Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 17
Því er gert skóna að Obama sé grunnhygginn og smellpassi þess vegna í heim glanstímarita og slúð- urdálka. Í herbúðum McCains er ekki talað um fylgismenn Obama heldur aðdáendur hans. Sumir túlka þessa nýju nálgun McCains sem örvæntingarfulla til- raun til að fá athygli. Fjölmiðlar fylgja Obama hvert fótspor en McCa- in hefur átt erfiðara með að ná til þeirra. Því er hann ekki vanur. Í gegnum tíðina hefur hann verið sér- staklega vinsæll hjá fjölmiðlafólki. David Mark, stjórnmálaskýrandi veftímaritsins Politico, telur að þessi aðferð muni ekki koma McCain vel. „Hann hefur gert út á að vera sanngjarn og hreinskiptinn. Þessi nálgun sæmir honum ekki,“ segir hann. Sjálfur segist McCain stoltur af nýju herferðinni. „Við erum bara að benda á að innihaldið skiptir máli, ekki umbúðirnar og yfirbragðið,“ segir hann. „Datt þeim ekkert skárra í hug en Paris Hilton og Britney Spears? Við stöndum frammi fyrir mjög mik- ilvægum ákvörðunum og aðkallandi vandamálum. Ég hefði ætlað að fólk vildi frekar ræða það sem skiptir máli,“ sagði Obama um þetta mál. Auglýsingin vekur þó áfram um- ræðu, ekki síst vegna þess að Paris Hilton hefur svarað henni með eigin myndbandi, þar sem hún gerir óspart grín að McCain. Í myndbandinu situr hún á sól- baðsstól í mjög efnislitlum sundbol. Hún segist hafa birst í auglýsingu hjá krumpaða, gráhærða karlinum og það hljóti að þýða að hún sé í forseta- framboði. Hún þakkar gráhærða karlinum stuðninginn og greinir svo frá stefnu sinni í orkumálum. Poppstjórnmál? Árið 1992, þegar hann bauð sig fram til forseta, kom Bill Clinton fram í spjallþætti Arsenio Hall. Hann var með sólgleraugu og spilaði „He- artbreak Hotel“ á saxófón. Þetta vakti mikla athygli og stundum er sagt að á þessu augnabliki hafi Clin- ton orðið stjarna. Í umfjöllun um Obama er oft minnst á þetta atvik. Sumir telja þetta upphafspunkt þróunar sem hef- ur náð enn lengra með Obama; að skilin á milli stjórnmála og popp- menningar séu að mást út. Í þessu samhengi er ekki bara fjallað um stjórnmálamenn á borð við Obama heldur líka þá sem koma hin- um megin frá. Angelina Jolie og Bono eru dæmi um það. Þau eru poppfígúrur en nota frægðina til að vekja athygli á og vinna að pólitískum markmiðum. Þannig telja sumir að nýstárleg kosningabarátta Obama sé einfald- lega tímanna tákn. Fjölmiðlun hafi breyst og ungt fólk sæki sér upplýs- ingar með öðrum hætti en eldri kyn- slóðir, ekki síst í gegnum poppmenn- ingu, internetið og blogg. Obama hafi áttað sig á þessu og það sé lykillinn að velgengni hans. Fjöldi stórstjarna, kvikmyndleik- ara og tónlistarmanna hefur lýst stuðningi við Obama. Oprah Winfrey hefur haldið ræður til að lýsa ágætum hans. Leikkonan Scarlett Johansson lagði kosninga- baráttu hans líka lið og hefur ítrekað lýst hrifningu sinni á honum í fjöl- miðlum George Clooney segist verða hæst- ánægður nái Obama kjöri. Bob Dylan og Bruce Springsteen taka í sama streng. Bolir með myndum af Obama selj- ast eins og heitar lummur. Þá er m.a. að finna í vinsælum tískubúðum eins og Urban Outfitters. „Hann er myndarlegur og ung- legur nútímamaður. Hann nýtur mik- illa vinsælda hjá þeim sem setja tón- inn í tískuheiminum,“ sagði Virginia Heaven, prófessor í tískuhönnun, í viðtali við bandaríska ríkisútvarpið, National Public Radio. Tónlistarmaðurinn will.i.am., úr hljómsveitinni Black-eyed Peas, samdi lagið „Yes We Can“ við ræðu sem Obama hélt í New Hampshire. Í myndbandinu við lagið kemur fjöldi stórstjarna fram. Það varð strax mjög vinsælt og milljónir manna hafa horft á það á YouTube. Þá hafa Obama og fjölskylda hans verið á forsíðu ótal tímarita. Viðtal við annað þeirra hjóna er ávísun á mikla sölu, jafnvel meiri en þegar um viðtöl við þær stjörnur sem almennt eru mest milli tannanna á fólki er að ræða. Obama var tvisvar, með stuttu millibili, framan á tónlistartímaritinu Rolling Stone. Ritstjóri blaðsins er yfirlýstur stuðningsmaður hans. Seinni forsíðumyndin var nánast í biblíumyndastíl. Obama bar við past- ellitan himin og hann var hjúpaður ljósi, nærri eins og hann væri með geislabaug. McCain segir vinsældir ekki allt Ekki telja allir þessar miklu vin- sældir vera Obama til tekna. Það eru einmitt þær sem McCain reynir nú að nota gegn honum. „Obama var eins og leikari að kynna kvikmynd, en ekki eins og for- setaframbjóðandi, í utanlandsferð sinni. McCain er alþjóðlegur leiðtogi, ekki heimsfræg dægurstjarna,“ er haft eftir Rick Davis, sem vinnur fyr- ir McCain. til að skemmta í afmælinu sínu ef þeir geta fengið Elton John? Hvers vegna ættu þeir að panta mat frá Múlakaffi þegar þeir geta fengið japanska meistarakokkinn Nobu Matsuhisha? Hvers vegna ættu auðmenn að styrkja verkefni sem stuðla að at- vinnulífi á landsbyggðinni þegar milljónir barna í Afríku svelta heilu hungri? Haldiði að auðmenn séu hálf- vitar? Það getur ekki hvaða vitleysingur sem er orðið ríkur! Hvenær myndi fólk á Fáskrúðs- firði taka á móti velgjörðamönnum sínum með söngvum, dansi og trumbuslætti? Aldrei! Íslendingar kunna nefnilega ekki að þakka fyrir sig og hafa alla tíð verið vanþakklátir og tilætl- unarsamir. Við ættum að skammast okkar. Skammast okkar fyrir að krefjast hærri launa og lægra bensínverðs. Hærri launa fyrir hvað og til hvers? Auðmenn sjá okkur fyrir lágvöruverslunum þar sem ekkert kostar að kaupa í matinn! Og hvernig væri nú bara að leggja bílunum og vera umhverf- issinnar á borði en ekki bara í orði. Og svo er það ágangur almenn- ings. Ríka fólkið má ekki draga and- ann án þess að um það sé skeggrætt á hverju horni og í hverjum krók. Vinir og ættingjar auðmanna finna jafnvel fyrir óþægindum frá hendi skrílsins því það er eins og al- múginn finni sig knúinn til að hatast út í þá líka. Það er ekki hægt að bjóða öllum sem maður hefur kynnst um dagana á skíði til Ítalíu! Maður getur bara boðið sumum, og bara fólki sem kann að meta það, það segir sig sjálft. Hvernig haldiði að það sé að þurfa að þola öfundaraugnaráð afætanna hvar sem maður fer? Finna hvernig fólk leggur saman í huganum hverju maður klæðist og hvað maður setur ofan í sig. Hvert örstutt spor og andartak er verð- lagt. Þetta er ekkert líf! Einu stundirnar sem þetta fólk getur verið það sjálft er um borð í einkaþotum og snekkjum og í heimahöllum á erlendri grundu inn- an um vini af sömu stærðargráðu. Ég held að þjóðinni væri nær að hunskast til að sýna þessu fólki svo- litla samúð og muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 17 þeim með því að selja það ódýrt til Kaupþings. Ósáttur hluthafi í SPRON, Björn Örn Steingrímsson , lét í sér heyra á hluthafafundi. » Það eru dauðir punktar ástöku stað. Upplýsingafulltrúi samgöngu- ráðuneytisins, Jóhannes Tómasson , virðurkennir að enn finnist kaflar án símasambands á hringveginum. » Ef þessir spítalar væruveitingastaðir væri þeim lokað. Talsmaður sjúklinga eftir að birt var skýrsla um að 70% breskra sjúkrahúsa hefðu á rúmlega tveggja ára tímabil i 50 sinnum þurft að kalla t i l meindýraeyði ti l að eyða maurum, músum, rottum, flóm og annarri óværu. » Ef enginn lætur á þettareyna bíða samkeppni og hagsmunir neytenda hnekki. » Stjórnvöld hafa veriðsinnulaus gagnvart lög- gæslunni. Mér kæmi ekki á óvart að okkur taki að berast fleiri svona ótíðindi. Ögmundur Jónasson , formaður BSRB, um uppsagnir níu starfsmanna, sem sinnt hafa vopnaleit og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvell i . » Ef þau kjör sem okkurljósmæðrum bjóðast eru ekki kynbundinn launamunur þá kalla ég eftir annarri og betri skýringu. Guðlaug Einarsdóttir , formaður Ljós- mæðrafélags Íslands. » Það kom mér svoskemmtilega á óvart hversu mikið er að finna um staði sem tengjast menningu og lífi samkynhneigðra í mið- borginni. Baldur Þórhallsson , prófessor í stjórn- málafræði, leiddi göngu um söguslóðir samkynhneigða í Reykjavík. » Ég hef borið minn kostnaðen ég hef auk þess þurft að greiða lögmannskostnað Hann- esar fram að því er dómur yf- irréttar féll í desember 2006, ef minni mitt brestur ekki. Jón Ólafsson eftir að breska lávarða- deildin neitaði að taka fyrir erindi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna meiðyrðamáls, sem Jón höfðaði gegn Hannesi í Bretlandi. » Fyrir nokkrum árum selduþeir [stjórnarmenn og eig- endur SPRON] gömlu fólki og starfsmönnum bréf í félaginu dýru verði en hafa það nú af Gísli Tryggvason , talsmaður neytenda, um umdeilt tol lalagaákvæði um hvað ferðamenn megi taka með sér t i l lands- ins. » Ég fæ ekki séð hvaðahagsmunir mannsins það eru í stuttu máli aðrir en þeir að geta nálgast fyrrverandi sambýliskonu sína og jafnvel ofsótt hana. Sigþrúður Guðmundsdóttir , fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfs, um dóm Hæstaréttar sem staðfesti að ekki væru skilyrði t i l að framlengja nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni konu, sem kært hafði hann fyrir l íkamsárás og kynferðisofbeldi . » Fyrir barnið er ekkerteðlilegra en sú fjölskylda sem umvefur það, hvernig sem hún svo er uppbyggð. Kolbrún Edda Sigurhansdóttir í göngu- hópi Félags samkynhneigðra foreldra í Gay Pride-göngunni. Ummæli vikunnar Reuters Að herramannssið Albert prins af Monakó kyssir á hönd konu, sem eins og hann og vinkona hans, Charlene Wittstock, var við setningu Ólympíu- leikanna í Peking 2008. Styrkur frá NATA Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: Menntun Dvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði ferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferða Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milli Menningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til: NATA c/o Ferðamálastofa Lækjargata 3, 101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 29. ágúst 2008. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.