Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 32
32 18. apríl 2009 LAUGARDAGUR
Fjöldi tómra húsa og íbúða eru í
miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins hefur á
skrá 57 hús og íbúðir sem eru tóm
samkvæmt þeirra eftirliti. Í könn-
unarferð sinn komst Fréttablað-
ið að því að reyndar eru margar
þessara íbúða nú þegar komnar í
notkun.
Ein af þeim ástæðum sem hús-
tökumenn gáfu fyrir því að þeir
yfirtóku húsið að Vatnsstíg 4 er að
verktakar kaupi hús í miðbæ borg-
arinnar, opni þau fyrir útigangs-
mönnum og láti þau grotna niður
og skapi þannig þrýsting á borgar-
yfirvöld til þess að gefa leyfi fyrir
því að rífa húsin og hefja uppbygg-
ingu í þeirra stað.
Húseigandi einn sem Frétta-
blaðið talaði við sagði hins vegar
að tíð stjórnarskipti í yfirstjórn
Reykjavíkurborgar og hringl anda-
hátturinn sem því fylgir hafi
sett framtíð húsanna í uppnám.
Fréttablaðið fór því á stúfana og
reyndi að hafa uppi á eigendum
tómra húsa til að spyrjast fyrir
um það hvað á að gera við húsin?
Af hverju eru þau tóm?
Tómu húsin
í bænum
Síðan hústökufólk kom sér fyrir í auðu húsi að
Vatnsstíg hafa vaknað áleitnar spurningar um
hversu mörg hús séu auð í bænum og hví sé þannig
fyrir þeim komið. Jón Sigurður Eyjólfsson brá sér í
miðbæinn ásamt ljósmyndurum og kannaði málið.
HVERFISGATA 61 Þetta er ekki hæft til útleigu og verður líklega rifið innan tveggja mánaða. Samson Properties á þetta hús.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LAUGAVEGUR 46 Sola Capital er skráð fyrir þessum húsi. Ekki
náðist í forsvarsmenn þess félags. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GAMALT OG NÝTT Hér ægir saman gömlu og nýju. Þetta hús við Veghúsastíg er reyndar að falli komið meðan nýbyggingarnar í
baksýn rísa. Húsið var númer eitt í götunni en hefur nú verið fært, að því er fyrrverandi eigandi segir og tilheyrir nú Klapparstíg.
Það er þó víðast enn skráð á Veghúsastíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HVERFISGATA 46 Foldir fasteignaþróunarfélag á þetta hús.
Önnur og þriðja hæð verða teknar í notkun eftir að endurbót-
um lýkur, líklegast í sumar, segir eigandinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Staðsetning Eigandi
Hverfisgata 28 Festar ehf.
Hverfisgata 32 Festar ehf.
Hverfisgata 34 Festar ehf.
Laugavegur 21 Festar ehf.
Skýring eiganda: Framtíð húsa í óvissu vegna óreiðu í yfirstjórn borgarinnar.
Hverfisgata 46 Foldir fasteignaþróunarfélag ehf.
Skýring eiganda: Önnur og þriðja hæð tómar vegna endurbóta sem verður lokið í
sumar.
Hverfisgata 58a (autt að hluta) Vatn og land ehf. (Samson Properties).
Hverfisgata 61 Vatn og land ehf. (Samson Properties).
Skýring eiganda: Hús númer 58a er í leigu nema kjallarinn sem er óíbúðarhæfur.
Borgaryfirvöld bíða uns Samson Poperties gera grein fyrir eignarhaldi félagsins. Friðrik
Þór Snæbjörnsson, frá Samson Properties, segir það verða gert innan tveggja mánaða.
Hverfisgata 61 er hins vegar óhæf til útleigu og er áætlað að rífa húsið innan tveggja
mánaða.
Hverfisgata 92a Rauðsvík (Samson Properties)
Skýring eiganda: Friðrik Þór Snæbjörnsson, frá Samson Properties, segir það verða rifið
á sama tíma og Hverfisgata 61 eða innan tveggja mánaða.
Laugavegur 33b ÁF hús ehf.
Vatnsstígur 4 ÁF-hús ehf.
Skýring eiganda: Hefur unnið í málinu í fjögur ár, skipulagsráð er nú loks að klára það.
Þá verður unnið að uppbyggingu reitsins.
Hverfisgata 41 M. Hlíðdal
Hverfisgata 65 Byggingarfélagið Vöxtur
Hverfisgata 75 Björt Rúnarsdóttir, Þuríður Sævarsdóttir, Marléne
Pernier
Bergstaðastræti 12, (bakhús) Bergtak ehf.
Bergstaðastræti 16 BBH byggingarfélag
Bergstaðastræti 20 Birtingur
Bergstaðastræti 22 Fríða Bragadóttir
Freyjugata 16 Iðunn Angela Andrésdóttir
Grettisgata 20c Anna María Torfadóttir
Grettisgata 61 Trausti Guðjónsson
Klapparstígur 30 Gamli Sirkus, hús tekið af skrá
Laufásvegur 2 Dugguklettur
Laugavegur 4-6 Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur
Laugavegur 46 Sola Capital ehf
Laugavegur 49a Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Erla Gísladóttir, Þór
Ludwig Stiefel
Lindargata 62 Félagsbústaðir hf. 02/10/1992
Skúlagata 26 Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar 28/09/2004
Skúlagata 28 Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar 05/03/2004
Veghúsastígur 1 Sigrún G. Fjeldsted
Skýring eiganda: Segir húsið ekki lengur vera á þessu heimilisfangi og hún sé ekki
lengur eigandi þess.
Benedikt Sigurðsson, er stjórnarformaður Foldar fast-
eignaþróunarfélags, sem á húsið að Hverfisgötu 46. Á
jarðhæð er Sportbarinn en önnur og þriðja hæð standa
auðar. „Það var verið að vinna í því innanverðu þegar við
keyptum það [25. júní 2008] og sú vinna heldur bara
áfram og verður líklegast lokið í sumar,“ segir hann. „Þá
verður þarna skrifstofuhúsnæði og íbúðir.“
Benedikt er einnig stjórnarformaður Festa.
HVERFISGATA 46: VERÐUR TILBÚIÐ
Á NÆSTU MÁNUÐUM
HVERFISGATA 58A Þetta hús er í leigu nema kjallarinn sem
er óíbúðarhæfur. Húsið er í eigu Samson Properties og segir
Friðrik Þór Snæbjörnsson að reynt sé halda húsum á þessum
stað í leigu en það geti verið erfitt vegna sviptinga í málefnum
þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AUÐ HÚS Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR
Hverfisgata
Laugavegur
Klapparsígur Va
tn
ss
tíg
ur
Fr
ak
ks
tíg
ur
32 34 46
33a
33b
58a
33
61 6541
46