Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 9 Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Öxnadalur | Ýmis bæjarfélög keppt- ust við að halda fjölmennustu hátíð- ina um verslunarmannahelgina en fullyrða má að sú fámennasta hafi farið fram á Hraundranga í Öxna- dal. Þá skemmtu 12 manns sér sl. sunnudag við að komast á tindinn á rétt um 12 klst. frá 10.30 til 22.30. Þegar mest var voru fjórir á toppn- um í einu. Ekkert fjöldamet var slegið í það skipti, þar sem áður höfðu 18 manns farið í hópferð 1991 auk þess sem árið 2003 hafði það gerst að 10 manns voru í einu á toppnum. Hins vegar er líklegt að aldurs- forseti hópsins, Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri, sé elsti maður sem komið hafi á tindinn en hann er 59 ára gamall. Reyndar fullyrðir Þorvaldur Þórsson fjall- göngugarpur að Ragnar sé sá elsti sem hefur komist á toppinn. Nicholas Clinch, Finnur Eyjólfs- son og Sigurður Waage klifu Hraundranga fyrstir 5. ágúst árið 1956. Eftir það hafa um 100 manns komist á tindinn að sögn Þorvaldar. „Hrúga en ekki fjall“ „Í sjálfu sér er ekki mikið klifur fólgið í að komast á Hraundranga,“ segir Þorvaldur. „En það er var- hugavert því það er mikið laust grjót þarna. Þetta er hrúga sem heldur að hún sé fjall, svo ég leyfi mér að vitna í góðan mann. Þess vegna þarf töluverða reynslu til að fara þarna upp.“ Reyndar viðurkenna þeir Ragnar og Þorvaldur að aðeins fjórir í hópnum voru vanir klifurmenn. Þessir fjórir sáu svo um að ferja hina á tindinn og létu þannig gaml- an draum þeirra rætast. Fyrir vikið voru vönu klifurmennirnir lengi á fjallinu. Til að mynda var Þorvald- ur heila sex tíma á tindinum. Ferðalangarnir fundu þar enga gullkistu, ekki frekar en brautryðj- endurnir fyrir 52 árum, en þeir skráðu hins vegar nöfn sín í gesta- bókina og gæddu sér á viskíinu sem þar er geymt. Tröllaskaginn vannýttur „Tröllaskaginn er yfirhöfuð mjög gott útivistarsvæði,“ segir Þorvald- ur, „og ég fullyrði að það eru fá svæði ef nokkur sem eru jafn- fjölbreytt. Þar er margt hárra og skemmtilegra fjalla. Á hverju ári fara mörg hundruð manns á Hvannadalshnúk og annað eins á Heklu en þetta svæði stendur eftir sem virkilega gott fjallasvæði sem nánast er ósnortið.“ Tröllaskaginn hefur reyndar í seinni tíð orðið æ vinsælla útivist- arsvæði, og má sem dæmi nefna að Glerárdalshringurinn, 24 tindar á 24 stundum, er orðinn vel þekktur. Ljósmynd/Magnús Ingi Óskarsson Klifurmenn Þorvaldur Þórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson brostu sínu blíðasta á Hraundranga síðasta sunnudag. Hópferð á Hraundranga LÖGREGLA lagði hald á kannabis- plöntur í húsi nokkru í Hlíðunum á dögunum, en plönturnar voru rækt- aðar í allra augsýn. Ekki er hægt að segja til um hvort eigendur um- ræddra plantna gleymdu að koma þeim fyrir á afviknum stað, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en í það minnsta reyndist lögreglu- mönnum það létt verk að koma auga á kannabisplönturnar þar sem þær blöstu við í glugga hússins þegar að því var komið. Húsráðendur reyndu að halda uppi vörnum í málinu og sögðu að hér væri einungis um að ræða sér- stakar kryddplöntur og að afurðirn- ar væru alfarið ætlaðar til matar- gerðar. Lögreglumenn á vettvangi vissu betur og fjarlægðu plönturnar. Kannabis fyrir allra augum Morgunblaðið/Júlíus Reyndist lögreglu létt Stórar stærðir Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Gallapils, gallabuxur og bolir Nýjar vörur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56. www.xena.is SÉRVERSLUN Stærðir 36- 44 GLÆSIBÆ S: 553 7060 Útsala Útsala Enn meiri afsláttur iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Útsalan hefst á morgun 30-60% afsláttur VERÐHRUN SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.