Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 37
GEISLAPLATA með lögum úr
myndinni Mamma Mia! er komin á
topp tónlistans og leysir þar 100
bestu lög lýðveldisins af hólmi.
Á plötunni eru lög Abba sungin
af Hollywood-stjörnum á borð við
Meryl Streep, Pierce Brosnan, Col-
in Firth og Stellan Skarsgård og
virðist það vera blanda sem hugn-
ast íslenskum plötukaupendum sér-
lega vel, en skífan fer úr fjórða sæt-
inu á toppinn.
Á fimmtudaginn eftir viku, þann
7. ágúst kl. 20, geta þessir plötu-
kaupendur svo hópast í Háskólabíó
til þess að taka undir með Meryl og
félögum á sérstakri „sing-along“
sýningu á myndinni.
Elva Ósk Ólafsdóttir og Vigdís
Gunnarsdóttir verða forsöngvarar
en vitaskuld fá allir að syngja með
sínu nefi. Slíkar gagnvirkar sýn-
ingar eru þekktar ytra, Rocky Hor-
ror Pictureshow hefur til dæmis
gengið lengi á svona sýningum
sums staðar, og svo er að sjá hvort
íslenskir bíógestir fái nú í kjölfarið
að vera virkari þátttakendur í bíó.
Að öðru leyti eru litlar væringar
á listanum.
Þeir Örn Árnason og Óskar Pét-
ursson taka þó gott stökk með Yf-
irlitsbræður úr 26. sæti í það 12. og
hástökkvarinn er Islandica sem fer
úr 33. sætinu í það 15. með Ramm-
íslenskt.
!
"
# $ $% %&
%'()
*+ , %
'#
%'-./)%()
!
"#
$
%
&'!( &) * $*+$
'$
($
,-
.
/
.0$
!11
)
2.!1
3
4
$5$
67/!
8+$
9$ :$
; $
!
"#
9$ :$
"!
#
$/$+
! "
#$" %
&
$'$
(%$ )
*+,'-
#,'.'"
/"
/
01$$
$
2*
3'4+,'
5
6
,$ $7 $
8'9) :
;
'
<"
$=<
>'?0
"'$0';-' @
A
;1
$ ;"
-%$;-
'
"
%
&,0
12,
4 *5
12, 0
3
6%+ )
%
%%
-./)
7%83
$%8.'(
',9:;'<= .0$
$/$+
!**
< -$ =# +
>$
?%
=$ )
$2
8!**
@ ;
!
"#
A ":
6<5$
$$B/!
"-$1
< $
)$ $
$ '$
8$!-/
4 #/ #
/"
/
AB;'" +
$
)$
5 7$
C'
"$
>$' '
DEB$
2F,'$
*
$G4;H"
-'4#
C' '';
H-$.'
-
+"
$9B$
I1 ;"
- HH>
$
AE"'$ "
J
C"2
2I'G,'-%
*+
H'D'G
39
&,0
7%83
>%
!
6% ?
"
(,@
%
?
>2>
"
?
1,
(,@
%
*+
Ábreiður af Abba-
klassík á toppinn
Mamma Mia! Meryl Streep gleðst
yfir velvilja íslenskra kaupenda.
ÞAÐ er auðvelt að rugla lagalista
þessarar viku saman við þann síð-
asta, þar sem einu breytingarnar á
topp fimm eru þær að Buff og Sálin
hans Jóns míns skipta á þriðja og
fjórða sætinu. Coldplay halda topp-
sætinu með „Viva la Vida“, titillagi
nýrrar geislaplötu sveitarinnar, en
titillinn er á spænsku og útleggst
„lifðu lífinu“. Á hæla þeirra kemur
Hjaltalín sem fyrr með „Þú komst
við hjartað í mér“ og Land og synir
stoppa í fimmta sæti eftir mikil há-
stökk í síðustu viku.
Hástökkvarar
Þeir Björn Jörundur, Daníel
Ágúst og félagar í hinni fornfrægu
sveit Nýdönsk halda áfram að
skeiða upp listann og stökkva nú úr
14. sæti í það sjötta með lagið
„Náttúru“ og virka þeir Nýdanskir
hvað líklegastir til þess að ógna
Coldplay á næstunni. Þá stekkur
Duffy úr 31 sæti í það áttunda með
„Warwick Avenue“.
Hástökkvarinn er svo Páll Óskar
sem stekkur úr 38. sæti í það tólfta
með „Sama hvar þú ert“. Honum
væri þá væntanlega sama þótt hann
klifraði upp í toppsætið áður en yfir
lýkur.
Hins vegar er ekki eitt einasta
nýtt lag á lista en það hlýtur að fara
að koma tími á nýja smelli.
asgeirhi@mbl.is
Lifðu lífinu og
komdu við hjörtu
USHER rúllar vel af stað með „Intro“ að
plötunni sinni; þetta er eins og nútímalegur
söngleikur, einskonar hipphópera í anda R.
Kelly en eiginlega betra. En svo „feidar“
lagið út og við taka sjötíu kvalafullar mín-
útur þar sem Usher teygir lopann eins og
röddina á sér. „Something Special“ er ágætt
djassgítar r’n’b og Jay-Z á fína innkomu í „Best Thing“ en rest-
in er að mestu hrikaleg. Verst er að þótt Usher hitti á allar
réttu nóturnar þá er hann samt ekkert góður söngvari, hann er
bara eins og einhver söngmaskína sem reynir að troða of mörg-
um nótum að og er gersneydd tilfinningu.
Tilfinningasnautt
Usher – Here I Stand bmnnn
Atli Bollason
WE Sing. We Dance. We Steal Things. er
þriðja hljóðversskífa bandaríska tónlistar-
mannsins Jason Mraz. Platan hefur notið
nokkurra vinsælda víða um heim að und-
anförnu, og þá sérstaklega fyrsta smáskífu-
lag hennar, „I’m Yours“, sem hefur til dæm-
is komist á toppinn bæði í Svíþjóð og Noregi.
Og skal engan undra því þar er á ferðinni hið fínasta lag, gríp-
andi og melódískt. Aðrar lagasmíðar á plötunni eru einnig
nokkuð frambærilegar, en fjölbreytninni er hins vegar ekki fyr-
ir að fara, Mraz tekur litla áhættu og heldur sig á sykursætum
nótum allt til loka. En ágæt plata, engu að síður.
Svolítið sykursætt
Jason Mraz - We Sing. We Dance... Jóhann Bjarni Kolbeinsson
DANGER Mouse, annar helmingur Gnarls
Barkley, er hæfur taktsmiður og enn fremur
táknmynd fyrir mátt internetsins – það eru
bara fjögur ár frá því hann skaust upp á
stjörnuhimininn með Gráa albúminu. Hann
er ekki mjög ævintýragjarn á The Odd Co-
uple en skilar flottum og stundum rokkuðum
sálargrúvum sem bera plötuna algjörlega uppi. Cee-Lo er hins
vegar ekki í jafngóðu formi, og í stað þess að heilla eins og hann
gerði í „Crazy“ þá pirrar hann mann frekar. Söngurinn er eins-
leitur, lagasmíðarnar ekki alltaf nógu kjarnmiklar og því miður
er útlit fyrir að Gnarls Barkley verði „one hit wonder.“
Engin undur
Gnarls Barkley – The Odd Couple bbmnn
Atli Bollason
GALLHARÐIR Dylanaðdáendur
geta farið að núa saman höndum af
eftirvæntingu því von er á ríflegum
skammti af lögum frá meistaranum
sem hafa fæst komið fyrir almenn-
ingseyru til þessa. Um þrefalda
geislaplötu, hvorki meira né minna,
er að ræða og kallast pakkinn Tell
Tale Signs. Er hér er ferðinni átt-
unda platan í hinni svokölluðu „Bo-
otleg“ útgáfuröð en undir henni hafa
komið út plötur með sjaldgæfu efni
og líka goðsagnakenndir tónleikar
eins og „Royal Albert Hall“ tónleik-
arnir frá 1966 en þeir voru fjórða út-
gáfan í flokknum (fyrstu þrjár útgáf-
urnar voru plötur með sjaldgæfum
lögum, eins og tilfellið er nú).
Útgáfudagur er 7. október og er
það Columbia sem gefur út. Hægt er
að sækja eitt lag frítt nú þegar í
gegnum opinbera vefsíðu Dylan. Um
er að ræða lagið „Dreamin’ of You“,
lag sem Daniel Lanois upptöku-
stýrði fyrir plötuna Time out Mind
(1998). Lögin koma velflest frá síð-
ustu tuttugu árum, bæði er um að
ræða lög sem ekki hafa heyrst áður
og svo lög sem hafa komið út áður,
en eru í breyttum útgáfum. Mikið er
sótt í plöturnar Time Out of Mind,
Modern Times (síðasta hljóðvers-
skífa Dylan), Oh Mercy og World
Gone Wrong. Þá verða þarna lög
sem birst hafa í kvikmyndum, t.a.m.
„Huck’s Tune“ úr Lucky You,
„Cross the Green Mountain“ úr
Gods and Generals og samstarf Dyl-
an við Ralph gamla Stanley, lagið
„The Lonesome River“ úr Clinch
Mountain Country. Þá er og að finna
tónleikaupptökur frá Bonnaroo
(2004), London (2000) og New York
(1993). arnart@mbl.is
Sjaldheyrður Dylan
Vandfundinn Dylan Einhverjir fá þrefaldan geisladisk í jólasokkinn í ár.
Þrefaldur diskur
með sjaldgæfum
Dylanlögum vænt-
anlegur í október
UNGSVEITIN Retro Stefson hefur
verið nokkuð umtöluð undanfarin
misseri en óskilgreinanlegt, gleði-
ríkt og grípandi popprokk hennar
hefur heillað margan tónlistar-
áhugamanninn upp úr skónum.
Sveitin er nú stödd í Sundlaug Sig-
ur Rósar við upptökur ásamt þeim
Benna Hemm Hemm og Árna Plús-
einum og ganga þær hratt og vel
fyrir sig að sögn talsmanns sveit-
arinnar, Unnsteins Stefánssonar.
„Við ákváðum að gefa okkur viku
og kláruðum fimm lög á tveimur
dögum,“ lýsir hann. „Annars höfum
við nægan tíma en minna er um féð.
En við komum vel undirbúin og lög-
in voru meira og minna klár.“ Unn-
steinn segir að sum lögin séu fjög-
urra ára gömul, lög sem hann
samdi fjórtán ára. Allt verður svo
tekið upp á segulband og stafræn
vinnsla er því engin. Stefnt er á að
platan komi út fyrir jól, en það er
kimi records á Akureyri sem gefur
út.
„Við tókum upp lag á eigin spýt-
ur í Hljóðrita í janúar og það var
dálítið stressandi verð ég að við-
urkenna. Það lag, „Montana“ er að
fara í spilun á útvarpsstöðvum.
Baldvin hjá Kima hafði svo sam-
band við okkur og það þrýsti á um
að gera plötuna. Við þekkjum
Benna og Árna vel og það að hafa
svona bakhjarl eins og kima hefur
góð áhrif á allt ferlið.“
arnart@mbl.si
Gleðiríkt popp
Í sumarskapi Krakkarnir í Retro
Stefson njóta sumarsins í hljóðveri.
Retro Stefson
komin í hljóðver