Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 78
50 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Æðislegt
rakagefandi
mistur fyrir
andlit til að
nota hvenær
sem er dagsins
frá Make Up
Store. Algjört
möst fyrir
tölvunotend-
ur. Fæst í
Kringlunni.
Gullfallegan
gagnsæjan
topp sem
lítur út eins
og skikkja
frá Einveru,
Laugavegi.
Nærandi og fegrandi
Immortelle-krem frá
franska snyrtivörufyrir-
tækinu L‘Occitane til að
fríska upp húðina eftir
veturinn.
Í gegnum aldirnar og áratugina hafa ætíð myndast litlir þjóðfélags-
hópar sem deila sömu lífssýn, fatastíl, tónlistarsmekk og almennri
fagurfræði. Heimurinn hefur fengið að njóta nærveru bítnikka, rokk-
ara, pönkara, gothara, „grunge“, moddara og hippa og hér á landi hafa
minni og séríslenskir hópar skotið upp kollinum. Eftirminnilegastir
eru hnakkarnir, með sína rökuðu hnakka, strípur og appelsínugulan
litarhátt og dúndrandi teknótónlist en þeir eru víst enn til í ákveðn-
um bæjarhlutum. Rokkarar, treflar og krútt lifa góðu lífi í miðbænum
ásamt „bara vá“-genginu svokallaða sem sam-
anstendur af ungu fólki í fötum frá Kron Kron
sem er ötult við að dásama fatasmekk hvers
annars. Goth-tískan þótti dálítið jaðar og töff
í fyrrasumar en dó drottni sínum í byrjun árs
þegar hún komst út í „meinstrímið“ með Emo-
krökkum, vampírumyndum og South Park. Nú
spyr maður sig hver verði eiginlega næsti hóp-
urinn til að myndast og hvaða æði verði næst?
Er það „grunge“, ásamt köflóttum skyrtum,
lopahúfum og post-rokk tónlist? Munu moddar-
arnir aftur komast í tísku og hópar af svart-
klæddu fólki í támjóum skóm með Marc Bolan-klippingar og ælæner
streyma um strætin? Eða hvernig væri að gerast hippi og gera hústök-
ur, taka upp kommúnulifnað og athuga hvort maður kemst upp með
að rækta maríjúana í kryddjurtasettinu frá Kokku? Eða kannski að
„sækadelían“ sé málið ásamt loðfeldum, kringlóttum sólgleraugum og
síðu hári. Það gefur auga leið að andleg uppvakning, nirvana og möntr-
ur koma í kjölfar peningjahyggjunnar og Gucci-plebbaskapar góð-
ærisins og rói okkur á krepputímum. Dalai Lama er líka að koma til
landsins bráðlega og er ekki um að gera að snobba fyrir honum? Eða
kannski að listamenn, heimspekingar og bókmenntaspekúlantar taki
bara yfir bæjarlífið ásamt spekingslegum höttum og hvítum treflum í
anda Sigga Páls og sitji í heimspekilegum umræðum yfir „chai latte“ á
kaffihúsunum. Nýir tímar hljóta að kalla á nýja og skemmtilega þjóð-
félagshópa og ég bíð spennt eftir því hvað kemur næst.
Hvað næst?
> LOKASÝNING FATAHÖNNUNARNEMA
Næstkomandi miðvikudag, síðasta vetrardag, munu
nemendur á lokaári í fatahönnunardeild Listahá-
skóla Íslands sýna afrakstur náms síns á glæsilegri
tískusýningu i Hafnarhúsinu. Einn prófdómara er
Louise Wilson sem er yfir mastersnámi í fatahönnun
við St. Martins-skólann í London. Fötin verða áfram
til sýnis á Kjarvalsstöðum til 3. maí.
„Hjá okkur er engin kreppa,“ sagði ítalski hönnuðurinn Frida Giannini spurð um
haust- og vetrarlínu Gucci fyrir 2009. „Gucci-stelpan lifir bara fyrir næsta partí.“
Línan er sérlega klæðileg og samanstendur af flottum, stuttum kjólum í svörtu,
smaragðsgrænu og fjólubláu við rokkaðar leggings, pelsa, stígvél sem ná upp á
læri og sólgleraugu. Skemmtilegt lúkk sem auðvelt er að stæla. - amb
TÖFFARATÍSKA HJÁ GUCCI
Stuttir kjólar, sólgleraugu
og rokkaðar leggings
GLÆSILEGT
Flottur svartur
kjóll í anda
níunda áratug-
arins með belti
við leggings.
TÖFF Flottur
grænn pels
við svartar
buxur og
bol.
HIMINHÁ Geggjuð
þröng stígvél sem
ná upp á læri.
ROKKAÐ
Glitrandi
leggings
við stuttan
svartan kjól
og pels.
GRÆNT
Flottur
stuttur kjóll
með einum
hlýra við
leggings og
hælaskó.
ÞÆGILEGT
Sniðug sam-
setning sem
klikkar ekki,
víður svartur
toppur við
þröngar
leggings.
RENDUR
Glæsilegur
fjólublár
skikkjukjóll
við þröngar
svartar legg-
ings.
OKKUR
LANGAR Í
…