Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 8
8 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvaða leikari fékk að gjöf forláta einkennisbúning frá ónefndum aðdáanda sem hann mun klæðast í á leiksýningum? 2 Hver sló stigamet í lokaúrslit- um úrslitakeppni í körfubolta? 3 Hver lagði fram tillögu í borgarráði um að bókhald frambjóðenda í prófkjöri verði opnað? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 EVRÓPUMÁL Aðilar þverpólitískrar nefndar um þróun Evrópumála, sem skipuð var í tíð fyrri ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, skiluðu fimm sér- álitum við skýrslu nefndarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrr- verandi varaformaður Samfylk- ingarinnar og annar tveggja for- manna nefndarinnar, sagðist hafa óskað sér að unnt hefði verið að leggja fram sameiginlega niður- stöðu úr starfi nefndarinnar, en skoðanir væru einfaldlega of skiptar til að á því hefði reynst kostur. Þrír stjórnmálaflokkar – Sjálf- stæðisflokkur, VG og Framsóknar- flokkur – skila hver sínu sérálit- inu og BSRB sínu. Hins vegar standa ASÍ, Samtök iðnaðarins, Viðskiptaráð Íslands, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar ásamt Sam- fylkingunni að sameiginlegu áliti þar sem því er lýst sem forgangs- verkefni nýrrar ríkisstjórnar að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Ágúst Ólafur sagði það niður- stöðu þessara aðila að þetta væri lykilatriði í að skapa vænlegar for- sendur fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs, þar sem með því að stefna inn í ESB og evrópska myntbandalagið fengist „kærkom- ið skjól í gjaldmiðilsmálum“. Illugi Gunnarsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og hinn formaður nefndarinnar, færði rök fyrir séráliti sjálfstæðismanna, en í því er lagt til að látið verði á það reyna að íslensk stjórnvöld leiti liðsinnis Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) til að fara þess á leit við Evrópusambandið að það heimili Íslendingum að nota evruna vegna þess neyðarástands í gjaldmiðils- málum sem Íslendingar búi nú við. Tilefni þessarar tillögu er að AGS hefur lagt það til við Evrópu- sambandið að það heimili nýjustu aðildarríkjum sambandsins í Mið- og Austur-Evrópu að fá afnot af evrunni jafnvel þótt þau hafi enn ekki uppfyllt Maastricht-skilyrðin svonefndu. Illugi sagði „rangt að láta ekki reyna á þetta“. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gaf lítið fyrir þessa tillögu sjálf- stæðismanna; það væri fyrirfram ljóst að slík bónleið til AGS og ESB, án þess að lýsa yfir vilja til að ganga í ESB, yrði sneypuför. Aðalsteinn Leifsson, lektor og annar fulltrúi Samfylkingar í nefndinni, vakti athygli á því að innan ESB gætti „stækkun- arþreytu“. Eina umsóknarríkið sem nú hefði tímasettan ramma fyrir inngöngu í sambandið væri Króatía, sem gert er ráð fyrir að geti fengið aðild á árinu 2011 eða í síðasta lagi í ársbyrjun 2012. Legði Ísland fram aðildarum- sókn fyrir haustið ætti það kost á að vera í samfloti við Króatíu inn í sambandið og væntanlegir aðild- ar samningar beggja ríkja gætu fylgst að í gegnum fullgildingar- ferlið hjá hinum núverandi 27 aðildarríkjum ESB. Gerðist það ekki væri hætt við að Íslandi yrði sem umsóknarríki vísað aftar í biðröðina eftir aðild, sem gæti þar með frestast aftur fyrir árið 2015. audunn@frettabladid.is MARGKLOFIN NIÐURSTAÐA Ágúst Ólafur Ágústsson, í miðju, ásamt öðrum nefndar- meðlimum á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný stjórn setji ESB í forgang ASÍ og fjögur stærstu aðildarfélög SA standa ásamt Samfylkingunni að séráliti við nýja skýrslu nefndar um þróun Evrópumála. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar er að sækja um aðild að ESB. TAÍLAND, AP Tilraun var gerð til að myrða leiðtoga mótmælenda- hreyfingarinnar á Taílandi, sem á síðasta ári lokaði helstu flug- völlum landsins og hrakti þrjá forsætisráðherra frá völdum. Sondhi Limthongkul var fluttur á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð þar sem nokkur brot úr byssukúlu voru fjarlægð úr höfuðkúpu hans. Hann var hins vegar með fullri meðvitund og sagður við góða heilsu eftir aðgerðina. Lögreglan brást skjótt við og jók viðbúnað sinn. Aðeins fáir dagar eru síðan annar hópur mót- mælenda, andstæðingar núver- andi stjórnar, hætti aðgerðum í höfuðborginni Bangkok. - gb Morðtilræði á Taílandi: Skotið á leið- toga mótmæla SONDHI LIMTHONGKULI Varð fyrir skoti, en slapp lítt meiddur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir eru nú alls tæplega 18 þúsund tals- ins á landinu öllu, ríflega 11 þús- und karlar og 6.500 konur. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi var að meðaltali 7,1 prósent vinnuaflsins á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Atvinnuleysið mældist 9,2 prósent hjá körlum og 4,8 prósent hjá konum. Mest mæld- ist það meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,6 prósent. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. Atvinnulausum fjölgaði um 8.500 manns frá fyrsta ársfjórð- ungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs á þessu ári. - ghs Margir ungir atvinnulausir: Átján þúsund án atvinnu ÓSAMMÁLA Ágúst Ólafur Ágústsson og Illugi Gunnarsson formenn nefndarinnar eru ekki sömu skoðunar um Evrópumál. VEISTU SVARIÐ? DÓMSMÁL Síbrotamaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. maí. Hann hefur stolið öllu sem hönd á festi að undanförnu, meðal annars fatnaði öryggisvarða, sem var merktur Securitas, úr þvotta- húsi. Hann var gómaður í stiga- gangi þar sem þvottahúsið er og sagðist þá vera að tína ánamaðka. Maðurinn er grunaður um níu innbrot og þjófnaði á fáeinum dögum. Meðal mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu eru innbrot og þjófnaður á síma og greiðslukort- um úr herbergi á Fosshóteli við Rauðarárstíg. Jafnframt þjófnað- ur greiðslukorta, síma og fjármuna frá starfsmanni á öðru hóteli. Þá braust hann inn í íbúðarhúsnæði. Lögregla fann hann í hnipri bak við bíl rétt hjá húsnæðinu. Hann var með talsvert af skartgripum og stafræna myndavél í fórum sínum. Næst braust hann inn hjá Bænda- samtökunum og er grunaður um að hafa stolið fartölvu. Úr bílum stal hann sjónauka, lyfjaglasi, afsali og sólgleraugum. Í þvottahúsinu stal hann svo fatn- aði merktum Securitas. Þegar lögreglan handtók hann var hann kominn í buxur eins og öryggis- verðir klæðast. Maðurinn hefur hlotið fjölda- marga fangelsisdóma. - jss SECURITAS Maðurinn skartaði buxum eins og öryggisverðir klæðast þegar lögreglan tók hann. Síbrotamaður sem stolið hefur öllu sem hönd á festir í gæsluvarðhald: Stal fatnaði öryggisvarða Securitas VIÐSKIPTI Tölvufyrirtækið CCP gæti þurft að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr landi. Vilhjálm- ur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, segir að fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft lengur en í um það bil tvö ár til viðbótar. „Ef við erum að sjá fram á að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera til lengri tíma, og engin leið út úr þeim vanda, kemur að því að félag eins og CCP þarf að flytja höfuðstöðvar sínar eitthvert annað,“ segir Vilhjálmur. Hann segir einu sjáanlegu leiðina út úr núverandi ástandi aðild að Evrópu- sambandinu. CCP hannaði og framleiðir fjöl- þátttökutölvuleikinn Eve Online, sem hefur verið einn af vinsæl- ustu tölvuleikjum þeirrar tegund- ar undanfarin ár. Vilhjálmur segir félagið vilja vera áfram hér á landi, en ekki sé hægt að búa við höft til langs tíma. Ekki sé verið að tala um að færa starfsmenn úr landi, en félagið verði að vera skráð í landi þar sem aðgengi sé að erlendu fjármagni. „Við getum ekki verið lengi innan virkisveggja þar sem erlent fjármagn kemst hvorki inn né út,“ segir Vilhjálmur. Gjaldeyrishöftin voru sett í kjölfar efnahagshrunsins síðasta haust. Áætlanir gera ráð fyrir að þeim verði aflétt innan tveggja ára frá því þau voru sett. - bj Aðild að ESB einu leiðina út úr gjaldeyrishöftum: CCP gætu þurft að flytja úr landi EVE ONLINE CCP hannaði og viðheldur fjölþátttökutölvuleiknum Eve Online, sem er með um 292 þúsund áskrifend- ur um heim allan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.