Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 31 MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsend- ar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeild- ar. Móttaka aðsendra greina ÓTRÚLEGT en satt þá er töfralausnin fyrir langflesta einstaklinga í ofþyngd fundin! Hún felst í því að borða fjöl- breyttan og hollan mat, huga að skammtastærð, hreyfa sig og ekki síst breyttu hugarfari gagnvart mat! Hissa? Stundum eru lausnirnar svo nærri að maður sér ekki skóginn fyrir trjánum. Mikið getum við nú glaðst yfir þessu. Nú er einungis að sjá hverjir nýta sér þetta frábæra tækifæri. Aukabónus við þetta allt saman er að núna í miðri kreppunni þá getum við hætt að eyða fúlgum fjár í mis- hollt duft og önnur gylliboð sem er ætlað að skafa af okkur umfram- spikið. Svo náttúrulega munu pen- ingarnir okkar haldast lengur í veskinu með minni eyðslu í skyndi- bita og óhollustu og mismuninn er hægt að nýta til að borga niður hækkandi lán. Flest okkar mættu alveg við því að taka aðeins til í skápunum okkar og mjaka hollustunni framar. Að missa aukakíló ætti þó ekki að vera í forgrunni heldur sú bætta líðan sem fæst með heilbrigðari lífsstíl, hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Ábyrgð foreldra gagnvart fæðu- vali barna er mikil. Fæðuvenjur barna mótast strax í frumbernsku og er það algjörlega á ábyrgð okkar fullorðnu að velja rétt fyrir börnin og stuðla þannig að heilbrigði þeirra og vellíðan. Auðvitað getur verið erfitt að breyta lífs- háttum sínum en ávinningurinn er að sama skapi mikill. Ekki er einfalt mál í nútíma samfélagi að standast það mikla framboð sem er til staðar á girnilegum skyndibitum, magn- pakkningum á sælgæti, gosi og annarri óholl- ustu. Því er ráð að taka lítil skref í byrjun og muna að mis- jafnt er hvað hentar fólki. Fólk er ekki allt steypt í sama mótið og því ætti ekki að einblína á einhverjar tölur heldur hvernig hægt er að ná fram bættri líðan með réttu mat- aræði og hreyfingu og efla þannig heilsuna. Góð byrjunarráð eru að koma reglu á matmálstíma, borða meira af ávöxtum og grænmeti og ekki gleyma að skera slíkt hollmeti niður fyrir þau yngstu. Vænlegt er að sleppa gosi og öðrum hitaein- ingaríkum drykkjum, matreiða heimavið hvenær sem tækifæri gefst og reyna að minnka fituna sem notuð er við eldamennsku. Einnig er ráð að spyrja sig hvort einn diskur nægi ekki og sleppa ábótinni. Þó verður að hafa í huga að falla ekki í þá gryfju að borða of lítið. Of hratt þyngdartap getur verið var- hugavert og getur m.a. valdið vöðv- arýrnun sem getur ýtt undir að enn fleiri kíló bætist við að fituáhlaupinu loknu. Þá má ekki gleyma því að feitur einstaklingur borðar ekkert endi- lega meira en sá granni – hann borðar einungis fleiri hitaeiningar en hann þarfnast! Mikilvægt er að átta sig á því að það er ekki merki um skort á vilja- styrk að halda ekki út óholla sveltik- úra, enginn ætti að þurfa að vera svangur svo dögum skiptir. Það er fullkomlega eðlilegt að springa á limminu ef notaðar eru slíkar skammtímalausnir sem sveltikúrar eru. Sígandi lukka er best og því verður að taka þetta á skynseminni en ekki í spretthlaupi. Nauðsynlegt er að koma hreyf- ingu inn í daglega rútínu en það er ekki þannig að fólk þurfi að vera fært um að hlaupa maraþon svo að hreyfingin gagnist til heilsueflingar. Allt er betra en ekkert þegar hreyfing er annars vegar og fínt er að byrja með göngutúrum í góðum félagsskap eða jafnvel skúra aðeins rösklegar og oftar en venjulega heimavið. Hollt mataræði og hreyfing er ekki kvöl og pína heldur ávísun á betri heilsu og líðan. Mikilvægt er að taka ábyrgð á eigin heilsu og hafa hugfast að stundum er óholla mat- aræðið frekar spurning um vana en löngun. Töfralausnin við offitu er fundin Svandís Erna Jóns- dóttir skrifar um mataræði » Sígandi lukka er best og því verður að taka þetta á skyn- seminni en ekki í spretthlaupi. Svandís Erna Jónsdóttir Höfundur er næringarfræðingur og doktorsnemi við Rannsóknarstofu í næringarfræði. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Frístundahús og sumarhús í sveitasælu Nú gefst þeim sem hafa áhuga á að koma sér upp sælureit í sveitinni að eignast heilsárshús eða sumarhús byggð af Sveinbirni Sigurðssyni hf. Heilsárshús: Glæsilegt 148.5 fm frístundahús, þar af bílskúr 21,5 fm. Húsið er klætt málmklæðningu og harðviði að utan en gipsklætt að innan. Verönd er 240 fm og stærð lóðar er 1,3 ha. Allar innréttingar og gólfefni í frístundahúsinu eru frá versluninni EGG og hefur ekkert verið til sparað í þeim efnum. Að auki er eignin fullbúin húsgögnum frá EGG. Öll vinna er unnin af úrvals fagmönnum og ber húsið þess glögg merki. Frístundarhúsið er að Langholti 6, í landi Mýrarkots í Grímsnesi og Grafningshreppi. Arkitekt er Benedikt Björnsson FAÍ Sumarhús: Sumarhúsin eru 66,5 fm auk 41 fm svefnlofti. Þetta eru vönduð, vel staðsett hús á sama svæði og frístundahúsið að Langholti 2 og 4. Austurmörk 4, Hveragerði, www.byrfasteign.is sími 483 5800 Soffía Theodórsdóttir, löggiltur fasteignasali TJARNARGATA - MIÐBORGIN TIL LEIGU - SÖLU Til leigu/sölu þetta virðulega hús við Tjarnargötu. Leigist eingöngu undir atvinnurekstur, t.d. skrifstofur og skildan rekstur. 340 fm á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr. Laust nú þegar. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com LAUGARÁSVEGUR 1 - TIL SÖLU Falleg og björt 3ja herbergja útsýnisíbúð á efstu hæð með stórum svölum við Laugarásveg sem er 92 fm og er með miklu útsýni. Skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í kjallara. Parket á gólfum, Vönduð tæki fylgja m.a tvöfaldur ísskápur. Snyrtileg sameign. Laus. Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160. Lanzarote Höfum til sölu og leigu úrval glæsilegra eigna á Puerto del Carmen. Mjög góð staðsetning, rétt við strönd og steinsnar frá Laugaveg Puerto del Carmen. Verð á góðum, nýjum íbúðum frá 119. 000 til 135.000 efrur. Bankalán 120.000 efrur á 6,5 % vöxtum, á íbúð. Erum núna með nokkrar sérlega áhugaverðar eignir. Nánar á heimasíðu hibyliogskip.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibilyogskip.is Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.