Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 6

Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 6
DÝRALÍF í íslenskum skógum er kannski ekki mjög fjölbreytilegt, en þó má stundum rekast á tegundir sem eru sjaldséðari en aðrar. Ferðafólk í Þrastaskógi gekk einmitt fram á þessa fallegu branduglu í laufþykkninu og óhætt að segja að augnaráðið sem þeim mætti sé hvasst. Branduglustofninn er lítill á Íslandi og hafa þær helst haldið sig í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Þó er vitað af nokkrum pörum sem verpt hafa í Grímsnesi undanfarin ár og ætti þeim að líka vistin í Þrastaskógi vel, enda kjör- lendi þeirra gróðurmikið mólendi. unas@mbl.is Ljósmynd/Heiðar Þór Jónsson Gular glyrnur í Grímsnesinu 6 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is LEKTOR í skattarétti við Háskóla Ís- lands telur að álit umboðsmanns Al- þingis hafi væntanlega í för með sér að ferðamenn megi koma með eins mikið til landsins og þeir vilja, allt toll- frjálst. Í álitinu, sem kom út fyrir skömmu, sagði að ákvæði tollalaga þar sem fjármálaráðherra var falið að ákvarða inntak og umfang tollfrelsis ferða- og farmanna væri of víðtækt og stangaðist á við stjórnarskrá. Mátt koma með það sem þú vilt Hið umdeilda lagaákvæði er að finna í 6. gr. tollalaga nr. 88/2005. Þar kemur m.a. fram að ferðamenn megi taka með sér, tollfrjálst, varning frá útlöndum að tilteknu hámarki sem ráðherra ákveður í reglugerð. Að mati umboðsmanns er það sá hluti ákvæðisins sem kveður á um að ráð- herra segi til um hámarkið sem brýt- ur gegn stjórnarskránni. „Meginreglan er að allt sem flutt er til landsins er skattskylt. Síðan er- um við með undantekningar frá því sem felast í venjulegum farangri. Síðan til viðbótar því má taka með sér varning sem er keyptur í toll- frjálsri verslun. Umboðsmaður er búinn að segja að stjórnvöld megi ekki ákvarða hámarkið, sem þýðir væntanlega það að ferðamaður má koma með það sem hann vill,“ út- skýrir Kristján Gunnar Valdimars- son, lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, og á þá við að allt sem farþegi hafi með sér sé toll- frjálst. „Umboðsmaður er ekki að segja að lagaheimildin um leyfi til að flytja inn tollfrjálsan varning stand- ist ekki stjórnarskrá heldur er það bara hámarkið [sem stenst ekki stjórnarskrána].“ Kristján tekur þó fram að álit um- boðsmanns stangist í meginatriðum á við dóm Hæstaréttar í máli númer 356/1999, þar sem framsal skattlagn- ingarvalds til stjórnvalda var talið standast stjórnarskrána. Því sé óljóst hvað dómstólar geri fái þeir málið á sitt borð, en ekki sé spurning að álit umboðsmanns hafi mikið vægi og beri stjórnvöldum að fara eftir þeim. Farmenn kvörtuðu Þrír farmenn kvörtuðu upphaflega til umboðsmanns vegna reglugerð- arinnar um meðferð vara sem ferða- menn og farmenn koma með með sér til landsins. Laut kvörtunin m.a. að því að farþegum væri heimilaður inn- flutningur á mun meira verðmæti og magni en farmönnum án greiðslu að- flutningsgjalda. Vegna niðurstöð- unnar um lagaheimild reglugerðar var ákveðið að taka ekki at- hugasemdir þeirra til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu stendur til að end- urskoða lagastoð reglugerðarinnar í haust. Þá hefur tollstjórinn á Suð- urnesjum ekki breytt framkvæmd sinni frá því sem áður var og er enn farið eftir reglugerðinni umdeildu. Má taka allt með sér inn?  Álit umboðsmanns Alþingis vekur óvissu um hvað ferðamenn mega taka mikið með sér til landsins  Spurning hvort taka megi allt með sér inn í landið án gjalda Reglugerðinni var breytt nýlega af fjármálaráðherra til að láta krónu- tölurnar standast vísitöluhækkun síðustu ára. Ljóst er þó að ef fólk má taka eins mikið áfengi og eins mikinn varning með sér inn í land- ið og það vill kann hagur neytenda að vænkast verulega umfram þessar breytingar ráðherra. Þeir gætu ferðast til annarra landa, keypt vörur mun ódýrar en hér heima og flutt með sér heim. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir aðspurður að neytendapólitískt sé skynsamlegt að löggjafinn ákveði hvaða mörk eigi að vera til að tryggja sam- keppni við innanlandsverslun. „Ég get ekki ráðlagt [mönnum] að hunsa þetta enda eru þá vænt- anlega ákveðin refsiviðurlög yf- irvofandi. En ef aftur þeir vilja standa á rétti sínum og láta á þetta reyna og verða fyrir tjóni við upptöku eða eitthvað slíkt, þá er hugsanlegt að skaðabótaskylda vofi yfir ríkinu,“ segir Gísli, „Ef enginn lætur á þetta reyna bíður samkeppni og hagsmunir neyt- enda hnekki.“ Eðlilegast að löggjafinn setji mörkin LANDSPÍTALANUM reynist auð- veldara að ráða til sín ófaglært að- stoðarfólk nú en á sama tíma í fyrra. „Við finnum verulega fyrir því að það er auðveldara að ráða aðstoðarfólk,“ segir Anna Stef- ánsdóttir hjúkrunarforstjóri. Hún segir ástandið hvað varðar ráðn- ingar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða svipað og í fyrra og að enn vanti töluvert af fólki. Áhrif nýrra samninga telur hún ekki komin fram ennþá þar sem skammt sé liðið frá því þeir tóku gildi. Of snemmt sé að segja fyrir um hverju þeir breyti. Þá segir hún að yfirleitt gangi mönnun betur á haustmánuðum, erfitt sé að fá fólk til starfa yfir sumartímann. skulias@mbl.is Vel gengur að fá ófaglærða í störf á LSH Morgunblaðið/Júlíus ELDSNEYTISVERÐ lækkaði hjá öllum olíufélögunum um eina til tvær krónur í gær. Algengasta verð á 95 oktana bens- íni í sjálfs- afgreiðslu var við lok dags 166,7 krónur á lítrann en á dísil- olíu 183,6 kr. Lækkunin skýrist af lægra heimsmark- aðsverði en verð- ið hefur lækkað mikið að und- anförnu og fór fatið af hráolíu í rúmlega 118 dali í gær. Hæst fór fat- ið í um 147 dollara 11. júlí og hefur fallið um tæplega 20% frá þeim tíma. Þegar heimsmarkaðsverð var í hámarki í júlí var algengt verð bens- íns á Íslandi 174,9 krónur í sjálfs- afgreiðslu. Hefur það verð því lækk- að um rúmlega 4% frá þeim tíma. andresth@mbl.is Bensínverð lækkar LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur fengið kæru vegna líkams- árásar á Þjóðhátíð þar sem hálfþrí- tugur maður var kjálkabrotinn með hnefahöggi. Maðurinn er annar tveggja sem kjálkabrotnuðu í lík- amsárásum á Þjóðhátíð. Hefur hann gefið skýrslu hjá lögreglu og er málið í athugun. Hitt tilvikið hef- ur ekki verið kært. Tvö kjálka- brot í Eyjum KERTUM var fleytt á Reykjavíkurtjörn í gær í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki. Þetta er í 24. sinn sem hald- in er kertafleyting af þessu tilefni, en 63 ár eru nú liðin frá árásunum. Morgunblaðið/Kristinn Aldrei aftur Hiroshima Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is MIKLAR skemmdir hafa verið unn- ar á viðkvæmum svæðum í kringum Landmannalaugar vegna utanvega- aksturs bæði mótor- og fjórhjóla sem og jeppabifreiða. Að sögn Páls Ern- issonar landvarðar hefur talsvert bor- ið á utanvegaakstri í sumar en eftir síðustu helgi hafi skyndilega orðið sprenging nánast eins og um saman- tekin ráð væri að ræða. „Þetta eru ekki alltaf löng för og tekur ekki nema nokkrar sekúndur að spóla þetta upp, en sum eru mjög ljót og þau sem eru í mosanum fara aldrei. Ég mun ekki lifa það að sjá þetta gróa,“ segir Páll. Hins vegar segir hann það ekki bara á þykkri gróðurþekju þar sem aksturinn veld- ur skemmdum, því auðnin sé ekki síð- ur viðkvæm. Hálendið frísvæði án löggæslu „Þetta er enginn sandur eins og fólk heldur. Ef þú keyrir utan gos- beltisins þá er laus jarðvegur þar bú- inn að fjúka út í sjó og eftir er stein- brynja sem heftir í raun meira sandfok. Ef þú keyrir út fyrir þar þá opnarðu aftur leið ofan í og þá end- urtekur þetta sig allt upp á nýtt.“ Páll er ósáttur við hvernig staðið er að löggæslu á svæðinu að fjallabaki, nú sé þar mikil umferð óskráðra mót- orhjóla og fjórhjóla og því greinilegt að sumir líti á þetta sem hálfgert frí- svæði, fjarri löggæslu. „Við viljum að lögreglan sé sýnilegri. Það er bara brandari að hún komi hingað tvisvar á ári til að vakta svæði sem 150 þúsund manns sækja.“ Hann segir þörf á reglulegu innliti lögreglu til að stemma stigu við átroðslu á landinu. Óbætanlegar skemmdir hjá Landmannalaugum Skyndileg bylgja í utanvegaakstri á viðkvæmum svæðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.