Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞAÐ skiptir máli að þetta raski ekki heil- brigðisþjónustu í hverju landi. Það mun einnig ávallt þurfa fyrirfram leyfi fyrir að fá að sækja þjón- ustu til útlanda. Í þessu felast sóknartækifæri fyrir Íslendinga. Ef við skipuleggjum okkur vel þá eru góðir möguleikar fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til að taka við sjúklingum annars staðar frá án þess að skaða þjónustuna. Við get- um bætt hana um leið hérna heima,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra. FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) samþykkti 2. júlí síðastliðinn tillögu að til- skipun um rétt sjúklinga til að fá heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Tillagan hefur þó enn hvorki verið samþykkt af ráðherraráði ESB né Evrópuþinginu. Þar sem um er að ræða ósam- þykkta tillögu er ekki búið að taka hana inn í EES-samninginn en vinnuhópar eru að skoða efni henn- ar og meta faglega hvort og þá hvernig eigi að taka hana inn í EES-samninginn. Verði raunin sú að tilskipunin verði hluti EES- samningsins mun hún því gilda hér á landi. Morgunblaðið sagði á mánudag sögu Elvars Guðjónssonar sem sárkvalinn sá fram á að þurfa að bíða í 8-10 mánuði eftir mjaðmaað- gerð. Hann tók því málin í eigin hendur: gerði sér ferð til Finnlands og gekkst þar undir aðgerð á mjöðm sem kostaði um 1,6 milljónir króna. Elvar vill nú að Tryggingastofnun ríkisins greiði fyrir aðgerðina og bíður eftir svari þaðan. Heilbrigðisþjónusta erlendis Samkvæmt lögum greiðir Trygg- ingastofnun kostnað við meðferð ef sjúkratryggðum er brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis á sjúkrahúsi vegna þess að ekki er unnt að veita þeim hjálp hér á landi. „Siglinga- nefnd“ Tryggingastofnunar ákveður hvort þessi skilyrði eru fyrir hendi. Verði þessi nýja tilskipun ESB hluti EES-samningsins er ljóst að íslenskir sjúklingar munu eiga rétt á því að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis og fá endurgreitt með sjúkratryggingum hér á landi á grundvelli sömu reglna og ef þjón- ustan hefði verið veitt hér. Eins munu aðrir sjúklingar af Evrópska efnahagssvæðinu geta leitað bótar meina sinna hér á landi. Þá felur tilskipunin ennfremur í sér aukið og nánara samstarf milli aðildarríkja hvað varðar miðlun læknisfræðilegra upplýsinga. Þetta væru umtalsverðar breyt- ingar frá núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigði án landamæra Verði ný tilskipun Evrópusambandsins samþykkt munu sjúk- lingar geta fengið erlenda heilbrigðisþjónustu endurgreidda Woolworths opnar dyrnar fyrir Baug STJÓRNARFORMAÐUR Wool- worths, Richard North, er tilbúinn að ræða við Baug um kaup á yfir 800 verslunum félagsins. Þetta kom fram á vef Financial Times í gær- kvöldi. Á sunnudaginn var sagt frá því að Woolworths hefði hafnað til- boði Baugs sem forstjóri Iceland, Malcolm Walker, setti fram. Sagði North þá að tilboðið væri alls ekki nógu hátt. Í Morgunblaðinu á mánudaginn kom fram að miklar líkur væru á að stjórnendur Woolworths myndu endurskoða þá ákvörðun. Baugur myndi áfram reyna að yfirtaka búð- irnar og stefndi að því að breyta hluta þeirra í Iceland-verslanir sem selja frosin matvæli. North sagði að hann væri tilbú- inn til viðræðna en hefði verið pirr- aður á að þurfa að gera það fyrir opnum tjöldum. Lausnir væru fyrir hendi ef skynsamlegri tillögur væru lagðar fram. Financial Times segir að upp- haflegt tilboð Baugs hafi hljóðað upp á 50 milljónir punda. Það jafn- gildir um 7,6 milljörðum íslenskra króna. bjorgvin@mbl.is Neskaupstaður | Það er ekki amalegt útsýnið sem Tómas Zoëga snjóathug- unarmaður í Neskaupstað nýtur við störf sín. Við blasir Norðfjarðarflóinn með Búlandi, Hellisfjarðarnesi, Viðfjarðarnesi og Barðsnesi, auk þess sem vel má greina snjóflóðavarnirnar undir gilinu. Tómas reisir hér upp snjó- mælistiku sem legið hefur niðri, svo að lesa megi af henni í vetur. Snjó- athugunarmenn starfa á vegum Veðurstofunnar víðsvegar um landið þar sem talin er hætta á að snjóflóð geti fallið í þéttbýli. Eitt af verkefnunum er að fylgjast með og mæla snjódýpt þannig að betur megi meta hættuna á snjóflóðum. Ljósmynd/Kristín Vetrarundirbúningur Útsýnið gott á vinnustaðnum RÍKISSJÓÐUR var í árslok 2007 með jákvætt fé upp á tæpa tíu millj- arða króna og var það í fyrsta sinn sem það gerðist. Í upphafi ársins var eigið fé ríkissjóðs neikvætt um 63 milljarða. Hagur ríkissjóðs vænkað- ist í fyrra eins og sjá má í ríkisreikn- ingi 2007 sem birtur var í gær. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 69 milljarða króna. Tekjur jukust um 15,2% Rekstrarreikningur ríkissjóðs í fyrra sýnir 88,6 milljarða tekjuaf- gang eða sem nemur 18,2% af tekjum ársins 2007. Árinu áður var tekjuafgangur ríkissjóðs 81,8 millj- arðar króna eða um 19,4% af tekjum ársins. Undanfarin þrjú ár hefur ríkissjóður skilað samtals 283 millj- arða tekjuafgangi. Sem fyrr segir var eigið fé í lok árs 2007 jákvætt um tæpa tíu milljarða króna en til samanburðar var eigið fé ríkissjóðs neikvætt um 198 milljarða í árslok 2000 á verðlagi þess tíma. Alls voru tekjur ríkissjóðs 486 milljarðar í fyrra en á árinu 2006 voru þær 422 milljarðar. Tekjurnar hækkuðu því um 66 milljarða á milli ára. Það er um 15,2% hækkun eða 9,7% að raungildi miðað við vísitölu neysluverðs. Tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu 2007 voru 195 milljarðar og hækkuðu um 9 millj- arða frá fyrra ári. Þar vó þyngst að tekjur af virðisaukaskatti hækkuðu um tæpa sex milljarða á milli ára. Tekjur af fjármagnstekjum og sköttum á tekjur einstaklinga og hagnað fyrirtækja námu 153 millj- örðum í fyrra en 138 milljörðum árið 2006. Heilbrigðismál kosta mest Gjöld ríkissjóðs í fyrra voru 398 milljarðar króna og hækkuðu um 57 milljarða frá 2006 þegar þau voru 340 milljarðar. Hækkunin á milli ára var 16,9% eða 11,3% að raungildi. Heilbrigðismál voru stærsti út- gjaldaliður ríkisins sem fyrr og fór til þeirra tæplega fjórðungur af rík- isútgjöldum. Alls fóru um 95 millj- arðar króna til heilbrigðismála. Hækkunin frá fyrra ári var 9,5 millj- arðar eða 5,8% að raungildi. Al- mannatryggingar og velferðarmál eru næststærsti gjaldaliður ríkisins. Til þeirra fóru 85 milljarðar í fyrra og hækkaði þessi liður um 9,1% að raungildi. Undir þennan málaflokk falla m.a. útgjöld vegna öldrunar- mála upp á 28 milljarða, gjöld vegna örorku og fötlunar upp á 25 millj- arða, barna- og vaxabætur upp á 13,5 milljarða og gjöld vegna fæð- ingarorlofs upp á átta milljarða. Gjöld til menntamála 2007 námu 38 milljörðum og hækkuðu um fjóra milljarða frá fyrra ári eða 6,5% að raungildi. Gjöld til háskólastigsins námu 19 milljörðum og til fram- haldsskóla 16 milljörðum. Gjöld til efnahags- og atvinnumála námu 52 milljörðum, þar af 25 milljörðum til samgöngumála og 12 milljörðum vegna landbúnaðarmála. Eigið fé Seðlabanka styrkt Góð afkoma ríkissjóðs í fyrra var m.a. notuð til að styrkja eiginfjár- stöðu Seðlabankans um 44 milljarða. Staða á bankareikningum batnaði um tólf milljarða og var hún í lok ársins alls 104 milljarðar. Langtíma- lántökur ríkissjóðs á árinu námu 107 milljörðum en afborganir voru 81 milljarður. Hreinar skuldir ríkis- sjóðs í árslok 2007 námu 288 millj- örðum eða 22,5% af landsframleiðslu eða svipað og 2006. gudni@mbl.is Eigið fé ríkis- sjóðs jákvætt í árslok 2007 Tekjuafgangur ríkissjóðs 88,6 milljarðar Í HNOTSKURN »Tekjur ríkissjóðs í fyrravoru alls 486 milljarðar. Skattar á sölu vöru og þjón- ustu skiluðu 195 milljörðum. »Gjöld ríkisins voru 398milljarðar. Stærstu gjalda- liðir voru heilbrigðismál, al- mannatryggingar og velferð- armál og svo menntamál. »Hagur ríkissjóðs vænk-aðist talsvert í fyrra. Tekjuafgangur var upp á 88,6 milljarða króna. Mikil sóknar- tækifæri Guðlaugur Þór Þórðarson TVEIR slösuðust alvarlega í um- ferðarslysi um tíuleytið í gærmorg- un. Slysið varð á Krýsuvíkurvegi en að sögn lögreglu virðist fólksbíll hafa ekið í veg fyrir malarflutninga- bíl með fyrrgreindum afleiðingum. Klippa þurfti flak fólksbílsins í sundur til að ná fólkinu út og tók sú aðgerð nokkurn tíma. Að sögn læknis á gjörgæsludeild í gærkvöldi hlaut fólkið alvarlega áverka. Var öðrum haldið í öndun- arvél. Líðan þeirra var þó talin stöðug. Morgunblaðið/Júlíus Alvarlegt bílslys BJÖRGUNARSVEITARMENN Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundu 24 ára erlendan ferðamann ómeiddan á Esjunni um kl. 23.30 í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-GNÁ, sótti manninn og flutti hann til Reykjavíkur. Maðurinn gekk á fjallið í gær en lenti í þoku og villtist um kl. 17.30. Hann hringdi eftir hjálp um kl. 20.00 í gærkvöldi. Maðurinn hélt kyrru fyrir þar sem hann var kom- inn og beið björgunar. Um 20 björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitum á höfuðborgar- svæðinu fóru strax til leitar og fjölgaði þeim í um 80 leitarmenn og sex leitarhunda þegar leið á kvöld- ið. TF-GNÁ var á leið í æfingarflug og tók þátt í leitinni. Þegar leið á kvöldið birti til á fjallinu. Maðurinn var allan tímann í símasambandi við björgunarlið. Hann fannst um sex km austur af Þverfellshorni, sem flestir ganga á, og var kominn að Hátindi sem er austarlega á Esjunni, ofan við Graf- ardal og Kattahryggi. gudni@mbl.is Bjargað úr villu á Esjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.