Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 213. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 26 79 / IG 11 Veiðarfæri til lax-silungs-og sjóveiða Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun DAGLEGTLÍF ÞÓRHALLUR FLÝGUR Á FISI UM LOFTIN BLÁ REYKJAVÍKREYKJAVÍK Eyþór Ingi setur sig ekki í stellingar MARGAR hendur vinna létt verk segir máltækið. Það sannaðist þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu í vikunni samhentir við að reisa nýjan umferðarvita á Höfðabakkabrú, sem var ekinn niður um helgina. Þótt til- efnið hafi verið öllu hversdagslegra minnir ljósmyndin á fræga mynd af því atviki í síðari heimsstyrjöldinni þegar bandarískir hermenn reistu fána lands síns á japönsku eyjunni Iwo Jima árið 1945. baldura@mbl.is Umferðarviti endurreistur Morgunblaðið/Kristinn Allir sem einn Mengun er óhjákvæmilegur fylgifiskur fram- leiðslu matvæla. Með aukinni umhverfisvitund verður krafan um loftslagsmerkt matvæli há- værari. Litlar ákvarðanir neytenda geta skipt sköpum fyrir umhverfið. Hægt er að stuðla að bættu umhverfi með því að kaupa frekar um- hverfismerktar matvörur. Svanurinn, Blái eng- illinn og Tún eru merkingar sem finna má á vörum hér á landi. Einnig er mikilvægt að borða meira grænmeti en áður og minnka um leið kjöt- neyslu, þar sem framleiðsla á grænmeti mengar mun minna en kjötframleiðsla. | 18 Neytendur skipta sköpum Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VERULEGA hefur hlýnað á Íslandi undanfarna áratugi svo yfirstandandi hlýindaskeið er orðið hlýrra en fyrri hluti og um miðbik 20. aldar, að sögn Halldórs Björnssonar, formanns vís- indanefndar um loftslagsbreytingar, sem kynnti skýrslu sína í gær. „Nátt- úrufar á Íslandi hefur brugðist mjög skarpt við þessari hlýnun. Við gerum ráð fyrir að hlýnunin haldi áfram á næstu áratugum og meiri breytingar verði á náttúrunni í líkingu við það sem við höfum séð. Ísland verði orðið mjög breytt í ásýnd og lífríki við miðja öldina og ekki síður við lok hennar,“ segir Halldór. Skýrslan gerir ráð fyr- ir því að jöklar verði að mestu horfnir um miðja næstu öld og að í lok þess- arar aldar verði afrennsli vatns á landinu um 25% meira en það var á síðari hluta 20. aldar. Virkjað á meðan það borgar sig Árni Snorrason vatnaverkfræðing- ur segir skýrsluna sýna að framtíð í vatnabúskap Íslands verði ekki í lík- ingu við fortíðina. Meiri orka fáist úr sömu vatnsföllum með virkjunum sem þegar eru til á meðan jöklarnir bráðna. Flæðið verði í hámarki eftir um 50-80 ár, en svo minnki flæði margra jökuláa. „Í framtíðinni þarf að gera hlutina aðeins öðruvísi en í dag,“ segir Árni um virkjanir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar (LV), segir aukið rennsli í ám þegar notað við raf- orkusölu, þ.e. til álþynnuverksmiðju í Eyjafirði, um 600 MWh á ári. Miðað hafi verið við endurreiknaða fram- leiðslugetu raforkukerfisins, vegna aukins flæðis á síðustu árum. Þor- steinn segir stefnu LV að skoða virkj- unarkosti áfram á meðan líftími virkj- ana sé nógu langur til að fjárfestingin í þeim borgi sig. | 12-13 Mikil áhrif á orkubúskap og náttúrufar  Jöklar munu bráðna hratt á 21. öld  Meiri orka fyrst um sinn en svo óvissa Í HNOTSKURN » Suðlægir botnfiskar fær-ast nú norður á bóginn og stofnar þeirra stækka. »80 nýjar tegundir varp-fugla munu geta sest hér að við lok aldarinnar. »Meiri möguleikar verða ákornrækt. Hveiti og gras- ker verður hægt að rækta hér um miðja þessa öld.  SVEITARFÉLAGIÐ Borg- arbyggð tók fyrir um ári 500 millj- óna króna lán til þess að auka stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu. Eft- irstöðvar lánsins eru nú 300 millj- ónir króna. Til stóð að greiða lánið niður með arðgreiðslum frá SPM en vegna þess að Borgarbyggð er nú minni- hlutaeigandi í SPM stefnir í að arð- greiðslur minnki til muna og því herðist róðurinn fyrir sveitarfélag- ið. Þá hefur verðmæti óbeinnar eignar Borgarbyggðar í Exista rýrnað um 95% á árinu. » Viðskipti Eftirstöðvar láns vegna SPM eru 300 milljónir  Útivera nær- sýnna barna í náttúrulegri dagsbirtu hefur jákvæð áhrif á sjón þeirra og dregur úr nær- sýninni. Þessu er haldið fram í nýrri ástralskri rannsókn á 2.367 12 ára börnum. Cathryn Rose fór fyrir rannsókn- inni sem byggðist á augnskoðun og spurningalistum um lífsstíl barnanna. Niðurstaðan hefur vakið athygli, en nærsýni er talin hafa aukist verulega síðustu áratugi. Fjallað er um rannsóknina í ritinu Ophthalmolog. baldura@mbl.is Dagsljósið dregur úr nærsýninni Ástralskur snáði að leik útivið.  HLUTHAFAFUNDUR SPRON samþykkti með miklum meirihluta í gær samruna við Kaupþing. Ekki voru þó allir fundarmenn sammála tillögunni og var töluverð ólga á fundinum. Sagði einn fundarmanna nálykt af málinu og annar vildi að hluthafar leituðu réttar síns. Fáist samþykki Samkeppniseft- irlits og Fjármálaeftirlits fyrir sam- runanum er allt útlit fyrir að hægt verði að ganga frá honum í haust, að sögn Guðmundar Haukssonar, forstjóra SPRON. » 2 Samþykkt að láta SPRON renna inn í Kaupþing Viðskipti Með samruna Kaupþings og SPRON og kaupum Kaupþings á meirihluta stofnfjár SPM myndast enn á ný krosseignatengsl við Ex- ista. Kaupþing mun eiga um 12% í Exista sem á nær 25% í Kaupþingi. Krosseignatengslin koma aftur fram Hannes Sigurgeirsson er nýráðinn forstjóri Steypustöðvarinnar Mest en hann kemur þó á kunnuglegar slóðir. Hannes hefur starfað við steypuframleiðslu í aldarfjórðung eftir að hafa lokið landbúnaðarnámi. Í steypunni í aldarfjórðung Umræðan um tilvistarrétt verð- tryggingar lánsfjár er orðin hávær enn á ný. Fram hafa komið rök fyr- ir verðtryggingu og rök gegn verð- tryggingu og ljóst er að sitt sýnist hverjum. Verðtrygging láns- fjár veldur verðbólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.