Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 86
58 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Elvar hættur með FH Elvar Örn Erlingsson er hættur sem þjálfari FH sem leikur í N1-deild karla. Elvar og stjórn handknattleiksdeildar FH komust að þessari niðurstöðu fyrr í vikunni. Elvar sagði í samtali við Fréttablaðið að helsta ástæðan fyrir þessu væri sú að óeining ríkti meðal leikmanna um hans störf. „Sitt sýnist hverjum eins og þar stendur. Því var ákveðið að láta gott heita því mér fannst ekki grundvöllur til að halda áfram með þeim formerkj- um. En svona er lífið í boltan- um og er ég alveg sáttur við þessi málalok.“ Elvar hafði þjálfað FH í tvö ár og alls starfað hjá félaginu í þrett- án ár. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun. KÖRFUBOLTI Stjórn Körfuknattleiks- samband Íslands rifti í gær samn- ingi sínum við Ágúst Björgvinsson, sem hefur verið þjálfari kvenna- landsliðsins síðan í desember árið 2007. Ástæðuna segir stjórnin vera trúnaðarbrest en hvorki formaður KKÍ né Ágúst sjálfur vildu tjá sig nánar um ástæður brottvikning- arinnar. „Yfirlýsingin segir það sem segja þarf,“ sagði Hannes Jónsson, formaður KKÍ. „En þetta mál bar þó ekki brátt að. Það hefur verið unnið að því í talsverðan tíma og þetta var ákvörðun sem stjórnin tók að mjög vel ígrunduðu máli.“ Hannes sagði að þetta tengdist ekki árangri landsliðsins undir stjórn Ágústs. Spurður hvort aðrir aðilar en Ágúst sjálfur og stjórn- armenn KKÍ tengdust téðum trún- aðarbresti vísaði Hannes til áður- nefndar yfirlýsingar. Játaði hann því hvorki né neitaði. „Þetta er viðkvæmt mál. Þetta er bara leiðinlegt,“ sagði hann. Þeir aðilar sem Fréttablað- ið ræddi við í gær segja að sögu- sagnir hafi líklega orðið Ágústi að falli. Enginn vildi þó koma fram undir nafni og segja hvers eðlis þær sögusagnir væru. „Þetta er nokkuð sem mér finnst mjög leiðinlegt og miður,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablað- ið í gær. „Ég er eyðilagður vegna þessa.“ Hann sagðist heldur ekki vilja greina nánar frá ástæðum þess að hann var rekinn úr starfi. „Þetta er nokkuð sem ég vil halda milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs að tjá mig ekki um þær ástæður.“ Ágúst þjálfaði landsliðið í tveim- ur verkefnum í fyrra – á Norður- landamótinu og B-deild Evrópu- mótsins. „Ég var búinn að leggja mik- inn metnað í þetta starf og körfu- boltann í heild sinni. Þetta var stuttur tími sem ég hafði með landsliðinu en ég er mjög ánægð- ur með að hafa þó fengið að vinna með þessum leikmönnum. Ég er afar ánægður með hversu fórn- fúsar þær voru fyrir landsliðið og metnaðarfullar enda hafa fram- farirnar ekki látið á sér standa. Ég óska leikmönnum alls hins besta.“ Ágúst hætti í vikunni sem þjálf- ari karlaliðs Hamars. „Í þjálf- araheiminum veit maður aldrei á hverju maður á von. Það er auð- vitað alltaf erfitt þegar maður er látinn taka pokann sinn. Ég er þó ekki hættur í þjálfun. Ég á í við- ræðum við nokkur lið og þær eru komnar langt á veg við eitt lið.“ Hann játti því að hafa átt í við- ræðum við að taka við kvennaliði Hauka á ný. „Ég hef þó átt í viðræðum við fleiri lið. En það eru mjög góðar líkur á að ég verði að þjálfa í kvennadeildinni á næstu leiktíð.“ eirikur@frettabladid.is ÁGÚST BJÖRGVINSSON Mun ekki þjálfa kvennalandsliðið áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Landsliðsþjálfarinn rekinn Stjórn KKÍ ákvað í gær að rifta samningi sínum við Ágúst Björgvinsson, sem hefur verið þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta í tæpt eitt og hálft ár. Stjórn KKÍ ber við trúnaðarbresti en ekki er frekar greint frá honum. Hjúkrunarfræðingur A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Það er hátíð hjá handknattleiksáhugamönnum þessa dagana enda úrslitakeppnirnar að fara af stað. Strákarnir hófu leik á fimmtudaginn og stelpurnar byrja í dag. Þá mætast Haukar og Fram, sem og lið Stjörnunnar og Vals. Báðir leikirnir hefjast klukkan 16 í dag. Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, stendur í ströngu en hann var á bekknum hjá karlaliði félagsins þegar það vann óvæntan sigur á Haukum að Ásvöllum. Ástæðan fyrir veru Einars á bekknum var sú að Viggó Sigurðsson var í leikbanni. „Það þurfti mig til að koma liðinu aftur á sigurbraut. Það vantaði ákveðna hugarfarsbreytingu sem ég kom með í liðið. Það skiptir ekki máli hvar Viggó er en Framliðið er betra með mig á bekknum,“ sagði Einar í gamansömum tón en hann verður ekki á bekknum á mánudaginn enda kominn á fullt með stelpurnar sínar. Svo skemmtilega vildi til að hinn maðurinn sem stýrði Framliðinu gegn Haukum heitir líka Einar Jónsson. „Hann sá meira um þetta, en ég var að peppa menn áfram og sá um að rífast við andstæðinginn,“ sagði Einar léttur en smá ryskingar voru í hálfleik á leiknum þar sem Einar kom við sögu. Hann sagði það þó ekki hafa verið neitt stórvægilegt. Kvennaliði Fram hefur ekki vegnað sem skyldi í vetur en Einar er þrátt fyrir það hvergi banginn fyrir rimmuna gegn Haukum. „Stelpurnar hafa verið að bíða eftir þessu síðan við töpuðum titlinum í fyrra. Það breytir engu hvernig hefur gengið í vetur. Það sást best í karlaleik Fram og Hauka. Við mætum ákveðin til leiks og ætlum okkur að slá Haukana út,“ sagði Einar ákveðinn en hann verður án hinnar sterku Pövlu Nevarilovu. „Ég held að við vinnum þessa rimmu 2-0. Við höfum haft svolítið tak á þeim síðustu tvö ár og ég held að þær séu pínu hræddar við okkur,“ sagði Einar, sem spáir Val 2-1 sigri í einvíginu gegn Stjörnunni. ÚRSLITAKEPPNI N1-DEILD KVENNA HEFST Í DAG: EINAR JÓNSSON STENDUR Í STRÖNGU MEÐ BÆÐI LIÐ FRAM Karlalið Fram er betra með mig á bekknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.