Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 29 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn hefðu pússað sig sjálf í eilíft pólitískt hjónaband. Þau töluðu líka fallega hvort um annað Geir og Ingibjörg á ársafmælinu. Eða í það minnsta hún um hann. „Geir er mjög reyndur stjórnmálamað- ur og hefur þá rósemi hugans sem mikilvæg er á erfiðum augnablik- um. Hann veit að sá kann margt sem bíða kann, sem er mikilvægur eiginleiki góðs stjórnmálamanns,“ sagði Ingibjörg. Geir var ekki jafn innilegur en lét vel af samstarfinu við Ingibjörgu. „Það hefur gengið mjög vel og er með ágætum þó við höfum ekki þekkst mikið persónu- lega áður en það hófst.“ Haustið Við hrun bankanna í byrjun októb- er hófst nýr og sjálfstæður kafli í stjórnmálasögunni. Við horfðum upp á stjórnarslit, myndun minni- hlutastjórnar, boðun kosninga og brottrekstur seðlabankastjóra. Á undan hafði gengið á með ráða- leysi og allrahanda fumi. Ógæfan var algjör en stjórnmálamennirn- ir föttuðu það ekki. Þó lögregla og mótmælendur væru í slagsmálum í Alþingisgarðinum og bílageymsla þingsins væri notuð til að geyma handtekna hélt þingfundur áfram eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í stað þess að finna lausnir hugsuðu stjórnmálamennirnir um heiður flokka sinna. Og efndu til keppni um besta líkingamálið. Brimskafl, stormur, botn, sker, strand. Þið munið þetta. Sakleysið uppmálað Haustið 2008 fór samfélagið á hlið- ina með bönkunum. Stjórnmála- menn telja sig enga ábyrgð bera. Viðskiptaráðherrann sagði af sér en bara til að reyna að skapa ró. Hann gerði ekkert rangt. Fjár- málaráðherrann sækist ekki eftir endurkjöri en bara vegna kröfu samflokksmanna um endurnýjun. Hann gerði ekkert rangt. Sama er að segja um alla hina. En ef stjórnmálamenn höfðu ekkert með hrunið að gera geta þeir þá endurreist samfélagið? Eru hrun og uppbygging ekki hvor sín hliðin á sama peningnum? Óvænt Á kjörtímabilinu sem lýkur á laugardaginn næsta urðu svipt- ingar í stjórnmálunum af öðrum sökum en efnahagslegum. Tveir flokksformenn og forystumenn í þjóðlífinu til margra ára drógu sig í hlé frá pólitíkinni vegna veikinda. Framsóknarflokkurinn laut stjórn fjögurra formanna. Ráðuneyti voru sameinuð. Utan- flokkafólk settist á ráðherrabekk. Þingmenn öskruðu sig hása út af stjórnarskránni. VG komst í stjórn. Og fleira óvænt gerðist. Bjarni Harðar varð uppvís að fólsku. Upp komst að Sjálfstæðisflokk- urinn lét eigin prinsipp lönd og leið af ótta við gjaldþrot. For- maður Frjálslynda flokksins fékk mótframboð – frá eigin aðstoðar- manni. Það kom hins vegar ekki á óvart að Kristinn H. lenti upp á kant við samflokksmenn. Smá auðmýkt, takk Margir tala um að eitthvað gott hljóti að koma út úr hruninu. Nú verði byrjað upp á nýtt. Nýtt Ísland. Þar sem það hentaði voru stjórnmálamennirnir sammála því og sungu einum rómi; allt upp á borðið. En borðið er enn autt. Þeir hafa ekkert sagt. Það litla sem við vitum hefur verið dreg- ið upp úr mönnum með töngum. Sagt er að við fáum þá stjórn- málamenn sem við eigum skilið. Það breytist ekki á laugardag- inn. En er óhugsandi að biðja þá sem þá verða kjörnir um eitt og aðeins eitt? Að þeir sýni þjóðinni örlitla auðmýkt. Það yrði pínulítið skref í átt að nýju Íslandi. Bjarni Harðarson lét af þing- mennsku og sagði sig úr Fram- sóknarflokknum. Guðni Ágústsson lét af þing- mennsku og formennsku í Fram- sóknarflokknum. Valgerður Sverrisdóttir varð for- maður Framsóknarflokksins en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér ráðherraembætti en var látinn sitja út starfstíma ríkisstjórnar- innar. Geir H. Haarde lét af formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson varð for- maður Sjálfstæðisflokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af formennsku í Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir varð formaður Samfylkingarinnar. Kristinn H. Gunnarsson sagði sig úr Frjálslynda flokknum. Jón Magnússon sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Karl V. Matthíasson sagði sig úr Samfylkingunni og gekk í Frjáls- lynda flokkinn. Einar Oddur Kristjánsson lést á kjörtímabilinu. Afsagnir og úrsagnir á kjörtímabilinu Sjálfstæðisflokkurinn Ármann Kr. Ólafsson féll í prófkjöri Árni M. Mathiesen hættir Björk Guðjónsdóttir féll í prófkjöri Björn Bjarnason hættir Herdís Þórðardóttir (tók sæti Einars Odds Kristjánssonar) hættir Geir H. Haarde hættir Guðfinna S. Bjarnadóttir hættir Jón Magnússon féll í prófkjöri Sturla Böðvarsson hættir Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson hættir Einar Már Sigurðarson féll í prófkjöri Ellert B. Schram hættir Gunnar Svavarsson hættir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hættir Lúðvík Bergvinsson hættir Framsóknarflokkurinn Magnús Stefánsson hættir Valgerður Sverrisdóttir hættir Kristinn H. Gunnarsson féll í prófkjöri Átján þingmenn eru ekki í kjöri á ný FLOTTUR Steingrímur J. Sigfússon varð ráðherra í febrúar eftir átján ár í stjórnarandstöðu. Hann kom á glæsilegri Volvobifreið sinni til ríkisráðs- fundar á Bessastöðum. Sannkölluð fasteign á hjólum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.