Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 10

Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Stríð menntamálaráðherra og forsetahjónanna um athygli og ljóma vegna silfursins hefur vakið kátínu landans. VEÐUR Þegar orðskrúðið hefur veriðtálgað utan af ræðu Steingríms J. Sigfússonar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í Reykholti í gær stendur eftirfarandi eftir:     Vinstri grænir eruá móti uppbygg- ingu virkjana og stóriðju sem gæti komið hjólum at- vinnulífsins á hreyf- ingu á nýjan leik. Þeir vilja öðruvísi atvinnuuppbygg- ingu, segja bara ekki hvers konar.     Vinstri grænir vilja þenja rík-isbáknið út á nýjan leik, auka umsvif og útgjöld.     Flokkurinn er á móti einkavæð-ingu ríkisfyrirtækja og telur einkavæðingu bankanna hafa verið ógurleg mistök.     Hann er líka á móti því að verk-efni séu boðin út til einkaaðila, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, til að fara betur með fé skattgreiðenda og auka val þeirra um þjónustu.     Með öðrum orðum sama gamlapólitíkin. Vantaði bara gömlu ræðuna um úrsögn úr NATO. Af hverju var hún ekki með?     Vinstri grænir telja Samfylk-inguna hafa gerzt seka um „ein- hver auvirðilegustu svik á skýru kosningaloforði sem sést hafa í háa herrans tíð“ með því að halda ekki við stefnuna um fagra Ísland.     Steingrímur J. vill að ríkisstjórninsegi af sér. Samt er hann alveg til í að vinna með hvorum stjórnar- flokknum sem er að því að fylla þjóð- ina bjartsýni og baráttumóði á ný.     Hvort vill hann einkavæðing-arflokkinn eða umhverfis- svikaflokkinn? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Gamla pólitíkin SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )              *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      !!"    # $  $ !"       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $   $ $ $ $ $ $%  %$  $   $ $ $ $ $ $                                   *$BC                        !  "  # $ %&"'    *! $$ B *! &#' (   '      )*  <2 <! <2 <! <2 &( !  + !",- !.  DB E           <   ( )          !*  &  + , "   -        *  " 2  ' *"   # .* "    +      !  # /  /0 #11  ! ) #2   )+ !" Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 22. ágúst til og með 28. ágúst 2008 var 82. Þar af voru 64 samningar um eignir í fjöl- býli, 14 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.341 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 28,6 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fast- eignamats ríkisins. Á sama tíma var 5 kaupsamn- ingum þinglýst á Akureyri. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samn- ingur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 139 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,8 milljónir króna. Á sama tíma var 6 kaupsamn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 99 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,5 milljónir króna. 82 kaup- samningum þinglýst Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Það var ekki laust við tilhlökkun í svip gamla skipstjórans og hafnsögumanns- ins Runólfs Lár- ussonar á Sauð- árkróki þegar hann bjóst til að skreppa á sjó, eftir átján ára hlé. Run- ólfur, sem bundinn hefur verið hjóla- stól hátt á annan tug ára og lengst- um verið vistmaður á Heilsustofnun Skagfirðinga, gerði sér dagamun og skrapp á sjó í vikunni með Hauki Steingríms- syni í léttri norðankælu. Það var Geirlaug Jónsdóttir, starfsmaður á Heilsustofnuninni, sem um langt skeið hefur gælt við þá hugmynd að þessi ferð yrði farin og lét hlut- ina gerast. Með Geirlaugu kom Runólfur, sem orðinn er 74 ára, á bryggjuna, en síðan var farþeg- anum lyft með hafnarkrananum ofan í bátinn og stólnum komið fyrir þar sem auðvelt var að renna færinu. Runólfur, sem lengstum gerði út handfærabát frá Sauðárkróki, var um árabil einnig hafnsögumaður og tók við því embætti af föður sínum, Lárusi Runólfssyni. Að sögn Geirlaugar, sem var með í för, tókst sjóferðin í alla staði ágætlega, vissulega var ekki farið langt, en nægilega langt þó til að gamli hafnsögumaðurinn, sem byrjaði að stunda sjóinn tólf ára gamall, fann vel fyrir sjávarloftinu og hreyfingum bátsins. „Þessi ferð var fyllilega á við tvær góðar helg- ar,“ sagði Runólfur glaðbeittur þegar hann var kominn upp á bryggjuna að lokinni sjóferðinni og bjóst til að halda heim. Á sjó Runólfur og Geirlaug koma sér fyrir í bátnum. Morgunblaðið/Björn Björnsson Runólfur fór aftur á sjóinn eftir átján ár AÐGERÐALEYSI stjórnvalda á sinn þátt í að gera rekstrarskilyrði fyrir sölu og dreifingu olíuvara hér á landi þau verstu í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Olíu- verzlun Íslands sendi frá sér í gær í tilefna frétta um að viðskiptaráðherra hafi óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs á landinu verði könnuð. Í tilkynningunni er bent á að gengisfall krón- unnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félags- ins í eldsneytisverði. Það er verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að koma böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka at- vinnugreinum,“ segir í tilkynningunni. „Ég fagna því að ráðherrann kallar eftir þessari greiningu. Við hjá N1 höfum í það minnsta ekkert að fela og ótt- umst ekki þá skoðun. Ef þessi skoðun getur leitt fram þá staðreynd að verðlagning okkar á olíuvör- um á Íslandi er með eðlilegum hætti, þá fagna ég því,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Sér hafi þótt viðskiptaráðherra gefa í skyn að eðli- legt væri að skoða verðþróunina „til að sýna fram á að það væri ekkert óeðlilegt“. Segja ómaklega vegið að olíufélögum Í HNOTSKURN »Viðskiptaráðherra, óskaði í fyrradageftir upplýsingum um þróun verðlags á olíumarkaði frá Samkeppniseftirlitinu og Neytendastofu. »Ráðuneytið segir að þangað hafi boristábendingar um að smásöluverð á elds- neyti hafi ekki fylgt að fullu nýlegum lækk- unum á heimsmarkaðsverði á hráolíu eða innflutningsverði á eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.