Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 6
veikari en við gerðum ráð fyrir í fjárlagagerðinni.“ Lán til námsmanna erlendis eru í kringum 25-30% af heildarút- lánum sjóðsins og er lang- stærstur hluti lánanna í evr- um. Þróunin óhagstæð í ár LÍN hefur haft ákveðið borð fyrir báru á undanförnum ár- um. „Það hefur vakið athygli að við höfum skilað fjármunum í ríkissjóð, því þróunin hefur verið sjóðnum hagstæð. Það er samt nokkuð ljóst að þannig verður það ekki í ár. Það getur komið til þess að við þurfum auka- fjárveitingu,“ segir Steingrímur Ari. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna [LÍN] mun hugsanlega þurfa á aukafjárveitingu að halda í ár vegna veikrar stöðu krónunnar en stór hluti lána í erlendri mynt, aðallega evru, til ís- lenskra námsmanna erlendis hefur komið niður á rekstri sjóðsins. Sl. ár hefur gengi evru hækkað um 34%. Gerðu ekki ráð fyrir jafnmikilli veikingu „Mikil ósköp,“ segir Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, spurður hvort veik staða krónunnar komi ekki harkalega niður á rekstri sjóðsins. „Það er alveg ljóst að þetta eru umtalsverðir fjármunir enda er krónan mun Veiking krónu bitnar illa á LÍN „Námslánin eru í rauninni gengistryggð, það er því komið ansi vel til móts við námsmenn er- lendis með þeim hætti,“ segir Steingrímur Ari. Lánsrétturinn og lánsáætlunin hjá LÍN fyrir íslenska námsmenn erlendis er í erlendri mynt og síðan fá lántakendur útborgað miðað við gengið á útborgunardegi. LÍN leitast við að nota þá mynt sem er í notkun í því landi sem viðkom- andi stúdent stundar nám. „Lánin til námsmanna erlendis hafa verið að hækka heldur betur í krón- um talið,“ segir Steingrímur. Eðli málsins sam- kvæmt snýst þessi þróun við ef krónan styrkist, ef lántaki er með yfirdráttarlán á Íslandi. Stærstur hluti lántakenda er við nám í Dan- mörku en danska krónan er evrutengd svo það er fullkomin samsvörun á milli hækkana á evru og danskri krónu. Í HNOTSKURN »Hlutverk LÍN er að tryggjaþeim, sem undir lög um LÍN falla, tækifæri til náms án tillits til efnahags. »Langstærstur hluti lánaLÍN í erlendri mynt er til námsmanna í Danmörku, en gengi DKR er tengd evru. »Gengi evru var 91 kr. 021.ágúst 2007 en 121 kr. við lokun markaða í gær. Steingrímur Ari Arason 6 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon, fráfar- andi borgarstjóri Reykjavíkur, til- kynnti í gær að hann hygðist ganga aftur til samstarfs við Frjálslynda flokkinn (F-listann). Nýtur hann fulls trausts Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns flokksins. Hann segir flokkinn leggja áherslu á vel- ferðarkerfið, umhverfis- og sam- göngumál og öryggismál. Brýnast sé málefni flugvallarins í Vatnsmýr- inni en koma þurfi í veg fyrir að hann verði fluttur úr borginni. Málefni flugvallarins marki flokknum skýra sérstöðu en einnig skýra samstöðu með borgarbúum. Ólafur segir að því miður virðist svo vera að vilji borgarbúa og borgar- fulltrúa haldist ekki alltaf í hendur. Kraftar dreifist ekki „Það er mjög mikilvægt að það verði ekki tvö framboð sem leiði þessi mál fram í næstu kosningum. Það er mikilvægt að boðinn verði fram F-listi aftur eftir tvö ár og þeir sem stóðu fyrir þeim málum haldi áfram að bera þau fram í borgarstjórn Reykjavíkur. Ef það verður ekki gert, þá má nánast full- vissa ykkur um að þá mun, þvert á óskir borgarbúa, verða unnið að því staðfastlega, t.d. í næsta meirihluta, að flytja flugvöllinn burt úr borg- inni á næstu árum,“ sagði Ólafur. Að hans mati þarf að greiða fyrir því að kraftarnir varðandi þessa baráttu dreifist ekki í næstu kosn- ingum. Því hafi hann ákveðið að ganga aftur til samstarfs við frjáls- Snúinn á gamlar slóðir Morgunblaðið/Ómar Kjarninn Til fundarins í gær boðuðu þeir sem Ólafur kallaði „þá fimm sem hafa myndað kjarnann í borgarstjórnarflokki F-listans“. Morgunblaðið/Ómar Styðja völlinn Ólafur og F-listinn eiga það m.a. sameiginlegt að vera ötulir stuðningsmenn þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. lynda. „Við erum samhent og ákveðin í því að vinna vel fyrir borgarbúa á næstunni.“ Draga þarf úr launakostnaði Ólafur sagði að vegna erfiðrar stöðu í fjármálum borgarinnar blasti við að draga þyrfti úr fram- kvæmdum um jafnvel 4-5 milljarða til að ná saman endum. Þá þyrfti að skoða alvarlega að lækka launa- kostnað í borginni um 8%, t.d. með því að minnka yfirvinnu um þriðj- ung á næsta ári. Hann segir þetta koma fram á minnisblaði frá fjár- málaskrifstofu borgarinnar. Ljóst sé að sökum minnkandi tekna borg- arinnar vanti mikið upp á að þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem nær til ársins 2009, standist og eigi fyrrnefnd breyting á yfirvinnu og launakostnaði einnig við um næstu fjárhagsáætlun sem gildir frá 2010-12. „Sviðsstjóra verður falið nú þeg- ar að gera áætlun um það með hvaða hætti þessum markmiðum verður náð þannig að það valdi sem minnstri skerðingu á viðkvæmri þjónustu borgarinnar,“ sagði Ólaf- ur. Hann segir suma í borgarstjórn- arflokknum sem störfuðu með hon- um á síðasta kjörtímabili hafa beitt sér af miklum krafti fyrir milljarða útgjöldum til verkefna sem hvorki voru á dagskrá fjárhagsáætlunar- innar né í málefnasamningnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og verð- andi borgarstjóri, sagði í fréttum Útvarpsins í gærkvöldi, að starfs- menn Reykjavíkurborgar þyrftu ekki að óttast fjöldauppsagnir. „ÉG býð hann bara velkominn,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, um endurkomu Ólafs, „Ég hef sjaldan verið að fetta fingur út í það að fólk vilji vinna með okkur,“ bætir Guðjón við, en segir að koma verði í ljós hvernig mönnum gangi að vinna saman. Hann segir Ólaf hafa tjáð sér ósk um að ganga til liðs við flokkinn að nýju. Guðjón leynir þó ekki þeirri skoðun sinni að heppilegra hefði verið ef Ólafur hefði gert það þegar í vor þegar hann myndaði meirihlut- ann við Sjálfstæðisflokkinn, þá hefði hann haft aukið pólitískt bakland. Spurður hvort hann telji Ólaf vera að skapa sér þetta pólitíska bakland með því að ganga nú í flokkinn seg- ist Guðjón ekkert vita um það. Frjálslyndi flokkurinn beri enga ábyrgð á gjörðum Ólafs í embætt- istíð hans. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa oft gagnrýnt Ólaf af nokkurri hörku. Formaðurinn vill ekki segja hvort hann telji líklegt að á milli grói, „ég er enginn læknir á þessu sviði,“ segir hann. andresth@mbl.is Býður Ólaf velkominn í raðir frjálslyndra Guðjón Arnar Kristjánsson Ólafur F. Magnússon hóf stjórn- málaferil sinn með Sjálfstæðis- flokknum. Hann var varaborgar- fulltrúi frá 1990-1998 en borgarfulltrúi frá 1998-2001. Á borgarstjórnarfundi í desem- ber 2001 tilkynnti Ólafur að hann hygðist segja sig úr flokknum. Ólafur sat út kjörtímabilið sem óháður borgarfulltrúi. Í sveitarstjórnarkosningum árin 2002 og 2006 var Ólafur kosinn borgarfulltrúi af F-listanum, lista frjálslyndra og óháðra. Í janúar 2007 gekk hann úr flokknum til að lýsa yfir stuðningi sínum við Mar- gréti Sverrisdóttur sem tapaði varaformannsslagnum. Var hann síðan óháður en skráði sig í apríl sl. í Íslandshreyfinguna, þar sem Margrét er varaformaður. Er Ólaf- ur nú kominn aftur til F-listans. Hefur verið skráður í þrjá stjórnmálaflokka ALLT stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis næst- komandi laugardag. Nú þegar hafa 4.573 hlauparar skráð sig í hlaupið en voru 3.904 í fyrra. Segja má að um 20% aukningu sé að ræða frá í fyrra. Erlendir hlauparar eru 604 en hafa verið fleiri áður. Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið árið 1984 og þá voru þátttak- endur 20 talsins, 19 karlar og ein kona og keppt var í einni vega- lengd, heilu maraþoni. Í þessari vegalengd í fyrra voru konurnar orðnar 129 og karlar 375. Hlaupinu hefur því augsýnilega vaxið fiskur um hrygg og jafnframt hafa fleiri vegalengdir bæst við. Nú er svo komið að fimm vegalengdir eru í boði og er 10 km hlaupið vin- sælast en fyrst var boðið upp á þá vegalengd árið 1993. Í fyrra tóku um 3 þúsund manns þátt í 10 km hlaupinu. Reynslan hefur sýnt að flestir þeirra sem taka þátt í stuttu vegalengdunum, 10 km hlaupi og 3 km skemmtiskokki, skrá sig á síð- ustu stundu og sömu sögu er að segja um Latabæjarhlaupið. Þrír dagar í maraþon Stefnir í met- þátttöku í hlaupinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.