Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 28
Eitthvað segir mér því að í þetta sinnið sé það að duga eða drepast fyrir Metallica … 30 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GESTIR í brúðkaupsveislu sem ný- verið var haldin á höfuðborgarsvæð- inu ráku upp stór augu þegar Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar hans Jóns míns, mætti til veislunnar í hlut- verki rótara. Þannig var í pottinn búið að hljómsveitin Fixed tróð upp í veislunni, en trommuleikari sveitarinnar heitir Birgir Steinn og er sonur Stefáns. „Ég tel ekki eftir mér að hlaupa undir bagga með sveitinni þegar þurfa þykir og hef tekið að mér störf rótara, bílstjóra og ljósmyndara þeg- ar þess hefur verið óskað. Það er mér vitaskuld ljúft og skylt,“ segir Stefán þegar hann er spurður hvernig standi á þessu nýja starfi hans. „Þau æfa hérna í bílskúrnum og ég er því jafnan skammt undan. Strákurinn spilar á trommur og stundum einnig á hljóm- borð, þannig að það er margt hand- takið,“ segir Stefán. „Fjölhæfari en ég“ Birgir verður sextán ára í næsta mánuði, en aðrir sem skipa sveitina eru jafnaldrar hans Andri Geir Torfa- son söngvari, Aron Örn Vilhjálmsson bassaleikari, Hlynur Halldórsson gít- arleikari og Anna Hjördís Valgeirs- dóttir, hljómborðsleikari og söngkona, en þess má geta að Anna Hjördís er dóttir tónlistarhjónanna Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð. Aðspurður hvort hann hafi haft áhrif á tónlistarbrölt sonarins svarar Stefán: „Ég hef síður en svo þrýst á hann, ef frá er talið stutt blokkflautu- og píanónám sem við foreldrarnir átt- um frumkvæði að fyrir löngu. En hann hefur síðan leitað í músíkina sjálfur og eftir að hann fékk trommu- sett í hitteðfyrra og kynntist tónlist Muse hafa frístundir aðallega farið í músík. Auk þess eru vinir og bekkjar- félagar margir í músík og eitt leiðir af öðru.“ En hefði Stefán ekki viljað sjá strákinn feta beint í hans fótspor og syngja? „Birgir er mjög músíkalskur og fjölhæfari en ég, leikur á píanó, trommur, semur lög og syngur reynd- ar annað slagið og lofar góðu finnst mér þar einnig. Við útskrift frá Digra- nesskóla í vor lék hann t.a.m. á píanó og söng lagið „Líf“, en þann texta samdi ég til hans á sínum tíma. Þetta var nokkuð sem hann fann alveg upp hjá sjálfum sér og var mjög eft- irminnilegt móment.“ Hvort möguleiki sé á að Fixed muni einhvern tíma hita upp fyrir Sálina segir Stefán aldrei að vita. „Og kannski á ég eftir að hita upp fyrir þau,“ segir söngvarinn kíminn að lok- um. Stebbi Hilmars rótar fyrir son sinn Fixed Birgir Steinn er annar frá vinstri. Á myndina vantar Önnu Hjördísi Valgeirsdóttur. Heyra má í sveitinni á myspace.com/thefixedpenalty. Stefán Hilmarsson myspace.com/thefixedpenaty  Grein sem Jak- ob Björnsson, fyrrum orku- málastjóri, skrif- aði og birt var í Morgunblaðinu á mánudaginn hef- ur vakið þónokkra athygli. Greinin bar yfirskriftina „Álnotendur eru undirstaða áliðnaðar“ og í henni fjallar Jakob um íslenska söngkonu sem „...hefur um allmörg ár flogið víða um heim, til allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins, og sungið fyrir fólk.“ Flestir vita eflaust að hér á Jakob við Björk Guðmundsdóttur, en ein- hverra hluta vegna nefnir hann hana ekki á nafn í greininni. Hann fullyrðir annars að Björk hefði ekki náð þeim árangri sem hún hefur náð án nútíma flugsamgangna, og bætir því við að hún sé ekki sam- kvæm sjálfri sér þar sem hún sé á móti áli, en nýti sér það um leið. En hefur Björk nokkurn tímann sagst vera á móti áli? Hún berst gegn frekari fjölgun álvera á Ís- landi, sem er langt frá því að vera einn og sami hluturinn. Björk getur því vart talist annað en samkvæm sjálfri sér í sinni baráttu. Eða hvað? Má Björk ekki ferðast með flugvélum?  Eins og fram kemur á síðu 35 í Morgunblaðinu í dag verður leik- árið hjá Leik- félagi Akureyrar glæsilegt í ár, og er margt spenn- andi á dagskránni. Þar á meðal má nefna verkið Falið fylgi eftir Bjarna Jónsson, en leikstjóri þess er hinn ungi Jón Gunnar Þórð- arson. Svo skemmtilega vill til að Jón Gunnar er bróðir Magnúsar Geirs, sem hætti sem leikhússtjóri LA eftir síðasta leikár, og tók við LR. Merki Þórðarsona verður því áfram haldið á lofti norðan heiða. Bróðir fyrir bróður Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞAÐ eru þó nokkuð margir sem vilja skrifa undir plagg sem ég er að vinna þessa dagana með lögfræðingi,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, spurður að því hvort ein- hverjir hafi lýst yfir áhuga á því að leyfa hon- um að nota jarðneskar leifar sínar í víd- eóverk. Á annan tug manna hafi sýnt þessu áhuga, sumir hverjir dauðvona. Snorri aug- lýsti á dögunum eftir líkum í Fréttablaðinu, sagðist þar vilja fá jarðneskar leifar fólks lán- aðar til gerðar listaverks. Hugmynd Snorra er sú að fólk leyfi honum að nota jarðneskar leifar sínar sem efnivið í listaverk og skrifi undir skjal því til staðfestingar. Allt gert með samþykki Snorri segist vinna verkið í samstarfi við fólkið, hann útskýri nákvæmlega fyrir við- komandi hvað hann ætli að gera við líkið. „Þetta verður allt skrásett og verkið er eig- inlega þrískipt. Í fyrsta lagi er það auglýs- ingin og viðbrögðin við henni, í öðru lagi skrásetning samskipta minna við hinn látna og svo þetta vídeóverk sem ég geri þar sem líkið hefur nauðsynlegu hlutverki að gegna,“ segir Snorri. Skrásetning á samskiptum fari bæði fram á skriflegu formi og með hljóð- upptökum. Mun fólkið hafa einhver áhrif á víd- eóverkið, þ.e. hvernig það verður á endanum? „Mögulega hefur það áhrif. Ég er með viss- ar hugmyndir sem ég vil ekki fara nánar út í og ég hugsa reyndar að samskipti okkar verði á þeim nótunum að ég sé að sannfæra fólkið um að taka þátt,“ svarar Snorri. Hann segist lengi hafa haft verkið í huga, ein tvö ár, og efniviðurinn sé bæði ögrandi og spennandi. „Þetta er einhvers konar óður til lífsins,“ seg- ir Snorri. Verkið eigi sér ótalmargar hliðar, fjalli m.a. um dauðann, lífið og manneskjuna almennt. Þetta er grafalvarlegt verk, í bókstaflegri merkingu? „Það er auðvitað grafalvarlegt, það eru all- ar tilfinningar í þessu verki í rauninni, þetta er dramatískt og þetta er líka skemmtilegt, fyndið jafnvel,“ segir Snorri. Hann ætli auð- vitað að sýna hinum látnu fullna virðingu. „Fólk misskildi þetta dálítið, hélt að ég væri að leita að líki til þess að óvirða það en það hefur aldrei staðið til. Þetta er algjörlega inn- an siðferðismarka.“ Heldurðu að fólk misskilji verkin þín yf- irleitt, haldi að þú sért alltaf að grínast? „Ég grínast aldrei. Ég hef alveg húmor fyr- ir hinu og þessu og jú, jú, kannski einhvers staðar nota ég húmor sem einhvern undirtón en ég er aldrei að grínast.“ Til stendur að sýna verk Snorra í Listasafn- inu á Akureyri á næsta ári. Óður til lífsins Á annan tug manna hefur lýst yfir áhuga á því að lána myndlistarmanninum Snorra Ásmundssyni jarðneskar leifar sínar til listgjörnings Morgunblaðið/Ómar Með virðingu „Fólk misskildi þetta dálítið, hélt að ég væri að leita að líki til þess að óvirða það...“ Í HNOTSKURN » Snorri Ásmundsson fæddist árið 1966 áAkureyri og stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri frá unga aldri. Hann hefur haldið á annan tug einkasýn- inga og tekið þátt í fjölda samsýninga inn- anlands sem utan. » Snorri hefur vakið mikla athygli fyrirgjörninga sína og listaverk, m.a. boðið sig fram til forseta Íslands, haldið bæna- stund allra trúarbragða í Hljómskálagarð- inum, selt aflátsbréf og breitt út fallega og góða orku með því að hugleiða í píramída. » Vefsíðu Snorra er að finna á slóðinnithis.is/snorri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.