Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 STOFNAÐ 1913 236. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsinílandinu Komdu íleikhús Óvitar>>45 DAGLEGTLÍF 14 ÁRA KAFARI OG TÓNLISTARMAÐUR LISTIR Hólaráðstefna um Kolbein Tumason LESBÓK ?Ég ætla ekki að vera poppstjarna. Ég ætla mér að þróast,? segir Emil- íana Torrini sem sendir frá sér nýja plötu í næstu viku, nýja plötu með alveg nýjum tóni. Eins og frum- skógartromma Nýdauðarokk, harðkjarnapönk og svartmálmur nuddast sæl hvert ut- an í öðru ? og það jafnvel á einum og sömu tónleikunum ? í nýrri teg- und þungarokks, öfgarokki. Íslenskt öfgarokk, eins og Dettifoss Fyrir fimmtíu árum fékk Vertigo eftir Alfred Hitchcock blendnar við- tökur. Núna er hún talin til helstu meistaraverka hans. Ekki síst fyrir áhrif hennar á áhorfendur. Hvaða áhrif hafði Vertigo? HVAMMSVÍK í Hvalfirði var eins og suðupottur í verstu vindhviðunum í gær. Úti á víkinni dró fyrr- um varðskipið Þór akkerin undan óveðrinu. Um tíma var óttast að þetta sögufræga skip kynni að reka á land eða stranda á nálægu skeri. Skipið er nú í hlutverki hvalbátsins Hrefnu RE 11 í kvik- myndinni Reykjavik Whale Watching Massacre. Skipið sakaði ekki og dró dráttarbáturinn Magni það á öruggara lægi fjarri skerjum og klettóttri strönd. Trillan Grímur, sem einnig er notuð í fyrrnefndri kvikmynd, laskaðist hins vegar nokkuð þegar óbrotin aldan ruddist inn víkina og lamdi á flotbryggju og bátum áður en hún brotnaði í fjörunni. Komið var böndum á trilluna og hún dregin á þurrt. | 16 Mikið hvassviðri gekk yfir landið í gær Morgunblaðið/Frikki Hvammsvíkin eins og suðupottur í óveðrinu Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SÍFELLT fleiri Pólverjar leita nú á pólsku ræðismannsskrif- stofuna á Íslandi eftir ráðlegg- ingum og oftar en ekki aðstoð við að komast aftur heim til Pól- lands. Michal Sikorski ræðis- maður segir að síðustu tvo mán- uði hafi málum sem koma inn á borð til hans fjölgað gríðarlega. Mikill meirihluti þeirra Pól- verja sem hingað hafa komið síð- ustu ár er hér aðeins tímabundið til þess að vinna. Sikorski segir marga þeirra á heim- leið nú fyrr en þeir höfðu áætlað vegna breytinga á vinnumarkaði. Þá hafi jafnvel Pólverjar sem fest hafi rætur á Íslandi ákveðið að snúa aftur heim í ljósi breyttra aðstæðna. Ekki lengur þess virði að vinna á Íslandi ?Til mín hefur komið fólk sem hefur búið hér í 7-8 ár, er í góðri stöðu og talar reiprennandi íslensku. Þau segja það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri. Pólskur efnahagur hef- ur styrkst mjög en þar er enn mun ódýrara að lifa en hér. Þá finnst þeim ekki þess virði lengur að búa víðs- fjarri ættingjum og vinum,? segir Sikorski. Meðal vaxandi verkefna Sikorskis er að gefa út vegabréf fyrir Pólverja á Íslandi, bæði til fólks sem er með útrunnin vegabréf eða hefur týnt þeim, en líka annarrar kynslóðar innflytjenda sem fæðst hafa hér á landi. Hann segir fjölgun umsókna um vegabréf vera til marks um það að Pólverjar hugsi sér til hreyfings. ?Bara í síðustu viku gaf ég út 40 ný vegabréf svo það er mikið að gera hjá mér.? Hann bætir þó við að þrátt fyrir þetta flytjist fólk enn frá Póllandi til Íslands líka, þótt talsvert hafi dregið úr straumnum, og eins uni margir hag sínum hér vel og ætli sér alls ekki aftur heim þrátt fyrir allt. Þessa dagana eru þó margir Pólverjar uggandi um sinn hag. Sumir hafa sjálfir sagt upp störfum þar sem þeim þykja kjör sín hafa rýrnað, aðrir óttast að þeir verði látnir fara fyrstir ef til fjöldauppsagna kemur. Hópast heim til Póllands Margir Pólverjar sjá sér ekki lengur hag í vinnu hér Michal Sikorski L52159 Brást væntingum | 15 L52159 ?Ég fann mik- ið fyrir því í keppninni, sér- staklega þegar við strákarnir vorum að tala saman, að við vorum ekki að spila fyrir pen- inga, við vorum að spila fyrir þjóðina,? segir Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, í við- tali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Ólafur fer m.a. yfir leiðina að árangri. ?Fyrir leiki horfðum við á myndir af börnunum okkar og varðveittum í huganum það besta sem við eigum. Við hugsuðum um hvað litlir hlutir geta breytt mörgu í lífinu og að árangur leiðir oft til meiri árangurs.? »24 Spiluðu ekki fyrir pen- inga, heldur þjóðina Ólafur Stefánsson L52159 ?Meirihluti þeirra á Íslandi, sem vilja ekki meiri álver, er ekki á móti ál- verunum sem komin eru, alla- vega ekki þess- um tveimur fyrstu. Þeim finnst bara þrjú álver vera nóg. Þetta fjallar um hlutfall. Ekki vera smáeyja með fimm stærstu málm- bræðslur heimsins og ekkert ann- að,? segir söngkonan Björk Guð- mundsdóttir í svari sínu við grein Jakobs Björnssonar. »32 Vill ekki fimm stærstu málmbræðslur heimsins Björk Guðmundsdóttir L52159 Sarah Palin hefur verið til- nefnd varafor- setaefni Repúbl- ikanaflokksins og kemur sú ákvörðun Johns McCains nokkuð á óvart. Palin er lítið þekkt í bandarískum stjórnmálum. Hún hefur gegnt embætti ríkisstjóra Alaska í tæp tvö ár og notið mikilla vinsælda. Óvíst þykir hvort henni takist að höfða til vonsvikinna stuðningsmanna Hillary Clinton. »21 Ríkisstjóri Alaska valinn varaforsetaefni McCains Sarah Palin UM TÍU starfsmönnum verslunar- og þjónustufyrirtækisins N1 var af- hent uppsagnarbréf í gær. Forstjóri fyrirtækisins gat ekki gefið ná- kvæmar tölur í gærkvöldi, en sagði fyrirtækið vera að stilla sig af fyrir veturinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari uppsagnir á næstunni. Starfsmönnum vítt og breitt innan fyrirtækisins var sagt upp, s.s. á skrifstofu, bensínstöðvum og í vara- hlutaverslunum. ?Þetta eru engin stórtíðindi, á þessum árstíma er margt fólk að fara frá okkur í skóla og aðrir að koma inn. Það er eitthvað verið að draga saman seglin og stilla sig af fyrir veturinn,? segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann tekur fram að aðeins sé um árstíðabundnar aðgerðir að ræða, enda sé sumarið háannatími í ferða- mennsku. Hann bendir einnig á að hjá N1 séu um 800 starfsmenn, þannig að ekki sé um hátt hlutfall að ræða. andri@mbl.is Uppsagnir hjá N1 Árstíðabundnar aðgerðir, segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56