Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 80
52 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > VILL MEIRA JAFNVÆGI Keira Knightley óttast að ferill sinn muni binda enda á fjögurra ára sam- band hennar og Rupberts Friend. Í viðtali við ástralska tímaritið Marie Claire seg- ist hún vilja finna betra jafnvægi milli sambandsins og vinnunnar. „Það er erfitt að vera í sambandi þegar maður vinnur svona mikið. Maður þarf að hugsa um hvað skiptir raun- verulega máli. Ef maður einbeitir sér bara að ferlinum mun koma sá dagur að maður verður einmana,“ segir Knightley. Hvað er að frétta? Ég er að leggja lokahönd á BS-ritgerðina mína í hagfræði við HÍ og svo er nóg að gera í vinnunni. Þannig að ég hef lítinn frítíma þessa dagana, sem bitnar á líkamsræktinni sem ég hef vanrækt að undanförnu. Augnlitur: Grænn. Starf: Fréttakona. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Þórði Gunnarssyni. Hvaðan ertu? Ég er uppalin í Hafnarfirði, en hef búið í Reykjavík núna í mörg ár. Ertu hjátrúarfull? Ekki í dag, en þegar ég var lítil notaði ég alltaf sama hárbandið í fótboltaleikj- um, þangað til það slitnaði af ofnotkun. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fyrstu seríurnar af Grey’s Anatomy voru frábærar. Svo klikkar Seinfeld aldrei. Uppáhaldsmaturinn: Grillaðar svínalundir og fajitas. Fallegasti staðurinn: Goa á Indlandi. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að vera áhyggjulaus í útlöndum. Hvað er leiðinlegast? Próflestur. Helsti veikleiki: Get verið algjör þrasari. Helsti kostur: Hreinskilin og gefst aldrei upp. Helsta afrek: Að komast heil í gegnum árið 2006. Mestu vonbrigðin: Ég verð oft fyrir vonbrigðum, en man ekkert sérstakt í augnablikinu. Hver er draumurinn? Að vera áfram hamingju- söm. Hver er fyndnastur eða fyndnust? Ég hlæ sjaldan jafn mikið og þegar Björg Magnús- dóttir, vinkona mín, segir mér sögur sem hún er búin að „hag- ræða“ aðeins. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Óheiðar- leiki. Hvað er mikilvægast? Heilsan og fólkið sem maður elskar. HIN HLIÐIN SIGRÍÐUR MOGENSEN FRÉTTAKONA Er hreinskilin og gefst aldrei upp „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta var að ég vildi athuga hvort ég væri útbrunninn,“ segir Hlyn- ur Benediktsson, 26 ára, sem bar sigur úr býtum í trúbadorakeppni FM 95,7 sem fór fram fyrir fullu húsi á Baltazar á fimmtudagskvöldið. Sjö kepptu um að verða „Trúbador FM957“, en í dóm- nefnd sátu útvarpsmennirnir Brynjar Már og Svali ásamt Ingó Veðurguði. „Ég var veikur heima þegar ég sá þetta auglýst á Netinu og ákvað að það væri gaman að taka þátt. Ég hef verið í tónlistinni heillengi, er búinn að vera svona „barrotta“, og maður hefur alveg spilað á leiðinlegri samkomum,“ útskýrir Hlynur, sem er í sveitaballahljómsveitinni Mono. Aðspurður segir hann sigurinn vissulega koma á hentugum tíma því hljómsveitin sé nú starfandi af fullum krafti. „Við ætlum að taka upp lagið sem ég samdi og söng í keppninni á kosningadaginn í Stúdíó Sýrlandi. Lagið heitir Partý Jesús og fjallar um mann sem er að hugsa um af hverju hann ætti að láta ferma sig, en það er meiri ádeila á mann- inn sjálfan heldur en nokkurn tíma trúna,“ segir Hlynur. Verðlaunin voru ekki af verri endanum og segir Hlynur þau hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu að keppni lokinni. „Hljóðfærahúsið gaf gítar upp á 100.000 krónur, Baltazar gaf máltíð upp á 100.000 og svo fékk ég tíu kassa af bjór frá Cor- ona. Þetta er 260.000 kall á einu bretti,“ segir hann brosandi. - ag Hlynur Ben besti trúbadorinn JÁKVÆÐUR TRÚBADOR „Þetta er nokkuð sem ég hefði ekki þorað að gera fyrir þremur árum, en núna er ég rólegri yfir því hvað öðrum finnst um mig. Lífið snýst bara um að skemmta sjálfum sér, en ekki öðrum,“ segir Hlynur brosandi. Vöruhönnuðurinn Oddný Magnea hannar dúkkur sem líkjast mæðrum barna. Þannig verður auðveldara fyrir börn að afbera fjar- vist móðurinnar. „Dúkkugerðin byrjaði þannig að ég á litla frænku sem er með aðskilnaðarkvíða. Sálfræðingur benti móðurinni á þessa leið: Að láta gera dúkku sem líktist henni til að láta barnið hafa þegar hún færi út í búð eða í göngutúr. Í raun og veru kemur dúkkan þannig í staðinn fyrir mömmuna á meðan hún er í burtu,“ segir Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir vöru- hönnuður. Dúkkur hennar, sem hannaðar eru með það að markmiði að líkj- ast mæðrum barnanna, hafa notið vinsælda en hún segir að fyrsta dúkkan sem hún hannaði hafi ein- faldlega spurst út og hún hafi því farið að taka pantanir. „Ég fæ ljósmynd af mæðrun- um og fæ jafnframt að vita hver uppáhaldslitur þeirra er til að nota í kjólinn til dæmis. Yfirleitt er ein mynd nóg en hún verður þá að vera dæmigerð fyrir útlit móðurinnar, með hennar brosi og þvíumlíkt. Ég nota einkennandi svipbrigði móð- urinnar sem ég handmála, augn- lit hennar og háralit. Einnig líki ég eftir klæðaburði hennar ef því er til að dreifa. Til að mynda var móðir sem bað mig um að gera dúkku eftir sér en hún býr í Los Angeles og gengur dagsdaglega í fínum Prada-kjólum og slíku. Hún sendi mér nokkra kjóla sem hún vildi að ég notaði sem fyrir- mynd,“ segir Oddný og segir að það sé merkilegt hverju ná megi fram í andlitinu með því að líkja eftir augabrúnum, lagi augnanna og brosi. „Fyrstu dúkkuna hannaði ég í febrúar en þetta hefur spurst hratt út. Dúkkurnar sem ég geri eru handgerðar frá A-Ö og engin þeirra er eins, enda verða þær ekki eins þegar fyrirmyndirnar eru ólíkar.“ Oddný er með heima- síðuna oddny.com en dúkkurnar eru til í þremur stærðum eftir því hversu stór eigandinn er. juliam@frettabladid.is Hannar dúkkur sem líkjast mæðrum MÆÐGUR MEÐ DÚKKUR Oddný Magnea og dóttir hennar með nokkrar af dúkkunum. Oddný heldur á dúkku sem hún gerði eftir sjálfri sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pamela Anderson vonast til að geta feng- ið tæpa þrjú þúsund dollara, eða tæplega 400 þúsund krónur, fyrir sundbolinn fræga sem hún klæddist í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Lycra-sundbolurinn varð heimsfrægur þegar Pamela sprangaði um í honum með David Hasselhoff en hann verður áritaður af leikkon- unni brjóstgóðu. Þetta verður þó ekki eini frægi leikmun- urinn sem verður boðinn upp því jafnframt verða í boði byssurnar sem Angelina Jolie not- aði í Tomb Raider og skotvopn Harrisons Ford í Blade Runner. Búist er við því að sú ágæta byssa slái met og verði seld fyrir 107 þúsund dollara, eða þrettán milljónir íslenskra. Uppboðið hefst í Calabasas í Kaliforníu hinn 30. apríl. Selur sundbolinn Á UPPBOÐ Rauði sundbolurinn hennar CJ og byssur Löru Croft og Blade Runner verða til sölu á uppboði sem haldið verður 30. apríl. 31.07.1985 Árlega veitir Íslandsbanki tíu félögum í Námsvild námsstyrki. Við vonum að styrkirnir geti hjálpað nemendum að einbeita sér að því að ná góðum árangri í námi sínu. Alls eru veittir tíu styrkir sem í heildina nema 3,4 milljónum króna. Styrkirnir skiptast þannig: 2 styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 kr. hver 4 styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 kr. hver 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 kr. hver Hægt er að sækja um á vef okkar islandsbanki.is/namsstyrkir. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti merktar: Íslandsbanki Markaðs- og sölumál „Námsstyrkur“ Kirkjusandi 2 155 Reykjavík Umsóknarfrestur er til 1. maí og eru styrkirnir greiddir út fyrir 1. júní. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 6 6 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.