Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð, vinsemd og hjálpsemi vegna andláts og útfarar, EGILS JÓNSSONAR bónda og fv. alþingismanns, Seljavöllum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11B Landspítalanum við Hringbraut og hjúkrunar- heimilinu á Höfn fyrir einstaka hjúkrun, velvild og umhyggju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Hjaltadóttir og fjölskylda. Við hjónin minnumst sr. Birgis Snæbjörnssonar með mikilli hlýju og þakklæti. Þar sem við vorum í sum- arfríi þegar hann var borinn til graf- ar viljum við minnast hans örfáum orðum. Hann var litríkur persónu- leiki og mikill sjónarsviptir að hon- um í samfélagi presta og í menning- ar- og sönglífi á Akureyri. Hann var sóknarprestur í Akureyrarkirkju við hlið sr. Péturs Sigurgeirssonar þau ár sem Gylfi var þar í forsvari fyrir Æskulýðsfélag kirkjunnar. Gott var að líta við í Eyrarlandsveginum hjá sr. Birgi og ræða við hann um þau verkefni sem verið var að fást við í Æskulýðsfélaginu hverju sinni. Sr. Birgir eins og sr. Pétur gaf okkur sem störfuðum í Æskulýðsfélaginu dýrmæta hluti af reynslu sinni og tíma. Fyrir þær gjafir erum við sem Birgir Snæbjörnsson ✝ Séra BirgirSnæbjörnsson, prestur og prófast- ur á Akureyri, fæddist á Akureyri 20. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtu- dagsins 17. júlí síð- astliðins á sjötug- asta og níunda aldursári. Útför sr. Birgis fór fram frá Akur- eyrarkirkju 25. júlí sl. þeirra nutum ævar- andi þakklát. Á blóma- tíma æskulýðsfélag- anna voru sumarmót á Löngumýri í Skaga- firði og á Vestmanns- vatni fastir liðir í starfi þeirra. Þar naut kímni og glaðværð sr. Birgis sín vel og trúi ég að þar hafi verið lagður grunnur að því mikla sálgæslustarfi sem hann síðar sinnti á sín- um farsæla starfsferli á Akureyri. Þegar við hjónin fluttumst norður til Möðru- valla sumarið 2000 endurnýjuðust gömul kynni. Hann var þá hættur störfum við kirkjuna, en hélt áfram að vera í hópi kollega í félagslífi okk- ar og gleðskap. Ómissandi var að hafa sr. Birgi með. Sögur hans og lífsfjör var engu líkt. Rósa var þá alltaf við hlið hans brosandi, enda sambandið á milli þeirra svo augljós- lega fyllt af kærleika og gagnkvæmri virðingu. Oftar en einu sinni hljóp sr. Birgir undir bagga með sóknarbörn- um í Möðruvallaklaustursprestakalli og má með sanni segja að nærvera hans hafi skapað þá einingu sem nú ríkir í prestakallinu. Fyrir það er Solveig Lára, fyrir hönd safnaðarins, afar þakklát. Við biðjum góðan Guð að styrkja Rósu, börn þeirra og barnabörn um ókomin ár. Solveig Lára og Gylfi, Möðruvöllum. Hann Oddur sterki er farinn inn í ljósið. Hann var þekktur sem Oddur sterki í gamla daga á Ísafirði, sagan segir að þegar að frumburður hans og Kristínar hafi verið á leiðinni í heiminn hafi Oddur róið yfir Önundarfjörðinn ásamt tveimur öðrum til að sækja ljósmóð- ur. Tveir reru öðru megin og hann einn hinum megin en þeir héldu samt ekki í hann. Rúmlega sjötugur byggði Oddur sumarbústað inn í Tungudal og sagan segir að hann hafi Oddur Guðjón Örnólfsson ✝ Oddur GuðjónÖrnólfsson fæddist á Breiðabóli í Skálavík 24. sept- ember 1920. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 18. júlí síð- astliðinn. Útför Odds var gerð frá Ísafjarðar- kirkju 26. júlí sl. sjálfur borið spýturnar upp í hlíðina. Ég hef sjaldan séð stærri hendur en á honum Oddi tengdapabba mínum og hafa mörg barnabörnin erft þess- ar sterku og tryggu hendur, þar á meðal sonur minn og stjúp- sonur. Oddur tengdapabbi minn var barn síns tíma, þögull og hann bar ekki tilfinningar sínar á torg en þegar þú horfðir í augun á honum sástu hlýjuna, viðkvæmnina, styrkinn og tryggðina í himinbláum augunum. Ég kom inn í „Oddssons“-fjölskyld- una fyrir tæpum 17 árum og í upphafi var tekið þannig á móti mér að mér fannst ég tilheyra þeim öllum. Ég mun ætið varðveita þessa tilfinningu í hjartanu mínu að finnast ég vera velkomin og vonandi tekst mér að koma þessu áfram til komandi kyn- slóða. Er maður nokkurn tímann tilbúin þegar tíminn er kominn fyrir for- eldra manns að fara úr þessum heimi? Ég held ekki, eftir situr sökn- uður og sorg en á sama tíma finn ég fyrir gleðitilfinningu fyrir hönd Odds að vera orðinn frjáls úr veikum lík- ama. Síðustu mánuðir voru mjög sér- stakir, þeir voru erfiðir Oddi, Krist- ínu tengdamömmu og afkomendum en eins og alltaf má finna ljós í erf- iðleikum. Ég sá samskipti Odds við sína nánustu styrkjast með degi hverjum, mér fannst hann opna hjartað sitt meir og meir, augun urðu enn tærari og bjartari og ég held að hann hafi verið sáttur þegar hann fór. Ég þakka Guði fyrir þessa síð- ustu mánuði þrátt fyrir alla erfiðleik- ana og ég þakka Oddi fyrir þessi 17 ár, ég þakka Kristínu og Oddi fyrir að hafa eignast hann Jón minn og öll börnin þeirra sex. Elsku Kristín mín, við erum öll til staðar fyrir þig og Oddur er hjá okkur þó svo við sjáum hann ekki með veraldlegu augunum okkar. Kæru „Oddssons“-systkin, þið eruð svo sannarlega lánsöm að vera Odds og Kristínarbörn. Ljós- og kærleikskveðjur, Martha tengdadóttir. Sigurbjörg, eða Bogga eins og við köll- uðum hana, lifði tím- ana tvenna, hún var af þeirri kynslóð kvenna sem fyrst klæddist reiðbux- um, enda mikil hestakona og sund- reið vatnsföllin fyrir austan. Hún fylgdist með öllum nýjungum og dáðist að tæknivæddu samfélagi. Hún var alltaf jafn glæsileg hvort sem það voru reiðfötin eða minkap- elsinn sem hún klæddist. Hún var Sigurbjörg Malmquist Jóhannsdóttir ✝ Sigurbjörg BóelMalmquist Jó- hannsdóttir fæddist í Borgargerði við Reyðarfjörð 17. nóvember 1915. Hún lést 20. júlí síð- astliðinn. Að ósk Sig- urbjargar fór útför hennar fram í kyrr- þey. bráðgreind, verklagin, dugleg og elskuleg kona. Heimili hennar var alla tíð afar hlýlegt og smekklegt. Þau hjónin Axel móðurbróðir minn og hún voru kærkomnir gestir á Gunnarsstöð- um. Öll sumur bernsku minnar settu þau svip á mannlífið þar og tóku þátt í starfi og leik heima- fólksins, þá daga sem þau áttu sumarfrí. Afi beið við gluggann eftir því að Tau- nusinn rynni í hlaðið. Stína Magga dóttir þeirra var í sveit hjá okkur og var ógleymanlegt þegar hún fékk af- mælispakkann, ævinlega nutum við börnin góðs af þeirri sendingu og oft hafði Bogga mig í huga líka þegar hún saumaði eitthvað á Stínu Möggu. Glettnin og kætin sem ávallt fylgdi Boggu varð okkur heimafólkinu, sem ekki komst í sumarfrí, mikil upplyft- ing og skemmtun. Hún hafði með- ferðis nýjustu Burda-blöðin og steig gömlu Singer-saumavélina svo nýjar flíkur urðu til daglega eða þá langar strigaábreiður yfir heyin. Reiðtúrar á kvöldin, sögur og söngvar, heim- sóknir á bæina og miklar gestakom- ur, allt rennur þetta saman í minn- ingum um Boggu. Það var sérstakur ylur í rödd mömmu þegar hún talaði um Boggu mágkonu sína. Hún tók mér opnum örmum þegar ég fjög- urra ára gömul dvaldist um tíma á heimili þeirra hjóna í Barðavoginum og ótal ferðir kom hún að heimsækja mig á Landspítalann. Hún var sér- stök vinkona mín og velgjörðarkona. Öll skólaárin mín í Reykjavík stóð heimili þeirra mér opið hvenær sem var. Langri og starfsamri ævi er lokið og heiðurskona er kvödd með virð- ingu og þökk. Við systkinin vorum á Hornströndum þegar útför hennar fór fram en fyrir hönd okkar allra sendi ég minni kæru Stínu Möggu, Guðrúnu og Ellert og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Kristín Sigfúsdóttir. Kynni mín við Jó- hannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum skiptast í tvö tímabil. Á hinu fyrra kynntist ég fyrst og fremst skáld- inu og kvæðamanninum. Á hinu síðara bar meira á tónlistarmann- inum þó að hinir væru að sjálf- sögðu aldrei fjarri. Rétt upp úr 1960 fékk ég inni í Bílaskálanum hjá Eysteini félaga mínum í Lúðrasveitinni Svani með Moskvitsbifreið mína sem þurfti að ryðbæta. Þetta var viðkvæmt mál því að til stóð að nota tækni sem ekki samræmdist gæðastefnu fyr- irtækisins. Mér var því komið fyrir í kjallara þar sem gestir og gang- andi sáu ekki hvað fram fór. Ég skaust stundum upp í kaffi og lenti þá gjarnan í samræðum við Jóa, sem þar starfaði um þessar mund- ir. Jóhannes Halldór Benjamínsson ✝ Jóhannes Hall-dór Benjamíns- son fæddist á Hall- kelsstöðum í Hvítársíðu 11. mars 1933. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 1. júlí síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 11. júlí. Jóhannes varð eins konar hirðskáld lúðrasveitarinnar og fór með gamanmál á skemmtunum okkar. Einhverju sinni var honum fenginn listi með nöfnum fé- lagsmanna og átti að semja brag með vísu um hvern og einn, er hann svo flutti á árshátíð í Þjóðleik- húskjallaranum. Við lok flutningsins kom í ljós að eitt nafn hafði vantað á listann, og það ekki hið ómerkilegasta, heldur heiðurs- félagans, Karls Ottós Runólfssonar er stjórnað hafði sveitinni um ára- bil. Er ekki að orðlengja að Jó- hannes settist afsíðis við borð og kom eftir stutta bið með snjalla vísu um Karl. Síðara tímabilið hófst er við urð- um nágrannar á Seltjarnarnesi. Við heimsóttum hvor annan, hann þó oftar mig, hann spilaði fyrir mig lögin sín, við hlýddum á harmon- ikulög af diskum og hafður var yfir kveðskapur. Ég fékk hjá honum talsvert af lögum hans á nótum, allt útsett eftir hann sjálfan. Hann gaf mér einnig ljóðabókina sína „Héðan og þaðan“, þar sem er að finna bæði frumsamin og þýdd ljóð. Þar er meðal annars hin magnaða kviða Hellismenn. Sönglögunum hans kynntist ég ekki að ráði. Einu harmonikulagi Jóhannesar kom ég á framfæri ef svo má segja, en léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur lék Fjallamannamars hans undir minni stjórn á lands- móti harmonikuunnenda í Nes- kaupstað sumarið 2005. Sá flutn- ingur er til útgefinn á safndiskum frá mótinu. Útsetning hans var spiluð nær óbreytt, þó fékk ég leyfi til að breyta síðasta takti þannig að endað var á hnykk eins og margir marsar í fjórskiptum takti enda. Höfundur lét sér vel líka meðferð okkar á laginu. Jóhannes naut ekki formlegrar tónlistarmenntunar, en meðfæddir hæfileikar hans voru slíkir að hann náði af eigin ramm- leik tökum ekki aðeins á mörgum hljóðfærum heldur einnig útsetn- ingum, sem að mínu mati eru prýðilegar, og nótnaskrift, sem ber vott um listrænt handbragð. Við ræddum nokkuð um að fá einhver verka hans hljóðrituð, þá í flutningi annarra því þegar hér var komið voru fingur hans teknir að stirðna, en tilraunir til að koma því í kring runnu út í sandinn, því mið- ur. Að vísu er enn hægt – og væri þarft – að bæta þar um, en það er langt frá sama sem hefði það verið gert meðan hann var enn á dögum. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa leitt leiðir okkar Jóhann- esar saman. Megi minning hans lifa. Ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu samúð og óska þeim blessunar. Jóhann Gunnarsson. Okkar ástkæra amma Svana lést 3. júní, 71 árs gömul, á Landspítalanum í Fossvogi. Það var alltaf gott að koma til hennar og hún hafði alltaf tíma fyrir okkur. Það var auðvelt að segja henni leyndarmál og henni fannst ég alltaf frábær. Henni þótti mjög gaman að lesa og las allt á milli himins og jarðar. Einnig sagði hún mér oft sögur af pabba mínum og bræðrum hans þeg- ar þeir voru á mínum aldri og voru Svanlaug Alda Árnadóttir ✝ Svanlaug AldaÁrnadóttir fæddist á Gauts- hamri í Steingríms- firði í Strandasýslu 6. maí 1937. Hún lést á Landspítal- anum í Fossvogi 3. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 20. júní. prakkarar. Þó að ég byggi í útlöndum töluð- um við oft saman í síma og þar sem hún hafði sjálf búið í sama landi þá skildi hún mig svo vel. Hún lét okkur allt- af finnast að við ættum sérstakan stað í hjarta hennar þótt við værum níu barnabörn. Að mæta í mat til ömmu Svönu var frábært, bæði var hún frábær kokkur og síðan bjó hún til bestu sultur í heimi. Og lokasetningin eftir mjög vel útilátinn og frábæran mat var: „Borð- ið þið nú svo þið verið mett!“ Að trúa á Guð var hennar styrkur og þakkaði hún Guði gjarnan fyrir fjölskyldu sína og vini. Við öll söknum hennar sárt. Kveðja frá barnabörnum, Valgerður Lilja og litli bróðir Hrafnkell Óli. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.