Morgunblaðið - 31.07.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 29
✝ Helga IngibjörgStefánsdóttir
fæddist á Smyrla-
bergi í Torfalækj-
arhreppi í A-
Húnavatnssýslu 23.
maí 1910. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 23. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Stefán Jóns-
son bóndi, f. 20.9.
1863, d. 29.4. 1924
og Guðrún Krist-
mundsdóttir, f. 5.12.
1883, d. 28.12. 1947. Hún var
næstelst 10 systkina sem voru:
Jón Bergmann, f. 20.7. 1908, d.
18.9. 1982, Kristmundur, f. 3.10.
1911, d. 3.8. 1987, Páll, f. 6.9.
1912, d. 16.11. 1982, Hjálmar, f.
20.8. 1913, d. 14.4. 1989, Steinunn,
f. 8.10. 1914, Jónína Sigurlaug, f.
25.9. 1915, d. 15.12. 2000, Sigríður
Guðrún, f. 15.8. 1916, d. 26.3.
1997, Gísli Þorsteinn, f. 18.2.
1920, d. 19.3. 1958 og Unnur Sig-
rún, f. 19.6. 1922, d. 4.9. 2002.
Helga giftist 23. maí 1936 Frið-
riki Halldórssyni loftskeytamanni,
f. 19.3. 1907, d. 18.11. 1944. For-
eldrar hans voru hjónin Halldór
Friðriksson skipstjóri, f. 14.3.
1871, d. 29.12. 1946 og Anna
Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 11.1.
1878, d. 5.10. 1954. Dætur Helgu
og Friðriks eru allar búsettar í
Reykjavík. Þær eru: 1) Sjöfn, f.
26.9. 1990. Telma Rut, f. 25.6.
1993 og Andrea Ýr, f. 7.5. 2003.
Helga missti föður sinn 13 ára
gömul og fór ung að vinna fyrir
sér. Hún var 17 ára gömul einn
vetur í Kvennaskólanum á
Blönduósi en fór tvítug til Reykja-
víkur og átti þar heima upp frá
því. Hún vann í fiskvinnu og við
saumaskap og var síðan í um eitt
ár skipsþerna á strandferðaskip-
inu Esju þar sem hún kynntist
manni sínum. Ungu hjónin réðust
í að byggja sér hús á Vífilsgötu 23
í Norðurmýri og þar bjó Helga
alla tíð síðan, allt til vorsins 2007
eða í tæplega 71 ár. Eftir skyndi-
legt fráfall Friðriks í nóvember
1944 tókst Helgu með fádæma
dugnaði og þrautseigju að halda
húsi sínu og koma ungum dætrum
þeirra hjóna til mennta. Helga
vann heima meðan dætur hennar
voru ungar. Hún var mikil hann-
yrða- og saumakona og vann
heima árum saman og sá fyrir
heimili sínu með saumaskap. Eftir
að dæturnar komust á legg vann
Helga um árabil utan heimilisins.
Hún vann í tæp 20 ár eða allt til
73 ára aldurs á rannsóknardeild
Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg og síðar á Borgarspít-
alanum eftir að deildin fluttist
þangað. Helga var mikil hús-
móðir, útsjónarsöm og með af-
burðum flink í matreiðslu og
bakstri. Ættingjar hennar, vinir
og fjölskylda munu lengi minnast
gestrisni og veitinga hennar.
Helga hélt andlegum styrk og
andlegri heilsu allt fram á síðasta
æviár sitt, létt í lund, jákvæð og
brosmild. Útför Helgu fer fram
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
7.10. 1936. Maður
hennar er Skúli Jón
Sigurðarson, f. 20.2.
1938. Börn þeirra
eru: a) Stúlka, f.
13.5. 1962, d. 14.5.
1962, b) Friðrik, f.
7.10. 1963. Kona
hans er Björg Marta
Ólafsdóttir, f. 27.4.
1963. Dóttir þeirra
er Marta Kristín, f.
17.1. 1996, c) Sig-
urður Darri, f. 25.1.
1973. Kona hans er
Oddný Vala Jóns-
dóttir, f. 2.6. 1973. Börn þeirra
eru: Eva Helga, f. 30.1. 2002 og
Anton Brimar, f. 27.4. 2005. 2)
Alda Guðrún, f. 3.2. 1938. Maður
hennar er Guðni Frímann Guð-
jónsson, f. 13.7. 1944. Sonur
þeirra er Friðrik Guðjón, f. 7.12.
1973. Kona hans er Anna Soffía
Gunnlaugsdóttir, f. 3.12. 1970 og
sonur þeirra er Guðni Viðar, f.
23.7. 2006. 3) Hulda Guðríður, f.
15.2. 1939. Maður hennar er Sig-
urbjarni Guðnason, f. 20.8. 1935.
Börn þeirra eru a) Guðni, f. 21.1.
1969. Sambýliskona hans er El-
ísabet Guðmundsdóttir, f. 11.10.
1972 og börn þeirra eru Aron
Bjarki, f. 9.6. 1999, Kjartan, f.
15.7. 2004 og Sunneva, f. 15.7.
2004, b) Helga Ingibjörg, f. 1.9.
1972. Maður hennar er Gunnar
Már Gunnarsson, f. 7.8. 1971.
Börn þeirra eru Arnar Már, f.
Elskuleg móðir, tengdamóðir,
amma og langamma hefur kvatt
þennan heim og flutt sig yfir í önnur
heimkynni þar sem pabbi, sem hún
hefur syrgt í tæp 64 ár, mun örugg-
lega taka á móti henni með útbreidd-
an faðminn. Mamma var ferðbúin og
valdi daginn 23. júlí. Talan 23 hefur
mikið tengst henni. Fæddist 23. maí,
gifti sig 23. maí, bjó á Vífilsgötu 23,
tvær dætur hennar giftu sig 23. maí,
yngsti afkomandinn fæddist 23. júlí
og hún fékk eigið herbergi í Sóltúni
23. júlí.
Mamma var næstelst 10 systkina.
Innan við fermingu þurfti hún að sjá
um heimilið meðan móðir hennar lá á
sæng. Hún naut lítillar skólagöngu.
Þess vegna var það henni mikið
kappsmál að við dæturnar menntuð-
um okkur. Hún fékk að heyra það að
einhverjir yrðu að vinna verka-
mannavinnu. Þetta sárnaði henni og
sagði að það yrðu aðrir að gera en
hennar dætur. Hún var líka ákaflega
stolt af barnabörnunum 5 sem öll
hafa gengið menntaveginn. Hún var
aðeins 34 ára þegar pabbi dó og við
systurnar 5, 6 og 8 ára. Húseign
þeirra á Vífilsgötu 23 var skuldsett.
Mamma notaði peninga sem henni
bárust eftir lát pabba til þess að
borga upp okurlán sem þau höfðu
neyðst til að taka. Margir vildu
ráðskast með hana eftir að pabbi dó,
m.a. að selja bílinn sem þau áttu. Oft
talaði hún um að margt hefði orðið
öðruvísi ef hún hefði getað haldið
bílnum. Ýmsir ráðlögðu henni að
selja húsið. Mamma tók þá ákvörðun
að sjá um sín mál sjálf og seldi ekki.
Hún gafst aldrei upp. Hún var
heimavinnandi meðan við systur vor-
um á barnsaldri. Hún tók að sér
heimasaum enda vön eftir að hafa
unnið hjá Andrési klæðskera. Hún
saumaði öll föt á okkur systur og oft
upp úr gömlum fötum sem henni
höfðu verið gefin. Yfirleitt vorum við
allar eins klæddar og vegna þess
hversu lítill stærðarmunur var á okk-
ur var hún oft spurð hvort við værum
þríburar eða hverjar okkar væru tví-
burar. Peningaleysi minntist hún
aldrei á við okkur. Fyrir utan spar-
semi, nægjusemi og hjálpsemi var
eitt af einkennum hennar að skulda
ekki neinum neitt. Keypti aldrei hlut
nema hún ætti fyrir honum. Frænka
hennar tók viðtal við hana um hennar
bernsku og æskuár. Þar kom margt
mjög fróðlegt fram. Það er merkilegt
hversu heilsu-hraust hún var mestan
hluta ævinnar þrátt fyrir mikinn
þrældóm. Eftir að hún hætti að vinna
kom í ljós hve listræn og flink hún
var. Hún fór að vefa, mála, prjóna og
hekla. Mörg verkin eru til eftir hana.
Kleinur, partar og flatkökur steiktar
á góðviðrisdögum á svölunum á Víf-
ilsgötunni verða nú ekki lengur á
boðstólnum. Mamma var ákaflega
létt í lund, geðgóð ósérhlífin og dug-
leg og alls staðar vel liðin. Hún var
góð fyrirmynd.
Mamma var einsmannskona,
hugsaði um sig sjálf að mestu þar til
fyrir rúmu ári. Við þökkum starfs-
fólki og vistmönnum í Sóltúninu alla
þá vinsemd og umönnun sem henni
var sýnd. Við kveðjum móður og
tengdamóður með virðingu og þökk.
Blessun fylgi minningu hennar.
Alda, Hulda og eiginmenn.
Það er með söknuði og þakklæti í
huga sem ég kveð elskulega móður
mína. Minningarnar streyma fram í
huga mínum, um allar góðu stund-
irnar sem okkur hlotnaðist að vera
með henni á langri ævi hennar.
Mér er í fersku barnsminni hinn
sári harmur sem kveðinn var að okk-
ur þegar pabbi dó óvænt, aðeins 37
ára gamall. Mamma varð þá, 34 ára
gömul ekkja, með okkur þrjár syst-
urnar barnungar, að berjast áfram
og sjá sér og okkur þremur farborða
og standa undir skuldum sem hvíldu
á húsinu hennar. Hún leigði alla tíð
út 2 íbúðir í húsinu en það dugði ekki
til, svo frekar en að fá sér vinnu utan
heimilisins og koma okkur systrun-
um einhvers staðar fyrir, hóf
mamma að annast fatasaum heima.
Hún vann sér fljótt gott orðspor og
varð eftirsótt saumakona.
Mamma var dugleg til allra verka,
með afbrigðum útsjónarsöm, hagsýn
og ákaflega ósérhlífin. Hún var mjög
félagslynd og hjálpsöm og öllum sem
kynntust henni þótti mjög vænt um
hana. Hún var glaðlynd og brosmild
og reyndi alltaf að horfa fyrst og
fremst á jákvæðu og björtu hliðarnar
á öllu.
Við systurnar gerðum okkur lík-
lega ekki grein fyrir því í bernsku
hve lífsbarátta mömmu var erfið eftir
að pabbi dó, en aldrei liðum við fjöl-
skyldan skort. Þótt föðurmissirinn
væri sár og skyggði á margt er
ánægja, gleði og hamingja æsku- og
unglingsáranna það sem kemur í
hugann þegar hann leitar til baka til
þessa tíma.
Við systurnar þrjár og mamma
vorum alla tíð mjög nánar og sam-
rýndar og hjálpuðum hver annarri.
Þegar tengdasynirnir komu til sög-
unnar stóð ekki á þeim að styðja
hana og aðstoða á allan hátt eins vel
og þeim var unnt svo sem með við-
hald á húsinu og annað sem hún réði
ekki við sjálf.
Frí eða aðgerðarleysi var óþekkt
hugtak hjá mömmu langt frameftir
árum, en síðustu áratugina þegar
hagurinn hafði batnað, hafði hún
ákaflega gaman af því að ferðast.
Hún fór oft í ferðalög með okkur
systrunum og fjölskyldum okkar,
bæði innanlands og til útlanda.
Mamma var alla tíð mjög heilsu-
góð og varð sjaldan misdægurt, en
fyrir rúmu ári síðan fór að halla und-
an fæti hjá henni og ljóst var að hún
gat ekki lengur búið ein. Hún var svo
lánsöm að komast inn á hjúkrunar-
heimilið í Sóltúni 2, þar sem frábær-
lega vel var að henni hlúð allt til síð-
asta dags.
Við systurnar og tengdasynirnir
erum þakklát forsjóninni fyrir að
hafa fengið að vera hjá henni síðustu
stundirnar í lífi hennar og fylgt henni
á leiðarenda. Við vitum að alla tíð
saknaði hún pabba okkar sárt, en
hún var jafnframt sannfærð um að
hann myndi taka á móti henni þegar
hún færi héðan og ég er sannfærð um
að sú ósk hennar rættist.
Sjöfn.
Komið er að kveðjustund en í dag
verður háöldruð og kær tengdamóðir
mín til moldar borin. Vinir hennar
líta um öxl yfir liðna tíð og endur-
minningarnar eru fallegar og góðar.
Helga var næstelst 10 systkina,
hún missti föður sinn 13 ára gömul og
fór ung að heiman til þess að vinna
fyrir sér. Hún vann í fiskvinnu og við
saumaskap í Reykjavík og hún var
þerna á Esjunni þar sem hún kynnt-
ist manni sínum Friðriki Halldórs-
syni. Í stuttu, hamingjusömu hjóna-
bandi réðust ungu hjónin í það
stórvirki að byggja sér hús á Vífils-
götu 23 og fluttu inn í það haustið
1936, en heimilisfaðirinn féll frá í
blóma lífsins 1944 og varð öllum
harmdauði.
Helga gafst aldrei upp þótt móti
blési, hún tók ekki ráðum þeirra sem
ráðlögðu henni að selja húsið og
greiða skuldirnar og tókst með þrot-
lausri vinnu, hagsýni og þrautseigju
að halda húsinu. Helga vann heima
meðan dæturnar voru ungar og varð
þekkt hannyrða- og saumakona. Hún
saumaði m.a. kjóla og kápur eftir
pöntunum, prjónaði og heklaði fín-
ustu sjöl og dúka og handbragð
hennar ber meistara sínum vitni.
Dæturnar fóru ungar að vinna og
hjálpa mömmu sinni sem hvatti þær
og studdi til þess að mennta sig og
verða sjálfstæðir og dugandi einstak-
lingar eins og hún sjálf var. Eftir
1960 fór Helga að vinna utan heimilis
og síðast til 73 ára aldurs á rannsókn-
arstofu Borgarspítalans. Hún tók um
langt árabil þátt í félagsstarfi aldr-
aðra í Lönguhlíð 3 og þar seldust
listilega prjónaðir barnasokkar og
fingravettlingar hennar fyrst af öllu.
Mér er minnisstætt þegar elsta
dóttirin leiddi mig inn á heimilið á
Vífilsgötunni fyrir rúmlega hálfri
öld. Ég sá strax að Helga var engin
meðalmanneskja og ég fann að dæt-
ur hennar höfðu hlotið góða eigin-
leika móður sinnar og tileinkað sér
þá. Í öllu daglegu lífi þeirra nutu þær
fordæmisins, andlegs styrks, þol-
gæðis og staðfestu móður sinnar.
Helga var alla tíð miðpunktur
stórfjölskyldunnar, til hennar sótti
frændfólkið, samstarfsfólk hennar
og vinir frá langri ævi svo og hin
óvenjulega samheldna fjölskylda
sem hélt mjög traustu sambandi við
hana. Hún bjó í húsinu sínu í tæplega
71 ár, þar af ein síðustu 40 árin eða
allt til vorsins 2007. Þá var ljóst að
líkamleg heilsa hennar var að gefa
sig og hún var svo lánsöm að komast
á Sóltúnsheimilið.
Helga var afar jákvæð í hugsun og
barmaði sér aldrei, hvað sem fyrir
bar. Hún var langa ævi afar heilsu-
góð og aðeins einu sinni, þegar hún
fékk krabbamein árið 1993, lá hún á
sjúkrahúsi en þá stóð hún uppi sem
sigurvegari líkt og eftir önnur áföll í
lífinu. Helga var hinn sterki stofn
sem ætíð stóð uppréttur og „bognaði
aldrei, en brotnaði í / bylnum stóra
síðast.“
Haustið 2007 fór heilsu Helgu ört
hrakandi og nú síðustu dagana var
ljóst að hverju dró. Hún fékk hægt
andlát og við dánarbeð hennar voru
dætur hennar og tengdasynirnir. Í
huga okkar var einkennileg blanda
þakklætis, saknaðar en jafnframt
léttis, þegar hún fékk þá ósk sína
uppfyllta að losna úr þeim jarðnesku
fjötrum sem síðast voru á hana lagð-
ir.
Guð blessi minningu Helgu Ingi-
bjargar Stefánsdóttur.
Meira: mbl.is/minningar
Skúli Jón Sigurðarson.
Í huga mínum tengist hún Helga
amma órjúfanlega húsinu á Vífils-
götu, þar sem hún bjó frá því að ég
fyrst man eftir mér og allt undir það
síðasta, þegar heilsa hennar tók að
bila.
Tengsl mín við Vífilsgötuna voru
reyndar meiri – fyrsta hluta ævi
minnar átti ég heima þar og löngu
síðar þegar að því kom að ég flutti úr
foreldrahúsum bjó ég um skeið í
íbúðinni á hæðinni fyrir neðan Helgu
ömmu.
Allan þennan tíma, í rúma fjóra
áratugi, var Helga amma á sínum
stað og alltaf með kökur eða kleinur
tilbúnar ef maður kom í heimsókn.
Börn, barnabörn og jafnvel barna-
barnabörn Helgu áttu oft heima á
neðri hæðinni eða í kjallaranum á
Vífilsgötunni, þannig að fjölskyldu-
heimsóknirnar í húsið urðu æði
margar í gegnum árin.
Árin og áratugirnir liðu og margt
breyttist í lífi manns, en amma var
alltaf á sínum stað – fastur punktur í
tilverunni, með hvíta hárið sitt.
Það er tómlegt á Vífilsgötunni
núna, en minningarnar lifa – minn-
ingar um þær stundir sem liðu þegar
ég sat í stofusófanum hjá henni og las
einhverjar af bókunum úr hillunum,
minningarnar um þau skipti sem ég
gisti þar yfir nótt og minningarnar
um kleinurnar hennar sem í hugan-
um verða alltaf bestu kleinur í heimi.
Friðrik Skúlason.
„Hún Helga amma þín var að
kveðja“ ómaði í símanum þar sem ég
ók í átt að Akureyri frá dýragarð-
inum að Krossum í Eyjafirði, en þar
höfðum við hjónin haldið upp á 2ja
ára afmælisdag Guðna Viðars,
yngsta barnabarnabarnsins. Um
stund þagnaði allt og fjörðurinn varð
haf tilfinninga. Sólin dansaði mjúk-
lega eftir haffletinum og skuggarnir
drógu skarpar rúnir í litskrúðugar
fjallshlíðarnar. Þú hafðir valið þér
fallegan dag og fallega stund til að
kveðja.
Á stundu sem þessari hellast
minningarbrotin yfir. Flest eru þau
tengd Vífilsgötunni á einn eða annan
hátt, enda bjóstu þar frá því ég man
eftir mér. Ilmur af nýslegnu grasi og
lúin handsláttuvél ofan í útigeymsl-
unni. Angan af sunnudagssteikinni.
Geymslan í kjallaranum, handriðið í
forstofunni, snúrustaurarnir bakvið
hús, allt var þetta ævintýraland okk-
ar barnabarnanna.
Nær í tíma koma upp sterkar
minningar um ruggustól, prjóna-
körfu og útvarp í gangi. Litlir vett-
lingar og húfur – og síðasta húfan
sem þú náðir að gera áður en kraft-
urinn í höndunum þvarr er enn í
notkun hjá Guðna Viðari, sem vildi
enga aðra húfu sjá allan síðasta vet-
ur.
Nýlegar minningar um rólegt
kvöld á aðventunni síðustu árin þar
sem við Anna komum og settum upp
jólin þín, rauðar seríur í gluggana og
ljós hjá klukkunni í stofunni – einfalt
og látlaust, alveg eins og þú vildir
hafa allt í kringum þig, laust við allt
prjál. Kaffiilmurinn fyllti síðan húsið
og allt var dregið fram, það var þinn
siður.
Eins og í Eyjafirðinum þennan
miðvikudag þá var alltaf sól á Vífils-
götunni, en birtan kom frá þér amma
mín. Og þannig mun ég minnast þín.
Þitt barnabarn,
Friðrik G. Guðnason
Ég kynntist Helgu fyrst fyrir 15
árum síðan. Ég var þá nýbúin að
kynnast dóttursyni hennar, Sigurði
Darra, sem bjó þá í kjallaranum hjá
henni á Vífilsgötunni. Hún bankaði
upp á og gekk inn með skál fulla af
nýbökuðum kleinum.
Ég fékk strax á tilfinninguna að
Helga væri mjög ákveðin og lífsglöð
kona. Ég vissi að hún hefði misst
mann sinn snemma frá ungum börn-
um og nýbyggðri Vífilsgötunni og
sýnt mikinn drifkraft við að halda
öllu gangandi. Henni tókst það með
eindæmum vel enda hafði hún alltaf
nóg fyrir stafni og tókst að vinna öll
sín verk með jákvæðni og bros á vör.
Eftir að ég flutti inn til Sigga á Víf-
ilsgötunni kynntist ég Helgu betur
og minningarnar þaðan voru góðar
og skemmtilegar. Hún var alltaf með
heitt á könnunni og til í að spjalla við
okkur unga fólkið um allt milli himins
og jarðar. Síðan var það baráttan um
hvert okkar í húsinu yrði fyrst til að
slá grasið á sumrin og moka snjóinn
á veturna. Helga var alltaf svo full af
orku, komin á áttræðisaldur, að áður
en við vissum af var hún komin út að
slá grasið á sumrin eða moka snjóinn
á veturna. Eina leiðin til að við næð-
um því á undan henni var sú að við
færum í þessi verk klukkan sjö á
morgnana. Henni þótti þetta eflaust
góð og nauðsynleg hreyfing. Það var
eins með göngutúrinn í leikfimina í
Lönguhlíð allan ársins hring sama
hvernig færðin var. Að hennar mati
voru þeir eitthvað sem hún átti að
geta gert sjálf og óstudd. Kannski
var það einmitt vegna jákvæðninnar
og þessa mikla viljastyrks sem henni
tókst að lifa góðu og löngu lífi.
Ég leit alltaf upp til Helgu vegna
þess hve ákveðin og lífsglöð hún var
og okkur Sigga þótti mjög vænt um
hana. Hún verður alltaf til í hjörtum
okkar og góðum minningum. Hún
sýndi okkur að lífið þyrfti ekki að
vera flókið og erfitt heldur væri það
bara ánægjuleg þraut sem þyrfti að
takast á við. Því var það þegar dóttir
okkar Sigurðar, Eva Helga, fæddist
fyrir sex árum síðan að við ákváðum
að nefna hana eftir henni, til að
heiðra þessa kjarnakonu sem kom
með jákvæðni, birtu og yl í líf okkar
allra.
Um leið og við kveðjum Helgu með
söknuð í hjarta gleðjumst við yfir því
að hún er loks aftur komin í faðm
Friðriks síns eftir rúmlega hálfrar
aldar aðskilnað.
Oddný, „tengdabarnabarn“.
Helga Ingibjörg
Stefánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Helgu
Ingibjörgu Stefánsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.