Morgunblaðið - 07.08.2008, Page 7

Morgunblaðið - 07.08.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 7 FRÉTTIR Taktu þátt í laufléttum sumarleik 24 stunda og Olís og þú gætir ekið á fríu eldsneyti í 3 mánuði *Eldsneytiskortið er að verðmæti 63.720 kr. Finndu lykilnúmer sem við birtum daglega í 24 stundum - nýtt númer á hverjum degi til 16. ágúst. Sendu textann “ 24stundir bil lykilnúmer dagsins ” með sms á símanúmerið 1900 alla dagana ef þú vilt eiga meiri möguleika (ekkert aukagjald er tekið fyrir sms-ið). Laugardaginn 16. ágúst drögum við 24 heppna lesendur úr innsendingum og þá færðu sms um vinninginn ef þú dettur í bensínpottinn og hreppir bensínkort frá Olís sem dugar flestum í þrjá mánuði. Leikreglurnar eru mjög einfaldar VILT ÞÚ FRÍTT ELDSNEYTI Í ÞRJÁ MÁNUÐI? Það er möguleiki í næsta eintaki af 24 stundum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ segir sig sjálft að þegar Schengen-svæðið stækkar úr 17 lönd- um í 27 þá fjölgar skráningum sem því svarar. Það eru kannski 20.000 manns frá þessum löndum sem bætt- ust við sem dveljast hér á landi og því er mjög eðlilegt að það sé aukning á framseldum sakamönnum,“ segir Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Mun fleiri sakamenn hafa verið framseldir í ár en árin á undan. „Þetta er miklu meiri fjöldi en áður, undan- farin ár hefur þetta kannski verið einn á ári,“ segir Smári. Nýlega var franskur maður fram- seldur sem eftirlýstur var á Schen- gen-svæðinu. Núna eru mál þriggja Pólverja til umfjöllunar. Einn þeirra var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykja- víkur í fyrradag. Maðurinn, sem er búsettur hérlendis, hefur kært úr- skurðinn. Að sögn Smára hefur mað- urinn hlotið dóma í Póllandi, m.a. fyr- ir þjófnað. Verði gæsluvarð- haldsúrskurður héraðsdóms stað- festur má búast við því að maðurinn verði framseldur en það er í höndum dómsmálaráðuneytisins að taka þá ákvörðun. Auk mannsins sem var úr- skurðaður í gæsluvarðhald í gær var annar maður nýlega handtekinn og úrskurðaður í farbann. Þá var sá þriðji framseldur en hann bíður nú eftir því að verða sóttur. Reglulega koma nýjar skráningar í Schengen- kerfið um menn sem eru eftirlýstir til handtöku og framsals. Alþjóðadeildin fer yfir skráningarnar og ber m.a. saman við íbúaskrá hérlendis og upp- lýsingakerfi lögreglunnar. Framseld- um fjölgar mikið Mun fleiri í ár en árin á undan Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ARNAR Freyr Vilmundarson og Christopher Friel lentu í öðru sæti í Mongol-rallinu þegar þeir luku keppni í Ulan Bator á þriðjudag. Þeir ferðuðust á 20 ára gömlum Su- zuki Samurai með 970 rúmsentí- metra vél en ein af reglum keppn- innar var að nota átti lélegan bíl. Leiðin lá um Evrópu, Tyrkland og Kasakstan svo eitthvað sé nefnt. „Bíllinn stóð sig merkilega vel, ekkert stórt bil- aði. Við erum ekki bifvélavirkj- ar en maður heyrði að þetta var allt að gefa sig á endasprett- inum. Maður var með krosslagða fingur en við reyndum að keyra skikkanlega og vera frekar lengur að,“ segir Arnar sem kominn var til Skotlands strax í gærkvöldi. Fé- lagarnir tóku tveggja tíma vaktir við aksturinn og gerðu ýmsar kúnstir til að halda sér vakandi. 150 dollarar trompa ákærurnar Arnar segir fólkið á leiðinni, sér- staklega í Kasakstan og Mongólíu, hafa verið einstaklega vinalegt. Hins vegar hafi þeir lent í vandræðum með lögreglumenn og landamæra- verði hér og þar. Meðal annars var reynt að ljúga upp á þá sök við landamæri Moldavíu og voru þeir síðan krafðir um 150 dollara til að þeir gætu hreinsað mannorð sitt. Arnar segir líklegt að keppnisliðin komi í mark fram eftir ágústmánuði. Sigurvegararnir kláruðu á mánudag og samdægurs komu fjögur önnur lið í markið. Urðu í öðru sæti í Mongólíu  Íslendingur og Skoti keyrðu 14.500 km á 18 dögum, frá Englandi til Mongólíu  Fólk vinalegt á leiðinni en múta þurfti lögregluþjónum og landamæravörðum Arnar Freyr Vilmundarson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÁSMUNDUR Jóhannsson, sjómað- ur í Sandgerði, fór enn eina ferðina til veiða á trillu sinni, Júlíönu Guð- rúnu, án aflaheimilda í gær. Hann mótmælir þessa dagana íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem hann segir brot á atvinnufrelsi sínu og mannréttindum. Hann hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að fara með mál sitt fyrir mannréttindadómstól Evrópu ef með þarf, en hann hefur þegar verið kærður fyrir athæfið. Hann segir málaferli á hendur sér hingað til hafa verið farsakennd, hann hafi mætt í yfirheyrslur en ekki fengið að sjá í hverju kærur á hendur honum felist. Var búinn þegar gæslan mætti Ásmundur lagði úr höfn aðfara- nótt gærdagsins og hélt til veiða á svonefndum Haus, um 20 sjómílur norðvestur af Sandgerði. Hann var í þann mund að halda heim á leið þeg- ar flugvél Landhelgisgæslunnar „fór að blaka vængjunum“ yfir honum eins og Ásmundur orðaði það í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég fékk um 750 kíló af mjög góðum þorski,“ segir hann aðspurður um aflabrögð. Selur fiskinn óáreittur Við heimkomuna beið lögreglan á Suðurnesjum hans við hafnarbakk- ann. Lögregluþjónar spurðu hann til nafns og fylgdust með honum landa fiskinum. Að öðru leyti voru ekki höfð afskipti af Ásmundi, sem selur fiskinn sem hann landar á markaði. Enn ein ferðin án heimildar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.