Morgunblaðið - 07.08.2008, Page 21

Morgunblaðið - 07.08.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 21 MIKILL fjöldi fólks hefur liðið matarskort á undanförnum árum. Núlifandi Vest- urlandabúar þekkja hann aðeins af afspurn. Nú er svo komið að matarskortur og hækk- andi matvælaverð gerir vart við sig í flestum löndum heims. Enn sem komið er finnum við að- eins fyrir þessu í léttari pyngju en sá möguleiki er alveg til staðar að skömmtun á hveiti og hrísgrjónum verði til- finnanleg. Ástæður þessa eru hlýnandi veð- urfar, uppskerubrestur í Nýja- Sjálandi og Kína, ræktun lífræns eldsneytis og versnandi efnahags- ástand á heimsvísu. Í svona ástandi er varhugavert að ætla að smáþjóð sitji að bestu bit- unum á niðurgreiddu verði. Við er- um eyþjóð, háð flutningum í lofti og láði. Flutningum sem knúnir eru af síhækkandi eldsneyti. Íslendingar verða að gæta að fæðuöryggi sínu og eina leiðin til að tryggja það er að tryggja matvælaframleiðslu innan- lands. Það er alltaf betra að vera af- lögufær en skorta. Okkar helstu matvælaframleið- endur eru bændur. Því miður eru margir þeirra að hrekjast frá bú- skap. Andstætt almennri skoðun eru það ekki bændurnir sjálfir sem maka krókinn á framleiðslu sinni. Hagnaðurinn fer í vasa annarra. En það er bara annar vandinn. Hinn vandinn er að bændur eru upp til hópa einhleypir. Hér í Suður- Þingeyjarsýslu er stór hópur ólof- aðra karlkyns bænda sem sinna ein- ir búum sínum. Það má ekkert koma upp á því það verður að gefa tvisvar á dag og mjólka. Enda liggja bænd- ur ekki fyrir og kveinka sér. Þeir æla bara í flórinn og halda áfram að vinna. En það er erfitt að vera á tveimur stöðum í einu. Á sumrin verða þeir að hlaupa úr heyskap til að sinna verkunum. Vegna fjárhags- ins er ekki hægt að ráða vinnumann. Þessi bú gætu hins vegar vel fram- fleytt einni fjölskyldu þar sem tveir fullorðnir ganga til verka. Mjólk og kjöt er á kostnaðarverði. Það er erfitt að átta sig á af hverju bændur hafa orðið undir á hjóna- bandsmarkaðnum. Einhvern veginn féllu þeir úr tísku á sínum tíma ásamt landsbyggðinni í heild sinni og hafa ekki borið sitt barr síðan. Sem er miður því íslenskir bændur eru afbragðs eig- inmannsefni. Þeir eru vinnusamir, jarð- bundnir og æðrulaus- ir. Gangur lífsins er þeim fullljós og þeir þekkja líka gildi þess að skemmta sér á góðum stundum. Þeg- ar þeir syngja, syngja þeir raddað. Nú til dags er ekki nóg að vera vinnusamur og almennilegur maður. Litlir bisnessstrákar eiga mikilli hylli að fagna. Bisnessstrákar sem siglt hafa þjóðarskútunni í strand og stokkið frá borði með fulla vasa fjár. Það verða ekki sagðar sögur af þeim í þúsund ár. Við skulum ekki gleyma að helstu hetjur íslenskrar bók- menntasögu, eins og Gunnar á Hlíð- arenda og Egill Skalla-Grímsson, voru bændur. Nú er staðan að breytast. Það er ekki nóg að vera forríkur í flottum merkjavörudruslum, aka um á upp- hækkuðum lúxusjeppum innan- bæjar og hafa efni á því að snæða á fínustu veitingastöðunum ef ekkert er á matseðlinum annað en flamber- aðir fimmþúsundkallar. Grundvallarþarfir mannsins eru mjög einfaldar. Hann lifir ekki án matar. Því ættu einhleypar konur að hugsa sinn gang. Sumar hafa nú þegar flutt sig af höfuðborgarsvæð- inu því undarlegt nokk nutu konur ekki sömu hlutdeildar í góðærinu sem yfir gekk eins og karlar. Reynslan hefur sýnt að niðursveiflur í efnahagslífinu bitna verr á höf- uðborgarsvæðinu en landsbyggð- inni. Þá eru allar líkur á að bændur verði hin nýríka stétt er hung- urvofan fer að sverfa að heiminum. Við skulum ekki gleyma hlýnun jarðar sem er nú að breyta áður gróðursælum stöðum í eyðimerkur og Íslandi í kjörræktarland. Það gæti vel farið svo að á Íslandi verði gróðursælustu landbúnaðarhéruð heimsins. Í sveitinni er gott að búa og ala upp börn. Hér er fallegt og hreint loft og lítið stress. Nóg pláss á leik- skólum. Vegir eru ágætir sem og fjarskiptasambönd svo konur þurfa ekki að óttast innilokun. Hvernig á svo að finna rétta bónd- ann? Þeir eru eins og áður sagði heima að vinna og því heldur erfitt að nálgast þá. Hér verða því fleiri að leggja hönd á plóginn. Bændur verða líka að átta sig á samfélags- legri ábyrgð sinni og vera til sam- starfs. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Hægt væri að skipuleggja sælu- ferðir í sveitina þar sem nokkrar konur dveldu á bæjum og tækju þátt í bústörfum. Það væri jafnvel hægt að búa til raunveruleikaþátt um svo- leiðis tilraun. Vissulega færi þetta allt fram með siðsamlegum hætti. Hægt væri að útvíkka hrað- stefnumót og breyta þeim í helg- arferðir. Konur kæmu þá og gistu á hóteli. Færu svo á hraðstefnumót með bændum og jafnvel dansleik á eftir. Þá gæti sveitarfélagið efnt til há- tíðarinnar Sveitarómantík þar sem svæðið er kynnt og ýmislegt gert sér til skemmtunar. Það gæti verið al- menn hátíð sem höfðaði til flestra. Hvernig sem að þessu verður staðið þá er það einföld staðreynd að í Suður-Þingeyjarsýslu er margt góðra manna. Eins og staðan er núna þá eru þeir vannýtt auðlind. Vannýtt auðlind S-Þingeyinga Ásta Svavarsdóttir skrifar um hjúskap bænda í Suður-Þingeyjarsýslu » Það er erfitt að átta sig á af hverju bændur hafa orðið undir á hjónabandsmark- aðnum. Einhvern veg- inn féllu þeir úr tísku á sínum tíma ásamt lands- byggðinni í heild sinni … Ásta Svavarsdóttir Höfundur er hamingjusöm og vel nærð bóndakona. TALSMAÐUR neytenda hefur vakið máls á því að afnema beri verðtryggingu á lánum. Flestir hag- fræðingar hafa fundið því allt til foráttu og sagt að hún sé beinlínis nauðsynleg til að vernda hagsmuni fjár- magnseigenda og þá sérstaklega lífeyr- issjóðanna. Guðmundur Ólafs- son, sá ágæti hagfræð- ingur með meiru, tók í fréttum Stöðvar 2, eft- irfarandi dæmi. „Ef maður lánar öðr- um manni tíu hesta þá vill hann fá alla tíu hestana til baka, en ekki sjö.“ Það er auðvitað ekki nema sanngjarnt og eðlilegt að borga til baka það sem maður fær lánað, en er það sanngjarnt og eðlilegt að sá sem fær hestana að láni beri einn ábyrgð á þeim sama á hverju gengur? Til dæmis ef hestadrepsótt geisar á lánstímanum, stór hluti allra hesta í landinu drepst er þá eðlilegt að sá sem fær hestana að láni beri einn ábyrgð ef einhverjir drepast, jafnvel þó að víst megi teljast að hestarnir hefðu drepist þó svo þeir hefðu verið í túninu heima? Sá sem á peninga stendur frammi fyrir því að ákveða hvað hann eigi að gera við þá. Hann getur geymt peningana sína undir koddanum. Hann getur keypt sér fasteign eða fyrirtæki. Hann getur líka keypt sér hlutabréf, verðbréf eða jafnvel gull. Svo getur hann lánað þá. Við vitum hvað gerist ef hann set- ur þá undir koddann. Ef hann kaup- ir sér fasteign þá á hann á hættu að fasteignaverð hrapi, fyrirtæki getur farið á hausinn og hlutabréfamark- aðir geta hrunið. Meira að segja gull getur fallið í verði. Ef hann aftur á móti lánar pen- ingana á verðtryggðum kjörum er honum borgið. Þá er það lántakand- inn sem ber einn ábyrgð á allri heimsins óáran sem fyrir kann að koma, ekki bara á Íslandi heldur út um víða veröld. Lántakandinn get- ur þess vegna setið uppi með lán sem hefur farið uppúr öllu valdi á sama tíma og það sem hann varði fénu til, getur orðið verðlaust. Verðtryggingin sem við búum við er svo haganlega gerð, fyrir lánveitandann, að nánast allar verð- hækkanir í heiminum telja, hvort heldur þær eru vegna olíu- verðshækkana á heimsmarkaði, upp- skerubrests á kaffi í Brasilíu eða kulda- kasti á appels- ínuekrum í Florida. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru allar þessar hækkanir og verð- bólguskot komin til að vera. Hækk- anirnar leggjast við höfuðstólinn og eru óafturkræfar sama hvað kann að gerast í heiminum síðar á láns- tímanum. Verðtryggingin er meira að segja þannig úr garði gerð, að ef um verðhjöðnun yrði að ræða, lækkar lánið ekki neitt. Það getur ekki talist eðlilegt að íslenskir lántakendur skuli einir þurfa að bera allan heiminn á herð- um sér, ef svo má segja. Þess vegna er það ekki nema eðlileg krafa að fundin verði leið til að jafna þessari ábyrgð á milli lán- veitenda og lántaka þó ekki væri annað. Hestarnir hans Guðmundar Ólafsson- ar hagfræðings Eftir Þóru Guðmundsdóttur Þóra Guðmundsdóttir» Það getur ekki talist eðlilegt að ís- lenskir lántak- endur skuli einir þurfa að bera allan heiminn á herðum sér. Höfundur situr í stjórn og fram- kvæmdastjórn Neytendasamtakanna. Í landi elds og ísa Brátt mun hitna undir íbúum á landinu bláa. Halldór Björnsson kynnti í gær skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Ísland og Íslendinga. Golli Blog.is Þorleifur Ágústsson | 6. ágúst Viskunnar menn Nú er berjatíminn að hefj- ast. Sumir hafa meira vit á berjum en aðrir og enn aðrir hafa enn meira vit á berjum en sumir. Og svo hittast þessir menn og drekka kaffibolla á loftinu hjá Braga. Þá situr maður hljóður og hlustar á visku mannanna sem tínt hafa ber um allar hlíðar og firði. Þetta eru Grasa-Guddur nútímans. Fremstur fer í flokki Magnús og liggur karlinn sá ekki á skoðunum sínum og þekkingin hreinlega svífur út í belg og biðu – og ef mældur væri í desíbelum vær’ann langt yfir hættumörkum. Ekki veit ég hvort málverkið á suðurgafli smiðjunnar skírskoti til þessa. En berin þekkir hann betur en flestir – eða eins og hann segir sjálfur „ég veit það … þó að ég hafi ekki hugmynd um það“ með tilheyrandi handapoti til áherslu. Meira: tolliagustar.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 6. ágúst Sparnaðarráð Fjölskyldan er í óðaönn að aðlagast vinnuvikunni á ný, hætt að þakka fyrir sig á frönsku og hætt að bryðja ís í öll mál. Allt í einu er svo hversdags- matur eins og kóngamat- ur á bragðið og grá niðurrignd höf- uðborgin ljómar eins og sól í heiði. Best af öllu eru gömlu leikföngin sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga og það lítur út fyrir að það sé í góðu lagi að fresta næstu jólum og afmæli. Meira: bryndisisfold.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.