Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Algjört verðhrun! Síðustu dagar útsölunnar Eddufelli 2 sími 557 1730 Opið mánud.-föstud. 10-18 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært stökktu tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 28. ágúst í viku. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Stökktu tilboð 28. ágúst. Stökktu til Costa del Sol 28. ágúst frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin! FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RÚMLEGA tvítugur ökumaður á yfir höfði sér ákæru fyrir alvarlega líkamsárás í Keflavík með því að kýla dráttarbílstjóra sem var að sinna starfi sínu að beiðni lögreglu á mánudagskvöld. Málsatvik voru þau að bíll mannsins hafði drepið á sér í hringtorgi við Grófina og gerði lög- regla ráðstafanir til að fjarlægja hann til að fyrirbyggja hættu fyrir aðra umferð. Var því kallað á drátt- arbílinn og fólksbíllinn settur á krók. Að þessu loknu yfirgaf lögreglan vettvang og dráttarbíllinn var rétt lagður af stað með fólksbílinn, þegar ökumaðurinn ungi stöðvaði drátt- arbílinn. Eftir stutt orðaskipti við bílstjórann missti hann stjórn á sér og kýldi bílstjórann sem missti með- vitund við höggið. Lá hann á gjör- gæsludeild Landspítalans um nótt- ina. Hann fékk að fara af gjörgæsludeild í gær en er undir eft- irliti lækna. Árásarmaðurinn var handtekinn og tekin af honum skýrsla. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Kristjánssonar sýslufulltrúa er málið rannsakað sem meint brot á 218. gr. hegningarlaga sem fjallar um alvarlega líkamsrárás. Hinn handtekni hefur komið við sögu lög- reglu áður, þó ekki vegna meirihátt- ar brota. Refsiramminn 3 ár fyrir árás Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. hegn- ingarlaga er kveðið á um allt að 3 ára fangelsi fyrir líkamsárás og í 2. mgr. er kveðið á um allt að 16 ára fangelsi ef stórfellt líkamstjón eða bani hlýst af árás. Árásarmanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Málinu er þó engan veginn lokið, því rannsókn er rétt að hefjast og á síðari stigum mun saksóknari ákveða hvort hann krefst refsingar yfir manninum. Refsikröfur í sakamálum eru settar fram í ákæru og mál leidd til lykta í dómssal. Á það má benda að í sumum lík- amsárásarmálum er mönnum ekki „sleppt að loknum yfirheyrslum“ eins og svo oft er komist að orði í fréttum. Í slíkum tilvikum þarf dóm- stóll að fallast á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald til lengri eða skemmri tíma. Oft eru gæslu- varðhaldskröfur settar fram vegna rannsóknarhagsmuna en í þeim til- vikum telur lögregla að sakborn- ingur muni geta spillt rannsókninni, gangi hann laus. Einnig hafa gæslu- varðhaldskröfur verið rökstuddar með vísun til almannahagsmuna sem þýðir að lögregla telur sakborning- inn það hættulegan að það verði að loka hann inni meðan málið er klár- að í réttarkerfinu. Rothöggið gæti kostað allt að þriggja ára fangelsi Ökumaður í Keflavík réðist á ökumann dráttarbíls Handtaka Lögregluþjónar geta staðið frammi fyrir því að handtaka öku- menn af ólíkum ástæðum. Ofbeldi eða annað getur kallað á lögregluafskipti. Dýrafjörður | Nú í ágúst hefur staðið yfir íslenskunámskeið við há- skólasetur Vestfjarða. Þátttakendur eru um áttatíu talsins, en flestir þeirra eru skiptinemar sem munu stunda nám við háskóla á Íslandi í vetur. Kennslan fer fram á Núpi í Dýrafirði og á Ísafirði og mun standa yfir í þrjár vikur. Kennarar námskeiðsins eru bæði heimamenn og lengra að komnir, en hafa allir víðtæka reynslu af að kenna íslensku fyrir útlendinga. Þótt nemendur sem sækja nám á Íslandi í hálft eða eitt ár eigi flestir eftir að stunda sitt háskólanám á ensku er mikilvægt fyrir þá að kynn- ast íslenskri tungu og menningu en ekki síst að geta bjargað sér í sam- félaginu að sögn Inga Björns Guðna- sonar, verkefnastjóra Háskólaset- ursins. Af þeim sökum eru nemendur hvattir til að tala íslensku frá fyrsta degi og námið sjálft gerir beinlínis ráð fyrir að þeir reyni kunnáttu sína úti í samfélaginu. Námið fer því fram víðar en í skóla- stofunni, t.d. í vettvangsferðum um Ísafjarðarbæ og heimsóknum í fyr- irtæki og stofnanir. Þess utan var boðið upp á ýmsar skemmtiferðir um Vestfirði. Á föstudaginn er út- skriftadagur. Þá munu nemendurnir m.a. syngja fyrir bæjarbúa á Silf- urtorgi klukkan 15.30 og allir eru velkomnir í Edinborgarhúsið á milli 16 og 18 en þá fer útskriftin fram auk þess sem nemarnir bjóða upp á skemmtiatriði sem þeir hafa æft af krafti síðustu daga. Í námi (f.v.) Ane Fræer Sörensen, Danmörku, Hanna Appelquist, Svíþjoð, Louise Hedegaard Rasmussen, Danmörku, Regine Osbakk, Noregi, og Ina A. Svarstad, Noregi. Læra íslensku á Núpi Algengt er að sakborningum sé „sleppt úr haldi að loknum yfir- heyrslum“. Lögregla þarf að fá dómstól til að samþykkja gæslu- varðhald ef hún vill halda mönnum inni lengur en í sólarhring. Er gæsluvarðhaldskrafa ýmist sett fram í þágu rannsóknar- eða al- mannahagsmuna. Þegar lögregla skoðar hvort þörf sé á gæslu met- ur hún m.a. hvort líklegt sé að sak- borningur muni torvelda rannsókn máls eða hvort hann muni reyna að flýja úr landi eða fara í felur. Einnig hvort líklegt sé að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Þá metur lögregla hvort gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Ef ekkert af þessu á við, þá er líklegt að mönnum sé „sleppt að loknum yfirheyrslum“ nema fyrir liggi sterkur grunur um afbrot sem varða 10 ára fangelsi. „Sleppt úr haldi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.