samúð, minningin um góðan mann lifir í hjarta þeirra sem fengu að kynnast honum. Trausti Rúnar Traustason. „Hann var drengur góður“. – Vart getur fegurri setningu um nokkurn einstakling. Félagi okkar Hjörtur Hjartarson var vissulega drengur góður. En hann var miklu meira. Hann var í hópi þeirra framsæknu frumherja sem mótuðu og skópu úr fámennu, félitlu hreppsfélagi, eitt sterkasta bæjarfélag landsins í dag. Hjörtur var ekki maður hávaðans, en hann var þessi trausti, einbeitti félagi sem aldrei lét sig vanta á mannfundi. Skoðanir hans á mönn- um og málefnum voru fastmótaðar. Hann trúði einlæglega á mátt ein- staklingsins, þann mátt að þá farnist mönnunum best er þeir fá notið hæfileika sinna, lausir undan oki for- ræðishyggjunnar. Það var lán okkar sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi að fá í upphafi til starfa menn sem Hjört Hjartarson. Enn hann stóð sannarlega ekki einn. Við hlið hans, jafnt í stillu sem stormum lífsbarátt- unnar var konan hans góða, eldhug- inn mikli, hún Jenný. Vart var hægt að nefna nafn annars þeirra, að hins væri ekki getið um leið. Á örfáum vikum höfum við fé- lagarnir séð á eftir yfir móðuna miklu þremur af okkar gömlu góðu flokksbræðrum. Núna ljúfmenninu Hirti Hjartarsyni. Ekkert stöðvar tímanns þunga nið. Drengur góður er farinn heim. Hans verður sárt saknað og það mest af þeim sem stóðu honum næst. En merkið stendur óhaggað þótt maðurinn falli. Meistarinn mikli frá Nazaret sagði: „Ég lifi – og þér munuð lifa.“ – Í bjargfastri trú á sannleika þessara orða kveðjum við Hjört Hjartarson – að sinni. Verði okkar trygga félaga hvíldin vær. Magnús Erlendsson, Sigurgeir Sigurðsson, Snæbjörn Ásgeirsson. Hjörtur Hjartarson  Fleiri minningargreinar um Hjört Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.