Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elín Jósefsdóttirfæddist í Orm-
skoti, Vestur-
Eyjafjallahreppi,
Rangárvallasýslu,
þann 11. ágúst 1923.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík þann 6.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jósef Jóhanns-
son, bóndi í Orms-
koti, f. í Efstakoti,
V-Eyjafjallahreppi,
þann 29. október
1889, d. 26. október
1962, og kona hans Guðrún Hann-
esdóttir, f. í Vesturkoti í Skeiða-
hreppi, Árnessýslu, þann 19. maí
1888, d. 1. september 1974. Elín
átti níu systkini. Þau voru Jóhann
Axel, f. 1916, d. 1961, Sigríður, f.
1917, d. 2005, Guðmundur, f.
1918, d. 1988, Óskar, f. 1919, d.
2006, Viggó, f. 1922, Jóhanna, f.
1924, d. 1928, Margrét, f. 1926, d.
1996, Guðjón, f. 1920 og Jóhann-
es, f. 1930, d. 2008. Af systk-
inunum eru tveir bræðranna því
enn á lífi.
Elín giftist Guðbrandi Jónssyni,
sjómanni og síðar starfsmanni
Áburðarverksmiðjunnar hf. Hann
fæddist í Hvestu, Ketildalahreppi,
Vestur-Barðastrandasýslu, þann
12. júní 1923 og lést á Hrafnistu í
Reykjavík þann 27. október 2007.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson,
bóndi í Hvestu, f. 30. október
1877, d. 7. júlí 1955,
og síðari kona hans
Sesselja Guðbrands-
dóttir f. 9. apríl
1880, d. 22. febrúar
1942. Dóttir þeirra
er Jóna Sesselja, f.
2. júlí 1945, gift Ás-
birni Einarssyni.
Börn þeirra eru
Einar Jón, kvæntur
Elísabetu Reykdal
Jóhannesdóttur, og
Elín Björk, gift
Gísla Jóhanni Halls-
syni. Barna-
barnabörnin eru fimm: Ásbjörn,
Einar Gísli, Jóna Björk, Jóhannes
og Elías Páll.
Elín ólst upp í Ormskoti. Um
tvítugsaldurinn flutti hún til
Reykjavíkur og þar bjuggu þau
Guðbrandur lengst af á Lang-
holtsvegi 2. Hún stundaði ýmis
störf á yngri árum en vann síðan
hjá versluninni Geysi við fata-
breytingar og tjaldasaum. Áhuga-
málin tengdust flest öll heimilinu,
fjölskyldunni og barnabörnunum.
Þau Elín og Guðbrandur fluttu
á Hrafnistu í Reykjavík fyrir rúm-
um tveimur árum. Var Elín þá
komin með Alzheimer-sjúkdóm-
inn og dvaldi hún síðustu mán-
uðina á Alzheimerdeild Hrafn-
istu.
Elín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.
Í dag kveðjum við tengdamóður
mína, Elínu Jósefsdóttur. Það er
margs að minnast eftir langa og
ánægjulega samfylgd. Það var sum-
arið 1965 að ég kynntist Jónu einka-
dóttur Elínar. Þær mæðgur bjuggu
þá á Langholtsvegi 2 en Guðbrandur,
tengdapabbi, stundaði sjómennsku og
var löngum að heiman á togurum eða
síldarbátum. Tveimur árum síðar
gengum við Jóna í hjónaband og hún
flutti til mín til Manchester á Eng-
landi. Þetta hafði þau áhrif, að
tengdamamma sat að mestu ein eftir í
búinu. Guðbrandur ákvað þá að hætta
ævistarfi sínu á sjónum árið eftir og
fór að vinna í Áburðarverksmiðjunni.
Því má segja, að hjónaband dóttur-
innar hafi ekki haft minni áhrif á líf
þeirra en hennar. Þegar ég kynntist
tengdamömmu varð mér fljótt ljóst,
að hún hafði lítt gaman af fjölmenni
og kunni best við sig heima við. Mér
þótti það því töluvert afrek hjá henni
að drífa sig í heimsókn til okkar eftir
að fyrsta barnabarnið fæddist í Man-
chester árið 1968. Þetta var fyrsta
flugferð hennar og flugferðir þá voru
ekki eins auðveldar og í dag. Þurfti
hún til dæmis að bíða hálfan dag á
flugvellinum í Glasgow eftir tengi-
flugi. Þarna kom strax í ljós einstakur
áhugi hennar á barnabörnum sínum,
og þar sem hún var flestum stundum
heima við, urðu samskiptin mikil.
Dvöldu þau mjög oft hjá afa og ömmu
og líkaði vel. Stjanaði hún við þau og
lét sér til dæmis ekki muna um að
elda sinn matinn fyrir hvort þeirra, ef
þau gátu ekki komið sér saman um
matseðilinn. Eins prjónaði hún mikið
og saumaði á þau föt. Eru enn til ull-
arvettlingar og lopasokkar frá þeim
tíma, og láta þeir lítið á sjá, þótt enn
séu þeir í notkun. Þó tengdamamma
hefði sig ekki mikið í frammi áttum
við hinar skemmtilegustu samveru-
stundir og samræður, þegar aðrir
voru ekki að trufla okkur. Hún fylgd-
ist vel með daglega lífinu og sá oft
spaugilegar hliðar á hinum ýmsu mál-
um. Var gaman að taka eftir því, hve
margt var líkt með þeim mæðgum í
þeim efnum. Á síðustu árum náði Alz-
heimersjúkdómurinn tökum á
tengdamömmu. Hvarf þá minnið
smám saman. Þetta olli því, að tengsl
hennar við barnabarnabörnin urðu
því miður minni en ella og ég held, að
hún hafi fundið verulega fyrir því.
Hins vegar reyndist það þannig, að
við gátum haldið áfram að sitja og
spjalla saman þrátt fyrir sjúkdóminn.
Umræðuefnið færist einfaldlega stöð-
ugt nær bernsku hennar. Þannig
mundi hún nöfn og atburði frá ung-
lingsárunum í Ormskoti allt fram til
hins síðasta og gat sagt frá þeim, þótt
allt frá þeim tíma og til dagsins í dag
væri týnt og grafið. Að lokum þakka
ég tengdamömmu fyrir samfylgdina.
Ég mun sakna hennar og hún skilur
eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni.
Ásbjörn.
Elín amma okkar er látin 84 ára að
aldri. Eftir erfið veikindi fékk hún
loks hvíld.
Lengst af ævinni bjuggu amma og
afi í lítilli risíbúð á Langholtsvegi 2.
Þar bjó amma þeim heimili og ól upp
einkadóttur sína, móður okkar.
Vegna fjarveru afa okkar, sem lengst
af var sjómaður, voru þær mæðgur
mikið einar í kotinu og undu því vel.
Lengsta hluta af ævinni vann amma
hálfan daginn á saumastofunni í
Geysi. Þar sá hún um fatabreytingar
og saumaði tjöld. Þótti okkur systk-
inunum mjög mikið sport í því að fara
að heimsækja ömmu í vinnuna. Hætti
hún ekki að vinna fyrr en á sjötugs-
aldrinum. Amma og afi ferðuðust
mikið um landið á sumrin með fjöl-
skyldu og vinum og höfðu mjög gam-
an af. Fannst ömmu mikill munur að
ferðast, þegar þau létu verða af því að
fá sér tjaldvagn. Farnar voru margar
berjatínsluferðir á Vestfirðina,
heimaslóðir afa, og þá sá amma um að
verka berin. Minningin um kræki-
berjasaftina, sem amma gerði, er góð
og við eigum áreiðanlega ekki eftir að
bragða svona saft aftur. Uppskriftin
var hvergi til á blaði, en hún notaði
örugglega extra mikinn sykur, sem
hentaði ungu fólki vel. Amma prjón-
aði mikið og saumaði á okkur föt. Var
hún mjög smámunasöm í sambandi
við þessa iðju. Eitt skipti þá ákvað ég,
nafna hennar, að sauma mér pils fyrir
eitthvert skólaball. Mislukkaðist það
og þá var amma beðin að bjarga mál-
um. Þá fékk unga stúlkan að heyra, að
hún kynni ekkert að sauma og von-
aðist amma eftir því, að hún myndi
ekki gera svona lagað aftur. Amma
skyldi sjá um saumana og ekkert
svona bull aftur. Síðan mörgum árum
síðar, þegar ég lærði klæðskurð og
sýndi henni fyrsta kjólinn, sem ég
saumaði í skólanum, var hver saumur
skoðaður og athugað vel hvort þetta
væri nógu vel gert, sem sagt, eins og
hún var vön að gera. Fékk kjóllinn
blessun hennar og þótti mér mikið
vænt um. Margt kemur upp í hugann,
þegar við horfum til baka á þann
mikla tíma, sem við vorum með
ömmu. Ofarlega í huganum eru næt-
urgistingarnar á Langholtsveginum.
Amma bjó alltaf til uppáhaldsmatinn
okkar og eins og góðum systkinum
sæmir, var það ekki sami maturinn
hjá okkur. Var því alltaf tvíréttað,
fiskibollur fyrir alla og kótiletta í
raspi fyrir nöfnu hennar. Það eru
margar dýrmætar minningar, sem
við eigum eftir að varðveita og segja
börnum okkar sögur frá þessum
skemmtilega tíma. Hún amma okkar
var einfari að eðlisfari og ekki mikil
félagsvera. Var hún nægjusöm og það
mátti aldrei hafa neitt fyrir henni.
Þegar afi okkar veiktist sýndi hún
mikinn styrk og stóð eins og klettur
við hlið hans. En þegar veikindin fóru
líka að há henni, þá náðu þau að
hjálpa hvort öðru ótrúlega mikið, þótt
hvorugt væri við góða heilsu. Fyrir
rúmlega tveimur árum fluttu amma
og afi á Hrafnistu í Reykjavík. Lést
afi síðastliðið haust og hrakaði heilsu
ömmu mikið fljótt eftir það. Viljum
við færa öllu starfsfólki Hrafnistu,
sem hugsaði um ömmu okkar og afa,
okkar hjartans þakkir. Ömmu verður
sárt saknað um ókomna tíð og minn-
ing hennar mun lifa í hjörtum okkar
að eilífu.
Elín Björk og Einar Jón
Elín Jósefsdóttir
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Sumarfríið eða helgin
2 - 3 herb. vel búnar íbúðir á Akureyri.
www.gista.is S: 694-4314.
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er tær snilld. Aukin orka,
vellíðan, betri svefn og aukakílóin
hreint fjúka. Uppl. Dóra 869-2024,
www.dietkur.is
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
auðveldur. Engin örvandi efni. Uppl.
Dóra 869-2024, www.dietkur.is
Húsnæði í boði
3ja herb. íbúð í rólegri götu í 101
Björt 75 fm íbúð á 2. hæð í fallegu 3ja
hæða húsi í Þingholtunum.
Sérinngangur og góður garður. Verð
150 þús. Nánari uppl. veitir Kristján í
síma 663 3132.
Sumarhús
Sumarhús til leigu í Borgarfirði
Nýr 8-10 manna sumarbústaður til
leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli.
Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu
umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í
síma 435-1394 og 864-1394.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Ævintýralega létt stígvél
Aðeins 440 g parið. Stærðir 38-46.
S - XL
Einstaklega þægileg til að hafa í
bílnum, sumarbústaðnum eða í
útileguna. Verð 3.710 kr.
Jón Bergsson ehf.
Kletthálsi 15,
110 Rvk.
Sími. 588 8881.
Til sölu fjórhjóladrifinn traktor
Tvívirk ámoksturstæki - 28 hestöfl.
Vélin er eins árs og lítið notuð.
Hörkudugleg og skemmtileg vél.
Upplýsinar í síma 895 3040.
Tékkneskar og slóvenskar
handslípaðar kristal- ljósakrónur.
Mikið úrval. Frábært verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Bátar
Skemmtibátur óskast
Óska eftir að kaupa skemmtibát, verð
allt að 8.0 m. Vinsamlega sendið
tilboð á omarsig@simnet.is
Bílar
VW Bora Highline,
kóngablár árg. '02, keyrður 92.000
fæst á yfirtöku láns. Lánið stendur í
1.058.000, afborgun 21.000 per mán.
Góður og flottur bíll. Uppl. 847 0205.
Matador hjólbarðar
Sumar og heilsársdekká góðu
verði. Hjólbarðaverkstæði Kaldasels
ehf
Kaldasel ehf,
Dalvegi 16b, Kópavogi,
s. 544 4333.
1.000.000 og 2 bílar
Loaded X5 og Santa Fe á yfirtöku og
milljón fylgir með. Nánari upplýsingar
http://simnet.is/zazou/
Bílavörur
Dekk á felgum og m/koppa
til sölu
4 x góð 195/65R15 negld vetrardekk
af Volkswagen Golf til sölu, á felgum
og með koppa. Uppl. 696 7712.
Selst ódýrt. Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Pallhýsi
Travel Lite, Pallhýsi
Síðustu húsin komin heim. Tilbúin á
bílinn, skemmtilegustu fríin.
Ferðapallhýsi, Oddagötu 8 Rvk.
s. 663 4646.
Palomino
Nýtt Bronco 1251 fyrir 6,5 feta pall.
WC, gaseldavél, heitt og kalt vatn,
sturta inni og úti, 220V tenglar, tilbú-
inn í ferðalagið. Verð aðeins 1250 þ.
Sími 898 3612.
Óska eftir
vantar 8-15 hp utanborðsmótor
vantar 8-15 hp utanborðsmótor, sími
893 3185 og 861 8895.