Morgunblaðið - 17.08.2008, Page 24

Morgunblaðið - 17.08.2008, Page 24
24 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ 20. ágúst 1978: „Á sama tíma og Lúðvík Jósepsson reynir stjórn- armyndun á Íslandi (það er söguleg stund, segja Lúðvík og Þjóðviljinn réttilega) – er efnt til mótmæla víða um lönd vegna þess, að tíu ár eru liðin frá innrás Sovétríkjanna og Varsjárbandalagslandanna í Tékkóslóvakíu. Dagsins verður minnzt með ýmsum hætti hér á landi sem annars staðar og fer vel á því, að atburðirnir séu rifjaðir upp, ekki sízt í því skyni, að ungt fólk, sem man þá óglöggt eða þekkir þá einungis af afspurn, geti áttað sig á því, sem fram fór. Dubchec og fé- lagar hans, sem höfðu tekið við stjórnartaumum í Tékkóslóvakíu, töldu óhætt að losa þjóð sína úr fjötrum alræðiskommúnismans og veita henni meira svigrúm, leiða hana út úr myrkri stalínismans inn á dálitla glætu frjálshyggjunnar.“ . . . . . . . . . . 21. ágúst 1988: „Á undaförnum vik- um hafa orðið miklar, opinberar umræður um rekstur Landakots- spítala. Þessi spítali hefur frá upp- hafi verið rekinn með öðrum hætti en t.d. Landspítali og Borgarspítali. Nú í allmörg ár hefur hann verið rekinn af sjálfseignarstofnun en þjónusta og starfsemi öll verið skipulögð með öðrum hætti en á fyrrgreindum sjúkrahúsum tveim- ur. Sá augljósi kostur fylgir því, að rekstur Landakotsspítala sé með öðrum hætti en annarra sjúkrahúsa í landinu, að með því fæst nokkur samanburður, bæði um kostað og þjónustu.“ . . . . . . . . . . 16. ágúst 1998: „Við eigum nú tölu- verðan hóp hámenntaðs ungs fólks á mörgum sviðum. Vandi sumra þeirra hefur verið sá, að þeir hafa ekki getað fundið verkefni, sem hæfa menntun þeirra hér heima. Kári Stefánsson hefur leyst þennan vanda að verulegu leyti. Hann hef- ur safnað saman hámenntuðum ungum Íslendingum úr öllum heimsins hornum og gert þeim mögulegt að snúa heim.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Morg-unblaðiðgreindi frá því í gær að vonazt væri til að þverpólitísk sátt næðist um framtíð Reykjavík Energy Invest í borgarstjórn Reykjavíkur. Drög að nýrri stefnu stjórnar fyrirtækisins liggja nú fyrir og hafa oddvitar nýs borgarstjórnarmeirihluta boðað að niðurstaðan verði kynnt næstkomandi fimmtu- dag. Gert er ráð fyrir að stofn- aður verði fjárfestingarsjóður utan um útrásarverkefnin. Efnt verði til útboðs á hlutafé sjóðsins og hann verði þannig opinn öllum fjárfestum á jafn- ræðisgrundvelli. Hugsunin að baki þessu er sögð sú að ekki verði tekið meira fé út úr Orkuveitunni. Það, sem olli andstöðu sex borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins við áformin um REI síðastliðið haust var ekki sízt að tekin væri áhætta í út- rásarverkefnum með fé al- mennings. Nú er gert ráð fyr- ir að OR leggi nafn sitt og þekkingu inn í fyrirtækið sem verðmæti, en öll þjónusta sem fyrirtækið veitir verði greidd fullu verði. Þá verði ekki gerður neinn einkaréttarsamningur eins og sá, sem olli miklu uppnámi í fyrra og heldur engir kaup- réttarsamningar við stjórn- endur, en þeir voru eitt af því sem harðast var gagnrýnt þegar REI-klúðrið náði há- marki sínu. Takist að skapa þver- pólitíska sátt um lausn af þessu tagi er það jákvætt. Þá er fundin leið til að nýta þekk- ingu og orðspor Orkuveitunnar í útrás án þess að hætta fé almenn- ings. Þó er ekki víst að sú sátt náist. Svandís Svavarsdóttir, odd- viti vinstri grænna í borg- arstjórn, gefur í Morg- unblaðinu í dag í skyn að meirihlutinn sé að flýta sér of mikið með því að ætla að kynna niðurstöður vinnunnar á fimmtudag; henni sé ekki lokið. Það er betra að bíða og klára málið, ef það getur orðið til þess að sátt náist í borg- arstjórn um REI. En minni- hlutinn í borgarstjórn má heldur ekki falla í þá gryfju að ætla að klekkja á nýjum meirihluta með því að taka þetta mál í gíslingu. Ef hægt er að ná sátt á grundvelli þess, sem samráðshópurinn svo- kallaði kom sér saman um, er ábyrgðarlaust af minnihlut- anum að standa í vegi fyrir því að hún nái fram að ganga. Hitt er svo annað mál að hvers kyns samkrull opin- berra fyrirtækja og einkafyr- irtækja í orkuútrásinni verður flókið og erfitt. Til lengri tíma litið, þegar orkuvinnslan sjálf hefur verið skilin frá hinu al- menna þjónustuhlutverki orkufyrirtækjanna, eru orðn- ar til forsendur að ríki og sveitarfélög selji frá sér þá starfsemi. En það er sjálfsagt að láta reyna á það fyrirkomulag sem nú er lagt til. Það er að minnsta kosti miklu skárra en óskapnaðurinn sem átti að verða til með sameiningu REI og Geysir Green Energy í fyrra. Sjálfsagt er að láta reyna á það fyrirkomulag sem nú er lagt til.} Sátt um REI? E inhvers staðar mátti lesa nýver- ið að yfirstjórn Strætó bs. væri að hugleiða að fækka ferðum í sparnaðarskyni því það vantaði 300 milljónir inn í reksturinn. Um svipað leyti rakst ég á viðtal við er- lendan námsmann hér á landi, ungverska stúlku, sem var spurð að því hvað væri best við heimaborg hennar, Búdapest. Almenn- ingssamgöngukerfið, svaraði stúlkan að bragði, sjaldnast eru nema 5 mínútur á milli ferða. Þá rifjaðist upp fyrir mér síðasta ferð mín með Strætó fyrir margt löngu. Ég þurfti að komast vestast af Seltjarnarnesi í Kringl- una. Þá voru 20 mínútur á milli vagna og ferðin sjálf tók mig 45 mínútur á leið sem einkabíllinn skilaði mér á innan við tíu mín- útum. Fljótlega var kominn annar bíll á heimilið. Nú er hættulegt að alhæfa og oft óljóst hvað er or- sök eða afleiðing – var það bílisminn og sú sannfæring höfuðborgarbúa að einn bíl á heimili væri ekki nóg sem gróf undan almenningssamgöngunum eða var það ónóg þjónusta og möndl með leiðakerfið sem beinlínis ýtti undir bílismann? Sem ég velti þessu fyrir mér las ég grein eftir Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ og formann samráðsnefndar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem hann kvartaði undan nágrannabæj- arfélögum fyrir að veita sífellt fleiri hópum frítt í strætó því þetta veikti undirtöður kerfisins. Viðbrögð bárust frá Kópavogi og Sel- tjarnarnesi á þá leið að þar yrði ekki hvik- að frá frá fyrri stefnu þrátt fyir umkvart- anir bæjarstjórans í Garðabæ. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, bland- aði sér í málið og kvað upp úr með að ríkis- valdið yrði að koma inn í fjármögnun al- menningssamgöngukerfisins á höfuðborgar- svæðinu sem ég sá að flokksbróðir hans, Siglfirðingurinn Kristján Möller, gaf heldur lítið út á. En auðvitað er þetta ekki nema að hluta samgöngumál. Allt eins má líta á þetta sem umhverfismál og á þá að ræðast við Garð- bæinginn Þórunni Sveinbjarnardóttur um- hverfisráðherra því að bættar almennings- samgöngur verðskulda að vera ofarlega á stefnuskrá framsækinnar og framsýnnar ríkisstjórnar í umhverfismálum. Áður en viðræður um slíka stefnumörkun geta haf- ist verða þó sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæð- inu að hætta að berja höfðinu við stein og horfast í augu við blákalda staðreyndina: Endurreisn almenn- ingssamgöngukerfisins hér verður ekki nema í algjör- lega gjaldfrjálsu kerfi. Sagt var A þegar aldraðir fengu frítt í strætó, sagt var B þegar börn og náms- menn fengu frítt í strætó og nú þarf að segja C – ókeypis í strætó fyrir alla. Liggur þetta ekki í augum uppi? bvs@mbl.is Björn Vignir Sigurpálsson Pistill Allir í strætó? Heimur fitnandi fer FRÉTTASKÝRING Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Þ að var farið að líða að há- degi þegar ég gekk fram á gamlan mann sem húkti í fatalörfum á handsnúnu þríhjóli. Þetta var betlarinn Sieven. Hann var skólaus – þó einungis á öðrum fæti, hinn fótinn vantaði á hann. Sieven sat við umferðargötu í borg- inni Chennai í suðurhluta Indlands. Hann veifaði mér glaðlega, við höfðum nokkrum sinnum áður spjallað saman. Ég var banhungruð á leið út í búð og rankaði ekki við mér fyrr en ég var komin framhjá. „Ert þú sjálfur annars búinn að borða eitthvað í dag?“ Sekúndubroti síðar beit ég mig í tunguna. Auðvitað var Sieven ekkert búinn að borða, hann var illa van- nærður, með veika konu heima í fá- tækrahverfi – í landi án velferð- arkerfis. Hann horfði á mig eins og ég væri kolrugluð en hristi síðan sposk- ur höfuðið. „Nei, veistu ég gleymdi bara alveg að borða!“ Svo hló hann. Hann mátti teljast heppinn ef hann náði að betla nægt fé til að hann og kona hans gætu borðað eftirmið- dagsmat. Þau létu sig ekki dreyma um kvöldmat. Of lítil eða mikil næring? Fjölmargir á Indlandi glímdu við nákvæmlega sama vandamál og Sie- ven. Og raunar ekki eingöngu þar heldur um víða veröld. Bilið milli ríkra og fátækra er breitt, sjötti hver jarðarbúi vannærður. Rúmur millj- arður jarðarbúa vaknar að morgni og veit ekki hvort eða hvenær hann fær að borða yfir daginn. Annar hópur jarðarbúa fer á hinn bóginn stækkandi í orðsins fyllstu merkingu: Of feitu fólki fjölgar dag frá degi – svo mikið að allar viðvör- unarbjöllur klingja og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, WHO, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu. Í orðsins fyllstu merkingu. Það er ekki eingöngu á Vest- urlöndum sem of feitu fólki fjölgar. Á Indlandi glíma fjölmargir við þver- öfugt vandamál og betlarinn Sieven. Samkvæmt WHO eru álíka margar indverskar konur í þéttbýli van- nærðar og of feitar: 24-25%. „Indverjar standa frammi fyrir tvöföldum vanda. Gríðarlega margir búa við sult og seyru en millistéttin fitnar stöðugt,“ sagði Shani Kapoor, indverskur þróunarfræðingur, þegar ég ræddi málið við hana. Borgarbúar á Indlandi eru miklu feitari en fólk í sveitunum þar sem fátæktin er sker- andi sár og hundruð milljóna ganga svöng til hvílu. Í dreifbýlinu er ekki nema 6-7% fólks of feitt en hátt í 40% þess vannært. „Það getur verið ansi snúið að berj- ast á tveimur vígstöðvum – bæði gegn vannæringu og offitu,“ sagði Kapoor og benti á að ýmis þróun- arríki stæðu frammi fyrir því sama. Offitunni fylgdu síðan ýmis vanda- mál, til dæmis sykursýki. Syk- ursjúkum á Indlandi – og í heiminum öllum – hefur fjölgað gríðarlega sein- ustu ár. Breyttir lifnaðarhættir, skyndi- bitafæði, kyrrseta og fólksflutningar í þéttbýli eru meðal þeirra ástæðna sem nefndar eru fyrir mikilli fjölgun of feitra jarðarbúa. Eitt þeirra landa þar sem offita hefur aukist einna hraðast er Mexíkó – nokkuð sem gæti komið á óvart. Í Mexíkó jókst offita um 160% á einum áratug og þjóðin er nú sú önnur feitasta í heimi. Ýmis at- riði hafa verið nefnd til að skýra þetta. Mexíkóar drekka til dæmis næstmest af gosi af öllum jarð- arbúum. Yfir 30% mexíkóskra karla glíma við offitu og nærri 45% kvenna. Eins og á Indlandi geta margir samlandar þeirra þó einungis látið sig dreyma um næstu máltíð. Reuters Björg í bú Fátækt í sveitum Indlands orsakar vannæringu. Uppskerubrestir og þurrkar auka vandann. Á meðan fitnar vaxandi borgarastétt í þéttbýli.  Samkvæmt WHO eru álíka margar indverskar konur í þéttbýli vannærðar og of feitar  Í dreifbýlinu eru ekki nema 6-7% fólks of feit en hátt í 40% eru vannærð WHO áætlar að árið 2005 hafi 2 milljarðar manna verið of þungir eða glímt við offitu. Árið 2015 er áætlað að talan verði komin upp í 3 milljarða. Búist er við að á næstu 10 árum fjölgi dauðsföllum af völdum sykursýki um 50%. Heimsmet í aukakílóum Samkvæmt skilgreiningu WHO er fólk of þungt ef svokallaður BMI stuðull þess er yfir 25. Þetta er stuðull á milli þyngdar og hæðar fólks. Ef hann er yfir 30 er talað um offitu. Meirihluti fullorðinna Íslend- inga er yfir kjörþyngd og að minnsta kosti 16% með BMI stuðul yfir 30. Efstir á lista yfir feitasta fólk í heimi tróna þó Bandaríkja- menn og þar á eftir Mexíkóbúar. Í Evrópu eru Bretar feitastir. HEIMSMET Í KÍLÓUM ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.