Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 233. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Margir lesa dagbækur Matthíasar á netinu  Matthías Johannessen, rithöfund- ur og fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, segir fjölmiðla hafa kafað grunnt í dagbækur sínar. Þær fjalli ekki eingöngu um pólitískt dægur- þras heldur einnig um menningu, bókmenntir og alls kyns hugleið- ingar. Þúsundir hafa skoðað vefsíðu Matthíasar undanfarið. » 10 Þarf LÍN meira fé?  Lánasjóður íslenskra námsmanna kann að þurfa aukafjárveitingu vegna veikrar stöðu krónunnar gagnvart erlendum myntum. » 6 Smápakkaregla myndi vænka hag neytenda  Hafin er vinna í fjármálaráðu- neytinu til að kanna grundvöll fyrir svokallaðri smápakkareglu. Fólk myndi þá ekki greiða virðisauka- skatt eða toll af vörusendingum sem væru undir ákveðnu verðmæti. » 6 Óselt húsnæði leigt út  Fasteignamarkaðurinn er óvenju daufur um þessar mundir og leita eigendur óseldra húsa allra leiða til að koma ónotuðum eignum „í vinnu.“ Aftur á móti verður aukningar ekki vart á ódýru leiguhúsnæði, fyrst og fremst eru nýjar og dýrar íbúðir að koma inn á leigumarkaðinn. » Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Fundið bakland? Forystugreinar: Ábyrg fiskveiði- stjórnun | Neytendur í álögum Ljósvaki: Vin í …eyðimörkinni UMRÆÐAN» Draugur uppvakinn Stofnun Æskulýðssambands Íslands Undrabörnin í umhverfisráðuneyt- inu og skussarnir í Skipulaginu   2 $2 2# $2 2 #$ #2 3  "4% - * " 5    #  2$$ 2$ 2 $2 2#$ $2 #2$ , 6 0 %    2# $2 2## $2 #2#$ 2$ 7899:;< %=>;9<?5%@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?%66;C?: ?8;%66;C?: %D?%66;C?: %1<%%?E;:?6< F:@:?%6=F>? %7; >1;: 5>?5<%1*%<=:9: Heitast 18°C | Kaldast 10°C  Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en víða bjartviðri sunnan til. » 10 Kling & Bang end- urlífga nú Sirkus heitinn og flytja hann síðan til Lond- on á listastefnu í haust. » 29 MYNDLIST» Farand- sirkus TÓNLIST» Er Metallica komin á síðasta séns? » 30 Leikárið fer bráðum að hefjast og á Akur- eyri verður meðal annars boðið upp á farsann Fúlar á móti. » 35 LEIKHÚS» Norðlenska leikárið FÓLK» Jennifer Lopez æfir fyrir keppni í fjölþraut. » 31 TÓNLIST» Sammy Davis dó slyppur og snauður. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Milljónamæringar í Fellunum 2. Ólafur F. til liðs við Frjálslynda … 3. Fyrirburi fannst á lífi í líkhúsinu 4. Tveir flugdólgar leiddir burt …  Íslenska krónan veiktist um 0,7% ALÞJÓÐARALLIÐ á Íslandi verður haldið í 29. skipti í vikunni. Keppnin hefst klukkan fimm á fimmtudag og lýkur klukkan fjögur á laug- ardag. Keppendur komu saman í gær til að láta athuga bíla sína, enda mikilvægt að hafa allt í lagi þegar keyrt er á miklum hraða við erfiðar aðstæður. Í ár eru 33 lið skráð til keppninnar, en í hverju liði eru tveir keppendur. Átta liðanna eru bresk, þar af sex frá Konunglega breska aksturs- íþróttaklúbbnum, sem er starfræktur innan breska hersins. Tryggvi M. Þórðarson, skipuleggjandi keppn- innar, segir mjög mikla spennu ríkja enda þurfi öll íslensku liðin að klára keppni til að geta átt möguleika á sigri á Íslandsmeistaramótinu. „Það eina sem við búumst við að lenda í vand- ræðum með er það að Fjallabak syðra er illa far- ið,“ segir Tryggvi, en sú leið mun vera með grófasta móti. Klukkan hálfátta á fimmtudags- og föstudags- kvöld verður áhorfendasérleið við Gufunesveg í Reykjavík og nýta sér þá eflaust margir tæki- færið til að berja gripina augum. Samtals munu þátttakendur keyra 1.050 km leið, þar af 325 km sérleiðir, en slíkar leiðir eru í raun vegir sem hafa verið lokaðir almennri umferð meðan á keppninni stendur. Nálgast má frekari upplýs- ingar um lokun vega á vefsíðu keppninnar, rallyreykjavik.net. andresth@mbl.is Sex lið frá Konunglega breska akstursíþróttaklúbbnum í alþjóðarallinu Þrjátíu og þrjú lið keyra 1.050 km leið Morgunblaðið/Golli Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á ANNAN tug manna hefur haft samband við myndlistarmanninn Snorra Ásmundsson vegna auglýs- ingar þar sem hann óskaði eftir því að fá að nota jarðneskar leifar fólks í myndbandsverk. Nokkrir hinna áhugasömu eru dauðvona. Friðbjörn E. Garðarsson hdl., lögfræðingur Snorra, segir lagalega hlið málsins í sjálfu sér ekki svo flókna. Snorri leitaði til hans varð- andi hana. Friðbjörn segir bestu leiðina lík- lega þá að viðkomandi lýsi yfir, í votta viðurvist, að vilji hans sé að Snorri noti líkama hans eftir dauð- ann í tiltekna listsköpun. Yfirlýsing þessa eðlis, um hinsta vilja, verði undirrituð og vottarnir staðfesti andlegt hæfi og heilsufar viðkom- andi. Í texta yfirlýsingarinnar yrði tekið fram hvað ætti að gera við lík- ið og jafnvel enn mikilvægara að fram kæmi hvað ekki mætti gera við það. Í þágu vísinda eða listar Friðbjörn segir það alþekkt á Ís- landi að menn gefi líkama sinn til læknisfræðirannsókna, í þágu vís- indanna. „Ég sé í sjálfu sér engan mun á því að gefa líkama sinn í þágu vísindanna og í þágu listarinn- ar,“ segir Friðbjörn. Lagalega séð sé ekki flókið að útbúa yfirlýs- inguna. „Þetta vekur fyrst og fremst sið- ferðilegar spurningar. Það er nú bara einu sinni þannig, í allri lög- fræði, að það er gengið mjög langt í að verða við hinsta vilja manna.“ Friðbjörn bendir á að eftir eigi að koma í ljós hverjum hinna áhuga- sömu sé alvara. „Honum er fúlasta alvara,“ segir hann um Snorra. | 28 Vilja lána líkamann  Margir áhugasamir um að lána jarðneskar leifar sínar  Lagalega hliðin ekki svo flókin að sögn lögfræðings Morgunblaðið/Sverrir Fúlasta alvara Snorri Ásmundsson leitar að efnivið í list sína. Spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir lauk keppni í 50. sæti af 54 kepp- endum í spjót- kasti á Ólympíu- leikunum í Peking. Er það langt frá besta árangri Ásdís- ar sem er Íslandsmethafi í greininni. Ásdís meiddist á olnboga skömmu fyrir Ólymp- íuleikana og gat því ekki skil- að sínu eins og hún hefði kos- ið. Bjarni Fritzson leikmaður ís- lenska landsliðsins í handknattleik er á heimleið frá Ólympíuleikunum þar sem ekki er heimilt að skipta út leik- mönnum í útsláttarkeppninni. Bjarni hefur verið til taks sem 15. leikmaðurinn í landsliðs- hópnum en þar sem engin meiðsli hafa komið upp hefur ekki þurft á kröftum hans að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.