Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 24
24 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR Hvað vitið þið um persónuhagi hvors annars? Sigrún: Ég hef stundum lesið bloggið þitt en annars er ég ekki fastur gestur á neinu bloggi. Andrés: Ekki eftir að Ellý hætti að blogga? Sigrún: Ha, ha. Nei, akkúrat. En annars veit ég ekki nokkurn skap- aðan hlut um þig. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að gúggla. Ég veit jú að þú ert almannatengill og með eitthvert fyrirtæki? Andrés: Jú, veistu hvað það heitir? Sigrún: Eitthvað enskt? Er það ekki? Andrés: Góð samskipti . Sigrún: Sem er reyndar ekki enskt. Mátti reyna. Andrés: Ég veit að þú ert af Akra- nesi. Ég á mikinn ættboga að rekja þangað og tók eftir því þegar þú varst ritstjóri Skessuhorns. Ég á frændur þarna marga og á þínum aldri. Hvaða módel ertu? Sigrún: 1980. Andrés: Já, þekkirðu þá kannski Ásgeir Ólafs? Sigrún: Ásgeir bróður Magga og Himma? Það er náfrændi minn! Andrés: Er það náfrændi þinn? Hann er náfrændi minn! Við erum systkinabörn. Í gegnum hvern ert þú skyld þeim? Ásu? Sigrún: Já, og bíddu, þú ert þá hinum megin skyldur þeim, mann- inum hennar Ásu, þú ert af Bergs- holtinu? Ég hefði nú getað giskað á það! En hvað þetta er fyndið. Við höfum kannski hist í fermingunni hans Ásgeirs. Ég man svo vel eftir henni því hann fékk á annan tug penna, sérmerkta sér, í fermingar- gjöf. Þetta var það hræðilegasta sem ég gat ímyndað mér. Andrés: Hahaha. Það getur verið að við höfum farið á mis þar, ég kannski akkúrat verið skiptinemi úti þegar veislan var. Við ættum að vera búin að hittast fyrir löngu. Þetta er eins og í bíómynd þar sem aðalpersónurnar eru alltaf sín hvorum megin í snúningshurðinni í Kringlunni og fara alltaf á mis. Kötturinn sem flaug til Akureyrar og kom keyrandi í bæinn Nefnið mér tvö atriði sem þið vitið ekki hvort um annað, en gætuð engu að síður talið að væru sönn. Sigrún: Ég myndi halda að Andrés væri málfarsfasisti og ég kann eig- inlega að meta það ef svo er. Áttu svo kannski hund? Andrés: Mamma og pabbi eiga. En ég á kött sem er í fóstri. Hann átti upphaflega að fara í fóstur til vina- fólks á Akureyri. Hlaðmennirnir á Reykjavíkurflugvelli, sem voru að setja hann í vélina, misstu hann úr búrinu og hann var týndur í sjö daga og fannst svo eftir ábendingu. Aftur var hann því sendur með flugi til Akureyrar og komst alla leið en líkaði ekki nógu vel við hinn köttinn á heimilinu. Hann kom því aftur keyrandi í bæinn og er nú í góðu yfirlæti í Hlíðunum á fínu heimili. Sigrún: En þá er nú gaman að segja frá því að ég á hund sem er í fóstri. Við vinkona mín ákváðum þegar við bjuggum saman á Stúd- entagörðunum á Bifröst að við yrðum endilega að eignast hund, þótt það mætti alls ekki vera með hunda þar. Nú, við ákváðum að reyna að ala hann upp eins og kött og vorum mjög bjartsýnar á að það myndi ganga. Við hleypt- um henni, Biblía heitir hún, einni út og hún hljóp út í hraun og lék sér eitthvað í dágóða stund, að því er við héldum, og kom svo til baka úr hlíðinni. Hún var alltaf farin að vera lengur og lengur í burtu og við héldum að þetta væri farið að ganga svona líka vel hjá okkur, að ala hana upp í að bjarga sér sjálf úti. En svo var ekki því við kom- umst að því að hún hljóp alltaf inn á kaffihúsið á Bifröst og var að gera alla geðveika þar og um síðir fundust eigendurnir – við. Biblía var þá keyrð upp í sveit til pabba vinkonu minnar. Andrés: Já, þetta var eitt af því sem ég hefði giskað á – að Sigrún ætti hund. Svo er ég nokkuð viss um að henni hefur einhvern tímann verið boðið að taka þátt í Fegurðar- samkeppni Vesturlands. Hún hefur annaðhvort sagt nei eða þegið boðið og hætt á miðri leið. Sigrún: Já. Ég var beðin fjórum sinnum um að taka þátt. Andrés: Og sagðirðu nei í öll skipt- in? Sigrún: Neibb, því miður. Andrés: Og vannstu eitthvað? Sigrún: Ég var valin vinsælasta stúlkan. Auðmenn með sýniþörf í skemmdarstarfsemi Hústökufólk á Vatnsstíg tók yfir fréttatíma vikunnar. Ef þið ættuð að taka yfir hús, hvaða hús yrði fyrir valinu og af hverju? Hvaða hús mynduð þið vilja sjá víkja eða hverfa með hvelli eins og það hefði aldrei verið til? Sigrún: Ég myndi taka yfir Frí- kirkjuveg 11 sem Björgólfs- fjölskyldan keypti. Andrés: Ég ætla að vera sammála Sigrúnu Ósk. Jafn glæsilegt hús með jafn fallegum stórum garði á ekki að vera fyrir ríkisbubba. Við ættum að finna einhver not fyrir húsið saman. Sigrún: Bauhaus-húsnæðið á leið- inni upp í Mosó mætti svo hverfa. Þetta er minnisvarði um það sem var og það eina sem mér dettur í hug þegar ég sé húsið er kreppa. Andrés: Ég er á því að Ráðhúsið mætti hverfa. Finnst húsið sjálft að vísu flott en mér hefur alltaf fund- ist það loka miðbænum og skyggja á fallegt svæði. Einnig hefur maður blendnar tilfinningar gagnvart tón- listarhúsinu. Maður vill samt ekki sjá húsið hverfa en þetta er skrít- in staða því maður hefur horft upp á foreldra sína safna fyrir tónlist- arhúsinu, ásamt öðru góðu fólki, í tuttugu ár. Með því að halda tón- leika og láta bauka ganga og marg- ir hafa reynt að gefa það litla sem þeir geta. Svo koma ríkisbubbarn- ir og eyðileggja konseptið á bara tveimur árum með því að byggja hálfgert World Trade Center með hóteli í kring. Og nú þurfa leik- skólar og aðrir að blæða til að við- halda þessu, því það er ekki hægt að bakka. Þetta er svolítið einkenn- andi fyrir góðærið – þar sem góð málefni voru eyðilögð af auðmönn- um með sýniþörf. Bjössi beikon var étinn Líf hreindýrskálfsins Lífar er í hættu ef bóndinn fær sér ekki leyfi til að halda skepnuna. Sumum finnst þetta lítt jólalegt. Nefnið mér eftirminnilegustu dýr Íslands. Og sorglegustu örlög dýra almennt á Íslandi. Sigrún: Keikó er mjög eftirminni- legur. Ég man meira að segja hvar ég var þegar hann kom. Ég var í Fjölbrautaskóla Vesturlands og okkur var gefið frí í tíma til að geta fylgst með heimkomu háhyrnings- ins á stóru tjaldi í beinni útsend- ingu. Andrés: Ég man líka eftir að hafa horft á þetta, því miður. Þetta var séríslensk klikkun. Hins vegar eru nautið Guttormur og svínið Bjössi beikon eftirminnilegustu dýr Íslands í mínum huga. Bjössi var ekki síður vinsæll hjá börnunum sem heimsóttu garðinn en nautið. Örlög Bjössa urðu hins vegar sú að honum var slátrað fyrir jólahlað- borð starfsmanna Húsdýragarðs- ins. Sigrún: Þetta eru svakaleg örlög. Andrés: Samt er þetta mjög gott fólk í Húsdýragarðinum. En sorg- legustu örlögin eru þó í mínum huga dauði ísbjarnarins. Ísbjörns fyrri. Það var svolítið skrítið hve fljótt hann var skotinn. Sigrún: Mér finnst mjög erfitt að hugsa til apanna í Blómavali, sem voru orðnir alveg sturlaðir fyrir rest af því að vera þarna margir saman í búri í öll þessi ár. Líka að hugsa að maður hafi farið þang- að og horft á þá sem krakki sér til skemmtunar. Andrés: Já, sammála. Að lokum. Auðjöfrar landsins sjást víst lítið á götum borgar innar. Hvar haldið þið að þeir séu? Hvert er eftirminnilegasta góðæris flippið í boði auðjöfranna? Andrés: Ég held að þeir séu nú flestir í útlöndum. Eitthvað hefur nú sést til Jóns Ásgeirs hér heima en ég held að þessir hinir sem eru í útlöndum séu á internetinu, á síð- unni hans Egils Helgasonar og skrifi þar nafnlaus komment við færslurnar hans: „Þessir auðmenn voru nú ekkert svo slæmir … mun- iði ekki eftir því þegar þeir gáfu þarna …“ og svo framvegis. Sigrún: Er búið að leita í húsunum á Vatnsstíg? Segi svona. En þeir eru eflaust utan landsteinanna og hvað þeir eru að gera sér til dægra- styttingar? Jú, eru þeir ekki bara á internetinu? Auðmenn á internetinu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona og Andrés Jónsson almannatengill eiga bæði gæludýr í fóstri. Gæludýr sem hafa lifað tímana tvenna. Rökstólapar vikunnar ræddi örlög íslenskra dýra, Keikós, apanna í Blómavali og ísbjarna við Júlíu Margréti Alexandersdóttur. Enda er hreindýrskálfurinn Líf stjarna vikunnar. ERU NÆSTUM NÁSKYLD Sigrún Ósk og Andrés urðu bæði afar hlessa í viðtalinu þegar þau komust að því að þau eiga sameiginlegan frænda - náskyld honum hvort í sinn legginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á RÖKSTÓLUM Ég held að þessir hinir sem eru í útlöndum séu á internet- inu, á síðunni hans Egils Helgasonar og skrifi þar nafnlaus komment við færslurnar hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.