Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 19 Kristinn Lokað í Fellsmúla Þeir sem rata um Reykjavík vita að það er talsvert langt á milli Fellsmúla og Skúlagötu. Samt blasa þessar upplýsingar við vegfarendum sem leið eiga um Skúlagötuna. Blog.is Baldur Kristjánsson | 19. ágúst 2008 Rógburður er tæki í pólitískri valdabar- áttu og hefur alla tíð ver- ið. Hér á landi tala menn ekki mjög illa um and- stæðinga sína en leiknir stjórnmálamenn sem náð hafa langt hafa lag á því að tala af góðviljaðri, kankvísri illgirni um andstæðinga sína, samfokksmenn sem aðra, svona vel en samt; þeir eru ekki alveg í lagi. Yfirleitt vaxa stjórnmálamenn og aðrir í viðkynn- ingu, eru sem sagt betri en hinn pólitíski orðrómur sagði til um. Kænir stjórn- málamenn nota auðvitað rógburðinn til þess að halda sauðunum í sinni stíu … Meira: baldurkr.blog.is Pólitísk orðræða Gísli Tryggvason | 19. ágúst „Hvað kostar vatns- sopinn í þessu flugi?“ Ég hef áður tjáð mig um aukagreiðslur í flugi en ekki gengur að mínu mati að bæta endalaust við viðbótargreiðslum vegna þjónustu sem áður var innifalin í farmiðaverði – einkum ef um er að ræða þjónustuliði sem allir þarfnast. Aðeins er unnt – en ekki skylt eða endilega eðlilegt – að inn- heimta aukagreiðslu fyrir valkvæða aukaþjónustu. Um þetta er fjallað í síð- asta helgarblaði International Herald Tribune þar sem fyrirsögnin er: Hvað kostar vatnssopinn í þessu flugi? … Meira: neytendatalsmadur.blog.is Kristín Dýrfjörð | 19. ágúst Farandverkamenn samtímans Það eru farandverkamenn samtímans sem sækjast eftir vinnu í leikskólum, sagði einn leikskólastjóri mér fyrir nokkrum árum þeg- ar illa áraði við mannaráðningar. Þetta var á þeim tíma sem fólk byrjaði að morgni og kom ekki aftur úr kaffi. Stoppaði sumt í nokkrar vikur í senn. Það var hrikalegt að vera í forsvari fyrir leik- skóla á þeim tíma, hvort heldur innan leikskólans eða pólitískt. Það er því góð frétt fyrir börn, foreldra, starfsfólk leikskóla og pólitíkusa að bet- ur gangi að ráða þangað fólk en undanfarin haust. Sannarlega vona ég að hluti þessa fólks sem nú hefur störf í leikskólum sjái hvað það er frábært að starfa þar og geri að ævistarfi. Börnin okkar eiga það skilið. Miklar mannabreytingar í leikskólum hafa háð því að hægt sé að byggja upp þekkingu og tiltekna festu í starfið þar. Vonandi gefst fleiri skólum tækifæri til þess núna. Sá svo að borg- arstjóri hefur tilgreint ástæðu þess að formaður leikskólaráðs vildi reka sviðs- stjórann og er það vegna mikils kostnaðar við auglýsingar. Einhvernvegin finnst mér það ekki hljóma sennilega. Meira: roggur.blog.is Sigurður Jónsson | 19. ágúst Eitt af grundvallaratriðum í öllum mann- legum samskiptum er að virða skoðanir annarra. Þetta á að sjálfsögðu við pólitík og skrif um lands- mál eða sveitarstjórn- armál. … Það er alveg magnað með marga öfga vinstri menn að þeir telja sig eina vita hvað er rétt og hvað er rangt. Þeim er gjörsamlega fyrirmunað að aðrir geti haft önnur sjónarmið heldur en þeir. Frekar en að grípa til raka fyrir sínu máli kalla þeir andstæðinga sína barnalega eða kjána o.s.frv. Það er í pólitíkinni eins og í öðru að litirnir eru ekki bara svart eða hvítt. … Meira: sjonsson.blog.is Andri Örn Víðisson | 19. ágúst Kaldhæðni að tala um að draga saman launakostnað Mér þykir nú kaldhæðni að tala um að uppi séu hugmyndir um að draga saman launakostnað hjá Reykjavíkurborg á sama tíma og annar hver fulltrúi í borgarstjórn er kominn á biðlaun borgarstjóra. Væri ekki nær að klippa á það og a.m.k. endur- skoða 8% samdrátt í launakostnaði borgarstarfsmanna. Er t.d. ekki hægt að sleppa/fresta einhverjum dýrum verk- efnum? T.d. ekkert jólaskraut í Reykjavík þennan veturinn! Það ætti að dekka 8% giska ég á. Meira: avid.blog.is ÞÓRUNN Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra tilkynnti fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi ákvörðun sína um að virkjun jarðhita á Þeistareykjum, stækkun Kröfluvirkjunar, línulagnir frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka og álver á Bakka skuli fara í sameig- inlegt umhverfismat. Úrskurður hennar vegna kæru Landverndar kom tveimur og hálfum mánuði eftir að frestur hennar til þess rann út, samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000. Úrskurðurinn kom flestum sem málið varðar mjög á óvart, enda hafði Skipulags- stofnun ákveðið að ekki væri þörf á sameig- inlegu mati og framkvæmdaaðilar hafa átt mjög góða samvinnu við skipulagsyfirvöld og stjórnvöld um fyrirkomulag rannsókna á um- hverfismati framkvæmda. Einnig hafði ráð- herra nýlega úrskurðað á þveröfugan hátt, nærri sínu kjördæmi á suðvesturhorninu. Spurningum enn ósvarað Þórunn hélt opinn fund á Húsavík 12. ágúst síðastliðinn til að útskýra ákvörðun sína fyrir heimamönnum og til að „leiðrétta misskilning“ um úrskurðinn, eins og hún orðaði það. Samdóma álit gesta á þeim fundi var að ekkert hefði verið útskýrt og enginn mis- skilningur verið til staðar til að leiðrétta. Umhverfisráðherra var ítrekað spurð tveggja lykilspurninga á fundinum. Annars vegar hvernig megi tryggja að úrskurðurinn seinki ekki framkvæmdum og hins vegar hvort hún gæti tryggt að hægt verði að bora rann- sóknaholur á Þeistareykjum næsta sumar, sem Landsvirkjun hefur nýlega boðið út. Þær boranir eru nauðsyn- legar svo hægt sé að svara því hvort næga orku sé að finna á svæðinu fyrir álver. Ráð- herra svaraði hvorugri spurningunni. Framkvæmdir tefjast um ár Hinn litli en háværi hópur fólks í íslensk- um stjórnmálum sem telur sig sjálfskipaðan málsvara umhverfisins lítur þannig á að þó að einhverra mánaða seinkun verði á mats- ferlinu muni það ekki hafa áhrif á fram- kvæmdahraða. Ráðherra umhverfismála sagði á fundinum að það væri einfaldlega framkvæmdaaðila, í samvinnu við Skipulags- stofnun, að tryggja að úrskurður hennar ylli ekki töfum og hún væri sannfærð um að hægt yrði að finna leiðir til þess. Varðandi rannsóknaboranir á Þeistareykjum kvaðst hún enga ábyrgð bera á þeim. Nú er orðið ljóst, eftir fundi fram- kvæmdaaðila með skipulagsyfirvöldum, að framkvæmdir munu tefjast um að minnsta kosti heilt ár. Kemur það bæði til af því að rannsóknir á Þeistareykjum eru aðeins mögulegar yfir sumartímann og af því að nýtt matsferli tekur einfaldlega sinn tíma. Ekki verður mögulegt að bora nauðsynlegar rannsóknaholur á Þeistareykjum næsta sum- ar, sem þó eru komnar í útboð hjá Lands- virkjun. Í því sambandi er rétt að geta þess að samkvæmt nýlega endurnýjuðum vilja- yfirlýsingum var ætlunin að taka endanlega ákvörðun varðandi álverið og ganga frá samningum um orkusölu fyrir árslok 2009. Það er nú í uppnámi sem og þá allt ferlið í heild sinni. Ákvörðun leiðir einungis til tafa og kostnaðar Áætlað er að búið sé að eyða um fimm milljörðum króna í rannsóknir og undirbún- ing fyrir álver á Bakka. Miðað við vaxta- stigið í landinu í dag er auðvelt að reikna út að töf í eitt ár muni kosta hundruð milljóna króna. Það væri í sjálfu sér ásættanlegt ef búast mætti við betra mati á áhrifum fram- kvæmdanna á umhverfið í kjölfar úrskurð- arins. Það er hins vegar ljóst að úrskurðurinn bætir ekki umhverfismat framkvæmdanna, eins og skýrt kemur fram í upphaflegum úr- skurði Skipulagsstofnunar sem umhverf- isráðherra kaus að snúa við. Fram- kvæmdaaðilar hafa allir vandað mjög til verka við matsáætlanir sínar og eins og kveðið er á um í upphaflegum úrskurði Skipulagsstofnunar var ætlunin að umhverf- ismat framkvæmdanna yrði unnið samhliða eins og kostur væri og að í hverri útgefinni skýrslu um mat á umhverfisáhrifum yrði samantekt á niðurstöðum þeirra skýrslna sem þegar væru komnar út. Sameiginlegt mat mun því engu bæta við nema enn einu formlegu ferli með tilheyrandi töfum og kostnaði. Það er dapurlegt að pólitík hjá Samfylk- ingunni á höfuðborgarsvæðinu skuli tefja með þessum hætti nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífs á Norðausturlandi, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig útlitið er nú í efnahagsmálum landsins. Það virðist vera svo að þetta alvörumál fyrir íbúa Norðaust- urlands sé meðhöndlað sem léttur ísbjarn- arblús af hálfu umhverfisráðherra. Við slíkt verður ekki unað. Gunnlaugur Stefánsson fjallar um sameiginlegt umhverfismat fyrir norð- an » Sameiginlegt umhverfismat mun engu bæta við nema töfum og auknum kostnaði. Gunnlaugur Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri og forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Umhverfisráðherra tefur byggingu álvers á Bakka um eitt ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.