Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eru bæjarstjórinn og æðsti bryggjuprestur Eyja komnir með bakþanka um að stytting á siglingu og aukinn túrismi sé of dýruverði keypt? VEÐUR Ólafur F. Magnússon fráfarandiborgarstjóri er klárlega í leit að pólitísku baklandi þegar hann til- kynnir að hann sé á ný genginn í Frjálslynda flokkinn. Baklandið var orðið eitthvað rýrt.     Ólafur vildi lengi vel ekkert viðFrjálslynda flokkinn kannast þrátt fyrir F-bókstafinn á framboði sínu og hefur sagzt styðja Ís- landshreyfinguna að undanförnu.     Hvernig ætlihonum verði tekið í sínum gamla flokki?     Stutt er síðanJón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, skrifaði á bloggsíðu sína: „Því miður fyrir Frjálslynda flokkinn þá er allt- af talað um F-listann þegar vikið er að borgarstjóra. Með því eru frétta- menn vísvitandi að rugla málum til að skaða Frjálslynda flokkinn.“     Hann skrifaði líka: „Sjálfstæð-isflokkurinn getur auk heldur aldrei þvegið hendur sínar af því að hafa sett borgarstjórastólinn á upp- boð og afhent hann einstaklingi sem útilokað var að gæti valdið starfinu og það mátti fulltrúum Sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn vera ljóst.“     Ekki er langt síðan Magnús ÞórHafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, kallaði Ólaf F. Magnússon „algerlega óútreikn- anlegan stjórnmálamann sem eng- inn ætti að treysta“.     Verður haldin veizla hjá frjáls-lyndum þegar týndi sonurinn snýr heim?     Og eykur heimkoman enn á sam-heldni og eindrægni innan flokksins? STAKSTEINAR Ólafur F. Magnússon Fundið bakland? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        ! "           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    $        $ $ $ $    $ $                                *$BC                            ! *! $$ B *! %& '   &    (   ) <2 <! <2 <! <2 %('  * "+,!  -  CB D           /    "     #   $   %   &    <7  "          '                  <   ( )#*        + !       #  #    !     +    ,-# -# ! ./  00    1  ! * " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR „ÞETTA er alger misskilningur,“ segir Marsibil J. Sæmundardóttir, aðspurð hvort til standi að hún gangi til liðs við Samfylkinguna. Sást til hennar og Dags B. Eggerts- sonar á fundi í gærmorgun í Ráðhúsinu og fóru sögur á kreik um mögulega inngöngu hennar í flokk- inn. Marsibil segir að hún hafi ein- ungis verið að ræða við Dag um hvernig samstarfi hennar og minni- hlutans yrði háttað en hún hefur lýst yfir að hún muni starfa með honum. Fyrstu viðræður af mörgum Marsibil segir að um hafi verið að ræða fyrstu viðræður af mörgum, auk þess sem hún eigi eftir að ræða við aðra fulltrúa minnihlutans. Hún segir að eins og er komi ekki til greina að ganga til liðs við einhverja af flokkunum í minnihluta borgar- stjórnar. „Ég er búin að taka tvær stórar ákvarðanir á stuttum tíma [að styðja ekki nýjan meirihluta Fram- sóknar og sjálfstæðismanna og að segja sig úr Framsóknarflokknum] og mér finnst það alveg nóg. Ég er nú að reyna að átta mig á þeirri stöðu sem ég er í.“ ylfa@mbl.is Engar stór- ákvarðanir í augsýn Marsibil J. Sæmundardóttir „ENGUM hefur dottið í hug að ég væri að skrifa dagbækur sem bók- menntir. Það er eitt helsta markmið mitt,“ sagði Matthías Johannessen, skáld, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins. Dagbók- arfærslur sem hann hefur birt á vef sínum, matth- ias.is, hafa vakið mikla athygli. Þúsundir manna hafa heimsótt vefinn und- anfarið. „Sumir hafa af- greitt þessi dag- bókarskrif mín flausturslega. Kafað grunnt. Enda kannski skiljanlegt því þetta eru nokkur þúsund blaðsíður í bókarformi sem hafa verið birtar nú þegar,“ sagði Matthías. „Það sem fjölmiðlarnir hafa tekið út úr text- anum eru ekki nein aðalatriði í dag- bókum mínum. Jafnvel að mínu mati heldur smávægilegt í þessum skrif- um öllum. Út úr sumu hefur verið snúið eins og allir sjá sem lesa dag- bækurnar vel. Ég er ekki að reyna að ná mér niðri á einum eða neinum heldur upplifa samtímaviðburði með þessum samtölum við sjálfan mig.“ Matthías sagði að af þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í fjöl- miðlum af dagbókunum megi ætla að þær fjalli ekki um annað en póli- tískt dægurþras. Það er fjarri sanni. „Dagbækurnar fjalla ekki síst um menningu, bókmenntir og alls kyns hugleiðingar. Þá eru einnig birt ljóð sem ekki hafa verið birt annars staðar. Ef einhver telur að það sé fengur að ljóðum mínum þá hlýtur að vera meiri fengur að þessum at- riðum heldur en því sem fjölmiðl- arnir hafa verið að slá upp,“ sagði Matthías. Nýbirtar dagbækur Matthíasar eru frá árunum 1996 til 1998 og fá- einar færslur komnar frá 2001, en þær ná allt aftur til 1955. Hann kvaðst eiga eftir að birta fleiri færslur frá 1999 til 2001. Matthías sagði að dagbækurnar endurspegli hugmyndir hans og afstöðu. Lýsi honum sjálfsagt betur en öðrum. „Þar er auðvitað ekki neinn end- anlegur sannleikur né ljósmynd af þeim sem ég nefni. En sýnir þó hvernig ég upplifi viðmælendur mína. Þetta eru mín viðbrögð við umhverfinu. Mín sagnfræði. Hug- verk mín sem ritstjóra og þó einkum rithöfundar og þá væntanlega eitt- hvað fróðlegar sem slíkar. Hver og einn sér umhverfið sínum augum án þess að lýsingar hans þurfi að vera ósannar, eins og sumir eru að reyna að koma inn hjá fólki.“ Matthías telur fjarri því að hann sé að brjóta trúnað við viðmælendur sína með því að vitna í gömul sam- töl, en segist skilja það vel að fyrn- ingarfrestur gamalla samtala geti verið álitamál án þess að hann hyggist blanda sér í slíkar deilur. „Það sem var trúnaður fyrir ára- tug eða meira er enginn trúnaður í dag. Ef svo væri þá hefðum við aldr- ei eignast neina sagnfræði,“ sagði Matthías. „Sumir telja að ég hafi brotið trúnað með því að birta þetta núna en gagnrýna svo okkur Morg- unblaðsmenn fyrir að hafa ekki birt þetta á sínum tíma. Það gerðum við auðvitað ekki af því að það var trún- aðarmál á þeim tíma. Nú hefur þetta allt fyrnst. Í staðinn fyrir að leggja þetta til hliðar og birta þegar við erum öll horfin þá fannst mér ég ætti að hafa hugrekki til að setja þetta á Netið núna svo að menn sæju hvernig ég upplifði mitt um- hverfi sem ritstjóri og rithöfundur. Og gætu þá veitt sín andsvör eins og einhverjir hafa gert.“ gudni@mbl.is Dagbækur vekja sterk viðbrögð Fjöldi fólks hefur heimsótt matthias.is Matthías Johannessen Í HNOTSKURN »Matthías Johannessen ermeð vefinn: www.matthias.is. »Þar má lesa m.a. lesa ljóð,greinar, bækur, ritgerðir, samtöl og dagbækur frá 1955 til 1998. Væntanlegar eru dag- bækur frá 1999 til 2001. MATTHÍAS Johannessen hefur verið gagnrýndur fyrir að vitna í einkasamtöl við núlifandi, nafngreinda menn. Í samtali við mbl.is í gær sagði Svavar Gestsson sendiherra að hann vildi gera athugasemdir við dag- bókarfærslu Matthíasar um fund þeirra fyrir áratug. Hann ætlar þó ekki að gera það nú, heldur síðar. Þá staðfesti Svavar það sem segir í dagbókinni, að hann ætlaði að skrifa um reynslu sína. Sú bók er í smíðum. Matthías sagði að þeir Svavar hefðu verið orðnir miklir mátar og að sér hefði ekki dottið í hug að birta það sem þeim fór á milli um það leyti sem umrædd samtöl fóru fram. Þá hefði hann verið bundinn trúnaði, en ekki lengur. Svavar geymir athuga- semdir þar til síðar Svavar Gestsson sendiherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.