Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BARNAHEILL harma niðurstöður dóms sem féll 14. ágúst sl. í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára lík- amlegum refs- ingum. Karlmað- urinn var kærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hann var sýknaður af báðum ákærum. Í tilkynningu frá Barnaheillum segir m.a. að íslensk stjórnvöld hafi staðfest barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem kveðið er skýrt á um að „börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, lík- amlegu, andlegu og kynferðislegu (19. grein). Enn fremur er kveðið á um að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða nið- urlægjandi meðferð eða refsingu (39. grein). Dómurinn sem hér um ræðir er því brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með því að staðfesta barnasáttmálann hafa ís- lensk stjórnvöld skuldbundið sig til að aðlaga íslensk lög að sátt- málanum.“ Barnaheill harma dóm Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ ER ákveðin vinna farin í gang í ráðuneytinu til þess að kanna grundvöll fyrir þessari breytingu,“ segir Ögmundur Hrafn Magnússon, lögfræðingur i fjármálaráðuneytinu. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, leggur til að sett verði ákvæði í virðisaukaskattslög og tollalög um niðurfellingu virðisaukaskatts og tolls af vörusendingum að utan með lágu verðmæti. Er lagt til að felld verði niður op- inber gjöld á forræði fjármálaráðu- neytis af vörusendingum nema heildarfjárhæð álagðs virð- isaukaskatts og eftir atvikum tolls fari fram úr 500 kr. Er tillögunni ætlað að draga úr umsýslukostnaði neytenda á Íslandi sem panta smáar vörusendingar beint með pósti að utan, einkum óhagkvæmum umsýslukostnaði sem býr fyrst og „fremst til múra en skil- ar í raun litlu í þjóðarbúið“, eins og Gísli orðar það. Ef neytandi kaupir bækur, geisladiska eða annað í litlu magni að utan bætist við virð- isaukaskattur og í öðrum tilvikum tollur. Umsýslugjald vegna útreikn- ings virðisaukaskatts er 450 kr., oft mun hærri fjárhæð en virð- isaukaskatturinn sjálfur. Dæmi um vöru sem yrði 62% lægri Í rökstuðningi talsmanns neyt- enda fyrir tillögunni er tekið dæmi um bók sem kostar 300 kr. og send- ingarkostnaður nemur 540 kr. Þá bætist virðisaukaskattur við sem er 59 kr. auk umsýslugjalds, nú kr. 450 hjá Íslandspósti, samtals 1.349 kr. Ef virðisaukaskatturinn væri enginn myndi ríkissjóður tapa 59 kr. brúttó- tekjum en bókin hefði í staðinn kost- að 840 kr. eða 62% af því sem hún kostar neytanda í dag. Mismun- urinn, 509 kr. er nær níföld fjárhæð virðisaukaskattsins. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu hafa farið fram viðræður milli ráðuneytisins og tals- manns neytenda um þessi mál en engin ákvörðun hefur verið tekin og hugmyndir talsmanns neytenda hafa ekki verið kynntar ráðherra. Í tillögunni er bent á að Ísland sé eina landið á EES sem er ekki með reglu um niðurfellingu opinberra gjalda af smápökkum, svo sem bók- um og geisladiskum. Yrði bót fyrir neytendur  Hagur neytenda myndi vænkast með smápakkareglu  Vill brjóta niður múra Morgunblaðið/ÞÖK Diskar Talsmaður neytenda leggur til niðurfellingu opinberra gjalda af sendingum nema álagður virðisaukaskattur og tollur fari fram úr 500 kr. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LEIGUMIÐLARAR sem rætt var við í gær segjast hafa orðið varir við aukin umsvif verktaka á leiguhús- næðismarkaðnum. Þeir kynni sér leigumarkaðinn, spyrjist fyrir um verð og auglýsi eignir sínar í auknum mæli til leigu, þá yfirleitt til skamms tíma, enda stefnan ennþá að selja áð- ur en yfir lýkur. Hjá Leigulistanum ehf. hefur framboðið aukist gríðarlega mikið á þessu ári og hröð velta er í íbúðum. Smærri og ódýrari íbúðirnar fara mjög hratt út en þær dýrari sitja hins vegar lengur á listanum, að sögn starfsmanns. Mikið framboð sé af nýjum og stórum íbúðum þar sem leigusalar setja upp nokkuð hátt verð og tekur lengri tíma að koma út. T.d. er mikið framboð í nýbyggðum hverf- um í Hafnarfirði og Kópavogi, svo sem Völlum og Kórum. Halldór Jensson, leigumiðlari hjá Rentus, býst við meiri aukningu í framboði með haustinu, en segir óvíst hvort það verði nógu mikið til að lækka verð að ráði. Dýrar íbúðir sem bætast við Verktakar eru líka að gera leigu- íbúðafélögum tilboð og hvetja þau til að nýta leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, sem á um 670 íbúðir og leigir 170 þeirra út með hefðbundnum hætti, segir fyrirtækið fá hringingar og tilboð frá verktökum í hverri viku, ekki síst vegna íbúða í fyrrnefndum hverfum. Félagið sé opið fyrir öllum til- boðum. Hins vegar eru flestar þær íbúðir sem verktakarnir bjóða bæði stórar og dýrar og lánveitingar ÍLS bundnar stærðar- og kostnaðarvið- miðum. Ekki er sem sagt lánað út á nema takmarkaðan fermetrafjölda og ekki nema ákveðin upphæð á hvern fermetra. „80%“ leiguíbúðalán enda því sem tæp helmingsfjármögnun á íbúð ef hún er stór og dýr. „Menn- irnir sem hafa verið að hringja eru með íbúðir sem eru að jafnaði tölu- vert stærri en viðmið Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður lánar til dæmis ekki út á meira en 105 fermetra ef íbúðin er fjögurra herbergja. Ég hefði hald- ið að slík íbúð á markaðnum í dag sé almennt á bilinu 125 til 150 fermetr- ar,“ segir Gísli Örn. Lág viðmið hjá sjóðnum skjóti skökku við, því á sama tíma geri skipulagsyfirvöld og markaðurinn auknar kröfur um stór rými í íbúðum. Verktakar sem spurðir voru hvort þeir væru komnir út á leigumark- aðinn svöruðu neitandi, en sögðust þó heyra af því að aðrir í greininni væru byrjaðir að leigja út. Morgunblaðið/Jim Smart Nýbyggingar Þrýstingur á að koma íbúðarhúsnæði í notkun eykst. Þreifa á mark- aðnum og bjóða dýrar eignir Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur tka@mbl.is VINNINGSHAFARNIR sem unnu 65 milljónir í Lottó eru 29 ára taí- lensk hjón með þrjú lítil börn, sem búa í Fellahverfi í Breiðholti. Jakkapong Srichakan og Phen- porn Theehakde kynntust fyrir fimm árum á Íslandi þegar þau unnu hörðum höndum hjá fyr- irtækinu Matfugli í Mosfellsbæ. Núna eru þau milljónamæringar. „Maðurinn minn kaupir alltaf tvo miða í Víkingalottói og tvo miða í Laugardagslottóinu. Hann fyllir alltaf annan út sjálfur en lætur vélina um hinn og það voru tölur vélarinnar sem gerðu gæfu- muninn fyrir okkur í þetta skipti,“ segir Phenporn Theephakdee. Penporn starfar enn hjá Matfugli en Jakkapong vinnur hjá Myll- unni. Þrátt fyrir vinninginn hefur engin breyting orðið á atvinnu- málum þeirra og það hvarflar ekki að þeim að hætta að vinna. „Ég vann frá sjö til miðnættis í dag [í gær] og ætla ekkert að hætta því. Ég ætla ekkert að fá skyndilega peninga og hætta bara að vinna. Ég er ekki svoleiðis,“ segir Phen- porn. Hjálpa fjölskyldu og vinum Það var stöðugur gestagangur hjá hjónunum í gær enda á Jakka- pong stóra fjölskyldu á Íslandi. Jakkapong og Phenporn ætla meðal annars að nota vinninginn til að hjálpa fjölskyldu og vinum. Þau eru að byggja hús í Taílandi, fyrir sig sjálf og börnin þrjú og móður Phenporn. Phenporn starfaði við að selja ávexti og grænmeti á markaði í Taílandi áður en hún kom hingað til lands. Hana langar nú að rækta og selja sína eigin ávexti og búa til skiptis í húsinu í Taílandi og á Íslandi. Jakkapong segist ennfremur ekki ætla að hætta að spila í lottó- inu. „Ég held því áfram. Það er alltaf gaman að kaupa lottómiða. Bróðir minn og systir ætla líka núna að fara að kaupa miða,“ seg- ir hann hlæjandi. Hjónin segjast ætla að gefa fjöl- skyldum sínum með sér af vinn- ingnum. „Við setjum líka peningana inn á banka og svona. En við viljum líka gera eitthvað gott eins og að gefa peninga til skóla í Taílandi en þar vantar mikið af pen- ingum.“ Stálheppin hjón Jakkapong Srichakan og Phenporn Theehakde duttu í lukkupottinn og unnu 65 milljónir króna í lottóinu síðastliðinn laugardag. Vinningstölurnar galdraði sjálfvalið upp úr pottinum að þessu sinni. Taílenskir milljóna- mæringar í Fellahverfi  Sjálfvirkt val færði hjónunum 65 milljónir  Byggja hús í Taílandi og vilja gefa peninga til skóla í heimalandinu Lottóvinningshafar kynntust í kjúlingabúi Milljónamæringar í Fellunum mbl.is | Sjónvarp „Þegar til er fullbyggt og óselt húsnæði leita menn allra leiða til að koma því í verð eða vinnu með skammtíma- eða lang- tímaleiðum. Þetta er ein leið,“ segir Árni Jóhannsson hjá Sam- tökum iðnaðarins. Það fari eftir bolmagni hvort verktakar taki leiguíbúðalán, en dæmi séu um að þeir hafi gert það. Þetta sé hins vegar bara kostur fyrir þá sem standa sæmilega tryggum fótum í rekstrinum og sé ekki notað til að sleppa fyrir horn frá gjaldþroti. Verðmætin í vinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.