Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 18. júní 1958 var Æskulýðs- sambands Íslands – ÆSÍ – stofnað í húsa- kynnum Stúdentaráðs Háskóla Íslands í að- albyggingu háskólans. Voru þar komnir sam- an fulltrúar nokkurra öflugra lands- samtaka æskulýðsfélaga í landinu en þeir höfðu undirbúið stofnun ÆSÍ. Verkefni ÆSÍ var að koma fram fyrir hönd landssamtaka æskulýðsfélaga á Íslandi gagnvart alþjóðasamtökum og erlendum stofnunum, sem fjalla um æskulýðs- mál á heimsvísu. Undirbúningur að stofnun Æsku- lýðssambands Íslands hafði legið niðri frá komu Svíans David Wir- mark á haustdögum 1957 þar til fram á vor 1958 að hann hristi upp í málinu að nýju. Fulltrúar nokkurra landssambanda hittust á fundum og síðan var ákveðið að stofna til heild- arsamtaka íslenskrar æsku. Nauð- synlegt þótti, að allar ungliðahreyf- ingar stjórnmálaflokkanna tækju þátt frá byrjun til að skapa meiri frið um samtökin og varð það úr. Alls urðu níu landssamtök stofn- aðilar Æskulýðssambands Íslands og voru það stjórnmálahreyfing- arnar fjórar SUF (Samband ungra framsóknarmanna), SUJ (Samband ungra jafnaðarmanna), SUS (Sam- band ungra sjálfstæðismanna) og ÆF (Æskulýðsfylkingin), einnig SBS (Samband bind- indisfélaga í skólum), UMFÍ (Ungmenna- félag Íslands), ÍUT (Ís- lenskir ungtemplarar), SHÍ (Stúdentaráð Há- skóla Íslands) og BÍS (Bandalag íslenskra skáta). Í fyrstu stjórn Æskulýðssambands Ís- lands voru kjörnir Júl- íus Jón Daníelsson, formaður (frá SUF), Bjarni Beinteinsson (frá SHÍ), Hörður Gunnarsson (frá SBS), Magnús Óskarsson (frá SUS), og sr. Árelíus Níelsson (frá ÍUT). Formenn Æskulýðssambands Ís- lands fyrstu árin voru Júlíus Jón Daníelsson (1958-1959), Bjarni Beinteinsson (1959-1960), Magnús Óskarsson (1960-1962), Ólafur Eg- ilsson (1962-1963), Skúli Norðdahl (1963-1964), og Hörður Gunnarsson (1964-1965). Umsókn ÆSÍ var samþykkt á þingi alþjóðlegu æskulýðssamtak- anna World Assembly of Youth (WAY) í Nýju-Delí á Indlandi 1958, sem Magnús Óskarsson sótti. ÆSÍ tók virkan þátt í starfi WAY og sendi fulltrúa á þing þeirra, ráð- stefnur og fundi víða um heim. ÆSÍ var stofnaðili að CENYC- Council of European National Yo- uth Councils, Æskulýðsráðs Evr- ópu, 1962. Í tilefni af því gaf Æsku- lýðssambandið CENIYC forláta fundarhamar sérsmíðaðan af hinum rómaða listamanni Jóni Gunnari. Í umsögn þáverandi formanns ÆSÍ Ólafs Egilssonar segir: „Hamarinn var af skemmtilegri hugmynda- auðgi listamannsins gerður úr járni, ýmist beinir teinar eða hringaðir líkt og gormar. Honum fylgdi klof- inn trjástofnsbiti með leðurhjörum og var í stofninn greipt fyrir hamr- inum þannig að luktist um hann þegar hann var ekki í notkun. Trú- lega er til ljósmynd af hamrinum sem gaman væri að birta við hent- ugt tækifæri, ekki síst þar sem frægð Jóns Gunnars hefur haldið áfram að vaxa af Sólfari hans við Sæbraut sem nær hver ferðamaður staldrar við til myndatöku eða læt- ur mynda sig hjá.“ Það væri verðugt verkefni fyrir Landssamtök æskulýðsfélaga – LÆF – sem stofnuð voru fyrir fjór- um árum og tóku yfir að hluta til starfsemi Æskulýðssambands Ís- lands, að kanna, hvort hamarinn sá er enn í notkun eða hvar hann er niðurkominn nú enda hefur hann ekki aðeins sögulegt gildi vegna til- efnis og gefanda heldur eigi síður eykst mikilvægi og verðmæti grips- ins í samræmi við rísandi frægð- arsól listamannsins af Sólfari sínu. Hörður Gunn- arsson skrifar í til- efni af því að 50 ár eru liðin frá stofn- un Æskulýðs- sambands Íslands » Verkefni ÆSÍ var að koma fram fyrir hönd æskulýðsfélaga á Íslandi gagnvart al- þjóðasamtökum og stofnunum, sem fjalla um æskulýðsmál á heimsvísu. Höfundur er stofnandi að Æskulýðs- sambandi Íslands og stjórnarmaður fyrstu 7 árin, formaður 1964-1965. Stofnun Æskulýðssambands Íslands fyrir 50 árum Hörður Gunnarsson ÞAÐ ER með ólík- indum hvað margir uppvakningar hafa átt heima í Framsókn- arflokknum gegnum tíðina. Einu sinni átt- um við Hvergerðingar einn slíkan, Jónas frá Hriflu. Hann bjó á sumrin í Fífilbrekku hér undir Reykjafjall- inu, keyrði um á fín- um Pachard-bíl, en átti dálítið erfitt með að aka og mæta öðr- um bílum. Hann lét því gera afleggjara með stuttu millibili, á Krísuvíkurveginum, sem gárungarnir köll- uðu „Jónasa“. Þegar kom að því að Hver- gerðingar hættu sam- starfi við Ölfusinga og stofnuðu nýtt sveitar- félag, þá átti Jónas stóra rullu í þeim leik, ásamt Guðjóni í Gufu- dal og Unnsteini, skólastjóra á Reykjum. Hvergerðingar sem voru orðnir þreyttir á fram- kvæmdaleysi Ölfushrepps stofnuðu nýtt sveitarfélag, en fengu aðeins smásneið af landi Reykja hinum megin Varmár, þ.e. lóðina í kring- um sundlaugina þar sem Lárus J. Rist hafði staðið fyrir sundlaug- arbyggingu. Auðvitað áttu Hver- gerðingar heimtingu á því að fá alla Reykjatorfuna í sinn hlut; rík- ið átti jörðina hvort sem var; en einhver ómennsk framsókn- arstefna var í gangi um að það skyldi gert sem minnst fyrir æv- intýramennina í Hveragerði eins og einn bóndinn orðaði það á fundi um skiptingu hreppsins. Aldís Hafsteinsdóttir, núverandi bæj- arstjóri í Hveragerði, er fyrst til að vekja athygli á þessu máli og heimta rétt okkar Hvergerðinga til landsins. Mér finnst að nú eigi að gera alvöru úr hlutunum. Það þarf að leggja fram frumvarp á Alþingi og fá það í gegn á næsta þingi. Þetta ætti að vera auðvelt ef sjálfstæðismenn styðja bæj- arstjóra sinn. Þorlákshafnarbúar skilja náttúrlega ekkert í málinu eins og Ólafur Áki, bæjarstjóri þeirra, sagði og presturinn Baldur staglast á því að um Hveragerð- isdeild Sjálfstæðisflokksins sé að ræða. Við frábiðjum okkur slíkar sendingar og það í fallegu kirkj- unni okkar, sem hefur einn besta hljómburð sem til er á landinu. Ráðherrar geta breytt þessu máli ef þeir hafa dug til. Hvað gerði ekki Hannibal Valdimarsson þegar hann fékk sneið af þessu landi fyrir verkalýðshreyfinguna í Ölfusborgum og skulu honum ávallt færðar þakkir fyrir það. Fólkið sem býr á Reykjum þarf alltaf að fara í gegnum bæinn okk- ar til þess að komast til síns heima. Þetta svæði í kringum Hveragerði á að sjálfsögðu að til- heyra sveitarfélaginu, þó að ekki væri litið á það nema frá land- fræðilegu sjónarmiði. Og Reykjatorfan hef- ur ávallt verið í Hveragerði í huga fólks á svæðinu. Mér finnst að við ættum að slíta öllu samstarfi við Þorlákshöfn ef þeir ekki skilja sjónarmið okkar Hvergerðinga. Hvergerðingar ættu að geta búið til nýjan kirkjugarð í sínu landi og Ölfushreppur get- ur þá bara átt Kot- strandarkirkjugarð í friði fyrir okkur. En nú er kominn nýr uppvakningur Framsóknar til sög- unnar. Óskar Bergs- son heitir hann og boðar nýja trú á land- ið og atvinnu- uppbyggingu í Reykjavík, þar sem allt er í kaldakoli í pólitíkinni. Og það á að fórna okkur Hver- gerðingum einu sinni enn. Fyrri meirihluti í Reykjavík var búinn að slá Bitruvirkjun af, eftir harða baráttu umhverf- isverndarsinna, en nú á að halda áfram með Bitruvirkjun, og af hverju? Af því að Orkuveita Reykjavíkur er búin að eyða um 1 miljarði í rannsóknir á svæðinu. Það eru peningarnir sem eiga að fá að ráða, frekjan í OR sem flennir sig út um allar koppa- grundir með tilraunaborholur á borholur ofan og óafsakanlegan útblástur brennisteinsvetnis (H2S) skv. grein Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings í Mbl. 14.8. 2008. Við Hvergerðingar erum steinsnar frá þessari virkjun og því verður mikil loftmengun frá henni í Hveragerði. Bæjarstjórinn okkar hefur sagt sína skoðun á málinu og tekið afstöðu með sínu fólki, bæjarbúum. Hvað um börnin í Hveragerði? Hvers eiga þau að gjalda? Af hverju er ekki farið í heildstætt umhverfismat á virkj- unum á Kolviðarhóli, Hverahlíð og Bitru? Óskar Bergsson segir þá vitlausustu setningu sem ég hef lengi séð í viðtali í Mbl. í dag: „En Bitruvirkjun er á Hellisheiði, nán- ast undir háspennulínunum, og ef við getum ekki virkjað þar, þá veit ég ekki um neinn stað á Íslandi þar sem við getum borað eftir heitu vatni.“ Sem sagt, það er í lagi að bora þar af því Bitran er undir háspennulínunum. Það er ekkert minnst á mengun frá þess- ari virkjun og áhrif af henni á okkur Hvergerðinga, eða jafnvel Reykvíkinga. Þá er ekkert minnst á náttúruperluna þarna og svæðið í kring sem útivistarsvæði lands- manna allra. – Í þessu sambandi vil ég segja við Óskar. Þegar Orkuveitan boraði í hrauninu vest- an við Hveradali kom hún allt í einu niður á heitavatnsæð sem hún vissi ekkert um. Væri ekki ráð fyr- ir Óskar að fylgjast dálítið betur með hvað er að gerast. Ég gæti t.d. trúað því að það mætti finna nóg af borsvæðum í óbyggðum á Reykjanesi, lengra frá nátt- úruperlum á borð við Bitru. Það er hörmung að sjá fram- kvæmdirnar vestan við Hellisheiði þar sem vatnspípurnar liggja í hrauninu beggja vegna vegar. Auðvitað átti að leggja þær í jörð. Og að sjá allar háspennulínurnar uppi á Hellisheiði, það er öm- urlegt. En þetta viðgengst með vitlausum lögum eða lagaleysi. Ís- land er löngu orðið stjórnlaust land og það er tímabært að taka í taumana. Svanur Jóhann- esson skrifar um Bitruvirkjun og ná- grenni Hveragerðis »En nú er kominn nýr uppvakningur Framsóknar til sögunnar. Ósk- ar Bergsson heitir hann og boðar nýja trú á landið og at- vinnuuppbygg- ingu í Reykjavík ... Höfundur er bókbindari og eldri borgari. Svanur Jóhannesson Draugur uppvakinn ÚRSKURÐUR um- hverfisráðherra um sameiginlegt umhverf- ismat atvinnu- uppbyggingar á Norð- urlandi hefur ekki verið reistur á miklum rökum. Því sá ráð- herra sig tilneydda til að koma á sérstökum fundi til að „útskýra“ og „leiðrétta“ ýmislegt í úrskurðinum. Engu gat ráðherra þó svarað á þeim fundi, hvað þá útskýrt eða leiðrétt. Úr- skurðurinn – sextán þéttritaðar blaðsíður, fjórir mánuðir í vinnslu, sem kostar árstöf á ákvörðun um atvinnuuppbyggingu á Norður- landi, færir bönkunum einn millj- arð í vexti – þessi úrskurður er fúsk. Af „færustu“ sérfræðingum Á þessum dæmalausa fundi á Húsavík sté í pontu varaoddviti Skútustaðahrepps. Benti hann á að ráðherrra hreykti sér af því að all- ir færustu aðilar á sviði umhverf- isréttar og stjórnsýslu hefðu verið með í ráðum þegar úrskurðurinn dæmalausi var settur saman. Ráð- herra væri vinur laga og reglu- gerða að eigin sögn og ynni sitt starf samkvæmt bestu fáanlegu ráðgjöf þegar hennar eigin vit nægði ekki til. En hvaða skussar og aular eru þá alltaf að skera úr, gefa ráð, meta, deila og drottna í Skipulagi ríkisins? Af umhverfis- snobbklúbbnum Landvernd Það vekur líka at- hygli að snobbklúbbur svörtu náttúruvernd- arinnar kærir bæði verkefnið á Norður- landi og eins á Suð- urnesjum á síðasta degi tilskilins frests. Tilviljun? Þarna er klúbbur sem hefur enga aðra hagsmuni en þá að tryggja sjálfum sér dægrastyttingu og einhverjum ör- fáum lífsviðurværi. Um að gera að kæra og kæra allt sem hægt er sem lengst frá höfuðstöðvunum. Þessir aðilar sjá um að kæra: Björgólfur Thorsteinsson rekstr- arhagfræðingur, formaður Land- verndar; Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur, varaformaður; Guð- mundur Steingrímsson heimspek- ingur; Guðrún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is; Ingibjörg Elsa Björnsdóttir um- hverfisfræðingur; Karl Ingólfsson; Magnús Hallgrímsson verkfræð- ingur; Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður og nemi í umhverf- isfræðum við HÍ; Sveinbjörn Björnsson, jarðfræðingur og fv. rektor Háskóla Íslands; Þórunn Pétursdóttir, landgræðslufulltrúi á Vesturlandi. Starfsfólk Landverndar, fimm talsins, hefur svo lifibrauð af kær- unum. Og hverjir eru svo í Land- verndarklúbbnum? Að baki Land- vernd standa 50 áhugasamtök og fyrirtæki. Um 300 einstaklingar hafa skráð sig í samtökin. Allflestir þessara 300 eru náttúrusnobbarar sem eta sig reglulega metta á um- hverfismat frá ráðuneytinu og Skipulaginu. Engar upplýsingar er að fá um reikninga, fjármögnun né fundarsókn á heimasíðu klúbbsins. Af hæfum ráðherra! Á Norðurlandi búa 40.000 manns sem láta ekki lítinn klúbb öfgafólks kúga sig þótt glerfínn ráðherra sé í klúbbnum. Ráðherra hefur áður sent atvinnuuppbyggingunni í land- inu tóninn. Í 24 stundum 28. júní sl. sagði umhverfisráðherra: „Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar er alveg skýrt um hvaða verkefni við höfum sameinast á þessu sviði. Ég styð hvorki uppbyggingu álvers á Bakka, í Helguvík né annars stað- ar. Ég styð hvorki uppbyggingu ál- vers á Bakka, í Helguvík né annars staðar.“ Svo mælir Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra í blaðaviðtali. Getur þessi sami ráðherra kveð- ið upp úrskurð sem á að byggjast á jafnræði, meðalhófi, hæfi, rann- sóknum og sanngirni? Undrabörnin í umhverfis- ráðuneytinu og skussarnir í Skipulaginu Sigurjón Benedikts- son segir úrskurð umhverfisráðherra fúsk » Allflestir þessara 300 einstaklinga í Land- vernd eru náttúru- snobbarar sem eta sig reglulega metta á um- hverfismat frá ráðu- neytinu og Skipulagi ríkisins. Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir með áhuga á umhverfi sínu. Vestfirsku kjarakaupin Frá Bjargtöngum að Djúpi Öll 10 bindin á 9.500 kr. Frí heimsending. Upp með Vestfirði! Pantanir: 456 8181 • jons@snerpa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.