Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 40
● Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson tók mynd á heimili Bryndísar Bolladóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@ frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Aug- lýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 GOTT FRAMTAK Siggi Anton og Guðbjörg Jóhanns- dóttir felldu hugi saman á við- skiptastefnu- móti. BLS. 2 ÚT FYRIR RAMMANN Bryndís Bolladóttur beitir nýstárlegum aðferðum í hönnun sinni þar fyrirmyndin er handverk fyrri tíma. ÍSLENKIR LESTAR- TEINAR Nemendur við Borgarholtsskóla smíða lestarteina sem eiga að sam- eina betur þjóðir Evrópu. BLS. 2 ● heimili&hönnun „Í vörunum mætast gamlir og nýir tímar en það gefur oft góða raun,“ segir Bryndís ánægð með útkomuna. Hún hefur frá árinu 2003 verið í samstarfi við Örva, sem er vinnustaður fyrir fatlaða sem framleiðir ýmsar plastvörur. „Þegar atvinnulífið fór að róast dróst saman hjá Örva eins og ann- ars staðar. Fyrir vikið höfðu þeir eins og önnur fyrirtæki meiri tíma og finnst mér sem hönnuði allt annað að koma inn í fyrirtæki nú samanborið við árið 2007. Örvi hefur hingað til gert pakkningar utan um textílvörur mínar en fyrir skömmu fór ég að skoða tækja- búnaðinn hjá þeim og fékk verk- stjórana til að sýna mér hvernig vélarnar virkuðu. Mig langaði að vita hvort ég gæti á einhvern hátt sameinað textílinn og plastið. Ég prófaði alls kyns textílefni en datt svo niður á heklið,“ segir Bryndís innt eftir því hvernig hugmyndin kviknaði. Í samstarfi við tvær vinkon- ur, sem eru vanar hekli, þróaði Bryndís réttu munstrin. Heklið er síðan notað sem skapalón sem er hitapressað ofan í plastið. Það er svo fjarlægt en eftir situr textíl- áferðin. Bryndís notar þrenns konar munstur á diskamotturnar sem heita Esja, Hekla og Katla en munstrið í skálarnar, sem fást í þremur stærðum, nefnir hún Öskju. Bryndís segir marga hafa það á orði við sig að vörurnar séu þjóðlegar. Hún er sama sinnis þó hekl sé vitanlega ekki eingöngu íslenskt fyrirbæri. „Það minnir okkur á gamla tíma en þessi yfirfærsla á plastið tengir það við nútímann. Ég hugsa að mörg- um þættu heklaðar diskamottur sætar í dag en heldur ópraktískar. Plastmotturnar hafa þetta gamla yfirbragð en eru hentugri í notkun enda bara hægt að skola af þeim.“ - ve Gamalt blúndumunstur tekur á sig nýja mynd ● Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir framleiðir, í samstarfi við Örva, plastdiskamottur og -skálar með hekl-munstri. Diskamotturnar fást með þrenns konar munsturáferð og skál- arnar í þremur mismunandi stærðum. Diskamotturnar fást með þrenns konar munstri. Óhætt er að segja að nemendur við málmdeild Borgar holtsskóla hafi haft í nógu að snúast síðustu tvö ár. Þeir hafa á þeim tíma tekið þátt í samvinnu- verkefni 24 evrópskra verkmenntaskóla sem kall- ast European CNC-Network og miðar að gerð lestarlíkans sem til stendur að tengja saman og á þannig að tákna sameinaða Evrópu. Aðalsteinn Ómarsson, kennari við málmdeild skólans, er umsjónarmaður íslenska verkefnisins en hann ferðast til Brussel í næstu viku þar sem útkoman verður til sýnis í húsakynnum Evrópusambandsins. „Skólunum var skipt í þrjá hópa sem fengu það verkefni að smíða lestarvagna eða -teina,“ segir hann. „Þannig féll það í hendur okkur Ís- lendingum að smíða lestarteina og svo hluti í gufu- eimreið sem keyrir hina vagnana áfram þótt við séum síður en svo þekkt fyrir lestarkerfi. Hinum þótti það reyndar bráðfyndið og kannski vorum við meðal annars þess vegna valin til verksins.“ Á annan tug nemenda við skólann hafa beint og óbeint komið að smíðinni sem Aðalsteinn segir hafa gengið vonum framar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Svo má segja að þátttakan hafi eflt málmdeild- ina í þeim skilning að skólinn varð að kaupa nýjan tækjabúnað, þar sem vinnsla í tölvustýrðum kerf- um var sett sem skilyrði fyrir þátttöku,“ bendir hann á og bætir við að sé þetta kjörið tækifæri fyrir Evrópuþjóðirnar til að kynnast skólastarfi hverra annarra. „Nú svo er aldrei að vita nema þetta verði upphafið að ein- hverju meiru. Menn vita að minnsta kosti hvert þeir geta leitað ef einhvern tímann stendur til að leggja lestarteina hér á landi,“ segir hann og hlær. - rve Lestarlíkan sameinar Evrópu H önnunarmiðstöð Íslands og Innovit standa fyrir verkefninu Orku-verið, viðskiptastefnumóti hönnuða og viðskiptafræðinga sem miðar að því að koma á auknu samstarfi milli stéttanna og efla fram- leiðslu og sölu á íslenskri hönnun. Vöruhönnuðurinn Siggi Anton og viðskiptafræðingurinn Guðbjörg Jóhannsdóttir hittust á slíku stefnu- móti. „Þetta er mjög gott fyrir unga hönnuði sem eru að fóta sig, þurfa að vinna fjárhagsáætlun og sækja um styrki, að eiga í góðu samstarfi við aðila sem veita aðhald og geta átt í árangursríkum skoðanaskiptum við þá,“ segir Siggi Anton. „Ég myndi segja að það væri nauðsynlegt fyrir hönnuðina að fá sjónarhorn einhvers með viðskiptaþekkingu til að drífa verkið áfram alla leið,“ bætir Guðbjörg við og segir samstarf þeirra Sigga Antons hafa gengið mjög vel. „Hann kom með hugmynd að tilbúinni vöru, Lucio veggljósinu, og við stöndum framarlega í ferlinu; erum að skoða með hvaða hætti er hægt að koma vörunni betur út á markaðinn og möguleika á útflutningi.“ Þau segjast vera með Norður- löndin í sigtinu, einkum Svíþjóð. „Ljósið hefur verið selt í Módern og hægt að panta það á www.birkiland. com. Nú stendur hins vegar til að koma því í verslanir er- lendis á árinu.“ Þau eru bjartsýn á framtíðina. „Þetta eflir vitund fólks um þverfag- leg vinnubrögð,“ segir Guðbjörg. „Nú er um að gera að nýta sköpunar- hæfni fólks, sem sumir vilja meina að geti komið okkur upp úr kreppunni,“ bætir Siggi Anton við. - rve Ást við fyrstu sýn Vörurnar framleiðir Bryndís í samstarfi við Örva. Þær fást í Mýrinni í Kringlunni og Kraum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Upplýsingar um verkefnið eru á vefsíunni www.cnc- network.eu ● RÓSAPÚÐI Púða má fá í öllum stærðum, gerðum, formum og litum. Þessi fallegi rósapúði fæst í John Lewis-verslununum í Bretlandi en einnig er hægt að versla þar í gegnum netið, www.johnlewis.com. hönnun 18. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.