Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í keppnislýsingu um húsListaháskóla Íslands kemurfram að árið 1998, þegarLHÍ var stofnaður, hafði strax verið á döfinni að byggja hús sem gæti sameinað allar deildir skólans undir einu þaki. Um mitt árið 2007 var gert samkomulag milli LHÍ, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins sem gerði skólanum kleift að eignast lóð á svokölluðum Frakkastígsreit. Eftir það var gerður samningur við fasteignafélagið Samson Pro- perties ehf. um byggingu skólans að lokinni hönnunarsamkeppni. Sett voru fram skilmerkilega helstu markmið keppninnar. Bygg- ingarnar skyldu hæfa vel umhverfi svæðisins og falla að miðborg- arumhverfinu. Lögð var áhersla á að byggingarnar yrðu mikilvægur hluti af ásýnd miðborgarinnar og því væri sérstaklega lögð áhersla á metnaðarfullan arkitektúr. „Til þess að uppfylla þau skil- yrði um að byggingarnar féllu vel að umhverfinu ákváðum við strax í upphafi að hafa aðalbygginguna sem minnsta. Í raun er hún minnst af þeim fimm tillögum sem valdar voru á seinna þrep. Auðvit- að er hún þó ekki lítil, enda á Listaháskóli Íslands það fyllilega skilið að fá byggingu í miðbænum þar sem hann er sameinaður undir eitt þak. Við reyndum þó að láta hana virka minni. Það gerðum við með því að draga inn efri hæðir byggingarinnar, auk þess sem torg er sett fyrir framan hana, svo hún nær ekki alveg upp að Laugavegi. Byggingin er mótuð úr mörgum misstórum kubbalaga einingum, það væri hægt að líkja henni við kínverskt þrívíddar-púsluspil. Við miðuðum við að hver hlið á einingu sem snýr út, væri ekki stærri en hliðar húsanna í kring. Þannig svipa einingarnar til húsanna í umhverfinu og tenging myndast“ segir Páll Hjaltason. Einnig var sett það skilyrði að byggingin myndi ekki aðeins þjóna nemendum og starfsfólki LHÍ, heldur einnig almenningi. Tæplega þriðjungur hússins á að vera opinn almenningi, samkvæmt keppnislýs- ingu og á skólinn þannig að glæða miðborgina lífi með menningar- framlagi sínu. Líka fyrir almenning „Næst Laugavegi í byggingunni verða sýningarsalur, verslun og kaffihús. Kaffihúsið verður í hús- inu sem stendur á Laugavegi 41 og þaðan verður hægt að ganga inn í matsal sem einnig er opinn öllum. Í sýningarsalnum geta þeir sem eiga leið framhjá skólanum litið inn og séð afrakstur nemenda. Á neðri hæðum verða ýmis rými opin almenningi, til að mynda tón- leikasalur, bókasafn og leiksalur. Byggingin mun því þjóna almenn- ingi, en ekki aðeins litlum, afmörk- uðum hópi.“ LHÍ hefur löngum haft þá stefnu að vinna að tengslum á milli greina og fá ólíkar greinar til að vinna saman. Það þykir því mik- ilvægt að greinarnar séu ekki að- eins allar undir sama þaki, heldur einnig að sem mest nálægð sé á milli þeirra svo vettvangur fyrir slíku samstarfi skapist. „Til að uppfylla þarfir deilda þurfti byggingin að innihalda sali sem voru allt frá því að vera með þriggja metra lofthæð og upp í átta metra. Til dæmis þarf lofthæð að vera átta metrar í kórsalnum, en hann þarf að rúma pípuorgel svo aðstæður séu góðar til að æfa kórtónlist. Við hönnuðum því hvert rými eins og kubbalaga einingar, sem við svo röðuðum saman í kringum svokallað miðrými. Geng- ið er beint inn í miðrýmið um aðal- innganginn frá Laugavegi. Ef staðið er í miðrýminu og horft upp er hægt að sjá næstu fjórar hæðir fyrir ofan og hvað er að gerast þar. Einingunum er svo raðað saman eftir hvernig best passar. Það verða því fimm hæðir Lauga- vegsmegin en fjórar Hverfisgötu- megin, út af mismunandi lofthæð.“ Auk aðalbyggingar, sem hýsir kennslustofur, skrifstofur, bóka- safn og sýningarsali er í keppn- islýsingu einnig beðið um bygg- ingu norðan Hverfisgötu undir verkstæði og fleira. Í bókinni sem fylgdi með tillögunni kemur fram að hluti nýbyggingarinnar sé ætl- aður LHÍ. Ákjósanlegt væri að hafa þar einnig aðstöðu fyrir lista- menn sem gætu nýtt verkstæðin og fleira með nemendum. Í keppnislýsingunni var líka tek- ið fram að byggingarnar skyldu vera hagkvæmar, umhverfisvænar og sjálfbærar í rekstri. „Við vildum allt gera til að draga úr orkunotkun. Yfir mið- rými skólans er glerþak þar sem dagsbirtan streymir inn og svo streymir hún líka inn um stóru gluggana á húsinu. Markmiðið er að nýta dagsbirtuna sem mest, svo ekki þurfi að nota jafnmikið af ljósum. Til þess að ná vetrarsól- inni verða sérstaklega formaðir bitar í glerþakinu yfir miðrýminu. Þannig getum við nýtt vetrarsólina til að lýsa upp í skammdeginu. Við vildum þó ekki bara spara orku með náttúrulegri lýsingu, heldur einnig hafa loftræstingu bygging- arinnar að mestu leyti nátt- úrulega. Þar sem loftið í miðrým- inu er úr gleri mun það hitna og loft stíga upp og þannig dregst ferskt loft í gegnum hin rýmin sem eru í kringum miðrýmið. Í sumum sölum og kennslustofum verður líka kerfi sem stýrir glugg- unum þannig að ef að hitinn inni fer yfir ákveðin mörk, þá opnast gluggarnir og lokast þegar að kólna tekur. Heita loftið í miðrým- inu fer svo út í gegnum loftristar. Svo spörum við líka orku með gólfhitun. Við eigum mikið af heitu vatni en við þurfum samt að fara sparlega með það. Svo meirihluti byggingarinnar verður hitaður upp með gólfhitun sem verður líka stýrt vélrænt. Gólfin geyma svo hitann yfir nóttina og þá þarf ekki að kynda bygginguna allan sólar- hringinn. Þannig sparar gólfhit- unin orku.“ Norræn menning sem fyrirmynd Að sögn Páls var reynt að skapa sem hlutlausasta byggingu, sem virkaði sem skel í kringum starf- semi skólans. „Við sóttumst eftir því að nota frekar norræna menn- ingu sem fyrirmynd, en ekki nátt- úruna og fannst það henta vel. Þannig verða sumir glugganna klæddir með mynstruðu, götuðu stáli. Mynstrið var unnið út frá ís- lensku 17. aldar handriti sem sýnir útsaumsmynstur.“ Páll er bjartsýnn á framhaldið, þó svo að hann sé hissa á deilunni sem hefur sprottið í kringum til- löguna. „Ég hef heyrt í íbúum og verslunareigendum í kring. Þeir eru fegnir að fá LHÍ á svæði, þar sem nú er meðal annars tattústofa, karókíbar og strippstaður. Þessi partur af Laugavegi minnir frekar á hliðargötu en aðalverslunargötu. Vissulega má varðveita gömul hús og í sumum tilfellum á að gera það. Það á að varðveita hús sem af einhverjum ástæðum eru merki- legri en önnur, en ekki öll gömul hús. Það þýðir þó ekki að hér með sé ákveðið að húsin sem víki fyrir LHÍ á Frakkastígsreitnum verði rifin niður, því alveg eins má flytja þau annað ef góður staður finnst fyrir þau. Það mun skapast mun meira líf á þessu svæði þegar LHÍ er kominn þangað. Það er hægt að læra ýmislegt af því hvernig túristar fara um miðbæinn. Flestir þeirra ganga upp Bankastræti og koma að mörkum Laugarvegs og Skóla- vörðustígs. Þá er algengt að þeir vita ekki að þar horfa þeir upp Laugaveginn og ganga því upp Skólavörðustíg í frekari leit að að- alverslunargötu Reykjavíkur. Við Hallgrímskirkju finnst þeim þeir hafa farið aðeins of langt og halda áfram leit að Laugavegi niður Frakkastíg þar til þeir koma að reitnum þar sem LHÍ á að rísa. Þá er ekki nema skiljanlegt að þeim finnist þeir enn vera á villi- götum, miðað það sem blasir þeim við sjónum. Í raun er veitingastað- urinn Rossopomodoro einn af fáum stöðum á þessu svæði sem eiga heima á Laugaveg, en þeir hafa ekki pláss fyrir neina útiað- stöðu svo það skapast ekki mikið líf þar,“ segir Páll og bætir því við að vonandi skapist meira líf á þessu svæði þegar LHÍ er kominn þangað. Hann líkir vinningstillögunni við endi á löngum ferli, sem hófst þeg- ar LHÍ hóf að leita að húsnæði. Nú tekur við næsta ferli, þar sem tillagan verður kynnt og unnin frekar og Páll kveðst bjartsýnn á framhaldið. gudnyh@mbl.is List í kínverskri þrívídd Ágreiningur hefur verið um vinningstillögu að nýbyggingu Listaháskóla Íslands sem reist verður á horni Laugavegar og Frakkastígs, svokölluðum Frakkastígsreit. Deilur hafa snúist um hvaða hús eigi að rífa og hvort það eigi yfir höfuð að rífa gömul hús á Laugavegi. Að auki hefur þeirri spurningu verið velt upp; hvort Listaháskólinn sé of stór fyrir miðbæinn eða miðbærinn of lítill fyrir Listaháskólann. Margir virðast hafa skoðanir á málinu, án þess að hafa kynnt sér vinningstillöguna til hlítar. Því er ráð að staldra við og byrja á byrjuninni, áður en deilum er lengra haldið. Guðný Hrafnkelsdóttir ræddi við Pál Hjaltason, arkitekt hjá +Arkitektum sem unnu að tillögunni ásamt dönsku arkitektastofunni ADAPT. Listaháskóli Myndir sem birtar hafa verið að undanförnu af tillögunni gefa í skyn að skólinn standi þétt upp við Laugaveg. Til að leiðrétta þennan mis- skilning hafa arkitektastofurnar tvær unnið fleiri tölvuteikningar, sem sýna greinilega að fyrir framan skólann verður lítið torg. Morgunblaðið/Golli Bjartsýnn Páll er undrandi á deil- unum í kringum vinningstillöguna að nýrri byggingu Listaháskóla Íslands en er þó bjartsýnn á framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.