Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Au pair óskast til Hollands - Óskum eftir ábyrgðarfullri og opinni au pair til að gæta 1 árs stúlku og 4 ára drengs. Æskilegt er að vistin hefjist 13.okt. Upplýsingar í arnahrund@hotmail.com Au pair óskast til Hollands Íslensk fjölskylda óskar eftir au pair til að gæta tveggja stuð systra; 2ja og 4ra ára. Verður að vera reykaus. Upplýsingar veitir Olga í síma 0031648262436 eða olgahrafnsdot- tir@gmail.com Au pair í Lúxemborg Íslensk fjölskylda óskar eftir stúlku um tvítugt til að gæta tveggja telpna, 3 og 6 ára, í eitt ár frá og með októ- ber nk. Þyrfti einnig að sinna léttum heimilisstörfum. Frekari uppl. í maran.min@gmail.com Heilsa GRUNNNÁMSKEIÐ Í EFT (Emotional Freedom Techniques) Námskeið verða: Helgarnar 13.–14. sept., 4 –5. okt, 1.–2. nóv. í Rvk., 11.–12. okt. á Ísafirði. EFT er árangursrík leið til sjálfsstyrk- ingar. Hentar leikum sem lærðum sem vilja styrkja og vinna að betri líðan hjá sér og öðrum. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT www.theta.is. sími 694 5494. Húsgögn Til sölu skenkur, mjög vandaður, sérsmíðaður. Upplýsingar í síma: 894 9141 og 557 9141. Brúnt leðursófasett Mjög vel með farið. Verð 25-30 þús. Einnig til sölu brún leðurúlpa með blárefi á hettu. Lítið notuð. Str. 14. Uppl. í síma 553 7726. Húsnæði í boði Til leigu í Hafnarfirði Ný 105,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2 hæð. Glæsileg íbúð í alla staði. Þvottahús og geymsla inn í íbúð, bílastæði í bíla- kjallara. Sjá www.leigulidar.is - s: 517-3340 Til leigu í Bjallavaði 1-3 110 Rvík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bíl- geymsla og lyfta í húsinu. Langtíma- leigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Reyklaus lítil kjallaraíbúð til leigu í 111, leigist aðeins rólegum ein- staklingi frá 1.september n.k. Reglusemi og góð umgengni algjört skilyrði, húsaleiga 80 þús. ingagunna@hive.is Raðhús til leigu í Árbæ. Laust strax. Til leigu 170 fm raðhús án bílskúrs í Seláshverfinu í Árbæ. 3-4 svefnherbergi. Húsið er laust. Leigjandi þarf að vera viljugur að sýna eignina þar sem hún er á sölu. Leiga 180.000 á mánuði. Trygging 2 mánuðir. Leigan greiðist fyrirfram. Leigt í ár í senn. Upplýsingar í síma 899- 5997. Íbúð til leigu í Sjálandi Til leigu stórglæsileg 3-4 herb. íbúð við Strandveg með stórbrotnu sjávar- útsýni. Húsið er afar vandað með lyftu og bílageymslu. Íbúðin er 123 fm á stærð og er óskað eftir 1-3 ára leigusamningi. Áhugasamir hafi sam- band í s.86 24682. Íbúðaskipti 1 ár Okkar íbúð er fullbúin og á besta stað í Albufeira. Óskum eftir 3-4 herb. íbúð (ekki leigu íbúð) á stór RVK svæðinu. S:00351- 968569300 og 00354-8687722. Falleg 4 herb. 104 fm íbúð + 26 fm bílskýli. Íbúðin er á jarðhæð svo og geymsla og bílskýlið. Öll þjónusta og skólar í göngufæri. 170 þús., hiti og hússjóður innif. Uppl. í s: 695-3881 eða kroyer66@gmail.com 2 íbúðir til leigu í 101 Rvk 125 fm, 5 herbergja íbúð/skrifstofu- húsnæði í hjarta miðborgar Rvk. til leigu. Og hin er 80 fm, 3 herbergja íbúð. Húsgögn fylgja. Uppl. í síma 5872292 eða 6922991. Húsnæði óskast Bráðvantar íbúð á höfuðborgar- svæðinu Einstæð móðir með rúma ársgamla stelpu bráðvantar íbúð. Er reglusöm, reyklaus og mjög skilvís greiðandi. Meðmæli geta fylgt. Áhugasamir hafið samband í s: 845-8809 Atvinnuhúsnæði Skrifstofur - vinnustofur: Nokkur herbergi til leigu í snyrtilegu húsnæði í Hafnarfirði 20-40 m2. Sameiginleg kaffistofa og snyrtingar. Laust strax. Sími 898 7820.Sumarhús Sumarhús til leigu í Borgarfirði Nýr 8-10 manna sumarbústaður til leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli. Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í síma 435-1394 og 864-1394. Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám MCSA kerfisstjóranámið hefst 1. sep- tember. Nýr Windows Vista-áfangi. Einstakir áfangar í boði. Bættu Microsoft í ferilskrána. Rafiðnaðar- skólinn, www.raf.is, 863 2186. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Ýmislegt Viðburðarík upplifun fyrir hópa í siglingu á hraðgangandi bátum. SeaSafari.is sími 861 3840. Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílar Renault Megane 2 30/12/2002, ekinn 103 þ.km. Vel far- inn, nýleg heilsársdekk. Fæst á yfir- töku láns ca 20 á mán s.663 5771. Námsmannabílinn Nissan Almera, árg'99. ek.128 þús km. Beinskiptur. Vetrar-og sumardekk fylgja. Sparneytinn eðalkaggi í skólann. Verð 300 þús. Nánari upplýsingar í síma 696-0915. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Mótorhjól Til sölu KXF-450 2008 Flott hjól, ekið ca. 20 tíma. Fatbar-stýri og fleiri aukahlutir. Verð 690 þús. Uppl. í s. 866 0532. Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. K I A ek. 47 þús. km. K I A Sorento Luxury 2006 ekinn 47 þús. km. Diesel. Leður, ssk. dráttar- krókur. Einn með öllu. Gott verð. S. 894-1871 PLEXIFORM.IS OG BÓLSTRUN Dugguvogi 11 Leðurbólstrun og viðgerðir á sætum. Bakkmyndavél og skynjarar fyrir bíla. Framleiðum standa fyrir fartölvu, bæklinga, nafnspjöld og blaðafolda o.fl. sími 555 3344. Þjónusta frábær. Okkur er einnig mjög minn- isstæð ferð sem við fórum saman að vetri í mikilli ófærð til Patreksfjarð- ar til að vera viðstödd stórafmæli Lionsklúbbsins og þurftum við að fara sjóveginn að hluta til að komast alla leið. Síðar áttum við eftir að fara margar ferðir um landið saman sem á þessari stund er gott að minnast. Örn var hæglátur og traustur maður og mjög góður yfirmaður fyr- ir hreyfinguna, hann var úrræðagóð- ur og sanngjarn og átti gott með að vinna með fólki. Hans verður sárt saknað af okkur félögum hans í Lionshreyfingunni. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Erni fyrir það tækifæri að fá að vinna með honum á vettvangi félags- mála og allan vinskapinn. Elsku Jóhanna, börn, barnabarn og foreldrar Arnar. Megi góður guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu góðs félaga, Arnar Gunnarssonar. Hörður Sigurjónsson, Rannveig Ingvarsdóttir. Hann Örn vinur okkar er dáinn. Allt of snemma. Okkur finnst við alltaf hafa þekkt Örn og Jóhönnu, þannig vinir eru þau, bestu vinir. Því er andlát Arnar sárara en tárum taki. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman í lífinu, ferðast, skemmta okkur og njóta samvista. Við hjónin kynntumst Erni og Jó- hönnu í Lionsstarfinu í Ásbirni í Hafnarfirði. Fljótlega mynduðust sterk vináttubönd á milli okkar og þeirra hjóna, sem hafa orðið sterkari með hverju árinu sem hefur liðið. Örn var traustur, vinnusamur, fjöl- fróður og hafði fágaðan húmor. Þess- ir eiginleikar Arnar gerðu það að verkum að hann reyndist frábær vin- ur og félagi. Af því leiddi einnig að það var sjálfgefið að hann yrði kall- aður til ábyrgðarstarfa í Lionshreyf- ingunni, sem hann unni mikið. Innan Lionsklúbbsins Ásbjarnar gegndi hann formennsku, var ritari klúbbs- ins og spjaldskrárritari og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Í yfirstjórn hreyfing- arinnar var hann kjörinn til æðstu embætta, var meðal annars umdæm- isstjóri og fjölumdæmisstjóri og Örn var ómissandi sem fjölumdæmisrit- ari. Vefstjóri hreyfingarinnar var Örn frá upphafi og átti mestan þátt í að móta vef Lions. Starf Arnar innan Lionshreyfingarinnar verður seint fullþakkað. Þeir sem þekktu Örn vel tóku strax eftir einstöku sambandi hans við Jóhönnu. Þó að skapgerð þeirra væri um margt ólík fór ekki á milli mála sterk ást þeirra, vinátta og gagnkvæm virðing. Þau voru mjög samhent í því sem þau gerðu og unun var að vera með þeim. Áhugi þeirra á ferðalögum innanlands var mikill og smitandi og fljótlega fórum við að ferðast með þeim hvenær sem tæki- færi gafst. Aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá Erni þegar kom að því að fræðast um landið eða leysa úr einhverjum vandamálum varðandi útilegubúnaðinn. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferð okkar með Erni og Jóhönnu sumarið 2007 um suðurfirði Vestfjarða. Það var ein- stök ferð, fallegt veður, fögur nátt- úra og sterk vinátta. Ekki vissum við þá að þetta yrði síðasta ferðin okkar saman en við minnumst hennar með miklu þakklæti og gleði. Fljótlega eftir að við fórum að ferðast með Erni og Jóhönnu stofn- uðum við lítinn ferðaklúbb, Kúlu- súkk, með góðum vinum úr Lions og Sollu og Svavari. Síðasta ferð Arnar með Kúlusúkk var í sumar. Þrátt fyrir veikindin naut Örn þess að hitta hópinn á sólríkum degi undir Fljóts- hlíðinni. Það var gagnkvæmt og mik- il ánægja að Örn gat komið, þó að dvölin væri stutt. Það er margs að minnast þegar lit- ið er til baka en upp úr stendur ómetanleg vinátta og þakklæti fyrir að hafa átt Örn að vini. Það er næst- um ofurmannlegt hvernig Jóhanna hefur annast Örn og stutt hann í veikindum hans en lýsir betur en nokkuð annað þeirri miklu ást og vináttu sem ríkti á milli þeirra. Við kveðjum góðan vin og sam- hryggjumst Jóhönnu, Helgu Björgu og Andrési, Núma og Þóru og Alex- ander barnabarni Arnar og Jóhönnu svo og foreldrum Arnar, Gunnari og Guðbjörgu Helgu. Við eigum saman fallegar minningar um góðan mann og frábæran eiginmann, föður, afa og son. Halldór, Jenný, Valgerður Guðrún og Guðrún Helga. Í dag kveð ég Örn vin minn og við Lionsfélagar á Íslandi kveðjum ein- stakan félaga, sem fallinn er í valinn langt fyrir aldur fram, fyrir mis- kunnarlausum vágesti. Hann var góðhjartaður, skilningsríkur, skap- góður og einstakt prúðmenni. Ég minnist hans í djúpri þökk og virð- ingu. Við samstarfsfélagar hans í fjölumdæmisráði erum ríkari eftir kynni okkar við Örn og hans ein- stöku eiginkonu Jóhönnu. Hann var svo lánsamur að eignast lífsförunaut sem studdi hann og hvatti í Lionsstarfinu og lífinu al- mennt. Mennirnir vilja en guð ræð- ur. Það er gæfa hvers manns að eignast tryggan vin. Við suma standa kynnin stutt og skilja lítið eft- ir, aðrir eru þannig að mann langar að lengja kynnin og efla. Örn var einn þeirra. Heiðarleiki, einlægni og hreinskilni voru að mínu mati hans aðalsmerki. Það hvarflaði ekki að neinum okkar á síðasta fjölumdæm- isstjórnarfundi Lions í vor að hann ætti svo stutt eftir ólifað. Örn var glæsilegur fulltrúi Lions hérlendis sem erlendis og sinnti á sínum ferli flestum trúnaðarstörfum í klúbbi sínum. Auk þess var hann umdæmisstjóri í 109 A og fjölum- dæmisstjóri hreyfingarinnar og nú síðast ritari fjölumdæmisins og vef- stjóri. Hann vann þar fórnfúst starf og árangursríkt. Mikilvægir eigin- leikar Arnar fólust m.a. í vandvirkni, hófsemi og ósérhlífni, sem nýttust vel í störfum hans fyrir Lionshreyf- inguna. Örn sinnti sínum störfum einstaklega vel og fylgdi kjörorði okkar Lionsfélaga, „Við leggjum lið“. Sem fyrrverandi alþjóðastjórn- armaður hreyfingarinnar get ég ekki séð fyrir mér betri einstakling og samstarfsmann en Örn sem félaga í Lionshreyfingunni. Nú er hans ferðalagi lokið, langt fyrir aldur fram. En fyrir liggur að hann var farsæll maður og vinsæll kennari. Hann hlakkaði mjög til að njóta lífs- ins á efri árum með fjölskyldu sinni og vinum. Það var honum ekki ætlað. Síðastliðnir mánuðir voru vini mín- um erfiðir. Hann ræktaði garðinn sinn og vini af dugnaði og festu. Þar naut hann stuðnings síns einstaka lífsförunauts Jóhönnu, barna þeirra og fjölskyldu þeirra. Samband Jó- hönnu og Arnar var mjög ástríkt og samheldnin mikil. Andlát Arnar er mikið áfall fyrir marga. Ég kveð vin minn með mikl- um söknuði. Lionshreyfingin á Ís- landi hefur misst einn sinna mörgu tryggu félaga. Missir Jóhönnu og fjölskyldunnar er þó mestur. Ég vil votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Megi minning Arnar lifa með okk- ur um alla tíð. Jón Bjarni Þorsteinsson. Kveðja frá félögum í Lionsklúbbnum Ásbirni Það var árið 1983 sem Örn gekk til liðs við Lionshreyfinguna og gerðist félagi í Lionsklúbbnum okkar. Hann varð strax mjög virkur félagi og tók þátt í Lionsstarfinu af miklum eld- móði. Hugsjónir Lions áttu greini- lega vel við Örn. Naut hann sín vel í klúbbnum okkar og var hvers manns hugljúfi. Örn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í klúbbnum okkar og var meðal annars formaður starfsárið 1994-1995. Við félagar í Lionsklúbbnum Ásbirni höfum verið stoltir af störfum hans í umdæmis- og fjölumdæmisstjórnum en þar hef- ur hann gegnt æðstu embættum með miklum sóma, var meðal annars um- dæmisstjóri í umdæmi 109-A starfs- árið 2000-2001 og fjölumdæmisstjóri starfsárið 2001-2002. Örn var mikill nákvæmnismaður og vildi hafa reglu á hlutunum. Hann kom lagi á spjald- skrána okkar og kom upp vefsíðu fyrir klúbbinn og hefur haldið utan um hana frá upphafi. Aðrir klúbbar og Lionshreyfingin hafa nýtt sér þessa hæfileika hans. Við munum sakna Arnar mikið sem góðs félaga og sendum Jóhönnu og aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. F.h. Lionsklúbbsins Ásbjörns, Hafnarfirði, Þorleifur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.