Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SAMMY Davis er án efa einn sérkennilegasti
skemmtikraftur sem komið hefur fram vestan
hafs, en þótt hann hafi ekki beinlínis haft útlitið
með sér var hann ein hæfileikamesta stjarna lið-
innar aldar og á ferli sem spannaði sextíu ár náði
hann fádæma vinsældum. Á sínum mektarárum
rakaði hann inn fé, talið er að tekjur hans hafi
verið á sjötta milljarð, en þegar hann féll frá var
hann eignalaus og flestum gleymdur.
Ekkja Davis, Altovise, leitaði til lögmanns, Al-
berts Murrays, sem tók að sér að grafast fyrir um
hvað varð um eigur Davis og ekki síst hvað varð
um úrgáfuréttinn að öllum þeim plötum sem hann
tók upp og seldust í milljónavís og eins hvernig
greiðslum væri háttað fyrir kvikmyndir hans og
sjónvarpsþætti sem hlutu metaðsókn og -áhorf.
Fljótlega komst Murray að því að ekki væri allt
með felldu í fjármálum Davis, enda höfðu maf-
ísósar, vinir Franks Sinatra, mjólkað Sammy
Davis árum saman og síðan komið höndum yfir
flest það sem hann lét eftir sig. Ekki var það svo
til að hjálpa upp á sakirnar að Altovise var bull-
andi virkur alkóhólisti sem ekki gat áttað sig á að
Davis hafði gifst henni til að hafa hana til skrauts
og að hún myndi aldrei ná að lifa í sömu vellyst-
ingum og hún hafði vanist á heimili þeirra hjóna.
Eins og segir var Sammy Davis gríðarlega
hæfileikamikill, frábær söngvari, framúrskarandi
dansari, fyrirtaks eftirherma, snjall hljóðfæra-
leikari (lék á víbrafón, trommur og trompet) og
bráðfyndinn brandarakarl. Hann vann til fjölda
verðlauna, gaf út margar plötur, var með sjón-
varpsþátt og lék í kvikmyndum svo fátt eitt sé tal-
ið. Þrátt fyrir þessa velgengni og miklar vinsæld-
ir sat það þó alltaf í honum að hann varð fyrir
mismunun vegna kynþáttar síns og trúarbragða
(gyðingur) og varð ekki til að auðvelda honum líf-
ið að hann komst í kynni við þrjótinn Frank Si-
natra.
Sinatra daðraði nefnilega við mafíuna, fannst
það smart að vera hálfgerður mafíósi og gaf frat í
alla í kringum sig, egóistinn frá helvíti (eini mað-
urinn sem Sinatra hafði ekki roð við var Dean
Martin, en það er önnur saga). Sammy Davis vildi
ganga í augun á Sinatra og þannig komst hann í
klærnar á mafíósum, en hann hafði líka ýmsa
smádjöfla aðra að glíma við, ekki síst óvanalegar
langanir í kynferðismálum.
Bókin Deconstructing Sammy, sem kemur út á
næstu dögum, rekur sögu rannsóknar Alberts
Murrays og segir frá hve langt hann náði í að
hreinsa æru Sammys Davis og rétta hluta Altov-
ise og barna Davis af fyrri hjónaböndum. Vissu-
lega náði hann ekki alla leið, en þegar litið er til
þess í hvaða klúðri málin voru má telja stór-
merkilegt að hann skuli hafa náð eins langt og
raun ber vitni.
Deconstructing Sammy eftir Matt Birkbeck.
Amistad gefur út. 288 bls. innb.
Forvitnilegar bækur: Hann hvarf af fjallstindinum í djúp gleymskunnar
Sammy Davis endurreistur
Hæfileikar Skemmtikrafturinn Sammy Davis
var á allra vörum en gleymdist svo hratt.
1. Not in the Flesh – Ruth Rendell
2. Making Money – Terry Pratchett
3. Twilight – Stephenie Meyer
4. Innocent as Sin – Elizabeth Lowell
5. Book of the Dead – Patricia Cornwell
6. City of Fire – Robert Ellis
7. Step on a Crack – James Patterson
8. Stone Cold – David Baldacci
9. New Moon – Stephenie Meyer
Eymundsson
1. The Final Reckoning - Sam Bourne
2. The Forgotten Garden - Kate Morton
3. Goodnight Beautiful - Dorothy Koomson
4. The Road Home - Rose Tremain
5. When Will There be Good News?
- Kate Atkinson
6. The Resurrectionist - James Bradley
7. The Kite Runner - Khaled Hosseini
8. A Thousand Splendid Shuns - Hosseini
9. Chasing Harry Winston -
Lauren Weisberger
Waterstones
1. Acheron – Sherrilyn Kenyon
2. The Bourne Sanction – Eric Van Lustbader
3. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie
Society – Mary Ann Schaffer
og Annie Barrows
4. Moscow Rules – Daniel Silva
5. The Host – Stephenie Meyer
6. The Story of Edgar Sawtelle
– David Wroblewski
7. The Lace Reader – Brunonia Barry
8. Tribute – Nora Roberts
9. Foreign Body – Robin Cook
New York Times
METSÖLULISTAR»
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
MAMMA MIA kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
KUNG FU PANDA kl. 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ
STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40D - 5:50D - 8 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
GET SMART kl. 5:50 - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL
THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem
fór beint á toppinn í USA.
Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart.
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
„FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
“...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda
mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd
og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.”
“...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”.
- L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið
...umhugsunar- og athyglisverðasta
teiknimynd í áratugi...”
“WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum
almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...”
S.V. Morgunblaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
GET SMART kl. 5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL
STAR WARS: CLONE WARS kl. 4D - 6:20D LEYFÐ DIGITAL
DARK KNIGHT kl. 8:30 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
"EIN BESTA GRÍNMYNDIN
Í LANGANTÍMA"
-GUÐRÚN HELGA - RÚV
"ÓBORGANLEG SKEMMTUN
SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI
ALLANTÍMANN."
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI