Morgunblaðið - 20.08.2008, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sú rokkplata sem beðið hefurverið með mestri eftirvænt-ingu í ár (og síðustu ár ef út í
það er farið) verður að teljast
næsta Metallica-plata, Death Magn-
etic. Í dægurtónlistarheimum, svo
við skilgreinum þetta vítt, er það
aðeins plata Coldplay sem hefur
kallað á viðlíka eftirvæntingu (og
svo er það spurning hvort að U2 nái
að negla út sinni plötu fyrir enda
árs).
En ólíkt Coldplay, sem höfða
rækilega til fjöldans (og meira að
segja til fólks sem er ekkert sér-
staklega áhugasamt um tónlist, en
það er önnur saga) þá státa Metal-
lica af afar fjölmennri hirð sem
hagar sér eins og sértrúarsöfn-
uður. Og Guð hjálpi þér, ef þú ætlar
að hafa nafn hennar í flimtingum.
Segulspennan magnast nú meðhverjum degi, en platan kemur
út 12. september. Lög og lagabútar
eru farin að trítla út á netið og
sveitin sjálf er dugleg að kynda
undir fólki og stýra slíku með glans
af vefsíðu sinni, Metallica.com.
Töfralæknirinn Rick Rubin, sem
breytir öllu í gull sem hann snertir,
stýrir upptökum og fyrsta smáskíf-
an, „The Day That Never Comes“,
kemur út núna á föstudaginn (og á
víst að minna á epíkina „One“).
Samfara spennunni eru samt
margir með hnút í maga vænti ég.
Ástæðan? Jú, síðasta plata Metal-
lica, St. Anger (2003). Þessi end-
urreisnarplata sveitarinnar, þar
sem farið var aftur í ræturnar ef
svo má segja, reyndist hvorki fugl
né fiskur þegar nánar var að gáð.
Fyrstu tvö lög plötunnar, „Frantic“
og „St. Anger“ eru sæmilega brjál-
uð já, en voru síðan bara stormur í
vatnsglasi, eiginlega aumk-
unarverð tilraun til að segja, „Hei!
Við erum víst með þetta ennþá!“
Platan féll því í sæmilega grýttan
jarðveg, menn voru sáttastir með
að sveitin héldi enn saman, en
minnstu mátti muna að hún koðn-
aði niður (eins og glögglega má sjá
í hinni ævintýralegu heimild-
armynd Some Kind of Monster).
Eitthvað segir mér því að í þettasinnið sé það að duga eða
drepast fyrir Metallica. Þó að menn
séu komnir á aldur er þetta hægt,
sjá t.a.m. síðasta ópus Iron Maiden,
A Matter Of Life And Death (voða-
legt dauðaraus er þetta annars). Sú
plata er afar sterk og meðlimir
Maiden allnokkru eldri en Metal-
lica-menn. Rokkið er kirfilega
bundið á klafa æskudýrkunar,
vissulega, en Maiden hefur sýnt og
sannað að fyrst og síðast snýst
þetta um anda og stemningu, metn-
að og heilnæmt viðhorf gagnvart
því sem þú ert að gera.
Við sjáum því hvað setur - munu
Hetfield og co ná að soga að sér
gamla sem nýja aðdáendur eins og
„segull“? Eða eru þeir kannski
„dauðir“ úr öllum æðum? Með öðr-
um orðum, verður þetta „Death“
eða „Magnetic“??? arnart@mbl.is
Dauðinn handan við hornið
»Eða eru þeir kannski„dauðir“ úr öllum
æðum?
Spenna „Örlítið meiri bassa kannski?“ James Hetfield og Lars Ulrich hlusta
á lokahljóðblöndunina af Death Magnetic.
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
FÉLAGARNIR Poetrix og Dabbi T
sjá um tónlistina á hipphopp tón-
leikum á skemmtistaðnum Organ í
kvöld.
Flytja þeir blöndu af nýju efni og
eldri lögum. Á Poetrix að baki plöt-
una Fyrir lengra komna og hefur lag
hans VGT fengið hvað mesta spilun.
Dabbi T sendi frá sér sína fyrstu
plötu í september, Óheflað málfar,
og þykir útgáfan bera nafn með
rentu.
Hefjast tónleikarnir stundvíslega
kl. 22 og er ókeypis inn.
Rappari Dabbi T í kvennafans.
Óheflaðir
hipphopparar
myspace.com/poetrixmusic
myspace.com/dabbihugrof
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
"EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT
MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM.
ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR
FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA
FRÁBÆRA."
-ÁSGEIR J. - DV
"ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN,
BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG
JAFNFRAMT EIN BESTA
MYND ÁRSINS..."
-L.I.B.TOPP5.IS
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI
FYRR OG SÍÐAR.
61.000 MANNS
Á 25 DÖGUM.
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
650kr.
“Svona á að gera hrollvekjur!”
- Stephen King
X-Files kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára
Skrapp út kl. 10:10 Síðasta sýning B.i.12ára
Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
650k
r.
Stærsta mynd ársins 2008
75.000 manns.
SÝND HÁSKÓLABÍÓI
„Duchovny og Anderson
sýna gamla takta”
-Þ.Þ. - DV
HANN ER SNILLINGUR
Í ÁSTUM
NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS
SEM FÆRÐI OKKUR
AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
„Duchovny og Anderson
sýna gamla takta”
-Þ.Þ. - DV
SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Frá leikstjóra Full Monty
Eina von
hljómsveitarinnar ...
...er vonlaus
650k
r.
650kr.
The Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga