Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á hugi minn fyrir kvik- myndum hefur alltaf verið mikill. Þegar ég kláraði MR ætlaði ég í pólska kvikmyndaskól- ann, en þurfti þá að hafa tveggja ára háskólanám að baki til þess að kom- ast inn. Ég fór þá í sagnfræði í Há- skóla Íslands og vann á deild 13, sem var útibú frá Kleppi. Í því fólst meðal annars að fara með konurnar inni á Kleppi í förðun og snyrtingu hjá nem- endum Margrétar Hjálmtýsdóttur, sem rak snyrtiskóla. Þannig kynntist ég Margréti. Hún var alveg ótrúleg manneskja og flottasta kona ever. Verst að hún skildi aldrei vilja láta gera um sig mynd. Kynnin leiddu til þess að ég fór í eins árs nám í Snyrti- skóla Margrétar og þaðan lá svo leið- in til New York þar sem ég lærði förðun fyrir kvikmyndir, sjónvarp og ljósmyndir. – Og fórst aldrei í pólska kvik- myndaskólann? „Nei. Förðunin varð upphafið að leið minni inn í íslenzka kvikmynda- heiminn. Þegar ég kom heim frá New York vann ég sem farðari við Punkt- ur, punktur komma strik og Jón Odd og Jón Bjarna, en síðasta myndin þar sem ég er skráður farðari er Löggulíf 1985. Annars hef ég prófað öll störf í kvikmyndageiranum held ég; auk þess að farða hef ég verið hljóð- maður, kvikmyndatökumaður, leik- stjóri,upptökustjóri, klippari og fram- leiðandi. Það hefur ýmsa kosti að vera margfaldur í roðinu, einkum við gerð heimildarmyndanna, þar sem áhöfnin er talsvert einfaldari og fá- mennari en þegar um langar kvik- myndir er að ræða.“ Allt snerist um kvikmyndir – Af hverju þessi áhugi á kvik- myndum? „Pabbi vann hjá Símanum og kana- sjónvarpið kom mjög snemma inn á heimilið. Foreldrar mínir sóttu reglu- lega kvikmyndahús og ég fór alltaf með. Svo komst ég í kynni við Friðrik Þór Friðriksson og eftir það snerist allt um kvikmyndir. Hann frumsýndi Njálu í Háskólabíói og fyrir ágóðann keypti hann filmur og bensín á bílinn og við gerðum heimildamyndina Eld- smiðinn. Þar var ég hljóðmaður. Sama ár, þetta var 1982, gerðum við Rokk í Reykjavík. Hún átti nú bara að vera stutt heimildarmynd en end- aði sem kvikmynd í fullri lengd. Þetta var viðfangsefni sem var svo stórt og spennandi. Á þessum árum var allt að gerast í tónlistinni á Íslandi. Í rokk- inu og pönkinu var að koma fram nýtt og ferskt tónlistarfólk, sem átti held- ur betur eftir að láta að sér kveða. Um þetta varð að gera alvöru mynd með öllu sem því fylgir. Það var gríð- arlegur áhugi fyrir myndinni. Það urðu því ekki bara vonbrigði heldur fjárhagslegt áfall þegar kvikmynda- eftirlitið sá ástæðu til þess að banna hana innan 14 ára og útiloka þar með stóran hluta markhópsins. Fyrir okk- ur þýddi þetta auglýsingagerð í tvö ár til þess að losna við skuldirnar. Við Friðrik vorum einnig saman með Fjalaköttinn og kvikmyndablað- ið. Lífið var einhvern veginn bara bíó. Reyndar langaði mig að verða rit- höfundur, en minn tjáningarmáti varð kvikmyndin.“ Frá 1981 hefur Jón Karl unnið við 15 kvikmyndir, fimm leiknar stutt- myndir, þrjár leiknar sjónvarps- myndir, 10 heimildarmyndir og sex þætti/þáttaraðir fyrir sjónvarp; sam- tals 39 verkefni. – Hvað af þessu höfðar sterkast til þín? „Mér finnst heimildarmyndin skemmtilegust. Kvikmyndirnar eru eins og túr á togara; þú ferð út, fiskar og kemur svo aftur í land; mannskap- urinn fer í sparifötin og drekkur sig fullan. Svo skiljast leiðir og allt er bú- ið. En heimildarmyndin er með þér lengi, lengi, sumar árum saman og þær verða svona einhver samfella í lífinu, sem er bæði notaleg og skemmtileg.“ Óskar á Stórhöfða og Pompei norðursins – Hvað ertu að vinna við þessa stundina? „Ég er að sjá fyrir endann á þriggja ára vinnu við heimildarmynd um Stórhöfðavita. Það vita sennilega fæstir að þar er ekki bara veð- urathugunarstöð, sem flytur fréttir af misjafnlega miklu roki. Í Stórhöfða fara fram stórmerkilegar umhverf- isrannsóknir. Óskar Sigurðsson vita- vörður starfar með virtustu umhverf- isrannsóknarstofum heims, auk þess sem hann hefur merkt fleiri fugla en nokkur annar í heiminum, eða um 85 þúsund. Í Stórhöfða fara fram mjög merki- legar rannsóknir á atferli lundans. Ég stefni að því að í myndinni komi fram árangur af áður óþekktum að- ferðum til að fylgjast með ferðum lundans, en til þessa hafa menn lítið vitað, hvar lundinn dvelur yfir vet- urinn. Þessara niðurstaðna er því beðið með mikilli eftirvæntingu. Það var ekki vandalaust að mynda þá Óskar og Ævar Pedersen fugla- fræðing við lundamerkingarnar, þeir unnu í miklum halla og ég varð að vera eins afturhallanlegur og ég gat og renna mér á rassinum með myndavélina á eftir þeim. Svo bara hyldýpið ofan í sjó. Ég neita því ekki að það fór stundum um mig, en verk- efnið var svo áhugavert að það tók úr mér versta hrollinn. Annars hefur vinnan við myndina verið mjög skemmtileg og það eru auðvitað algjör foréttindi að hafa fengið að kynnast Óskari í Höfðanum og hans stórkostlega ævistarfi. Ég kynntist Óskari í gegnum Kristínu Jóhannsdóttur fjarbýliskonu mína. Kristín er markaðsfulltrúi Vest- mannaeyja. Ég var með henni á fyr- irlestri í Fiska- og náttúrugripasafn- inu og veitti því þá eftirtekt að allir Hann fór í gegnum förð- un inn í kvikmyndagerð, á nú 39 verkefni að baki og er með ýmislegt á prjónunum. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Jón Karl Helgason kvik- myndagerðarmann. Pompei Norðursins Kristín Jóhannsdóttir hrinti hugmyndinni um Pompei Norð- ursins í framkvæmd og Jón Karl gerir heimildarmynd um framvinduna. Kvikmyndir 1981 Punktur punktur komma strik. Förðun. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. 1981 Jón Oddur og Jón Bjarni. Förðun. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. 1982 Rokk í Reykjavík. Framleiðandi og hljóðupptaka. Leikstjóri: Friðrik Þór Frið- riksson. 1983 Á hjara veraldar. Aðstoðarhljóðmaður. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. 1984 Nýtt líf. Aðstoðarkvikmyndatökumaður og förðun. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. 1984 Dalalíf. Aðstoðarkvikmyndatökumaður og förðun. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. Skammdegi. Aðstoðarkvikmyndatökumaður og förðun. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. 1985 Löggulíf. Aðstoðarkvikmyndatökumaður og förðun. Leikstjóri: Þráinn Bert- elsson. 1986 Stella í orlofi. Aðstoðarkvikmyndatökumaður. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. 1987 Skytturnar. Aðstoðarkvikmyndatökumaður. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. 1990 Pappírs Pési. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri Ari Kristinsson. 1992 Veggfóður. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Júlíus Kemp. 1995 Einkalíf. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. 1996 Blossi. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Júlíus Kemp. 1997 Vildspor. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Simon Staho. Leiknar stuttmyndir 1988 Ferðalag Fríðu 30 mín. Aðstoðarkvikmyndatökumaður. Leikstjóri: María Krist- jánsdóttir. 1989 Enginn venjulegur drengur 30mín. Aðstoðarkvikmyndatökumaður. Leikstjóri: Ari Kristinsson. 1995 Draumur um draum 45 mín. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Ásthildur Kjart- ansdóttir. 1996 Sjálfvirkinn 30 mín. Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Júlíus Kemp. 2004 Móðan 14 mín. Leikstjóri, klippari og framleiðandi. Leiknar sjónvarpsmyndir 1991 Sigla himinfley (4x50 mín). Stjórn kvikmyndatöku. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son 2006 Kalla kaffi. Kvikmyndataka. Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Framleiðandi Saga Film/Rúv 2006 Reykjavíkurnætur. Kvikmyndataka. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Framleið- andi Blue Eyes/ Stöð 2. Heimildamyndir 1982 Eldsmiðurinn 30 mín. Hljóðupptaka. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. 1988 Í askana látið (4x45 mín). Hljóð og klipping. Framleiðandi Plus film. Leikstjóri: Sigmar B. Hauksson. 1994 Saga tónlistar í 50 ár (1x55 mín). Stjórn upptöku, kvikmyndataka og klipp- ing. Framleiðandi Plus film. Leikstjóri: Gestur Guðmundsson. 1994 Fegurð. Leikstjóri, kvikmyndataka, klipping. Framleiðandi Plus film. 2001 Fæðing Baldurs. Leikstjóri, kvikmyndataka og klippari. Framleiðandi Hugsjón fyrir RÚV. 2001 Sönn íslensk sakamál 1x40 mín. Leikstjóri, kvikmyndataka og klippari. Fram- leiðandi Hugsjón fyrir RÚV. 2002 Wild Seas of Iceland 52 mín. Leikstjóri, kvikmyndataka og klippari. Framleið- andi Storm fyrir Stöð 2. 2003 Mótmælandi Íslands. Leikstjóri, kvikmyndataka og klippari. Framleiðandi 20 Geitur. 2005 Kórinn. Kvikmyndataka. Leikstjóri: Silja Hauksdóttir. Framleiðandi Spark. 2006 Shanghaiing Days. Kvikmyndataka. Leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson. Framleiðandi Saga film. Þættir fyrir sjónvarp 1998–2000 Ljósbrot (32x30 mín), Kristall ( 62x30 mín). Stjórn upptöku, kvik- myndataka og klippari. Framleiðandi Stöð 2. 2000-2001 M:2000 (Menningarborgin) 5x30 mín. Stjórn upptöku, kvikmyndataka og klippari. Framleiðandi Hugsjón fyrir RÚV. 2000-2001 20 öldin 5x30mín. Klipping. Framleiðandi Hugsjón/Stöð 2. 2001-2002 Spírall: 10x30 mín. Stjórn upptöku, kvikmyndataka og klippari. Fram- leiðandi Hugsjón/RÚV. 2003-2007 Eldsnöggt með Jóa Fel (50X30 mín). Leikstjóri, stjórn upptöku og klippari. Kokkaþáttur fyrir Stöð 2 . Lífið er bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.